Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SENDUM Í PÓSTKRÖFU Náttúrulega leiðin til að léttast www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Borgartúni 24 Árnesaptóteki Selfossi Kárastíg 1 Fjarðarkaupum Útsala Útsala Nýtt kortatímabil Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið laugardaga kl. 10-16 AKUREYRI AUSTURLAND Austurbyggð | Þegar rýnt er í tölur um íbúa- fjölda á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, það er að segja sveitarfélaginu Austurbyggð, vekur sérstaka athygli hátt hlutfall barna á fyrsta ári í sveitarfélaginu. Íbúum fjölgaði um 20 á síðasta ári, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi 1. desember sl. Af 873 íbúum í sveitarfélaginu eru 20 á fyrsta ári eða 2,29%. Leitt er getum að því á vef Aust- urbyggðar að þetta hlutfall sé með því hæsta á landinu og jafnvel það hæsta. Og fæðingar voru reyndar fleiri á síðasta ári, því tvö börn fæddust í Austurbyggð í desember, eða eftir að bráða- birgðatölur Hagstofunnar birtust. Eitt barn fædd- ist 21. desember og annað 24. desember. Þetta eru að sjálfsögðu ánægjuleg tíðindi og í takt við þá bjartsýni sem ríkir á meðal íbúa Aust- urbyggðar og uppbygginguna sem nú á sér stað í sveitarfélaginu. Morgunblaðið/Albert Kemp Barnmargt í Austurbyggð Dagný Elísdóttir hjálpar hér yngsta hásetanum á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði um borð í leikskólabátinn Petru. Barnalán í Austurbyggð Hafnir | Það er óhætt að segja að liðið ár hafi verið fengsælt fyrir Hafnarsjóð Fjarðabyggðar, en sam- anlagt fóru 395.611 tonn af afla um hafnirnar á árinu 2004. Norðfjarðarhöfn var með 213.552 tonn, Eskifjarðarhöfn 170.262 tonn og Reyðarfjarðarhöfn 11.797 tonn. Eitthvað minna fór um Mjóafjarð- arhöfn sem er einnig innan hafn- arsjóðs Fjarðabyggðar. Frá þessu segir á vefnum fjarda- byggd.is.    Fljótsdalshérað | Viðar Örn Hafsteinsson, 19 ára körfuknattleiksmaður, er íþróttamað- ur Hattar árið 2004. Eftirtaldir íþróttamenn voru útnefndir í hverri íþróttagrein sem íþróttamenn Hattar í viðkomandi greinum á liðnu ári: Högni Helgason knattspyrnumaður, Steinar Logi Sigurþórsson handknattleiksmaður, Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir fimleikamaður, Við- ar Örn Hafsteinsson körfuknattleiksmaður og Þorgeir Óli Þorsteinsson frjálsíþrótta- maður. Ljósmynd/ÁÓ Skara framúr Íþróttamenn Hattar 2004 og Helgi Sigurðsson (t.h.) formaður félagsins. Viðar Örn íþróttamaður Hattar Egilsstaðaflugvöllur | Umdæm- isstjóri Flugmálastjórnar við Eg- ilsstaðaflugvöll hefur kynnt hug- mynd um að Fljótsdalshérað taki við flugvallarsvæðinu og annist út- hlutun lóða og gatnagerð, en hafi jafnframt allar tekjur af svæðinu aðrar en lóðarleigu og hluta frá- veitugjalds. Hugmyndin var kynnt bréflega fyrir skipulags- og bygging- arnefnd Fljótsdalshéraðs, sem fer nú yfir tillögu að deiliskipulagi at- hafnasvæðis við Egilsstaðaflugvöll, sem unnin er fyrir Flugmála- stjórn. Nefndin samþykkti að fela settum skipulagsfulltrúa að ræða við Flugmálastjórn um skipulag svæðisins og í kjölfarið að láta vinna ítarlegri skipulagsskilmála þess. Nefndin tók jafnframt undir hugmyndir Flugmálastjórnar um að sveitarfélagið taki við svæðinu til frekari meðferðar.    Ístölt | Undirbúningur er hafinn að árlegu ís- töltmóti hestamannafélagsins Freyfaxa, sem halda á 19. febrúar nk. á Lagarfljóti við Egils- staði. Í fyrra var mótið haldið í fyrsta sinn og þótti glæsilegt. Í ár hafa þekktir knapar boðað þátttöku eða lýst yfir áhuga á að mæta. Úr þeim hópi má nefna Olil Amble, Vigni Siggeirsson, Hans Kjerúlf, Berg Jónsson, Ragnheiði Sam- úelsdóttir o.fl. Fyrsta sætið á mótinu veitir þátt- tökurétt í Ístölti 2005 í Reykjavík. Keppt verður um Ormsbikarinn eftirsótta, auk annarra glæsi- legra verðlauna. Um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð hestamanna á Austurlandi. Frek- ari upplýsingar um mótið má finna á vefnum frey- faxi@freyfaxi.net. Kröfur í þrotabú | Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur í þrotabú Kaupfélags Vopnfirðinga er haldinn í dag. Síðasti dagur til að lýsa kröfum í þrotabúið var 4. janúar sl. NORÐURORKA hefur stofnað sér- staka söludeild, til að annast kaup og sölu á rafmagni en með breytingu á raforkulögum um áramótin er fram- leiðsla og sala raforku nú á frjáslum markaði. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, sagði á málþingi fyrir- tækisins á dögunum, að þessi mark- aður væri þó ekki til enn sem komið er og að óljóst væri hvenær hann kemst á. „Norðurorka á að minnsta kosti ekki völ á að kaupa raforku á frjálsum markaði, af öðrum en Landsvirkjun.“ Franz sagðist óttast að auknar kröfur til hagræðingar hjá dreifiveitum, muni til lengri tíma litið rýra dreifikerfin og minnka afhendingaröryggi. Dreifing raforku verður áfram á hendi dreifiveitna en verðlagning á dreifingu, þ.e. gjaldskrá, þarfnast staðfestingar Orkustofnunar. Nú um áramótin var Landsnet hf. stofnað en fyrirtækið mun annast raforkuflutn- ing um landið. Líkt og gjaldskrá dreifiveitna, verður gjaldskrá flutn- ingafyrirtækisins Landsnets undir eftirliti Orkustofnunar. Franz sagði að vegna þess að flestar háspennulínur Rarik og Orkubús Vestfjarða verði innan Landsnets, sem er nýskipan, hækki flutningskostnaður raforku til Norðurorku, sem valdi óhjákvæmi- lega einhverri verðhækkun. Uppsetn- ing á söludeild Norðurorku mun einn- ig þýða einhverja hækkun.„Það er því ljóst að raforkuverð á Akureyri mun hækka eitthvað umfram hækkanir sem stafa af almennum verðhækkun- um,“ sagði Franz. Þá kom fram í máli Franz á málþinginu, að frelsi í raf- orkumálum væri ekki meira en svo að Norðurorka ætti í deilum vegna raf- strengja sem liggja frá Akureyri að dreifikerfum Norðurorku á Lauga- landi í Eyjafjarðarsveit og Hjalteyri í Arnarneshreppi. „Úrskurðarnefnd raforkumála telur að farið sé inn á dreifiveitusvæði Rarik og að það sé óheimilt. Jafnframt telur nefndin að heimilt sé að fara um dreifisvæði ann- arrar dreifiveitu með háspennulagnir svo fremi sem ekki fari fram úttekt raforku af strengnum innan dreifi- svæðis viðkomandi dreifiveitu. Þar með telur Norðurorka sig í fullum rétti til að fæða dreifikerfi sín á Laugalandi og Hjalteyri á þann hátt sem nú er gert. Verði Norðurorka hins vegar þvinguð til að breyta þessu mun það auka kostnað hitaveitunnar og rýra tekjur rafveitunnar og það er með öllu óásættanlegt.“ Raforkuverð á Ak- ureyri mun hækka Ný raforkulög tóku gildi um áramót Fangelsi vegna fjárdráttar | Karlmaður á sextugsaldri hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi vegna fjár- svika. Frestað er fullnustu 5 mánaða af refsingunni og fellur hún niður haldi hann skilorð í 3 ár. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik, en á tæpu ári, frá því í febrúar árið 2002 til janúar árið 2003 var honum gefið að sök að hafa svikið út frá vinnuveitenda sínum, fiskverkun í Eyjafirði, rúmlega eina milljón króna með óheimilum úttektum af tékkareikningi félagsins. Hilmdi hann yfir fjársvikin með því að henda hluta af ógreiddum reikningum sem honum hafði verið falið að afhenda í banka til greiðslu. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann aflaði sér umtalsverðra fjármuna sem hann hefur ekki endurgreitt, en sér til málsbóta hafði hann að hafa játað brot sín án und- andráttar og þá hefur hann ekki áður hlotið refsingu. Kristinn Halldórsson settur héraðsdómari kvað upp dóminn. GUÐMUNDUR Jón Guð- mundsson bóndi í Holts- seli í Eyjafjarðarsveit hefur nú um nokkurra mánaða skeið flutt inn og selt náttúruvörur fyr- ir mjólkurkýr. Um er að ræða fimm gerðir af glærum vökva í eins lítra umbúðum. Þessar vörur eru ætlaðar gegn ýmsum sjúkdómum í kúm, svo sem bólgum í júgri, lið- um og einnig gegn föst- um hildum og stálma. „Ég fór á Agromec sýninguna í Danmörku í fyrra og sá þessar vörur og við ákváðum að reyna þetta hjá okkur fyrst og gerðum það reyndar. Þar sem þetta kom ljóm- andi vel út ákváðum við að bjóða öðrum bændum þetta til sölu. Ef ég tek dæmi þá hefur meðalið gegn föstum hildum reynst mjög vel hér á búinu og sömu sögu segja mér bændur sem hafa notað meðalið, að það hafi gagnast allt að 100%,“ sagði Guðmundur. Vörurnar hafa fengið góðar viðtökur hjá bændum og er nú svo komið að Guðmundur selur þær á 67 bú víðsvegar um land. „Já við erum búin að loka hringnum algjörlega, farin að selja á Vestfirð- ina líka. Þessar vörur eru franskar og hafa verið þróaðar allt frá árinu 1936 þannig að þetta er ekkert nýtt. Þar í landi nota dýralæknar þessar vörur í fyrstu meðhöndlun og nota ekki penicillín né önnur sterk lyf nema þessi meðöl gagnist ekki.“ Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtsseli. Morgunblaðið/Benjamín Náttúruvörur fyrir mjólkurkýr Menntasmiðja unga fólksins | Hjá Menntasmiðjunni á Akureyri er nú í fjórða sinn boðið upp á nám í Menntasmiðju unga fólksins. Það er byggt upp á svipaðan hátt og nám í lýðháskóla, þ.e. fléttað saman úr þátt- um sem eru sjálfstyrkjandi, skapandi og hagnýtir. Námið er ætlað öllu ungu fólki á aldrinum 17-26 ára. Á undanförnum árum hafa þeir nem- endur sem sótt hafa námið e.t.v. stað- ið á tímamótum í lífinu og/eða ekki fundið sig innan hins hefðbundna skólakerfis eða á vinnumarkaði. Námið virkar í mörgum tilfellum sem stökkpallur fyrir ný afrek í námi, vinnu eða í einkalífi, segir í frétt frá Menntasmiðjunni. Fjöldi nemenda í Menntasmiðju unga fólksins er að há- marki 12 og eru námsþættir margir og mismunandi, s.s. enska, myndlist, tölvur, íslenska, sjálfsstyrking, skap- andi hreyfing, leikræn tjáning, kynn- isferðir, umhverfisfræði, persónu- rækt, fyrirlestrar og fl. Námið hefst 19. janúar n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.