Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 39
Amma var mjög góð við mig, ég vona að henni líði vel hjá Guði. Ég mun sakna hennar mjög mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Kveðja Birta. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Amma mín var mjög góð við alla. Hún hlustaði ef mað- ur átti í vanda. Ég gat talað við hana um allt milli himins og jarðar. En svo fór hún upp til Guðs, henni líður örugglega mjög vel hjá Guði. Elsku amma, ég mun allt- af muna þig. Kveðja, Elín Sól. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Amma Þuríður var góð kona. Ég vona að henni líði vel á himnum og að Guð muni taka vel á móti henni. Kveðja, Þórdís. HINSTA KVEÐJA er ferðin á Lónsöræfi eftir brúðkaup Herborgar. Þuríður hélt reisn sinni og gestrisni allt til þess síðasta. Hversu veik sem hún var orðin síð- ustu mánuðina heima lagði hún allt- af fallega á borð og átti eitthvað gott með kaffinu. Þegar við vorum allar sestar að sunnan heiða og börnin uppkomin gafst meiri tími til samfunda. Þó að sitthvað sé ógert sem ráðgert var skipta gæði samverustundanna mestu máli og þar bar ekki skugga á. Eftir að Þuríður greindist með meinið sem dró hana til dauða fjölg- aði heimsóknum og símtölum til muna en vissulega hefðu samveru- stundirnar mátt vera fleiri. Hún barðist eins og hetja, gekk í gegnum margar erfiðar meðferðir og var heima svo lengi sem nokkur kostur var. Það er dýrmætt að hafa verið nálægt henni síðustu stundirnar. Þuríður átti um margt gott líf þótt stundum blési á móti. Hún naut þess að fara aftur út á vinnumarkaðinn og vann meðan heilsan leyfði. Hún las mikið og fylgdist með gangi mála og hafði ákveðnar skoðanir. Hún lét sér mjög annt um velferð dætra sinna og fjölskyldna þeirra, barnabörnin hennar sex nutu ástar og umhyggju ömmu sinnar. Eitt barnabarnið sagði um hana látna að hún hefði verið besta amma í heimi, það er ekki slæmt að fá slík eftirmæli. Auð- vitað var Þuríður ekki sátt við að fá ekki að fylgjast lengur með barna- börnunum vaxa úr grasi, fá ekki not- ið lífsins með ástvinum sínum og samferðamönnum, hver væri sáttur við það? En hún tók örlögum sínum af æðruleysi, kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu og nýtti vel þann tíma sem gafst. Sæl var hún að geta, þrátt fyrir að veikindin ágerðust sífellt, notið jólagleðinnar á heimili Matt- hildar dóttur sinnar á nýliðnum jól- um og að Herborg og hennar fjöl- skylda náðu að heimsækja hana um áramótin. Matthildur heimsótti mömmu sína nær daglega á líknar- deildina og Herborg var meira og minna í Reykjavík í allt haust til að geta verið nærri henni. Þær viku ekki frá rúmi hennar síðasta sólar- hringinn. Það er þeim áreiðanlega dýrmætt nú hversu vel þær studdu móður sína í veikindum hennar. Blessuð sé minning Þuríðar systur okkar. Björk og Þyri. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR KRISTRÚN SIGURVINSDÓTTIR GEORGES ✝ Kristrún Sigur-vinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 6. ágúst 1948. Hún and- aðist á Gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Jó- hanna Karlsdóttir, f. 21. nóvember 1925, og Sigurvin Sveins- son, f. 9. júní 1925, d. 27. desember 2004. Systkini Kristrúnar eru Kristín, f. 1945, Hafsteinn, f. 1951, Jóhanna Svanlaug, f. 1954, Sigur- vin Ægir, f. 1956, Ólöf, f. 1958, Dröfn, f. 1961 og Karitas, f. 1963. Kristrún giftist Leo George 13. desember 1969. Sonur þeirra er Christopher, f. 24. september 1978. Kristrún og Leo hófu búskap í Ohio árið 1969 og hafa þau verið búsett þar síðan. Þau ráku efna- laug og störfuðu þar saman við fyrirtæki sitt. Útför Kristrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. hvort tunglið væri fullt, og hvort við sæjum norðurljósin. Að sjálf- sögðu hlýddum við því og litum út um gluggann til að athuga það fyrir þig. Sennilega hefur þú þá verið með heimþrá án þess að minnast á það. Þegar þið Leo komuð hingað fyrir þremur árum skemmtum við okkur vel saman, þvældumst út um allt og skoðuðum landið. Þetta voru ynd- islegar stundir, og virt- ist sem þú værir að ná heilsu aftur. Við erum viss um að ykkur pabba líð- ur vel saman í himnaríki. Megi al- góður Guð styrkja hana mömmu og vaka yfir henni sem hefur misst svo mikið á svo stuttum tíma. Einnig bið ég fyrir Leo og Christopher, systk- inum mínum og fjölskyldum þeirra. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Að endingu viljum við þakka starfsfólki bráðamóttöku, deild A-7, starfsfólki gjörgæslu og séra Gunn- ari R. Mattíassyni fyrir alúð og hug- ulsemi í störfum þeirra, ekki síst í garð okkar ættingjanna. Jóhanna Svanlaug Sigurvins- dóttir og fjölskylda. Dúddý mín, þér var ætlað stærra og mikilvægara verkefni þegar þú komst til þess að vera viðstödd jarð- arförina hans pabba. Þú hafðir lagt á þig langt og strangt ferðalag frá Bandaríkjunum til þess. En stuttu eftir komu þína hingað heim til Ís- lands veiktist þú alvarlega og þrátt fyrir mikla baráttu við þessi veikindi voru önnur máttarvöld sem höfðu sigur að lokum. Þér hafði nefnilega verið falið það mikilvæga verkefni að fylgja honum pabba alla leið. Síðustu vikur hafa verið erfiðar allri fjöl- skyldunni, en eins og yngsta dóttirin sagði hefur þetta kennnt okkur að Elsku Dúddý mín, ekki hefði okk- ur grunað að þú myndir yfirgefa okkur svo skömmu eftir andlát föður okkar sem lést 27. desember síðast- liðinn. Þú komst heim til að vera við útför hans, en náðir bara að vera við kistu- lagninguna. Daginn eftir fórum við með þig fársjúka á Landspítalann í Fossvogi. Þú skipaðir mjög sérstakan sess í hjarta okkar allra, þrátt fyrir að vera búsett svo langt í burtu. Við höfðum samband símleiðis og hittumst á nokkurra ára fresti. Alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Þú sendir börnum okkar jólagjafir og var beðið í ofvæni eftir þeim. Þú mundir alla afmælisdaga og fylgdist vel með öll- um viðburðum í lífi okkar. Þú áttir það jafnvel til að hringja í okkur um miðja nótt til þess eins að spyrja lífið er stutt og okkur ber að fara vel með það og njóta samvistar við okk- ar nánustu hverja þá stund sem við komum saman. Við viljum þakka þér, Dúddý mín, fyrir allar góðu minningarnar sem við fjölskyldurn- ar okkar áttum saman bæði hér heima og heima hjá ykkur Leo og Christopher í Ohio, enda var Hótel Ísland eins og þú kallaðir þitt heimili stundum, alltaf opið fyrir hvern þann sem kom í heimsókn. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferðin þegar við komum í heimsókn til ykkar þegar Anna og Sveinn voru lítil. Það verður söknuður af öllum þínum uppátækj- um enda varstu einstaklega hress og kát, og sást alltaf broslegu hliðarnar á öllu. Með þessum orðum kveðjum við þig, Dúddý, og við vitum að þið pabbi munið hugsa vel um hvort annað þar sem þið eruð. Leó, Christopher og öðrum að- standendum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ólöf, Rúnar og fjölskyldur. Elsku Dúddý, hér sit ég og hugsa hvernig megi vera að þú sért farin frá okkur aðeins nokkrum dögum á eftir pabba. Þú komst frá Bandaríkj- unum til að kveðja hann, en veiktist alvarlega daginn eftir kistulagn- inguna. Eftir sitjum við ættingjarnir harmi slegnir og veltum fyrir okkur hver tilgangurinn sé að missa ykkur bæði á svona stuttum tíma. Þú varst svo veik, við vöktum yfir þér og báð- um fyrir þér. Christopher sonur þinn kom til að vera hjá þér og virtist þú þá vera á bataleið. Tveimur dögum seinna komum við Christopher til þín, þú varst svo ánægð búin að fara aðeins á fætur og borða sjálf. Við spjölluðum saman smá stund svo á einu augabliki misstir þú meðvitund. Við sáum þarna hve örstutt er á milli lífs og dauða. Leo þinn elskulegi eig- inmaður kom með fyrstu vél og fékk hann að vera hjá þér síðustu klukku- stundirnar. Þið hjónin áttuð yndislegt heimili í Ohio og unnuð saman í efnalauginni ykkar. Það stóð okkur alltaf opið og nýttu sér það margir. Þú hafðir ótrú- lega gott minni og einstakan húmor. Frásagnir þínar voru skemmtilegar þú sást spaugilegu hliðarnar á öllu, gerðir jafnvel grín að veikindum þín- um. Þú fylgdist svo vel með ættingj- um þínum hér heima á Íslandi og hringdir oft. Ef við vorum að fara í ferðalög eða í sumarbústaði þá gerð- ir þú grín að því hver myndi elta hvern, því fjölskyldan er stór og yf- irleitt margir að ferðast saman. Ég, mamma og Kristín systir vor- um hjá þér í nóvember sl. og áttum góðar stundir saman. Minningarnar frá þessari ferð eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna framtíð. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég veit að pabbi tekur á móti þér í faðm sinn og þið munuð vaka yfir okkur. Elsku Leo, Christopher, mamma og fjölskylda, ég bið góðan Guð um að veita okkur styrk á erfiðri stund. Elsku Dúddý, það er svo sárt að kveðja, þú reyndist mér svo góð. Takk fyrir samfylgdina, ég mun aldrei gleyma þér, hvíl í friði, elsku systir. Karitas og fjölskylda Karitas Sigurvinsdóttir. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú sofa menn og saklaus dýr. Nú sofa dagsins ævintýr. Nú ríkir þögn að ysta ós, svo ekkert vekur Þyrnirós. Og áin líður lygn og tær, og lindin sefur perluskær. Í dvala hníga djúpin hljóð og dreymir öll sín týndu ljóð. Í hafi speglast himinn blár. Sinn himin á hvert daggartár. Í hverju blómi sefur sál, hvert sandkorn á sitt leyndamál. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þetta ljóð snerti mig mjög djúpt en það var sungið yfir honum Venna pabba Dúddýar frænku minnar 4. janúar 2005. Hanna sagði mér að hún amma Kristín hefði svo oft sung- ið það. Við Dúddý erum systradætur og jafnöldrur. Við hittumst oft þegar við vorum börn og unglingar en allt- af var mikill vinskapur milli foreldra okkar, það eru Hanna og Venni, Olla og Lúlli. Einnig vorum við Dúddý saman á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni, þar var margt brallað og alltaf mikið líf og fjör í kringum hana. Dúddý hefur búið í Ameríku í rúma þrjá áratugi, hún kom heim til þess að kveðja pabba sinn. Ég hitti Dúddý við kistulagninguna 30. des- ember 2004. Við spjölluðum saman um gamla daga, það var alltaf gaman að tala við hana hún var svo létt og gamansöm. Daginn eftir var Dúddý flutt fárveik á sjúkrahús og lést hún þar 9. janúar 2005. Ég er viss um að pabbi hennar hefur tekið á móti henni og þau svifið saman á engla- vængjum inn í eilífðina. Elsku Dúddý mín, far þú í friði. Guð geymi þig og pabba þinn. Kæra frændfólk, missir ykkar er mikill megi Guð gefa ykkur styrk og kraft og vaka yfir ykkur. Magnea Inga Víglundsdóttir. Elsku afi minn. Ég trúi varla að þú sért farinn frá okkur, en ég veit að þú ert örugglega ánægður og sáttur þar sem þú ert núna. Afi var alveg yndislegur og góð- hjartaður maður. Ég gleymi aldrei hversu stoltur hann var af mér. Hann spurði alltaf: Hvernig hefur svo fimleikastjarnan mín það? Eða þegar ég var yngri þá kallaði hann mig alltaf skottu. Þegar ég hitti afa sagði hann alltaf: Passaðu þig á bíl- unum, – meira að segja þótt ég væri orðin tvítug. Afi var rosalega aktívur maður, alltaf að vesenast, hvort sem það var að bóna bílinn, mála eða gera við eitt- hvað. Afi ég elska þig og mun alltaf minnast þín og ég mun alltaf muna minningarnar okkar saman. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Elsku amma og fjölskylda, guð gefi okkur styrk á þessari sorg- SIGURVIN SVEINSSON ✝ Sigurvin Sveins-son fæddist í Reykjavík 9. júní 1925. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 27. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 4. janúar. astundu og vonandi mun tíminn lækna sár- in okkar og við sem fjölskylda standa sam- an. Ásta Sigurlaug. Elsku afi, því miður ert þú farinn frá okkur. Þú varst besti afi sem hægt var að eiga, alltaf svo góður og um- hyggjusamur. Minn- ingarnar um þig munu alltaf lifa í hjörtum okkar. Núna ert þú hjá Guði og ert örugglega besti engillinn þar. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Alltaf þegar við komum til þín varstu svo glaður að sjá okkur, klappaðir okkur á kollinn og straukst vanga okkar. Núna vitum við að þú ert í himnaríki þar sem þú finnur ekki fyrir veikindum. Það eru búin að vera erfið jól og áramót hjá okkur en minningarnar um þig veita okkur styrk. Elsku amma, Guð gefi þér styrk á erfiðum tímum. Ykkar barnabörn Kara, Hrafn og Konráð. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.