Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 51 MENNING Ívinnustofu Elíasar B. Hall-dórssonar í Kópavoginumstendur málverk á trönum – litaglöð afstraktmynd sem hann er að glíma við. Staflar af verk- um hallast upp að veggjum sem á sitja glaðhlakkalegir skúlptúrar. Ég hef á orði að hún sé alltaf jafnvinaleg þessi vinnustofulykt; olíulitir í bland við vindlareyk. „Ég finn hana ekki,“ segir Elías. „Ekki nema þegar ég er búinn að vera burtu um tíma. Fyrir austan kölluðu strákar þetta Kjarvalslykt. Og hann gaf strákunum vindla.“ Við tyllum okkur innst í vinnustof- unni enda Elías lúinn eftir glímuna við strigann og svo er skrokkurinn eitthvað að stríða honum. Þessi kröft- ugu vinnubrögð með penslum og spöðum taka sinn toll. – Var Kjarval helsta fyrirmyndin þegar þú varst að vaxa úr grasi á Borgarfirði eystri, farinn að hugsa um myndlist? „Jájá. Ég hugsaði voða mikið um hann. Hann var svo oft fyrir austan á sumrin. Mér finnst hann vera hluti af Borgarfirði. Hann ólst upp þar og það mótaði hann alveg örugglega. Ættin hans er hlaðin af snilld. En bakgrunnurinn á Borgarfirði hafði mikil áhrif á mig. Og hann sækir alltaf á mig.“ Elías segir skrýtið hvernig það kom til að hann fór að mála. „Ég var voðalega tvístígandi, vildi alls ekki vera í skóla, taldi allt algjöra lygi sem kennt væri þar. Hafði hreina skömm á því öllu saman.“ Og Elías hristir höfuðið og hlær. „Svo dreymdi mig alltaf um þetta. Að geta málað. Ég var kominn um tvítugt þegar ég fór eitthvað að reyna. Svo tók nokkur ár að hafa sig í það að fara í Hand- íðaskólann. Þetta sótti alltaf meira og meira á og eftir fyrsta árið var ég al- veg orðinn ákveðinn í því að þetta væri það sem ég vildi gera. En svo fór tíminn, eftir að ég var búinn með námið, út í bara ekki neitt. Í aðra vinnu sem hver sem er gat unnið. Það er ekkert hlaupið að því fyrir ungt fólk að selja myndir. Ann- ars finnst mér að það hafi gengið al- veg ótrúlega vel hjá mér. Ég hef svona skrimt – og ég þarf ekkert meira. Auðævi gera menn bara að fá- vitum. Og græðgi gerir menn að kjánum. Það er best að halda öllu slíku hæfilega frá sér. “ Í Gerðarsafni sýnir Elías hátt í fimmtíu málverk; þau stærri eru óhlutbundin en hópur minni verka er blæbrigðaríkar stemningar byggðar á húsum og landslagi. „Ég er mjög tengdur náttúrunni – og ég veit eiginlega ekki hvert ég ætti að fara ef ekki væri út í náttúruna að sækja mér efni. Ég mála sjaldan ákveðin mótíf heldur vil ég bara láta hugmyndaflugið ráða, og vita hvað kemur út úr því. En stóru málverkin eru öll tengd landinu. Málverk gefur umhverfinu þokka Þetta er alltaf sótt í landið; náttúran er undirstaðan. Svo náttúrlega mál- verkið sjálft, þetta blandast saman í undirstöðunni – maður verður að kunna skil á henni. Litur, ljós og form, þetta er allt óaðskiljanlegt. Það breytir engu hvort ég er með abstrakt eða hlut- bundið. Breyti maður formi þarf yf- irleitt að breyta lit og öfugt. Maður þarf að berja saman einhverja heild – það tekur mig alveg óskaplegan tíma að koma saman myndum. Það er nú svo að málverkið verður, að mínum dómi, að byggjast á ákveðnum undirstöðuatriðum sem hafa þróast í gegnum aldirnar og er ætlað að læða myndinni í hugskot manna, án þess að skoðandinn búi endilega yfir þekkingu á myndlist. Með öðrum orðum: að læðast inn bak- dyramegin. Ég er búinn að halda margar sýn- ingar og mér hefur oft þótt gaman að fylgjast með fólki og sjá hversu mis- jafnlega áhrif frá myndunum hreiðra um sig í því. Sumir sjá ekkert nema leiðindi, en aðrir hafa með sér með- fædda hæfileika og gleypa í sig áhrif- in frá myndunum. Ég hef oft kynnst fólki sem kemur jafnvel í fyrsta sinn á sýningu og býr yfir ótrúlegri næmi og jákvæðri hugsun. Svo eru líka aðrir sem koma með fullan poka af merki- legheitum, leiðindum og fordómum, en það er sem betur fer frekar sjald- gæft. Ég hef það á tilfinningunni að hús séu ekki fullkomnir mannabústaðir fyrr en góð málverk eru komin á veggina. Fólk kaupir sér vönduð hús- gögn, en veggirnir eru eins og eyði- mörk. Það er með ólíkindum hvað gott málverk getur gefið umhverfi sínu góðan þokka.“ – Þú átt þér ákveðna einkennisliti, dökkgrænan, dumbbláan og allt upp í skærgult; eru þetta litir úr minning- unni, frá Borgarfirði eystri? „Ég held að töluvert af því komi þaðan. Þar eru þessir rauðu og bleiku litir, sem ég nota mjög í hófi. En svo eru einmitt þessir dumbgrænu og hafið opið og grenjandi við ströndina, og gróðurinn við sjóinn sem hefur al- veg sérstakan lit. Svo er að láta litina harmónera saman. Málverkið verður að ráða.“ Eins og naut á bás Elías segist aðeins hafa prófað að mála úti hér áður fyrr, með past- ellitum, en finnst hann nú hvergi get- að unnið nema á vinnustofunni. „Ég finn mig hvergi nema hérna. Hérna er ég með allt draslið, eins og þú sérð er öllum andskotanum safnað saman hér, maður verður bara eins og naut sem er bundið á bás. Andinn er hérna. Og ég hef alltaf meira og meira gaman af að mála. Fyrst voru þetta eiginlega tómir erfiðleikar, það er orðið öðruvísi núna. En erfiðleikarnir eru ekki alltaf slæmir, það kemur oft gott út úr þeim. Lífið er ekki eitt sól- skinsbros hjá neinum.“ Talið berst að gömlum kollegum Elíasar úr málarastétt. „Á undanförnum árum hafa margir góðir málarar fallið í valinn. Má þar nefna Sigurð Sigurðsson, Hrólf Sig- urðsson, Jóhannes Jóhannesson, Svein Björnsson, Jóhannes Geir og Hring Jóhannesson. Þetta voru allt menn sem stóðu vel undir sínum böggum og skiluðu dagsverkum góð- um að kveldi. Mér finnst dauðinn hafa farið ógætilega í grisjun stofnsins, því allir áttu þeir margt ósagt. Þeim verður seint fullþakkað dagsverkið. Gildi málverka er ansi margþætt, en eitt er ég viss um; að þau geta haft mikið uppeldislegt gildi. Ég hef veitt því athygli að börn sem alast upp í húsum sem geyma málverk verða skyggn á gildi lista í samfélaginu, dragast að tónlist og bókmenntum og mörgu fleiru. Listir eru einhver besta næring sem sálir manna geta fengið til uppbyggingar og velfarnaðar. Þeg- ar hárin rísa á hausnum og sálin verð- ur gagntekin við snertingu við gott listaverk þá skilja menn tilganginn. List skapar menn. Menn skapa list.“ Málverkið verður að ráða Í Gerðarsafni verða opnaðar á morgun, laug- ardag, sýningar listamanna tveggja kynslóða. Elías B. Halldórsson sýnir blæbrigðarík mál- verk sem hann sækir til náttúrunnar og Birgir Snæbjörn Birgisson röð nær eintóna verka sem byggjast á myndum úr lækningabókum. Einar Falur Ingólfsson ræddi við þá Elías og Birgi. Morgunblaðið/Einar Falur „Þetta er alltaf sótt í landið,“ segir Elías B. Halldórsson um verk sín. FYRIR miðjum Austursal Gerð- arsafns standa fínlegar postulíns- styttur á hillum, fulltrúar Ljós- hærðra starfsstétta, og á veggjunum eru stór málverk, máluð í þeim daufu og fínlegu litbrigðum sem Birgir Snæbjörn Birgisson er kunn- ur fyrir. Málverkin eru úr röð verka sem Birgir kallar Snertingar. Í rauð- gulum tónum birtast í hverju verki einangraðir hlutir: þetta eru líffæri sem rist eru opin, minna á kálhöfuð eða kynfæri, og svo er þarna fingra- far og á öðrum strigum hendur sem snertast og óljóst hvort verið er að hugga eða kvelja. Birgir hélt síðast einkasýningar snemma árs 2001, þegar hann sýndi málverkaröðina Ljóshærða hjúkr- unarfræðinga í Gerðarsafni og teikningar í Gallerí Hlemmi. Hann hefur síðan verið virkur í sýning- arverkefnum hópa listamanna á Englandi, sýndi með Then-hópnum á Kjarvalsstöðum og í Listasafni ASÍ, og þá á hann nú tvær seríur málverka á sýningunni Ný íslensk myndlist í Listasafni Íslands. „Þessi málverk sæki ég að mestu leyti í gamlar lækningabækur,“ seg- ir Birgir Snæbjörn þar sem hann er önnum kafinn við að koma Snert- ingum sínum fyrir í salnum. „Ég færi þetta töluvert í stílinn. Það væri auðveld leið og greiðfarin að mála óhugnanleg og blóðug líffæri, en ég kýs að gera upphafnar myndir þess í stað, þar sem óhugnaðurinn er tek- inn burtu og það er stutt í að líffærin verði að hlutum í sjálfu sér. Og verk- in standa á eigin forsendum sem málverk, þar sem öllum fag- urfræðilegum kröfum er svarað. En um leið og ég segi það er ég kominn í öngstræti, því þessi verk geta varla staðist þær fagurfræðilegu kröfur sem fólk gerir venjulega til mál- verka; þetta er svo ljóst og ég vinn með svo takmarkaðan litaskala að maður þarf eiginlega að skilgreina málverkið uppá nýtt. En ég er alltaf að spila með þessa nánd, sem felst í Snertingunum. Myndirnar krefjast þess að maður sé svolítinn tíma með þeim, þær stíga fram þegar augað venst þeim.“ Leitin að ídealinu Birgir talar um þá þörf mannsins að afmá allt holdlegt með upphafinni mynd af hreinleikanum. Hann hefur unnið með þær hugmyndir síðustu árin, ein birtingarmyndin var angi af seríunni Ljóshærðir hjúkrunarfræð- ingar, þar sem fjallað var um athöfn- ina að búa um rúm. „Það er mjög skír athöfn og snýst um að byrja alltaf á hreinum núllpunkti. Hreint lak er eins og nýtt upphaf. Verkin sem ég er með á Listasafn- inu – Ljós höfuð, Norrænn kynstofn og Lýtaaðgerðir: fyrir og eftir – hefðu alveg getað staðið með þess- um verkum hér. Ég er að einhverju leyti að fjalla um leitina að ídealinu, hversu langt maðurinn er til í að ganga til að ná fullkomnu útliti.“ Yfirborð verka Birgis Snæbjörns er sakleysislegt en er verið að hugga fólk eða pína með þessum snert- ingum? Og undir brosandi bláeygum andlitum hans í Listasafninu lúrir óhugnaðurinn. Birgir segir umfjöll- unarefnið tilraun mannsins til að fela ógnir heimsins bakvið upphafnar myndir af hreinleikanum. „Ég er ekki að mála hluti heldur ímynd þeirra og sú ímynd er upphafin. Það er síðan áhorfandinn sem lendir í því að búa verkið til,“ segir hann. „Áhorfandinn fer þá leið sem hann vill, hvort sem hann fer beint í óhugnaðinn eða tekur þátt í ein- hverskonar allegórískri upphefð. Ég hef lent í að vera ásakaður um ras- isma. Ég vísa því náttúrlega til föð- urhúsanna, því slíkt segir meira um það hvað áhorfandinn er að hugsa. Ég tel mig vera að vekja máls á ein- hverju frekar en segja það beint. Eins er það með þessar Ljós- hærðu starfsstéttir hér; það er hægt að lesa þetta verk á rasískum nótum, ef vilji er fyrir hendi. Að ég sé að segja til um hvaða starfsstéttir séu ljóshærðar. Þetta er náttúrlega fun- heitt efni, það þarf ekki annað en líta á deilurnar um Kínverjana sem eiga kannski að fá að vinna austur við Kárahnjúka. Eru það þessi göfugu störf Íslendinga – okkar ljóshærðu þjóðar? Það er hægt að túlka þetta á alla vegu.“ Upphafin mynd af hreinleikanum Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Snæbjörn með eina postulínsstyttuna úr myndröðinni Ljóshærðar starfsstéttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.