Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. ÚTSALA 50% afsláttur af ullarkápum og síðum pelskápum. Mörg góð tilboð Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Opið sunnudaga frá kl. 12-1750% afsláttur af öllum vörum tískuvöruverslun,Laugavegi 82. Útsala VERÐBÓLGA nú í janúar mælist 4% og er komin í efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Ís- lands að mati Alþýðusambands Íslands. Að mati ASÍ er ávinningur launafólks vegna skattalækkana um nýliðin ármót að miklu leyti dreginn til baka með hækkununum að undanförnu. Gagnrýna hækkanir hjá opinberum aðilum Miðstjórn ASÍ lýsir þungum áhyggjum vegna þróunar verðlagsmála. Í yfirlýsingu frá miðstjórn- inni segir að ljóst sé að hækkanir á gjaldskrám í op- inberri þjónustu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, vegi hér þungt og er bent á að ábyrgð þessara aðila sé mikil. „Miðstjórnin bendir í þessu sambandi sérstak- lega á hækkun raforkuverðs, ekki síst til húshit- unar. Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki tryggt nægjanlega fjármuni til að koma í veg fyrir að þess- ar hækkanir kæmu þungt niður á fólki á þeim svæð- um þar sem hús eru kynt með rafmagni, þrátt fyrir fyrirheit þar um. Þessu til viðbótar hafa ýmis sveitarfélög hækkað útsvarið til viðbótar við þá gríðarlegu hækkun sem orðið hefur á fasteignagjaldastofninum. Með þessu er verið að taka til baka ávinninginn af þeirri kaupmáttaraukningu sem kjarasamningar áttu að færa launafólki. Þetta setur augljóslega mikinn þrýsting á forsendur kjarasamninga næsta haust, þar sem í þeim var gengið út frá mun minni verðbólgu.“ Í frétt frá ASÍ í gær er bent á að skv. samkomu- lagi ríkisstjórnar og Seðlabanka beri Seðlabank- anum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyr- ir ástæðum þess og leiðum til úrbóta þegar verðbólgan fer í eða yfir vikmörkin. „Þar sem stjórnvöld bera allnokkra ábyrgð á hækkun verð- bólgunnar, bæði með vondu fordæmi gjaldskrár- hækkana og þensluskapandi fjárlögum, verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða ráð Seðlabankinn leggur fyrir stjórnvöld.“ Í andstöðu við spár greiningaraðila Greining Íslandsbanka telur afar líklegt að verð- bólgan fari á næstu tveimur mánuðum yfir 4% sem eru efri þolmörk peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólguþrýstingur sé mikill um þessar mundir og framundan sé frekari hagvöxtur. Bent er á að á móti verðbólguþrýstingi vegi að gengi krónunnar hafi hækkað verulega undanfarið og sé nú mjög hátt. Miðað við óbreytt gengi krónunnar muni verð- bólga hjaðna á árinu og líklega mælast um 2,1% yfir þetta ár. Í hálffimmfréttum KB-banka í gær segir hækkun vísitölunnar í andstöðu við spár greiningaraðila er gerðu ráð fyrir verðhjöðnun. „Verðbólguhraðinn um þessar mundir er við efri þolmörk verðbólgu- markmiðsins, sem eru 4%, en verðbólgumarkmiðið sjálft er 2,5%. Ef verðbólgan víkur meira en 1½ pró- sentu frá 2,5% verðbólgumarkmiði ber Seðlabank- anum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyr- ir ástæðum þess og leiðum til úrbóta. Hér verður þó að hafa í huga að peningamálaaðgerðir verka yf- irleitt með 6–18 mánaða töf og áhrif vaxtahækkana Seðlabankans á síðara hluta ársins eru ekki enn komin fram. Til að mynda mun gengishækkun krónunnar frá desember síðastliðnum fara að segja til sín á næstu mánuðum. Af þeim sökum má segja að Seðlabankinn hafi þegar brugðist við verðbólgu- vandanum. Hins vegar skyldi ekki gert lítið úr því að svo mikil verðbólga hlýtur að koma mjög illa við Seðlabankann og gefa honum hvata til þess að hraða vaxtahækkunarferlinu á næstu misserum.“ Alþýðusambandið lýsir áhyggjum af verðlagshækkunum, en verðbólgan er 4% Setur mikinn þrýsting á forsendur samninga FRAMKVÆMDUM við færslu Hringbrautar í Vatnsmýrinni miðar vel áfram. Í gær var Ragnar Torfason kappklæddur að taka á móti steypu. Í dag og um helgina er spáð þíðu og því ætti steypan ekki að skemmast, en eins og þeir vita sem komið hafa að byggingarvinnu má steypa ekki frjósa. Menn vilja því helst steypa í frostleysu. Morgunblaðið/Þorkell Steypa í Vatnsmýrinni BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir verðbólguna ekki komna upp fyrir efri þolmörk pen- ingamálastefnu Seðlabankans. „Ef hún fer yfir þá hefur það þá þýðingu að við verðum að senda ríkisstjórninni bréf, sem er birt opinberlega, þar sem við gerum grein fyrir því hvers vegna verðbólgan er komin yfir þessi þolmörk, hvenær við reiknum með að hún fari inn fyrir þau aftur og hvað við teljum að gera þurfi að svo verði,“ segir Birg- ir og bætir því við að strangt til tek- ið þurfi verðbólgan að fara í 4,1% til þess að ríkisstjórninni verði gert sérstaklega grein fyrir því með ofangreindum hætti. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er 12 mán- aðaverðbólga nú 3,95%. Birgir Ísleifur Gunnarsson Verðbólgan innan þolmarka Birgir Ísleifur Gunnarsson VÍSITALA neysluverðs í janúar hækkaði um 0,08% frá fyrra mánuði, sam- kvæmt útreikningi Hagstof- unnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,56% frá því í desember. Á seinustu tólf mánuðum hækkaði neysluverðsvísital- an um 4% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,1% verðbólgu á ári. „Vetrarútsölur eru nú í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10% (vísitöluáhrif -0,56%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og raftækjum lækkaði um 3,3% (-0,18%). Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 5,7% (-0,24%),“ segir í frétt Hag- stofunnar. Þar kemur einnig fram að markaðsverð á húsnæði hækkaði um 2,9% (vísitöluáhrif 0,39%), gjaldskrár fyrir opinbera þjón- ustu hækkuðu um 4,4% (0,32%) og fyrir aðra þjónustu um 1,0% (0,22%). Neysluverðsvísitalan hækkaði um 0,08% Opinber þjónusta hækkaði um 4,4%                            ! " # !  "    ! ! STJÓRNARNEFND Land- spítala – háskólasjúkrahúss samþykkti ályktun á fundi í gær þar sem fagnað er mjög þeim stórhug, eins og komist er að orði, sem fram kemur í hug- myndum ráðherra og þing- manna um fjármögnun bygg- ingar nýs hátæknisjúkrahúss á lóð Landspítala við Hringbraut. „Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem opinberir aðilar munu ráðast í á komandi árum. Tækifæri og svigrúm, eins og það sem skapast við sölu Sím- ans, kemur ekki aftur og því mikilvægt að nota það í verkefni sem þetta, öllum landsmönnum til heilla. Stjórnarnefnd leyfir sér í þessu tilliti að benda á að mikið undirbúningsstarf fyrir slíka framkvæmd hefur á und- anförnum árum verið unnið á vegum stofnunarinnar. Spítal- inn er því mjög vel fær um að annast frekari undirbúning og byggingu hátæknisjúkrahúss.“ Fagna hug- myndum um upp- byggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.