Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 50

Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 50
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÉG VAR AÐ KAUPA NÝJU PLÖTUNA MEÐ GRAFAR- RÆNINGJUNUM ÞEIR ERU HLJÓMSVEIT SEM RAPPA UM HUGSANALAUST OFBELDI OG KYNLÍF, AUK ÞESS SEM ÞEIR FJALLA MIKIÐ UM NEYSLU EITURLYFJA Í LÖGUM SÍNUM MAMMA ÞÍN Á EFTIR AÐ VERÐA BRJÁLUÐ ÞEGAR HÚN SÉR ÞESSA PLÖTU Í HERBERGINU ÞÍNU ÞAÐ ER EINS GOTT! ÉG ÞOLI EKKI LÖGIN ÞEIRRA Risaeðlugrín © DARGAUD framhald ... TRASHOPTERIS ER ÁN EFA EINN AF ÓGEÐSLEGUSTU FUGLUM OKKAR TÍMAR HANN ER JAFN LJÓTUR OG HEMIPTERUS APTERUS OG VIRÐIST HAFA ALLA GALLA VERALDAR ...HANN LYKTAR LÍKA ILLA HANN ER GRIMMUR OG BLÓÐÞYRSTUR. HANN HRÆÐIR ALLA SEM Á VEGI HANS VERÐA HANN ER ILLA UPP ALINN OG SKAÐR FÓRNARLÖMB SÍN MEÐ VILLIMANSLEGUM MUNNSÖFÐNUÐI SÍNUM SEM VIÐ KJÓSUM AÐ FARA EKKI NÁNAR ÚT Í. TRASHOPTERIS ER SEM SAGT ALGJÖRT ÚRÞVÆTTI ? HEYRÐU, ÞÚ ÞARNA UPPI! LJÓTI FUGL!! HJÁLP! RITSKOÐAÐ Dagbók Í dag er sunnudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2005 Aldrei er kvenna-stjórn affaragóð, sá flytur gott hlass í garð sem góða konu fær, kona er karl- manns fylgja og þrætugjörn kona er sem sífelldur leki, eru dæmi um málshætti sem finna mátti í dag- bók frá Odda. Við- skiptavinir kvörtuðu og fannst málshætt- irnir niðrandi og ákvað Oddi í kjölfarið að stöðva dreifingu, inn- kalla bækurnar og henda þeim á haugana. Fjárhagslegt tjón hljóðar upp á margar milljónir þó Oddamenn vilji ekki gera mikið úr því. Víkverji hefur verið að velta fyrir sér hvort einhverjir aðrir hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. T.d. hvort ein- hverjar konur hafi í raun og veru móðgast, sárnað, fundist talað niður til sín. Víkverji á einhvern veginn bágt með að trúa því. Heldur einhver virki- lega að Oddi hafi verið að senda skila- boð til kvenna? Hvenær komumst við á það stig í jafnréttisbaráttunni að geta tekið gríni? Í dagbókinni var að finna forna málshætti. Heimskur er jafnan höf- uðstór, er málsháttur sem Víkverji notar stundum. Vík- verji segir þetta ekkert endilega við höf- uðstærstu vini sína. Málsháttur sem þessi er auðvitað fyrst og fremst til að hafa gam- an af og höfuðstóru fólki virðist lítið sem ekkert sárna þegar málshátturinn er sagð- ur. Víkverji telur það hafa verið algjöran óþarfa að henda öllum dagbókunum. Var ekki hægt að setja miða fremst í bókina sem á stóð að málshætti ætti að lesa sem dægradvöl en ekki taka alvarlega? Þeir væru frá ákveðnum tímum og spegluðu þau gildi sem þá voru við lýði? Uppi á vegg heima hjá Víkverja hafa lengi hangið eftirfarandi „spak- mæli“: „Að rökræða við konu er eins og að lesa dagblað úti í hvassviðri.“ Víkverji fékk þetta að gjöf frá vinum sínum. Hann hefur boðskapinn þó ekki að leiðarljósi í lífinu eða brýnir hann fyrir syni sínum, heldur hefur hann til áminningar um að skoðanir eru skiptar, gildi eru mismunandi í tíma og rúmi og það er hægt að hlæja að öllu saman. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Grandi | Þótt Íslendingar hafi gaman af því að blóta þorrann standast fáir ásatrúarmönnum snúning þegar kemur að innilegum og hátíðlegum fögnuði. Þessi hópur áhugamanna um forna siði Íslendinga hefur löngum haft mikið dálæti á þorranum og er jafnan glatt á hjalla við þessi tækifæri. Ásatrúarmenn hittust á föstudagskvöld og gerðu sér glaðan dag. Það var Allsherjargoðinn sjálfur, Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður, sem helg- aði mjöðinn, sem menn gerðu síðan síðan góð skil að þjóðlegum sið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorri blótaður að heiðnum sið MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.