Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR Ármúla 44, sími 553 2035Raðgreiðslur í 36 mánuði Fyrstir koma, fyrstir fá! Tegund: Áður Nú Pegaso 3+1+1 leður 398.620 239.170 Cohiba 3+1+1 leður 394.630 236.770 Rondo 3+1+1 leður 315.980 189.590 Manchester 3+1+1 leður 259.800 155.880 Altamare 3+1+1 leður 398.620 239.170 Adriana 3+1+1 leður 439.800 263.880 Mirelle 3+1+1 áklæði 394.980 236.980 New York 3+1+1 leður 398.960 239.380 Hermitage 3+1+1 leður 391.320 234.790 Francesca 3+1+1 áklæði 189.980 113.900 TÆKIFÆRI! Seljum í dag og næstu daga nokkur sófasett á stórlækkuðu verði. Um er að ræða lítillega útlitsgölluð sófasett og sett sem hverfa munu úr úrvali okkar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ VÉLSLEÐAMENN á höfuðborg- arsvæðinu hafa mikinn áhuga á því að fá aðstöðu til æfinga og keppni á Hengilssvæðinu við gamla Vals- skálann, og hefur Landssamband íslenskra vélsleðamanna fengið skálan til afnota fyrir starfsemi sína. Alexander Már Kárason, marg- faldur Íslandsmeistari í snjókrossi – betur þekktur sem Lexi – segir að tími sé til kominn að byggja upp hentugt æfinga- og keppnissvæði við höfuðborgarsvæðið. Hann segir að haft hafi verið samband við fjöl- marga aðila; Orkuveitu Reykjavík- ur, sem á landsvæðið sem um er rætt; Íþrótta- og tómstundaráð (ÍTR); forsvarsmenn skíðafélag- anna o.fl., og hafi hugmyndum vél- sleðamanna allstaðar verið vel tek- ið. Ef allt gengur að óskum og öll leyfi fást vonast Lexi til þess að hægt verði að leggja braut rétt neðan við Valsskálann, til reynslu í vetur til að byrja með, en vonandi til frambúðar. Þar segir hann að aðstaða geti verið hin besta, og m.a. hægt að framleiða snjó í brautina ef þurfa þyki með búnaði sem ÍTR hefur á svæðinu. Segja má að Lexi sé góðu vanur hvað varðar aðstöðu, en hann er nýfluttur í höfuðborgina eftir að hafa búið lengi á Akureyri. Þar rak hann í þrjú ár braut af því tagi sem hann vill koma á fót fyrir sunnan og segir hann alla sem þar komi að hafa mjög góða reynslu af slíkri braut. Löglegt umhverfi fyrir ungmenni Lexi reiknar m.a. með því að halda námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira, og kaupa trygg- ingar til þess að geta leyft ung- mennum allt niður í 14 ára að stunda vélsleðaíþróttina á æfinga- svæðinu, enda sé betra að ung- menni sem hafi áhuga á þessu stundi íþróttina löglega í góðu um- hverfi. Einnig opni slík braut fyrir keppni sunnan heiða, sem ekki hef- ur verið haldin í áraraðir. „Það sem ég er að gera er að reyna að búa til umhverfi þar sem menn geta komið og keyrt sleðana, sérstaklega ungir krakkar, og geta þá haft hönd í bagga við að þjálfa þá aðeins upp og hjálpa þeim áfram. Það er eiginlega meg- inástæðan fyrir því að ég er að standa í þessu, það er uppbygg- ingin, að fá fleiri unga krakka til að koma í sportið og keppa í þessu. Ég á eftir að hætta einhverntíma, og þá vil ég nú vera búinn að gera nógu mikið,“ segir Lexi. Vélsleðamenn vilja útbúa æfinga- og keppnisbraut á Hengilssvæðinu í vetur Morgunblaðið/Kristján Æfingabraut Vélsleðamenn á Akureyri hafa æfingabraut til afnota og vilja félagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu gera svipaða braut. Hefur lengi vantað braut fyrir vélsleðamenn á SV-horninu                     4#  A %        Hafnarfjörður | Óformlegar viðræð- ur um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga hafa verið í gangi undanfarið, og er hugsanlegt að íbúar í sveitar- félögunum fái að kjósa um samein- inguna næsta haust, þó sameining- arnefnd félagsmálaráðuneytisins eigi enn eftir að gefa samþykki fyrir því. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, segir að í kjöl- far umræðu um sameiningu Voga við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hafi verið gerð könnun meðal allra íbúa sveitarfélagsins, þar sem í ljós kom að áberandi fleiri vildu samein- ast Hafnarfirði en Reykjanesbæ. Þess vegna hafi verið ákveðið að kanna hug Hafnfirðinga til samein- ingar og hefja óformlegar viðræður við þá. „Við höfum rætt þetta mál óform- lega síðan þessi niðurstaða þeirra úr könnuninni lá fyrir.“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Við teljum að það sé full ástæða til þess að láta reyna á þessa samein- ingu, og það sé nokkuð skýr vilji í báðum sveitarfélögunum að láta reyna á þetta.“ Hann segir sameiningarnefnd fé- lagsmálaráðuneytisins hafa viljað kosningu um sameiningu í vor, en sveitarfélögin tvö hafi lagt það til að því verði frestað fram á haust til þess að tími gæfist til að kanna hverjar af- leiðingar sameiningar yrðu og kynna þær vel fyrir íbúum áður en kosið yrði. Byggð þróist í suðurátt Lúðvík segir að ef af sameining- unni verði muni Hafnarfjörður líta meira í átt að Vogum hvað varðar uppbyggingu. „Ég tel að ef af þess- ari sameiningu verður, sem ég tel margt benda til, þá hafi það strax þau áhrif að byggðaþróun hér á höf- uðborgarsvæðinu verði með skýrari hætti til suðurs. Það segir sig sjálft að umræður um flutning innanlands- flugs til Keflavíkur, tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sú mikla og hraða uppbygging sem er hér á suð- ursvæðunum í Hafnarfirði, auk fyr- irhugaðrar stækkunar álversins, kalli á frekari byggðarþróun með ströndinni hér suðureftir. Þar eigum við ýmsa sameiginlega hagsmuni, Vogamenn og Hafnfirðingar.“ Óformlegar viðræður í gangi við Voga Hugsanlega kosið um sam- einingu í haust Reykjavík | Aðsóknarmet var enn einu sinni sett í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum á liðnu ári, en í des- ember sl. heimsóttu garðinn 12.290 gestir. Er metið m.a. rakið til þess að ókeypis var í garðinn á aðventunni. Alls komu 203.093 gestir í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í fyrra, flestir í júlí eða 48.709 gestir. Fram kemur í fréttabréfi garðsins að nýlega hafi brandugla bæst í hóp villtra dýra sem dvelja í garðinum en undanfarið hafa fálkar einnig dvalið þar í tengslum við verkefnið „Villt dýr í hremmingum“. Brand- uglan fannst í Breiðholtinu og er ekki séð hvað amar að henni en hún á erfitt með flug og fær nokkra daga til að jafna sig áður en eitthvað verð- ur að gert. Brandugla er eina uglan sem verpir hér á landi. Brandugla úr Breiðholtinu Reykjavík | Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) fagnar því að taka verði sérstakt tillit til Elliðaár- laxins við gerð landfyllinga við norð- an- og vestanvert Gufunes vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar, eins og fram kom í úrskurði Skipulags- stofnunar frá 10. janúar sl. „Stjórn SVFR hefur áður varað við þeim hættum sem lagning Sundabrautar getur haft á laxa- stofninn í Elliðaánum og það er því sérstakt fagnaðarefni að Skipulags- stofnun geri það að skilyrði í úr- skurði sínum að framkvæmdir, sem haft geta áhrif á göngu laxins upp í árnar, liggi niðri á tímabilinu frá 1. maí til 30. september eða á helsta göngutíma laxins,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Fagna tillitssemi við laxastofn Breiðholt | Frístundaheimili láta ekki sitt eftir liggja í landssöfnun sem nú stendur yfir til styrktar fórnarlömbum náttúruhamfarana í Asíu á öðrum degi jóla. Í frístunda- heimilinu í Seljaskóla verða bak- aðar smákökur og hellt upp á kaffi á fimmtudag og föstudag, og verða foreldrum og starfsmönnum skól- ans seldar veigarnar. Allur ágóði mun renna til hjálparstarfsins. Allir leggjast á eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.