Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 47 DAGBÓK Þetta líf. Þetta líf,“ er nafn sjónvarps-tímarits sem opnað verður í fyrstasinn í dag á slóðinni thorsteinnj.is, enþar mun Þorsteinn J. Vilhjálmsson, fréttamaður og dagskrárgerðarmaður, birta sjónvarpsefni eftir sjálfan sig, um listina og lífið í stóru samhengi. „Þarna er ég í milliliðalausu sambandi við áhorfandann,“ segir Þorsteinn og bætir við að um leið og aldrei hafi verið auð- veldara að framleiða og vinna sjónvarpsefni sé orðið sífellt erfiðara að koma því að sökum tak- markaðs pláss í dagskrá sjónvarpsstöðva og það sama gildi um prentmiðla. „Netið er hvorki prentmiðill né sjónvarp, heldur eitthvað þar á milli. Það er loksins farið að vera það hraðvirkt að hægt er að nota það fyrir lifandi myndir, sjónvarpsefni, og þess vegna kalla ég þetta sjónvarpstímarit. Þarna hefur líka skapast al- veg nýtt tækifæri til að dreifa sjónvarpsefni, og manifestó fyrsta tölublaðsins segir svosem allt sem þarf: Dauði sjónvarpsstjórans! Þetta er leið til að sýna efni án afskipta eins eða neins, sjónvarpsstjóra eða auglýsenda. Það eru engar auglýsingar í þessu sjónvarpstímariti, engir styrktaraðilar. Fólki er boðið að gerast áskrif- endur, sem er í sjálfu sér táknrænn stuðningur við tímaritið, líkt og þegar hlustendur National public radio í Bandaríkjunum senda inn fram- lög, einfaldlega vegna þess að þeir vilja hafa fjölbreytt efni í viðtækinu. Það er öllum ljóst að við þurfum fjölbreyttara efni í viðtækjunum okkar. Það var mikil opinberun þegar ég fór með þessa hugmynd í veffyrirtækið Caoz. Þeir kveiktu strax á hugmyndinni, að nota vefinn til að senda út, en ekki bara einsog búðarglugga sem maður vonar að einhver eigi leið framhjá.“ En fáum við ekki nóg efni í sjónvarpinu? „Ég held að Sjónvarpið, Stöð2 og Skjár1 standi sig að mörgu leyti vel, þar er sýnt alls- konar dægurefni, framhaldsþættir, fréttir, íþróttir og fleira, sem er stórfínt. Samt sem áð- ur getum við verið að gera svo miklu miklu bet- ur. Það er allt hægt. Ég þarf ekki annað en að labba eftir Vesturgötunni, sem ég bý við, til að finna efni. Við sem vinnum við fjölmiðla getum gert miklu meira þrátt fyrir að það séu til litlir peningar og landið sé strjálbýlt og íbúarnir fáir. Ég sé sjálfur um að taka þessar myndir í tíma- ritið og viðtölin, klippa efnið og koma því í end- anlegt horf. Pétur Grétarsson leggur mér til tónlistina sem gefur efninu vídd og hjartslátt. Þetta er ekki flóknara en það.“ Vefritið kemur út mánaðarlega og skiptir Þorsteinn út efninu jafnóðum, svo það hleðst ekki upp. Í efninu er tekið persónulegt sjón- arhorn á það litla og stóra í umhverfinu, lífið eða listina. „Tilgangurinn með tímaritinu er fyrst og fremst að skoða heiminn betur, það er ekki nýtt í sjálfu sér, en það er alltaf nýtt ef það er gert með opnum augum, hreinu hjarta og nægilega mikilli forvitni,“ segir Þorsteinn að lokum. Fjölmiðlun | Nýtt sjónvarpstímarit með stuttum sjónvarpsþáttum eftir Þorstein J. Sjónvarpsstjóra svipt til hliðar  Þorsteinn J. Vil- hjálmsson er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og BA-prófi í almennri bókmennta- fræði frá Háskóla Ís- lands. Þorsteinn hefur starfað við fjölmiðla frá 1982 og komið víða við, bæði sem fréttamaður, dagskrárgerðarmaður og sjálfstæður heimild- armyndagerðarmaður. Þorsteinn er kvæntur Maríu Ellingsen og eiga þau þrjú börn. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 14. janúar,er fimmtugur Ragnar Þor- steinsson, bóndi í Sýrnesi, Aðaldal, S- Þingeyjarsýslu. Kona hans er Hólm- fríður Kristjánsdóttir. Þau hjónakorn- in verða að heiman á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Heitur grautur. Norður ♠D8 ♥ÁG ♦K62 ♣ÁKD975 Vestur Austur ♠76532 ♠Á104 ♥97 ♥865432 ♦D10 ♦G54 ♣G864 ♣3 Suður ♠KG9 ♥KD10 ♦Á9873 ♣102 Hvernig nálgast kötturinn heitan grautinn? Hann gerir það varlega. Suður spilar sex grönd og ætti að taka köttinn sér til fyrirmyndar og nálgast líflitinn sinn seint og varlega. Láta fyrst aðeins rjúka úr spilunum. Útspil vesturs er spaðatvistur (þriðja/fimmta) og austur tekur á ásinn og spilar spaðatíu í næsta slag. Sagn- hafi sér strax að spilið rennur upp ef laufið fellur (eða gosinn kemur blank- ur), en ekkert liggur á að taka þrjá efstu. Hann getur spilað tíunni á ásinn, en svo er rétt að taka slagina til hliðar og sjá hvort vísbendingar komi um skiptinguna. Og viti menn, vestur reynist eiga tvílit í hjarta. Útspilið – spaðatvisturinn – og spaðatía austurs í öðrum slag, benda saman til þess að spaðinn sé 5-3. Sé það rétt, þá er skipt- ing vesturs annað hvort 5-2-2-4 eða 5- 2-3-3. Óvissan liggur í þriðja tíglinum. Eða hvað? Vestur fylgir lit í ÁK í tígli með tíu og drottningu. Getur hann átt gosann líka? Fræðilega, svo sem, en myndu ekki flestir spila drottningunni út með DG10 í lit? Auðvitað. Þetta er afgreitt mál, grauturinn er orðinn volgur og tíma- bært að slafra honum í sig, fyrst með því að svína níunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. í Reykholtskirkju í Borgarfirði af sr. Gunnari Kristjánssyni þau Ástríður Einarsdóttir og Guðmundur Hrafn Björnsson. Heimili þeirra er á Túngötu 21a, Hvanneyri. Með á myndinni eru synir þeirra Ísar Þorri og Guðmundur Pétur. Þróunaraðstoð LANDAR góðir! Get ekki lengur setið auðum hönd- um viðvíkjandi hina miklu umfjöllun af hinum hræðilegu náttúruhamför- um í Austurlöndum fjær. Þjóðir heimsins eru harmi slegnar og menn setur hljóða yfir þeim hörm- ungum, sem þar hafa átt sér stað. Flesta vantar þó þekkinguna á hinni raunverulegu eymd og afkomu þessa fólks. Virðast sumum nú vera tæki- færi til að nota áróðursvélina og lýsa yfir, háum rómi, að nú skuli þessu fólki verða rétt hjálparhönd og millj- ónum dollara skuli vera útbýtt til þeirra útréttu handa. Á mínum 23 ára starfsferli sem áhafnarmeðlimur Cargolux gafst mér tækifæri til að sjá aðbúnað þessa fólks og þarmeð fá svolítinn skilning á lifnaðarháttum þess, sem eru, stuttlega, alveg hræðilegir. Fáir gera sér ljóst hvað fátæktin er mikil og hvað lifnaður fólksins er á miklu frumstigi. Fólk býr í hrörlegum hús- kofum, jafnvel aðeins með frum- stæðu þaki, sem varla hylur það fyrir ofankomu, hvað þá hinni ógurlegu öldu af völdum jarðskjálfta. Þetta fólk er einnig algjörlega ósjálfbjarga, ósynt og þekkingarleysið á yfirvof- andi óförum er algjört. Ástæða mín fyrir þessum skrifum er þó grein, sem núna birtist á Morg- unblaðsnetinu og fjallar um aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þarna er loksins komin rétta leiðin, að hjálpa þessu fólki að hjálpa sér sjálft. Peningar fara oft rangar leiðir, nema undir beinu eftirliti gefandans, en það er það eina, sem virkar. Gam- an er, að „Landinn“ skuli vera með þeim fyrstu til að sjá þennan gæfu- veg. Með virðingu, B.B. Sveinsson, USA. Ekki við hæfi Í TÓNLISTARMYNDBANDI með stúlknaflokknum Nylon er í bak- grunninn sýnt frá hnefaleikakeppni. Þar eru ekki notaðir hanskar né hjálmar. Ekkert blóð sést. Þetta er mjög líklega leikið myndband en þarna virðast samt gefin þung högg. Nylon er mjög vinsæl meðal yngri kynslóðarinnar og þess vegna finnst mér þetta myndband ekki við hæfi til sýningar fyrir svona unga krakka vegna ofbeldis sem sýnt er í mynd- bandinu. Þórhallur. Fuglafóður og gæsir SL. LAUGARDAG var í Velvakanda pistill um konu sem býr í fjölbýlishúsi og þar er bannað að gefa smáfugl- unum fuglafóður. Veit ég að það eru margir sem vilja ekki dreifa fugla- korni á lóðirnar hjá sér, því að þá koma gæsirnar og borða fuglafóðrið og allt verður útatað í gæsaskít. María. Papageno er týndur áÁlftanesi HANN er af kyninu Pibetan Spaniel, er frekar lítill, svartur og brúnn og með svart trýni. Hann týndist á Álftanesinu aðfaranótt 12. janúar. Þeir sem hafa orðið hans varir vin- samlega hafi samband í síma 699 2868. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir MIRALE er eini umboðsaðili Cassina á Íslandi MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 áður kr. 345.000 nú kr. 279.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.