Morgunblaðið - 23.01.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.01.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ því sem hann er að vinna að frið- argæslu, þá getum við þar veitt ómetanlega aðstoð.“ Ekki fjölskylduvænt starf Steinar hefur starfað að friðar- gæslu í 11–12 löndum. Friðar- gæslustarf eins og hann hefur ver- ið í er ekki fjölskylduvænt. Þau María kona hans Árelíusdóttir hafa títt flutt og búið sér heimili til styttri eða lengri tíma í mismun- andi löndum og álfum við vægast sagt ólíkar aðstæður. María er einstaklega lagin við að flytja jafnvel heimsálfa á milli og búa þeim notalegt hreiður hvar sem er. Veitir ekki af fyrir mann undir þvílíku álagi. En á átaka- svæðum, þar sem jafnvel er barist enn, eru sum friðargæslustörfin skilgreind sem „non-family mis- sion“ og er fjölskyldan þá ekki með. Þannig var t.d. hjá Steinari í Bagdad, Sómalíu, Bosníu og Sierra Leone. Þá hefur María gjarnan beðið heima eða á nálægum slóðum og komið í heimsókn. „Þetta er eðli þessarar starf- semi. Hins vegar áttum við mjög notalegan tíma t.d. bæði í Sýrlandi og í Ísrael. Allt hefur sína kosti og sína galla.“ Má e.t.v. skjóta hér inn í að þeg- ar drengirnir þeirra þrír, Skarp- héðinn, Sverrir og Ingvar, voru komnir á skólaaldur upp úr 1970, voru þau í Vínarborg þar sem Steinar starfaði við Iðnþróunar- stofnun SÞ, UNIDO. Þar eð þeim var í mun að þeir fengju menntun á Íslandi og þá minni hætta á að þeir festust erlendis sagði Steinar upp. Þangað til synirnir voru upp- komnir starfaði hann hér heima, frá 1974 til 1986, var m.a. fjár- málastjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri bæði hjá Pharmaco og Lýsi. Þá hélt hann aftur til starfa hjá Sam- einuðu þjóðunum, í aðalstöðvunum í New York. Lenti þar m.a. fyrst í að endurskipuleggja gamla úrelta síma- og póstþjónustu í aðalstöðv- unum og samskiptakerfið í heild. En flutti sig um 1990 yfir til Frið- argæslunnar. Og hvernig tókst svo til? „Syn- irnir eru allir búsettir á Íslandi með sínar fjölskyldur, segir Stein- ar. Skarphéðinn er framkvæmda- stjóri innlendrar fjárfestingar Baugs, Ingvar flugstjóri hjá Flug- leiðum og Sverrir er framkvæmda- stjóri Skífunnar og tengdra fyr- irtækja. Þeir eru allir miklir og góðir Íslendingar og heimakærir þótt þeir ferðist mikið vegna starfa sinna.“ Strangur húsbóndi Ekki er ofsögum sagt að Steinar Berg vinnur myrkranna á milli. Undirritaður blaðamaður hefur gegnum árin heimsótt nokkrar friðargæslusveitir undir fram- kvæmdastjórn hans og orðið vitni að því að hann nýtur þar mikillar virðingar. Skipulag og agi mikill í starfsliði hans. Steinar skrifar sjálfur undir öll leyfi og breytingar í starfsháttum. Og hann er strang- ur, segja menn. Líður engin und- anbrögð frá skyldum og reglum. Hann virðist orðinn nokkurs konar goðsögn hjá stofnuninni, sem menn segja sögur af. Smám saman hefur maður heyrt eða séð sumt af því. Sama fólkið kveðst sækjast eftir því að vinna undir hans stjórn og óska eftir því að vera flutt á þann stað sem hann stýrir. Í Sierra Leone voru t.d. nánir samstarfs- menn sem höfðu kosið að flytja sig þangað frá Vínarborg og frá New York. Hins vegar eru svo þeir sem vilja hafa það náðugra og vilja heldur fara annað þegar fréttist að Steinar Berg Björnsson muni setj- ast við stjórnvölinn. Steinar kímir þegar þetta er sagt við hann. Segir kannski eitt- hvað til í því. Kveðst a.m.k. vita um menn í Líberíu, sem standa í því þessa dagana að finna sér starf annars staðar! Steinar talar ekki margt um starf sitt, en fyrst hafði ég veður af þessu orðspori í Damaskus þar sem hann var framkvæmdastjóri friðargæsluliðsins í Gólanhæðum. Steinar var þá að taka á máli sem hefur sem kunnugt er viðgengist hjá þessari alþjóðastofnun sem mörgum öðrum. Fólk sem á rétt á heimfararleyfi með fjölskyldu sína á kostnað Sameinuðu þjóðanna nýtir það gjarnan til margskonar flandurs um heiminn. Starfsmaður frá Asíulandi var þarna að fara í slíkt leyfi með konu sína og börn og hafði keypt ferð kring um hnöttinn með stansi á aðskiljanleg- um stöðum, en mister B. eins og hann er stundum kallaður, hafði einfaldlega látið reikna út hvað beinasta leið heim kostaði, og skammtaði honum þá upphæð. Slík röggsemi þykir miklum tíðindum sæta hjá alþjóðastofnunum. Og skömmu seinna hafði fram- kvæmdastjórinn, sögðu menn mér, sagt upp leigu á mörgum húsum í Damaskus, sem yfirmenn úr herj- unum uppi í Gólanhæðum bjuggu í með sínum fjölskyldum á vegum SÞ þótt þetta væri ekki svokallað fjölskylduverkefni og þeir ættu að búa í herbúðunum í Gólanhæðum. Slíkt hafði víst lengi viðgengist. Steinari hafði verið falið, eins og svo algengt er, að draga úr árleg- um rekstrarkostnaði liðsins um 15%. Og tókst það. Hann lækkaði rekstrarkostnað á ári úr 44 millj- ónum dollara niður í 32 milljónir. Var þá fluttur til stærra friðar- gæsluliðs í Líbanon, til að end- urskipuleggja og koma þar á skil- virkari rekstri. Ætli slíkt eigi ekki sinn þátt í því að hann nýtur svo mikils trausts í höfðustöðvunum og svo mjög er sóst eftir honum á erf- iða staði? Hann þykir hafa kjark til að taka á málum. Ýmislegt af öðrum toga mætti nefna, eins og ummæli Giando- menicos Piccos, sáttasemjara SÞ, sem á sínum tíma, árið 1991, tókst sem frægt er, að bjarga vestrænu gíslunum úr haldi hjá líbönskum mannræningjahópum. Bæði í bók og bréfi til SÞ nefnir Picco Steinar sem einn af sínum nánustu aðstoð- armönnum við þetta leynilega og hættulega verkefni. Kallar hann „hinn slynga Björnsson“, Íslend- inginn sem hefur þjónað UN í mörgum löndum og fengið sinn skammt af viðsjárverðum aðstæð- um. Og Picco kveðst í bréfi til framkvæmdastjóra pólitískra mála hjá SÞ vilja draga athygli að af- burða frammistöðu mr. Steinars Björnssonar framkvæmdastjóra UNDOF í Damaskus. Hann hefði á ferðum sínum verið farinn að treysta á hæfileika hans og hæfni. Steinar hefði leikið stórt hlutverk í viðleitni hans til að frelsa gíslana, hlutverk sem hann var jafnvel far- inn að ganga að sem sjálfsögðum hlut. Sá endalausi framkvæmda- vandi sem stöðugt reis hefði und- antekningarlaust verið leystur með hraði og góðum árangri í hans hæfu höndum. Ávallt hægt að treysta á samstarfsvilja hans og skynbragð. Óskaði Picco eftir því að þessu yrði bætt á afrekaskrá Steinars í starfi hjá SÞ. Kannski má til gamans skjóta hér inn í nokkrum sönnum eða ýktum sögusögnum sem ganga í hópi friðargæslufólks SÞ. Nokkrir starfsmenn rifjuðu þær upp er við sátum í hlýjunni úti á svölum eitt kvöld í Sierra Leone. Tilefnið at- hugasemd undirritaðrar um hve barinn í hótelinu þar sem aðal- stöðvarnar voru til húsa væri lítið nýttur. Þar sætu fáir. Og hið gam- ansama svar var að framkvæmda- stjórinn gengi þar hjá þegar hann færi í mat eða lyki vinnu og menn vildu ekki láta hann sjá sig hang- andi of mikið á barnum. Bættu við- staddir SÞ-starfsmenn við annarri sögu frá Sómalíu, þar sem starfs- fólk allt bjó og starfaði af öryggis- ástæðum innan víggirðingar. Þar sem framkvæmdastjórinn lagði í vana sinn að skokka kring um byggingarnar og koma inn gegnum barinn, þá hefði dottið niður að- sóknin að barnum af fyrrnefndum ástæðum. Þeir gerðu góðlátlegt grín að þessu. Sögðu að Steinar væri alltaf mættur fyrstur á morgnana á skrifstofuna og síðan hann kom þyrðu aðrir ekki annað en mæta stundvíslega þá og úr matarhléum. Væru hræddir um að fá ráðningu sína ekki framlengda ef þeir stæðu sig ekki. Undir hvatningu bættu þeir við enn einni sögu: Skrifstofustúlka sat með kaffibolla og blað niðri í kaffistofunni á miðjum morgni þegar Steinar kom þar inn. Hann átti að hafa gengið til hennar, spurt kurteislega hvort hún ynni ekki á skrifstofu SÞ um leið og hann horfði á aðgangspassann sem hún bar. Þetta flaug eins og eldur í sinu og dugði til að fólk var ekkert að hangsa í tíma og ótíma utan lög- Þegar síðustu vestrænu gíslarnir höfðu verið látnir lausir 1991 í Damaskus fögnuðu „frelsararnir“ mr. Picco og Steinar og brugðu á leik. Allt þarf að byggja upp eftir hryllileg stríð. Steinar klippir á borðann á einum af hundruðum nýrra skóla í Sierra Leone. Steinar hjá friðargæsluliðinu í Gólanhæðum. Steinar og kona hans, María Árelíusdóttir, á Sýrlandi. ’Þegar hann kom fráþví að stjórna 17 þúsund manna her- liði hafði hann eng- an til að stjórna nema Maríu!‘ ’Það verður að takameð í reikninginn að friðargæsla NATO er öðru vísi skipulögð en friðargæsla á veg- um Sameinuðu þjóð- anna.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.