Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 19

Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 19  '    () )     %   **! 5 1 **+ (  *, * L "##+ C  "##! G *  * 3)MN  1 *,#    1 "##  *! A)MN  1 *,- *- GJ   ( **# GJ   ( * L  4  1 O ,  1 GJ   ( J (    ) , < (  + 1 (   8 (  P ( !#& !% !% !' !' !'& !&% !! !!" !!# !!'  "      $   '  ,    ,  'K "K %K !K ! #K# &K  K" 'K" %K 'K % K  K ##K # H  "   ,  (   FK#  & L #MN  1 #(  #(  #A)MN  1 #4  1 P  !"& P  !# P  !%' P  !& P  !!! '  **, 8 ÞÁ er stóra stundin að renna upphjá íslenska landsliðinu í hand-knattleik. Í dag hefst heims- meistaramótið þegar flautað verður til leiks í viðureigninni við Tékka, sem mættir eru til leiks í Túnis til að ná í fremstu röð. Tékkar fengu smjörþefinn á Evrópumeistaramóti í Slóveníu í fyrra þegar þeir komust í milliriðla á kostnað Íslendinga. Í milliriðlum gekk hins vegar á ýmsu og leikmenn Tékka náðu ekki að blanda sér í sæti á meðal þeirra allra fremstu. Reynslunni ríkari mæta Tékkar til leiks nú undir stjórn hins mikilúðlega þjálfara síns, Ratislavs Trtik. Að þessu sinni vilja og ætla Tékkar sér að enda mótið á meðal þeirra allra bestu. Eftir nokkuð langa lægð hjá landsliði Tékka hefur Trtik á undan- förnum árum byggt hægt og bítandi upp vaska sveit ungra manna í þeim tilgangi að koma Tékkum á hand- knattleikskortið í karlahandknatt- leiknum á nýjan leik. Leikmennirnir hafa vakið athygli fyrir færni og á undanförnum árum hafa þeir dreifst til handknattleiksliða í Evrópu, flest- ir til Þýskalands Eftir EM í fyrra fylgdi Trtik leikmönnum sínum eftir og nú þjálfar hann 2. deildarliðið Mel- sungen/Böddinger sem er efst í suð- urhluta og virðist fátt geta komið í veg fyrir að það leiki á meðal þeirra bestu í Þýskalandi á næstu leiktíð. Sex Tékkar leika með Melsungen/ Böddinger og þótt aðeins hluti þeirra sé í landsliði Tékka að þessu sinni þá má segja að Trtik beiti sömu brögð- um þar og hjá landsliði Tékka. Varn- arleikurinn er framliggjandi, mikið er um hraðaupphlaup og sóknarleik- urinn er í föstum og nokkuð kerfis- bundnum skorðum. Tékkar bundu enda á þátttöku Ís- lands á EM í fyrra, þá skildu þjóð- irnar jafnar, 30:30, þar sem íslenska liðið átti heldur á brattann að sækja frá upphafi. Sjálfstraustið skein af Tékkum og segja má að þótt eitt og annað hafi skilið þjóðirnar að í þeim þá hafi einna mesti munurinn legið í því atriði. Nú er komið að skuldadög- um hjá íslenska liðinu fyrir viðureign- ina í Celje í Slóveníu fyrir réttu ári. Viðureignin í dag verður því einkar fróðleg. Bæði Íslendingar og Tékkar eru mættir til leiks til að sanna sig, báðar þjóðir ætla sér sigur í fyrsta leik til að létta af sér pressu og eygja um leið möguleika á sæti í milliriðl- um. Spurningin snýst kannski svolít- ið um hvor verður klókari, Viggó Sig- urðsson eða Ratislav Trtik, þegar á reynir í Palais des Sports. Ólafur Stefánsson við komuna til Túnis á föstudagskvöldið. Mikið mun mæða á honum á heimsmeistaramótinu. Hefna Íslendingar úrslitanna í Celje?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.