Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Vegna aðsóknar er búið að bæta við auka morgunnámskeiði! Í átta ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum árum hefur námskeiðið þróast mikið, áherslur þess breyst í takti við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Námið er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka: - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur Tölvunám - 96 stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Viðskiptagreinar - 108 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Sjálfsstyrking - 30 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Lokaverkefni - 24 stundir „Með náminu öðlaðist ég þekkingu og sjálfstraust til að sækja um spennandi störf. Því þorði ég ekki áður!“ Eftir að hafa sinnt börnum og búskap og unnið við ýmis störf sl. 20 ár ákvað Helga að fara í skóla. Hana langaði til að reyna fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. Hún starfar í dag sem innheimtu- fulltrúi hjá Rekstrarvörum. Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM Næstu námsskeið: Morgunnámskeið 1 Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30 Byrjar 7. feb. og lýkur 14. apríl. Morgunnámskeið 2 Þri, fim. og fös. frá kl. 8:30-12:30 Byrjar 8. feb. og lýkur 28. maí. Kvöldnámskeið 1 Þri. og fim. 18-22 og lau. 8:30-12:30 Byrjar 8. feb. og lýkur 28. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Helga Sigríður Kristjánsdóttir - Innheimtufulltrúi hjá Rekstrarvörum FÆREYINGAR og Norðmenn eiga auðveldast með að skilja hin nor- rænu tungumálin að því er rann- sóknir á afstöðu Norðurlandabúa til norrænu tungumálanna leiða í ljós. Einnig kom í ljós að Danir taka helst Norðurlandaþjóðanna upp erlend tökuorð í málið en Íslendingar og Norðmenn eru helstu andstæðingar tökuorðanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Norræna menningarsjóðnum. Enn fremur kemur fram að Íslendingar hafa mest tengsl við ensku af Norð- urlandaþjóðunum. Í annarri rann- sókninni tóku þátt um tvö þúsund framhaldsskólanemar á Norð- urlöndum og foreldrar þeirra og er það stærsta rannsókn sem gerð hef- ur verið til að kanna skilning Norð- urlandabúa á norrænu tungumál- unum þremur, dönsku, norsku og sænsku. Í hinni rannsókninni var fjallað um nútíma erlend tökuorð og hvaða áhrif þau hafa á norræn tungumál. Í rannsókninni var sýnt fram á, að fyrst og fremst ensk töku- orð verða stöðugt algengari. Árið 1975 var um hálft prósent dagblaða- texta í Skandinavíu tökuorð, nú eru þau um 1,2 prósent af textanum, að því er segir í tilkynningunni. Norðmenn skilja best granna sína Unglingarnir sem þátt tóku í könn- uninni prófuðu tungumálaskilning sinn með því að horfa á sjónvarps- efni, hlusta á fréttir í útvarpi og lesa dagblaðagreinar. Fram kom að Norðmenn eru töluvert betri en aðrir Norðurlandabúar í að skilja tungu- mál granna sinna og að Svíar og sænskumælandi Finnar eru betri en Danir. Og Norðmenn eru betri í sænsku en ensku. „Svíar og Danir skilja norsku best. Bestir eru Fær- eyingar og verstir eru finnskumæl- andi Finnar. Enska er þó það tungu- mál sem unga fólkið er best í, betra en í norrænum tungumálum grann- þjóða sinna,“ segir í fréttatilkynning- unni. Ennfremur kom fram í rann- sókninni að íbúar höfuðborganna Stokkhólms og Kaupmannahafnar hafa verri skilning á nágrannatungu- málunum en þeir Svíar og Danir sem búa utan höfuðborganna.  RANNSÓKN | Norræn tungumál Íslendingar eru andvígastir tökuorðum Morgunblaðið/Þorkell Við á Íslandi höfum mest tengsl við ensku af Norðurlandaþjóðunum. SUÐUR-Kóreskir vísindamenn sýndu nýlega vélmenni sem getur lært nýja hluti. Á vef Berlingske tidende segir að nú séu mann- eskjulegu vélmennin sem gjarnan hafi sést í kvikmyndum sem gerast í framtíðinni eða eru byggðar á vísindaskáldsögum komin skrefi nær raunveruleikanum. Vís- indamennirnar sögðu að þeir hefðu þróað heimsins klárasta vélmenni sem getur bæði hugsað og lært líkt og fólk. Vélmennið líkist unglingi í klæðaburði og er þráðlaust. Það bætir sífellt við sig þekkingu með námi og er tengt þráðlausri tölvu sem gerir það að verkum að það getur skipt út upplýsingum í gegn- um netþjón og brugðist fljótt við breyttum aðstæðum. Reuters Heimsins klárasta vélmenni  SKONDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.