Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það ætlar aldeilis að plumma sig vel genið sem við sprautuðum í hann við uppskurðinn,
hann talar bara ekki um annað en nýtt sjúkrahús.
Nokkrar breytingarhafa orðið á ís-lenskum útvarps-
rekstri undanfarna daga.
Skrúfað var fyrir Radíó
Reykjavík á dögunum, sem
ekki hafði tilskilin leyfi til
útsendinga og á miðviku-
dag slökkti Íslenska út-
varpsfélagið sem kunnugt
er á þremur útvarpsstöðv-
um sínum; X-inu, Skonn-
rokki og Stjörnunni. Ekki
var úrval íslenskra út-
varpsstöðva mikið fyrir en
fyrir utan þessar þrjár
stöðvar sem heyra nú sög-
unni til hafa 20 aðilar til-
skilin útvarpsleyfi og hafa
fengið úthlutaða tíðni.
Flestar stöðvanna ná þó
aðeins til takmarkaðs svæðis;
ákveðins landsfjórðungs eða jafn-
vel aðeins eins kaupstaðar. Stöðvar
ÍÚ og útvarpsstöðin Lindin eru
þær einu, fyrir utan ríkisreknu
stöðvarnar Rás eitt og Rás 2, sem
samkvæmt lista útvarpsréttar-
nefndar, sem gefur út útvarpsleyfi,
ná eyrum allra landsmanna.
Reksturinn batnar
um 40 milljónir
Ástæðan sem ÍÚ gefur fyrir lok-
un stöðvanna er langvarandi tap-
rekstur. Svo virðist sem fáar einka-
reknar stöðvar hafi náð að halda
velli til lengri tíma, ef frá er talin
Bylgjan sem rekin er með ágætum
hagnaði, að sögn Gunnars Smára
Egilssonar, framkvæmdastjóra Ís-
lenska útvarpsfélagsins. Hann seg-
ir ekki rétt að lokað hafi verið fyrir
þrjár útvarpsstöðvar vegna þess að
fyrirtækið sé búið að missa trúna á
útvarpsrekstri. „Það er klárlega
rekstrargrundvöllur fyrir útvarp,
sérstaklega í útvarpi fyrir full-
orðna þar sem mesta auglýsinga-
féð er,“ segir Gunnar Smári. Hann
segir að hægt sé að ná góðum ár-
angri í útvarpi sé sjónum beint að
því sem hefur möguleika á að ná
árangri, eins og hann orðar það.
Þær útvarpsstöðvar sem eftir eru
hjá ÍÚ verða efldar. Bæta á við tal-
málsstöð í febrúar og efla á ung-
mennaútvarpið FM957 sem er lang-
lífasta einkarekna stöðin sem höfðar
til yngri hlustenda, að sögn Gunnars
Smára. Þó verður dregið úr umsvif-
um útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7.
Þá rekur ÍÚ einnig útvarpsstöðina
Latabæ sem leikur íslenska barna-
tónlist og leikrit.
Gunnar Smári segir að með því
að loka fyrir stöðvarnar þrjár batni
hagur Íslenska útvarpsfélagsins um
40 milljónir á ári.
„Allar rekstrareiningar Íslenska
útvarpsfélagsins eru reknar með
hagnaði í dag,“ sagði Gunnar Smári
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Útvarpsstöðvarnar þrjár hafi aðeins
verið um 1% af veltu starfsemi ÍÚ.
Gunnar Smári segir að taprekst-
ur útvarpsstöðvanna skýrist m.a. af
því umhverfi sem einkareknu stöðv-
arnar starfa í. Ríkið reki tvær stöðv-
ar, sem greidd eru afnotagjöld af, en
einnig eru þær auglýsingastöðvar
sem taki hluta af takmarkaðri köku.
Stöðvar ríkisins séu miðaðar að ald-
urshópnum 20-60 ára og auglýsing-
ar fyrirtækja miði einnig á þennan
hóp. „Með forskoti ríkisins með af-
notagjöld er erfitt að keppa við þá
en ekkert ómögulegt,“ segir Gunnar
Smári um samkeppnina á útvarps-
markaði almennt.
Fleiri útvarpsstöðum hafi þó í
gegnum tíðina verið beint að ungu
fólki, en þar sé auglýsingaféð
minna. „Það þarf ekki nema drif-
kraft og huga til að byrja en það
þarf úthald, fé og rekstrargrunn til
að halda áfram,“ segir Gunnar
Smári um samkeppnina í stöðvum
ætluðum yngra fólki sem hann segir
sterka. Þá bendir hann á að sjón-
varpsstöðin Popptíví, sem hefur
gengið vel, hafi örugglega tekið
væna sneið af því auglýsingafé sem
útvarpsstöðvarnar voru að bítast
um áður.
ÍÚ hafa áhuga á að endurvarpa
erlendri útvarpsstöð á Íslandi en
samningar um slíkt eru ófrágengn-
ir.
Ekki þarf leyfi til að endur-
varpa erlendum stöðvum
Til að geta hafið útsendingar
hljóðvarps þarf að fá leyfi hjá út-
varpsréttarnefnd sem menntamála-
ráðherra skipar. Póst- og fjarskipta-
stofnun úthlutar svo tíðni til
útsendingar. Samkvæmt upplýsing-
um þaðan fellur heimild til útsend-
inga sjálfkrafa úr gildi sé ekkert
sent út á tíðninni í fjóra mánuði.
Gunnar Smári segir að ekki sé búið
að ákveða hvort útvarpsleyfi fyrir
þeim stöðvum sem nú hafa hætt út-
sendingum verði nýtt áfram. Ekki
þarf útvarpsleyfi til að endurvarpa
erlendum stöðvum, en ÍÚ hafa
áhuga á slíku. Ekki hafa samningar
um slíkt þó enn verið undirritaðir.
Hins vegar þurfa aðstandendur
slíkra útsendinga að leita til Póst- og
fjarskiptastofnunar til að fá úthlut-
aða tíðni til útsendingarinnar og
greiða gjöld til stofnunarinnar fyrir
sendingar. Nóg pláss er á tíðnisvið-
inu samkvæmt upplýsingum P & F,
en verði það minna verði erlendar
stöðvar, sem endurvarpað er án út-
varpsleyfis, teknar út. Samkvæmt
upplýsingum stofnunarinnar er nú
aðeins einni erlendri útvarpsstöð,
3ABN, endurvarpað hér á landi.
Fréttaskýring | Íslenska útvarpsfélagið
hefur enn trú á útvarpsrekstri
Erfið keppni
en möguleg
23 útvarpsleyfi fyrir hljóðvarp í gildi en
fæstar stöðvarnar ná eyrum allra
Útvarpsstöðvar koma og fara.
Steríó 895 varð t.d. ekki langlíf.
Auglýsingastöðvar greiða
5% af tekjum til STEF
Áður en útvarpsréttarnefnd
gefur út útvarpsleyfi fær hún
umsagnir Sambands tónskálda
og eigenda flutningsréttar,
STEF og Sambands flytjenda og
hljómplötuframleiðenda,
SFH og Póst- og fjarskiptastofn-
unar, P & F. Leyfisgjald rennur í
ríkissjóð og er það 22.000 kr. til
eins árs, til 2 ára 44.000 kr., til 4
ára 66.000 kr. og til 5 ára
110.000 kr. Þá greiða útvarps-
stöðvar gjöld til STEF og SFH.
Einnig til P & F, allt að 72 þús-
und árlega.
sunna@mbl.is
mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005
Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði
...ódýrasta
300 kr.
birtist í 7 daga
mbl.is
smáauglýsingin
Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr.
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
mbl.isá
mbl.isFRÉTTIR
GENGI GJALDMIÐLA
mbl.is