Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 37
MINNINGAR
hátt og lágt að lystitúrnum loknum.
En það kom aldrei fyrir að bílferð
stæði ekki til boða síðar.
Þegar embætti bifreiðaeftirlits-
manns var stofnað á Selfossi var Jóni
veitt staðan. Stöðunni fylgdu emb-
ættisklæði, ljósbrún jakkaföt með
gylltum hnöppum og brúnt höfuðfat
með merki bifreiðaeftirlitsins. Ég
bar ungur óttablandna virðingu fyrir
þessum borðalagða manni er hafði
starfsaðstöðu hjá sýsluyfirvaldinu
ásamt lögreglu. Allt var þetta eitt og
það sama í barnshuganum. En að
vinnudegi loknum var frændi minn
óðar kominn í vinnugallann að sýsla í
bílskúrnum, hirða lóðina, dytta að
húsinu eða ganga frá matvælum fyrir
fjölskyldu sína.
Nonni var mikill fjölskyldumaður.
Við hlið hans stóð hún Sigga eins og
klettur, kraftmikil og hress. Þau
eignuðust stóran barnahóp, reglu-
samt afburðaíþróttafólk sem hvatt
var áfram af foreldrunum án þess úr
hófi gengi. Var þeim hjónum sýndur
ýmis sómi fyrir það hversu vel þau
studdu við bakið á börnum sínum.
Barnabörnin hafa ekki látið sitt eftir
liggja, afreksfólk í íþróttum og á öðr-
um sviðum. Nonni var dulur að eðl-
isfari og flíkaði ekki tilfinningum sín-
um eða tróð fólki um tær. Ef til vill
eru það þau ættareinkenni sem gerðu
það að verkum að samvistir okkar
urðu færri eftir að ég komst á fullorð-
insár. En þau skipti sem við hittumst
og áttum tal saman fann ég ávallt fyr-
ir hlýju hans og væntumþykju sem
ég er afar þakklátur fyrir. Að leið-
arlokum færi ég eftirlifandi eigin-
konu, börnum og barnabörnum inni-
legar samúðarkveðjur um leið og ég
þakka frænda mínum samferðina og
kveð með orðum frænda míns:
Farðu vel á veg
visinna laufa,
þotinna vinda,
þrotins dags.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Trausti Þorsteinsson.
Jón Sigurðsson var skipaður bif-
reiðaeftirlits- og löggæslumaður í Ár-
nessýslu sumarið 1956 með aðsetri á
Selfossi. Hann þurfti því einnig að
sinna löggæslu eftir því sem sýslu-
maður lagði til. Enn fremur annaðist
hann sjúkraflutninga og sá um rekst-
ur sjúkrabifreiðarinnar. Þetta var
mikið starf og erilsamt.
Síðla árs 1958 tók til starfa lög-
reglumaður á Selfossi, Jón I. Guð-
mundsson, sem síðar varð yfirlög-
regluþjónn. Þeir nafnarnir unnu nú
saman við löggæslu og akstur sjúkra-
bifreiðarinnar tveir einir í tvö ár, er
lögreglumönnum fjölgaði. Aðstaða
þessara manna var í tveimur sam-
liggjandi herbergjum í sýsluskrif-
stofunni, hvort um sig um 8 m² að
stærð. Ganga þurfti í gegn um her-
bergi bifreiðaeftirlitsins til að komast
í lögregluvarðstofuna.
Bifreiðaeftirlitið flutti ásamt lög-
reglunni í húsið Aðalból á Selfossi ár-
ið 1964 þar sem enn var sambýli og
samvinna milli þeirra aðila.
Ég kynntist Jóni Siguðssyni fyrst
þegar ég hóf störf í lögreglunni árið
1962 og vann oft við hlið hans við um-
ferðareftirlit, slysarannsóknir og
kennslu á meiraprófsnámskeiðum.
Minnisstæðastur er mér þó sjúkra-
flutningur sem við fórum sumarið
1963 er við sóttum 5 manns sem slas-
ast höfðu í umferðarslysi við Kirkju-
bæjarklaustur. Þótt tæki og aðstaða í
sjúkrabílnum væri ekkert í líkingu
við það sem nútímamenn þekkja þá
komumst við farsællega með fólkið í
sjúkrahúsið á Selfossi eftir 6 eða 7
klukkutíma ferð, en vegirnir í þá
daga voru aldrei góðir, aðeins mis-
jafnlega vondir og varð að gæta þess
að fara það varlega að ekki skaðaði
sjúklingana.
Jón Sigurðsson var samviskusam-
ur, heiðarlegur, iðjusamur og hann
var fastur á skoðunum sínum og gaf
sig hvergi jafnvel þótt flestum virtist
annað réttara. Hann fór vel með allt
það sem honum var trúað fyrir, sinnti
starfi sínu af trúmennsku og gat
smíðað og gert við ótrúlegustu hluti
svo vel að þeir giltu sem nýir.
Ég kveð góðan vin og samstarfs-
mann í áratugi. Aðstandendum votta
ég samúð.
Hergeir Kristgeirsson.
✝ Jóhannes Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 10. nóv-
ember 1918. Hann
lést á heimili sínu í
Hveragerði miðviku-
daginn 5. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ingibjörg Svein-
bjarnardóttir, f. á
Vogalæk á Mýrum,
og Ólafur Jens Sig-
urðsson, sjómaður í
Reykjavík, f. á
Rauðsstöðum í Arn-
arfirði. Systkini Jó-
hannesar voru: Sveinbjörn verka-
maður í Reykjavík, Ásta Marsibil
húsfreyja í Reykjavík, Páll Mel-
sted múrarameistari í Reykjavík,
Sigurður múrarameistari í
Reykjavík, og Húbert múrari í
Borgarnesi, sem öll eru látin.
Jóhannes kvæntist 2. desember
1944 Jónu Kristjánsdóttur, f. í
Álfsnesi á Kjalarnesi 9. ágúst
1915, d. 3. júní 1989. Börn þeirra
eru: 1) Kristján, f. 21. febrúar
1945, kvæntur Vigdísi Hallfríði
Guðjónsdóttur, f. 1946. Börn
þeirra eru: Guðjón, f. 1968, í sam-
búð með Ástu Steinunni Ástþórs-
dóttur, f. 1976; Jóna, f. 1971, gift
Hlyni Guðmundssyni, f. 1972, syn-
ir þeirra, Jóhann Ingi, f. 1995 og
Kristján Elí, f. 1999; og Ingibjörg,
f. 1977, í sambúð með Birni Stein-
ari Unnarssyni, f. 1973. Sonur
in, f. 1984. b) Ruth Elísabet, f.
1962, gift Jeff Williams, f. 1964,
börn þeirra eru Danille, f. 1987 og
Derrick, f. 1995. c) Gunnar Jón, f.
1966. d) Diane Perl, f. 1970, gift
Forrest Rogness, f. 1963, dóttir
þeirra er Anna Guðrún, f. 2004.
Sambýliskona Jóhannesar er
Margrét Larsen, f. 5. nóvember
1919. Dætur hennar eru: 1) Rita
Marie, f. 1949, gift Jörg Duppler,
f. 1944, börn þeirra eru Lars, f.
1975, Elena, f. 1979, og Árni Stef-
án, f. 1983. 2) Ellen Margrét, f.
1954, gift Jóni Ingólfi Magnússyni,
f. 1953, dætur þeirra eru Margrét
Manda, f. 1979, í sambúð með
Arnari Inga Jónssyni, f. 1979,
Kristín Soffía, f. 1981, og Valgerð-
ur, f. 1987.
Á sínum yngri árum var Jóhann-
es lögregluþjónn í Reykjavík en
hóf búskap með eiginkonu sinni í
Víðinesi á Kjalarnesi árið 1948.
Tveimur árum síðar fluttust þau
að Borg á Mýrum og bjuggu þar í
sex ár. Þaðan fluttust þau að Efra-
nesi í Stafholtstungum en árið
1959 keyptu þau garðyrkjubýlið
Ása í sömu sveit. Þar bjuggu þau
til andláts Jónu árið 1989. Sam-
hliða bústörfum vann Jóhannes ár-
um saman við múrverk. Við andlát
konu sinnar fluttist Jóhannes til
Reykjavíkur. Þar kynntist hann
eftirlifandi sambýliskonu sinni,
Margréti, en þau fluttust til
Hveragerðis um mitt ár í fyrra.
Alla ævi hafði Jóhannes yndi af
söng og tónlist, var í kirkjukórum
og lék á ýmis hljóðfæri en þó mest
síðustu árin á harmoniku.
Jóhannes verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Kristjáns og Guðrún-
ar Helgu Gísladóttur,
f. 1940, er Þórður
Grétar, f. 1969,
kvæntur Höllu Sig-
rúnu Árnadóttur, f.
1971. Börn þeirra eru
Embla Ósk, f. 1996 og
Gísli Hafþór, f. 2001.
2) Björn, f. 5. desem-
ber 1946. 3) Jóhannes,
f. 19. maí 1949, kvænt-
ur Kristínu Elísabetu
Möller, f. 1951. Synir
þeirra eru: Arnar
Gylfi, f. 1988 og Berg-
þór, f. 1991. Fóstur-
dóttir er Alexandra Rós, f. 1994.
Stjúpbörn Jóhannesar eru: a) Sig-
fús Helgi Helgason, f. 1977, í sam-
búð með Hildi Markúsdóttur, f.
1976, sonur þeirra er Ari, f. 2000.
b) Auður Helgadóttir, f. 1978, son-
ur hennar er Hlynur Björn Ólason,
f. 1999. 4) Sigríður Guðný, f. 4.
ágúst 1950, gift Skúla Guðmunds-
syni, f. 1953, dóttir þeirra er:
María, f. 1992. 5) Ólafur Ingi, f. 12.
mars 1959, kvæntur Kolbrúnu Sig-
urðardóttur, f. 1961. Synir þeirra
eru Daði, f. 1983 og Jóhannes, f.
1989.
Dóttir Jóhannesar og Guðrúnar
Jónu Þórðardóttur, f. 1909, er
Þórhildur Erla, f. 18. janúar 1941,
gift Larry Sutherland, f. 1939.
Börn þeirra eru: a) Alfred Ray,
f.1962, í sambúð með Kathy Hepk-
er, f. 1966. Sonur hennar er, Just-
Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa
gátt við það að einhver ástvinur vor
gengur þar inn, þá berst um leið til vor
eitthvað þaðan af hinum himneska
andvara.
(J.A. Bengel.)
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn Jóhannes Ólafsson sem lést
skyndilega á heimili sínu í Hvera-
gerði hinn 5. janúar sl. Efst í huga
mér er virðing, stolt og þakklæti
fyrir ómetanlegar samverustundir
undanfarin 26 ár. Við áttum þessar
stundir saman í sveitinni að Ásum;
á ferðalögum um landið undir hans
fræðandi leiðsögn; á góðum stund-
um þar sem hann spilaði á harm-
onikkuna, gítarinn eða píanóið; á
Arnarstapa í sumarhúsinu hennar
Margrétar; í Vesturbæjarlauginni
með afadrengjunum og svo heima
á Grenimel þar sem hans góða
nærvera einkenndist af frásagn-
argleði og heiðarleika. Minningin
um tengdaföður minn er ljóslifandi
og óska ég þess að hans dyr til
himins opnist upp á gátt er hann
gengur þar hnarreistur inn.
Kolbrún Sigurðardóttir.
Elsku afi minn. Ég á ekki nema
nokkur orð handa þér, en þetta
verður að duga. Ég verð líka að
segja þér, að ekkert hryggir mig
meira en að fá ekki að drekka með
þér Navigator og hlusta á þig spila
á næsta þorrablóti.
Ég hefði viljað vera með þér
lengur. Það var svo gaman að
hlusta á þig tala og ræða við þig
um gamla spennandi tíma. Þú
sýndir mér líka hversu gott er
hægt að hafa það í lífinu. Jafn-
framt er ég þakklátur fyrir allar
góðu æskuminningarnar sem ég á
úr sveitinni með þér, ömmu og
fjölskyldunni.
Ég hef alltaf dáðst að honum
afa, hann var svo mikið hreysti-
menni. Ég minnist þess sérstak-
lega að hafa oft og tíðum skoðað
með aðdáun myndina af honum
sem hékk á veggnum fyrir ofan
litla sófann á Ásum. Það er ein-
hver goðumlíkur blær, sem er yfir
þessari gömlu svarthvítu ljós-
mynd. Afi stendur þar, hnarreistur
ungur maður, tignarlegri en nokk-
ur annar íþróttagarpur, glímusnill-
ingur Íslands. Það skal engan
furða að slíkum manni hafi hlotn-
ast sá heiður. Fyrir utan það að
glíma fallega, var hann þarna
táknmynd alls þess sem sannar-
lega er hreysti og íslenskur
gjörvuleiki. Og þannig upplifði ég
hann. Afi var alltaf svo glæsilegur,
allt fram í dauðann.
Mér þótti alveg óviðjafnanlegt
að hlusta á sögurnar hans afa. Það
var sama hvort hann fussaði yfir
nasistaskrúðgöngum í Austur-
stræti eða sagði frá lögregluhand-
brögðum sínum í samskiptum við
bresku hermennina. Ég lærði með
tímanum að meta þessar sögur og
reyndi að draga eins mikið upp úr
honum afa og hægt var. Merkileg-
ust af þessum sögum þótti mér
alltaf ein sérstök: Hann sagði mér
oft stoltur frá því að allir þeir gal-
gopar sem segðust hafa verið
fyrstir til að sjá Bretana koma,
hefðu rangt fyrir sér. Þannig var
mál með vexti að afi var á ysta
skipinu þennan dag úti fyrir Faxa-
flóa. Hann var sá eini á baujuvakt.
Allt í einu sá hann lengst í burtu
þrjú herskip, sem hann náði þó
ekki að bera kennsl á. Það varð
svo honum og skipsfélögum hans
mikill léttir þegar þeir komu í land
að heyra að ekki hefðu það nú ver-
ið Þjóðverjarnir.
Ég elska þig afi. Þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar. Það verður
tómlegt án þín.
Hvíldu í friði. Guð blessi þig.
Daði Ólafsson.
Það er bjart yfir minningum um
öðlinginn Jóhannes Ólafsson og
söknuður nú við skyndilegt fráfall
hans því sár og missirinn mikill.
Jóhannes kom inn í líf fjölskyldu
okkar fyrir fimmtán árum er hann
hóf sambúð með ,,ömmu Mar-
gréti“, en þau höfðu þá hvort um
sig orðið fyrir makamissi.
Jóhannes var fæddur og uppal-
inn í Reykjavík á fyrri hluta síð-
ustu aldar. Hann átti rætur að
rekja vestur til Arnarfjarðar og
var ákaflega stoltur af vestfirskum
uppruna sínum. Í allri framgöngu
var hann verðugur fulltrúi alls
hins besta er prýða mátti menn af
hans kynslóð.
Jafnlyndi, glaðværð og mann-
gæska voru aðalsmerki Jóhannes-
ar í daglegri umgengni. Hann bjó
yfir listrænum hæfileikum í ríkum
mæli. Tónlist var honum í blóð
borin; söngmaður góður og lék á
ýmis hljóðfæri þó harmónikkan
væri honum kærust. Jafnframt var
hann gæddur einstakri frásagnar-
gáfu. Á yngri árum var hann mikill
íþróttamaður. Lagði hann mesta
rækt við sund og glímu og náði
frábærum árangri í báðum grein-
um. Glæsilegur var hann á velli og
smekkmaður í klæðaburði svo af
bar. Af sjálfu leiðir að Jóhannes
var sannkallaður gleðigjafi sam-
ferðamanna sinna, sem allar kyn-
slóðir hrifust af og urðu ríkari af
samvistum við. Nærvera Jóhann-
esar veitti ömmu Margréti lífs-
gleðina að nýju. Jafnframt var
hann okkur systrunum sem elsku-
legur afi og okkur foreldrunum ná-
inn vinur og félagi.
Snemma stóð hugur Jóhannesar
til frekari menntunar á sviði
íþrótta og tónlistar, en eins og títt
var um æskufólk fyrri kynslóða
var honum ætluð önnur iðja en
óskir stóðu til. Hann gekk til
margvíslegra starfa á langri ævi,
má þar nefna sjósókn, lögreglu-
störf, almenn bústörf, ylrækt í
Stafholtstungum og ekki síst stað-
arhöld á höfuðbólinu Borg á Mýr-
um.
Á perlubandi minninganna
streyma fram hugþekkar myndir
frá samvistum okkar við Jóhannes
svo sem á sumardögum og logn-
værum kvöldum í sumarbústað
fjölskyldunnar, Berghóli á Arnar-
stapa: Jóhannes á pallinum með
harmónikkuna og fjölskyldan við
leik og störf, utan húss og innan.
Ljúfir tónar liðast um loftið og
fullkomna sumarsinfóníuna á
Stapa.
Minnistæð eru líka síðkvöldin
þegar við nutum litríkrar frásagn-
argáfu Jóhannesar og atvik lið-
innar tíðar urðu ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum okkar.
Fyrir allar þær góðu og gleði-
ríku stundir er við deildum með
Jóhannesi erum við full þakklætis.
Afkomendum hans öllum svo og
tengdafólki vottum við dýpstu
samúð.
Ellen Margrét, Jón Ingólfur,
Margrét Manda,
Kristín Soffía og Vala.
JÓHANNES
ÓLAFSSON
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BRYNHEIÐUR KETILSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum Mýrdal,
Austurgerði 1,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
aðfaranótt þriðjudagsins 11. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Arnfrið Heiðar Björnsson,
Guðlaugur Grétar Björnsson
og aðrir ástvinir.
Útför frænda okkar,
GUNNARS PÁLS BJÖRNSSONAR
frá Grjótnesi,
fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn
15. janúar kl. 14.00.
Aðstandendur.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem veittu hjálp
og samúð við andlát og útför
JÚLÍUSAR GRÉTARS ARNÓRSSONAR
tæknifræðings,
Ásgarði 38,
Reykjavík,
og heiðruðu minningu hans með blómum,
krönsum og hlýjum orðum.
Sérstakar þakkir til lögreglu og starfsfólks neyðarlínu.
Æsgerður Elísabet Garðarsdóttir,
Sigríður Árný Júlíusdóttir, Jón Bergur Hilmisson,
Æsgerður Elín Jónsdóttir,
Þorsteinn Einar Arnórsson,
Steinunn Margrét Arnórsdóttir,
Arnór Arnórsson
og fjölskyldur.