Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 53 Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Gautaborg, sem haldin verður 28. janúar til 7. febrúar nk., verða alls sýndar 450 kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum, að því er m.a. kom fram í máli Jannike Åhlund, list- ræns stjórnanda hátíðarinnar, á blaðamannafundi í fyrradag. Kvik- myndahátíðin í Gautaborg er sú stærsta sem haldin er á Norð- urlöndunum og er nú haldin í 28. skipti. Íslenska heimildarmyndin Garg- andi snilld eftir Ara Alexander er framlag Íslands í aðalkeppni hátíðarinnar þar sem átta norrænar myndir keppa um Drekann og 100 þúsund sænskar krónur. Tvær þeirra eru sænskar, þ. á m. opn- unarmynd hátíðarinnar, sjálfs- ævisögulega kvikmyndin Kocken eftir Mats Arehns. Í fyrra var opn- unarmyndin íslensk, þ.e. Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson, og í hitteð- fyrra vann íslensk kvikmynd til að- alverðlaunanna, Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson. Í takt við tímann sýnd á söngvamyndadagskrá Kvikmyndahátíðin er í senn mark- aðstorg og menningarviðburður þar sem áhugafólk og atvinnumenn koma saman og njóta kvikmynda- listarinnar eða kaupa og selja. Kvik- myndunum, sem sýndar verða á há- tíðinni, hefur verið skipt í 21 flokk, t.d. myndir sem lýsa ástandinu eftir 11. september 2001, kvikmyndavor í Þýskalandi, glæpamyndir, myndir frá Afríku og dans- og söngvamynd- ir sem er sá flokkur sem mynd Ágústs Guðmundssonar og Stuð- manna, Í takt við tímann, fellur. Fleiri íslenskar myndir verða sýndar á hátíðinni, þ.e. heimild- armyndin Mjóddin eftir Robert Douglas og á undan henni stutt- myndin Með mann á bakinu eftir Jón Gnarr. Einnig á kvikmynda- gerðarmaðurinn Ólafur Sveinsson mynd á hátíðinni, heimildarmyndina On the Edge sem reyndar er á þýsku og heitir á frummálinu Schräge Zeit. Valdís miðlar af reynslu sinni Valdís Óskarsdóttir klippari verður meðal gesta hátíðarinnar en hún er hvað þekktust fyrir klippingu mynd- arinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Á sérstöku nám- skeiði mun Valdís miðla af reynslu sinni og útskýra leyndardóma kvik- myndaklippingar. Þá má geta þess að þýski brúðu- leiklistarmaðurinn Bernd Ogrodnik, sem búsettur hefur verið norður í Skíðadal í Dalvíkurbyggð og er gift- ur íslenskri konu, kemur einnig að mynd í aðalkeppninni. Um er að ræða dönsku strengjabrúðumyndina Strings sem leikstýrt var af Anders Rønnow Klarlund. Ogrodnik var í Danmörku allt árið 2003 að vinna að myndinni sem er eingöngu gerð með strengjabrúðum. Ogrodnik hannaði brúðurnar, vann að gerð þeirra og stjórnaði þeim í myndinni ásamt 15 öðrum brúðuleikurum. Bernd vinn- ur nú að uppsetningu í Þjóðleikhús- inu á leiksýningunni Klaufar og Kóngsdætur þar sem hann hefur hannað brúður sem munu gegna veigamiklu atriði í sýningunni og mun hann fara með stjórn þeirra. Spike Lee og Mike Leigh Ýmsir þekktir leikstjórar eiga myndir á hátíðinni, t.d. Spike Lee með myndina She Hate Me frá síð- asta ári, Mike Leigh með myndina Vera Drake sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda og verið orðuð við Óskarinn og Wim Wenders með myndina Land of Plenty sem fjallar um stúlku sem kemur til baka til Bandaríkjanna frá Ísrael og leitar uppi frænda sinn sem barðist í Víetnam. Kvikmyndir | Dagskrá Gautaborgarhátíðar Það er náttúrlega gargandi snilld að boðið verði upp á tvær íslenskar tón- listarmyndir í Gautaborg: Ragnhildur Gísladóttir gargar Í takt við tímann. Fjórar íslensk- ar myndir koma við sögu Gautaborg. Morgunblaðið. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.