Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 11
að Ingibjörg Sólrún hafi ekki sýnt sömu yf-
irburði í þessari kosningabaráttu og hún hafi
sýnt í borgarstjórnarkosningunum, en benda á
að það sé mikið átak að koma fyrirvaralítið úr
sveitarstjórnarmálum í forystuhlutverk í lands-
málum, jafnvel fyrir reyndan stjórnmálamann.
Fyrsta ár Davíðs Oddssonar á þingi hafi t.d. ein-
kennst af því að hann hafi skort reynslu og ekki
haft þekkingu á öllum viðfangsefnum. Hann
hafi samt verið búinn að vera borgarstjóri í níu
ár eins og Ingibjörg Sólrún.
Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar segja
að hafi eitthvað verið við framgöngu hennar í
kosningabaráttunni að athuga þurfi að skoða
málið í víðara samhengi. Þegar hún hóf þátttöku
í kosningabaráttunni hafi kosningastefnuskrá
Samfylkingarinnar alls ekki legið fyrir. Vinnu-
brögð í aðdraganda kosningabaráttunnar hafi
verið slöpp og óskipulögð. Þetta megi fyrst og
fremst skrifa á reikning formanns flokksins sem
hafi borið ábyrgð á undirbúningi kosninganna.
Frambjóðendur flokksins hafi þurft að móta
stefnu í veigamiklum málum nokkrum vikum
fyrir kosningar.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
var einn þeirra sem gagnrýndu málefnaund-
irbúning flokksins fyrir kosningarnar í flokks-
stjórn. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið
að undirbúningur flokksins hefði verið ónógur.
Stefna flokksins hefði verið óskýr í mörgum
málum og mikið hefði vantað á að menn hefðu
haft nægilega mikið samráð um mótun stefn-
unnar. Gylfi sagði að þegar menn fóru yfir
árangur flokksins í síðustu kosningum, sem
vissulega hefði verið betri en í kosningunum
1999, hefðu menn verið sammála um þetta. Ekki
síst þess vegna hefði verið ákveðið að setja á
stofn svokallaðan framtíðarhóp sem falið var að
móta stefnu flokksins til framtíðar. Í þeirri
vinnu hefði tekist breið og góð samstaða.
Ekki búnir að gleyma eftirlaunafrumvarpinu
Þótt menn séu ekki sammála um hver beri
ábyrgð á „klúðrinu“ fyrir síðustu kosningar eru
menn sammála um að eitt mál eigi eftir að verða
Össuri erfitt í komandi kosningabaráttu og það
sé aðkoma hans að frumvarpi um eftirlaun ráð-
herra og alþingismanna sem varð að lögum í
árslok 2003. Frumvarpið var flutt með stuðningi
formanna allra stjórnmálaflokkanna. For-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar, sem stutt
hafa Samfylkinguna, urðu ævareiðir yfir því að
Össur skyldi leggja blessun sína yfir frum-
varpið. Halldór Björnsson, fyrrverandi formað-
ur Starfsgreinasambands Íslands, sagði sig úr
Samfylkingunni í kjölfarið og það sama gerði
Kristján Gunnarsson, núverandi formaður sam-
bandsins. Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið þegar frumvarpið var til meðferðar í
þinginu: „Hvernig í veröldinni á maður að
styðja þá aðila sem standa að svona frumvarpi
og taka svo út úr þessu 220 þúsund krónur í
mánaðarlaun til hækkunar hjá sjálfum sér, eins
og formenn flokkanna. Þetta bara gengur ekki
upp.“
Greinilegt er að þetta mál situr enn í stuðn-
ingsmönnum Samfylkingarinnar sem starfa
innan verkalýðshreyfingarinnar og þeir hafa
ekki gleymt framgöngu Össurar í málinu.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
segir ekki ofmælt að orðið hafi trúnaðarbrestur
milli verkalýðsarms Samfylkingarinnar og for-
manns flokksins vegna eftirlaunamálsins.
Flokkurinn hafi að vísu breytt afstöðu sinni til
málsins eftir að gagnrýnin kom upp, en málið
hafi eftir sem áður haft varanlegar afleiðingar.
Ingibjörg Sólrún beitti sér gegn frumvarp-
inu, en fram kom í þingumræðum að hún hefði
tekið þingmenn flokksins á eintal til að tryggja
að þeir styddu ekki frumvarpið.
Annar forystumaður í verkalýðshreyfingunni
sem starfað hefur innan Samfylkingarinnar tók
undir þetta og sagði í samtali við Morgunblaðið:
„Það urðu ákveðin vatnaskil í sambandi verka-
lýðshreyfingarinnar og formanns Samfylking-
arinnar út af afstöðu hans í lífeyrissjóða-
frumvarpinu fyrir rúmlega ári síðan og ég hef á
tilfinningunni að það mál hafi aldrei gróið. Þetta
er mál sem menn hafa aldrei gert upp.“
Það er því óhætt að fullyrða að Ingibjörg Sól-
rún nýtur mikils stuðnings þeirra forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar sem eru í Samfylk-
ingunni. Í þessu sambandi má rifja upp að
þungaviktarmenn í verkalýðshreyfingunni
beittu sér með afgerandi hætti þegar verið var
að stofna Samfylkinguna og harðar deilur höfðu
skapast milli vinstriflokkanna um það mál.
Þessi afskipti skiptu miklu máli á þeim tíma.
Gylfi Arnbjörnsson segir að hann og fleiri for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar sem starfa
innan Samfylkingarinnar muni að öllum lík-
indum beita sér fyrir kjöri Ingibjargar Sól-
rúnar. Fyrirhugaður sé fundur þar sem þessi
mál verði rædd. Hann segist vera þeirrar skoð-
unar að það sé mikilvægt fyrir Samfylkinguna
að hún verði formaður með sama hætti og það
hafi verið mikilvægt að Samfylkingin yrði til.
Tekist á um skólamál
Samfylkingarmenn kannast ekki við að það
sé neinn stórvægilegur málefnaágreiningur
milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar og bæta
því gjarnan við að það sé lítill málefnaágrein-
ingur innan Samfylkingarinnar. Framtíðarhóp-
urinn, sem Ingibjörg Sólrún stýrir, hefur verið
að endurskoða alla stefnu Samfylkingarinnar og
þeir sem koma að þeirri vinnu segja að ekki hafi
orðið mikil átök um stefnuna enn sem komið er.
Drög að stefnu flokksins í utanríkismálum, sem
fyrirfram var talið viðkvæmt mál innan flokks-
ins, hafi t.d. fengið mjög góðar viðtökur þegar
þau voru kynnt fyrir stuttu.
Ekki hefur þó verið eins góð samstaða innan
flokksins um þá hugmynd sem sett var fram í
starfi framtíðarhópsins að opna á breytt rekstr-
arfyrirkomulag grunnskóla, þ.e. einkarekstur.
Málið hefur verið talsvert rætt og margir komið
að mótun tillagnanna í skólamálum. Þetta mál
er viðkvæmt meðal Samfylkingarmanna í Hafn-
arfirði vegna Áslandsskóla sem stofnaður var
sem einkaskóli.
Bent var á það í ritstjórnargrein í Morg-
unblaðinu að á flokksstjórnarfundi í október
þegar þessar hugmyndir voru kynntar gagn-
rýndi Össur Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir
að notfæra sér verkfall kennara til að ýta undir
einkavæðingu skólakerfisins. Hann hefur hins
vegar ekki lagst gegn þessari hugmynd framtíð-
arhópsins í umræðu innan flokksins.
Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa litið á
hverfisskólann sem mikið jöfnunartæki í ís-
lensku samfélagi. „Ég lít á hann sem mjög mik-
ilvægt tæki til að viðhalda samfélagi sem byggir
á jöfnuði og lítilli stéttaskiptingu. Ég tel að hann
eigi að vera á ábyrgð sveitarfélagsins en það er
ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að skoða
ýmsar leiðir í rekstrinum. Ég hef hins vegar
miklar efasemdir um útboð á kennslu enda ekki
um neinn útboðsmarkað að ræða.“
Munur á vinnubrögðum
Stefán Jón Hafstein segir ekki hægt að tala
um mikinn málefnaágreining milli Össurar og
Ingibjargar Sólrúnar.
„Það er hins vegar persónuleikamunur á
þeim og það er talsverður munur á hvernig þau
nálgast viðfangsefnin og leysa úr verkefnum.
Það skiptir máli fyrir marga.“
Stefán Jón vildi ekki ræða nánar þennan mun
á vinnubrögðum. Fleiri viðmælendur blaðsins
nefna að vinnubrögð frambjóðendanna séu mis-
munandi. Kristrún Heimisdóttir, varaþingmað-
ur og stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar,
sagði í Kastljósþætti í vikunni að hún efaðist um
að traust á Össuri væri nægilegt til að menn
sæju hann fyrir sér á forsætisráðherrastóli.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður sem
einnig styður Ingibjörgu, sagðist í samtali við
Ríkisútvarpið telja þörf á „vandaðri vinnu-
brögðum“ innan Samfylkingarinnar.
Einar Karl Haraldsson, varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagðist ósammála þeirri gagn-
rýni sem komið hefði fram í viðtölum við Krist-
rúnu og Þórunni um vinnubrögð Össurar í
flokknum. Hann sagðist einmitt vera mjög
ánægður með vinnubrögð Össurar.
„Össur hefur gert sér far um að sneiða hjá
klíkustarfsemi og flokkadráttum. Hann hefur
gefið mönnum mikið pláss og ýtt undir stefnu-
mótun. Menn hafa fengið að sýna hvað í þeim
býr.
Það hefur verið afskaplega góður starfsandi
og starfsfriður í flokknum. Ég tel því að ástæð-
an fyrir því að flokkurinn getur gengið með
góðu sjálfstrausti og áhyggjulítill til formann-
skosninga sé einmitt að innviðir flokksins eru
orðnir sterkir.“
Þolir flokkurinn formannsslag?
Stuðningsmenn Össurar gera talsvert úr því
að hann njóti mikils stuðnings innan þingflokks-
ins. Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður segir
þetta sýna að gagnrýni á vinnubrögð Össurar
eigi ekki við rök að styðjast. Honum hafi tekist
að vinna stuðning þeirra sem vinni mest með
honum. Hann leggur áherslu á að staða flokks-
ins sé góð og það skorti á að Ingibjörgu Sólrúnu
hafi tekist að útskýra hvers vegna hún telji þörf
á að skipta um formann.
Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar bera
brigður á fullyrðingar um að Össur njóti yf-
irburðastuðnings í þingflokknum. Almennt eigi
þingmenn að styðja sinn formann og það sé því
ekki hægt að draga miklar ályktanir af afstöðu
þingmanna flokksins.
Björgvin er í hópi þeirra sem óttast afleið-
ingar formannskosninga. Segja megi að Al-
þýðuflokkurinn einn hafi búið við þá hefð að
boðið sé fram gegn formanni flokksins og
reynslan úr þeim flokki sé allt annað en góð.
Flokkurinn hafi klofnað og árum saman verið
þjakaður af innanflokksátökum.
Stefán Jón segist hins vegar ekki óttast
meiriháttar innanflokksátök vegna formanns-
kosninganna. „Ég tel að það sé komin það mikil
félagsleg kjölfesta í þennan flokk að menn þoli
alveg að fara í svona kosningu.“
örg Sólrún
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson hafa þekkst í 35 ár og eru tengd fjöl-
skylduböndum. Nú keppa þau bæði að því að verða formaður Samfylkingarinnar.
egol@mbl.is
’Við virðum vináttu ykkar, við treystumá ráð ykkar og hjálp. Ágreiningur milli
frjálsra þjóða er helsta takmark óvina
frelsisins.‘Georg W. Bush rétti fram sáttahönd til gamalla
bandamanna í ræðu sinni er hann sór embættiseið sem
forseti Bandaríkjanna annað kjörtímabilið í röð.
’Auðvitað var oft búið að ræða um Íraks-málið en þessa ákvörðun tóku [Halldór
Ásgrímsson og Davíð Oddsson] og af
hverju þeir gerðu það með þessum hætti
kann ég ekki að segja frá. Þeir verða auð-
vitað að verja sig í því.‘Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokks-
ins, sagði í Sunnudagsþættinum á Skjá einum að Hall-
dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hefðu ákveðið að
styðja innrásina í Írak og það hefði hvorki verið rætt í
ríkisstjórn né utanríkismálanefnd.
’Ég frétti af því að einn ágætur stjórn-málaskýrandi hefði sagt sem svo að útspil
varaformannsins hafi verið úthugsað
vegna komandi flokksþings í næsta mán-
uði. Ég tel að svo hafi alls ekki verið.
Þarna var fyrst og fremst ekki hugsað
nógu vítt og reynt að spila frítt.‘Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á vef-
síðu sinni að það eina nýja í viðtalinu við Guðna
Ágústsson hefði verið að hann mundi ekki að fyr-
irhuguð innrás í Írak var rædd á ríkisstjórnarfundi.
’Vökvinn var aðeins nokkra sentímetraundir yfirborðinu. Við höllumst að því að
það hafi rignt á staðnum þar sem við lent-
um fyrir ekki svo löngu.‘Martin Tomasko, geimvísindamaður við Arizona-
háskóla á fréttavef BBC um myndir sem geimkanninn
Huygen tók af lendingarstað sínum á Títan.
’Heilbrigði er flóknara mál en að veralaus við sjúkdóma. Einsemd er ekki síður
hættuleg en reykingar og blóðfita.‘Snorri Ingimarsson læknir velti fyrir sér heilsu, hag-
sæld og hamingju Íslendinga við setningarathöfn
læknadaga.
’Það eru svo miklar vísbendingar umþessa starfsemi að mér finnst eðlilegt að
stjórnvöld taki sig saman í andlitinu og
reyni að kanna þetta sjálf.‘Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar,
sagði að ólögleg atvinnustarfsemi útlendinga hefði
snaraukist og tveir hefðu meira að segja stokkið fram
af þriggja metra svölum þegar hann hugðist spyrjast
fyrir um atvinnuréttindi þeirra.
’Stund samráðs er runnin upp‘Condoleezza Rice, Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj-
anna, hét því að vinna að því að græða sárin í sam-
skiptum Bandaríkjanna og hefðbundinna banda-
manna þeirra í Evrópu. Orðin lét hún falla í ræðu sinni
fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem
fjallar um útnefningu hennar sem næsti utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna.
’Það er mikilvægt að benda á að aðeinsþær tillögur eru skoðaðar með frekari
þróun í huga, sem metnar eru svo að þær
séu viðeigandi samkvæmt umsögnum
byggðum á ströngum stöðlum um mann-
leg áhrif og sem standast lög og al-
þjóðasáttmála.‘Dan McSweeney, höfuðsmaður hjá Pentagon, í viðtali
við BBC um hugmyndir Bandaríkjahers frá því á tí-
unda áratugnum um að framleiða „hýra ást-
arsprengju“.
Jafn mörg börn deyja í hverjum mánuði
úr malaríu í Afríku og dóu í flóðbylgjunni
á Indlandshafi.
Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs stýrði gerð skýrslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna um fátækt og leiðir til að
berjast gegn henni. Í skýrslunni segir að lausnirnar
séu fyrir hendi og að kostnaðurinn í dag viðráð-
anlegur.
’Móna Lísa var og er best markaðssettamálverk í heimi.‘Jón B.K. Ransu rifjaði upp í pistlinum Af listum að
vinsældir málverks da Vincis hefðu aukist gríðarlega
þegar því var stolið úr Louvre 1911 og velti fyrir sér
hvaða áhrif stuldur Madonnu-myndar Munchs úr
Munch-safninu í Ósló mundi hafa á vegferð mynd-
arinnar.
Þegar þau komu til baka gáfu þau mér
karton af sígarettum og pólóskyrtu en ég
vildi fá kaupið mitt.
Franski kokkurinn Philippe Pitiot, hefur nú farið í
mál við fyrrum atvinnurekendur sína, sem ekki
greiddu honum laun í 17 ár.
Ummæli vikunnnar
Reuters
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 11