Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 25
DAGLEGT LÍF
Sölvi Sveinsson, fráfarandiskólameistari Fjölbrauta-skólans í Ármúla og tilvon-andi skólastjóri Versl-
unarskóla Íslands, hefur alla tíð haft
gaman af því að skrifa niður þanka
sína. Hann segist pára eitthvað hjá
sér hvern einasta dag. Hann tók upp
á því fyrir tíu árum að gefa út nokk-
urra blaðsíðna kver þar sem hann
hafði fest á blað sinn þankagang og
sendi síðan vinum og kunningjum í
stað jólakorts. „Fyrsta kverið sem
heitir Þegar ég fékk flugu í höfuðið,
kom þannig til að ég var að slá gras
uppi í sveit hjá tengdamóður minni
og fékk flugu í höfuðið í bók-
staflegum skilningi, hún flaug inn í
eyrað á mér og vildi ekki út. Ég fékk
þá hugmynd í framhaldi af því að
setja á blað frásögn af þessu flug-
naævintýri öllu saman og senda sem
jólakveðju,“ segir Sölvi sem fékk vin
sinn Brian Pilkington til að mynd-
skreyta þennan fyrsta pésa sem var
ekki prentaður „nema“ í hundrað
eintökum en Valgeir J. Emilsson hjá
Repró sá um hönnun og umbrot.
Færri fá en vilja
Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan
hefur eintökunum fjölgað og um síð-
ustu jól var bæklingurinn prentaður
í fjögur hundruð eintökum og send-
ur jafnmörgum viðtakendum. „Það
er alltaf að fjölga á listanum, sam-
starfsfólk mitt
hefur bæst við hóp
vina og vanda-
manna og það er
þó nokkur eft-
irsókn eftir pistl-
inum. Ég fæ upp-
hringingar úr
hinum og þessum
áttum þar sem
óskað er eftir því
að komast á lista
þeirra sem fá
þessa sendingu til
sín á jólum. Sumir
viðtakendur segj-
ast hlakka sér-
staklega til þeirrar stundar á að-
fangadagskvöldi þegar kverið er
opnað og innihaldið lesið, og það
finnst mér ánægjulegt.“ Kverinu
hefur vaxið fiskur um hrygg með ár-
unum og eintak síðustu jóla er heilar
22 blaðsíður.
Hélt ég væri Tarzan í trjánum
Þó nokkur spenna fylgir því fyrir
viðtakendur að komast að því hvað
pésinn inniheldur hverju sinni,
stundum eru það minningar úr dag-
legu lífi samtímans, stundum hafa
það verið ferðasögur frá útlöndum
en oftast eru það æskuminningar.
Kverið sem kom út næst á eftir flug-
unni í höfðinu, hefur einmitt að
geyma bernskufrásagnir. „Þetta eru
tímalausar minningar í nostalgíustíl
frá Sauðárkróki þar sem ég er
fæddur og uppalinn. Þetta kver
númer tvö í röðinni heitir Tarzan í
sláturhúsinu og vísar í strákaheim-
unum, bálum í fjörunni, skraut-
legum skóurum og öðrum ölkærum
Sauðarkróksbúum sjóbrúnum, svo
eitthvað sé nefnt.
Öll eru kverin ríkulega mynd-
skreytt og hefur Sölvi valið gamlar
myndir frá bernskudögunum til að
kalla enn frekar fram stemningu lið-
inna ára. Pistlar þessir eru skrifaðir
í notalegum saknaðartón, enda eiga
frásagnirnar að vera hlýlegar, þar
sem rifjuð eru upp skemmtileg atvik
og góðir dagar.
Sölvi segir skriftirnar vera hans
aðferð til að slaka á og efnið ekki á
þrotum á næstunni. Af nægu er að
taka hjá manni sem segist hafa verið
fordekraður í æsku. „Ég var lang-
yngstur og amma bjó heima hjá
okkur, svo ég hafði það mjög gott.
Ég var vissulega uppátektarsamur
og reyndar óþekkur eftir því sem
systur mínar segja. Mér fannst
gaman að týnast og gerði það í tíma
og ótíma og lenti þá í ýmsum æv-
intýrum. En frásagnirnar eru vissu-
lega litaðar út frá mínum kenndum
og því hvernig ég upplifði þessa
hluti sem barn og eru því ekki hrein-
ar heimildir frá þessum tíma,“ segir
Sölvi sem á nóg efni í handraðanum
sem býður þess að komast í næstu
kver.
FRUMLEGT| Glaðningur handa vinum og kunningjum
Morgunblaðið/ÞÖK
Þvottadagar og stráka-
pör bernskunnar eru
meðal þess sem verður
Sölva Sveinssyni efni
í pésa sem vinir hans
fá að njóta einu sinni
á ári. Kristín Heiða
Kristinsdóttir hitti
manninn sem slakar
á með því að koma
æskuminningum á blað.
Kverið sem kom út um síðustu jól
segir m.a. frá nokkrum ölkærum
Sauðárkróksbúum frá fyrri tíð.
inn sem ég lifði og hrærðist í á
Króknum, en ég tábrotnaði þegar ég
var að sveifla mér í gálgum slát-
urhússins og þóttist vera Tarzan í
trjánum. Þar segir líka frá fyrstu
bíóferðum bernskunnar.“ Og enn
annarsstaðar segir frá því hvernig
Sölvi lærði að meta Elvis Presley,
en það gerðist á tannlæknastofu á
Króknum. „Það vildi svo vel til að
strákurinn sem var næstum sá eini í
plássinu sem átti grammafón, bjó
handan við götuna þar sem tann-
læknastofan var og hann spilaði
Elvis allan daginn, svo tónarnir bár-
ust til eyrna minna þar sem ég sat í
stólnum og gapti fyrir tannlækn-
inn.“
Týndist eins oft og ég gat
Þegar kverum þessum er flett kenn-
ir ýmissa grasa, þar eru sögur af
þvottadögum bernskunnar þegar
tauið átti það til að hverfa af snúr-
Elvis Presley hjá
tannlækninum
Sýnishorn af nokkrum kverum
Sölva Sveinssonar.
Sölvi Sveinsson með fyrsta kverið
sem segir frá því þegar hann fékk
flugu í höfuðið.
khk@mbl.is
Elvis Presley var kominn til tannlæknis.
Þessi háværa, ágenga tónlist, hlaðin
erótískri spennu, hrá og ofsafengin á
köflum, já, þessi músík barst okkur úr
íbúðinni hans Sveins Ásmundssonar
smiðs handan við Aðalgötuna og inn um
gluggann til okkar. Hann bjó í húsinu
hans Árna Dan, á efri hæðinni. Þóra
gamla höndlaði á jarðhæðinni. Hún átti
nú reyndar eftir að eldast mikið eftir
þetta, en kunni þá þegar fleiri kvæði en
skáldin og mun ekki hafa hrifizt af Elvis.
(Úr Elvis Presley hjá tannlækni 1997.)
... og mundu eftir ostinum!