Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 7 FRÉTTIR Flex-T vinnustöðvar 30% TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Skrifstofuhúsgögn á frábæruverði! Flex-T vinnustöðvar (180x180cm) frá Kr.46.270 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Mark30 skrifstofustólar Kr.40.900 kynningarafsláttur Flex-T er ný lína vinnustöðva sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa hannað. Vinnustöðvarnar eru með þægilegri handvirkri hæðarstillingu, 0-20 cm en fást einnig með rafknúinni, stig- lausri hæðarstillingu þannig að ýmist er hægt að sitja eða standa við vinnu. Nú býðst Flex-T á sérstöku kynning- artilboði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki Mark er glæsileg lína skrifstofustóla fyrir vinnustaði og heimili. Hönnuður stólanna er Pétur B. Lúthersson. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru verði. Taldi nefndin að ekki væri hægt að líta á skýrslu Hallgríms sem vinnu- skjal þar sem hún hefði fyrst og fremst að geyma upplýsingar um málsatvik og viðhorf Hallgríms til umfjöllunar um atvikið, án þess að fjallað væri um hugsanleg viðbrögð ráðuneytisins í tilefni af þessum at- burðum. Hún væri því ekki und- anþegin upplýsingarétti af þessari ástæðu. Fimm síður auðar Á hinn bóginn taldi nefndin að hluti skýrslunnar félli undir þau undanþáguákvæði upplýsingalaga sem fjalla um takmarkanir vegna einkahagsmuna, og vegna þess að í henni væru upplýsingar um sam- skipti við önnur ríki eða fjölþjóða- stofnanir, en sá hluti skýrslunnar fjallar m.a. um meiðsli friðargæslu- liðanna og verkaskiptingu á flug- vellinum. Nefndin taldi því að hluti skýrslunnar væri undanþeginn upp- lýsingarétti og að ráðuneytinu væri ekki skylt að afhenda hann. Tekið er fram í úrskurðinum að nefndin telur að í fyrrnefndri frásögn ráðu- neytisins af árásinni væri nákvæm endursögn á því sem Hallgrímur skrifaði um aðdraganda árásarinn- ar, árásina sjálfa og afleiðingar hennar. Afritið sem ráðuneytið lét af hendi er samtals níu blaðsíður, þar með talin ein blaðsíða með upp- drætti af aðstæðum á vettvangi. Fimm blaðsíður eru auðar, þar sem ráðuneytinu var ekki skylt að láta þær af hendi, en um þrjár blaðsíður eru með texta. NORSKUR maður, eigandi fyrir- tækisins Scandinavian Historic Flight (SHF), hefur stefnt Arn- grími Jóhannssyni, öðrum aðaleig- anda flugfélagsins Atlanta, og krefst þess að hann greiði honum 94 milljónir fyrir að standa ekki við samning sem hann segir að Arn- grímur hafi gert um kaup á helm- ingshlut í fyrirtækinu. Arngrímur hafði í gærmorgun ekki séð stefn- una og vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrirtækið SHF og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafa átt og rekið fimm flugvélar sem hafa sögulegt gildi. Flugvélarnar hafa verið sýndar á flugsýningum og verið notaðar við gerð kvikmynda. Í stefnunni kemur fram að Norð- maðurinn, Anders K. Saether, hafði samband við Arngrím í júlí 2003 og bauð honum að kaupa hluti í félag- inu, en það mun hafa átt í fjárhags- erfiðleikum á þeim tíma. Hann hafi komið til Íslands í desember og fljótlega tekist góð kynni með hon- um og Arngrími. Eftir talsverðan aðdraganda hafi samningaviðræður leitt til þess að 2. mars 2004 hafi Arngrímur hringt og staðfest samn- ing um kaup á 50% hlut í SHF fyrir 94 milljónir. Kveðst Saether hafa sent samninginn með hraðpósti til Íslands daginn eftir. Arngrímur hafi fljótlega lýst því yfir að hann ætti erfitt með að greiða fyrir hlutaféð. Hinn 14. mars hafi fulltrúi Arngríms síðan tilkynnt að ekki gæti orðið af samningnum. Norðmaðurinn segist hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni af þessum völdum og vegna vanefnda sé tvísýnt um áframhaldandi rekst- ur félagsins. Krefst hann bóta á grundvelli þess að skuldbindandi samningur hafi komist á og Arn- grímur hafi ekki getað fallið ein- hliða frá samningnum. Stefnan hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krefst 94 milljóna vegna vanefnda Stefnir Arngrími Jóhannssyni í Atlanta HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Ástþórs Magnússonar um miskabæt- ur fyrir að hafa sætt gæsluvarðhaldi að ósekju. Krafðist Ástþór tveggja milljóna króna í bætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki sætt gæsluvarðhaldi að ósekju, gæsluvarðhaldið ekki verið lengra en nauðsyn var á og aðgerðir lögreglu ekki framkvæmdar á hættu- legan, særandi eða móðgandi hátt. Ástþór sendi föstudaginn 22. nóv- ember árið 2002 tölvupóst í nafni samtakanna Friðar 2000, þar sem sagði að samtökin hefðu rökstuddan grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél með flugráni og/eða sprengju- tilræði. Tölvupósturinn var sendur til fjölda aðila, þar á meðal ráðherra, þingmanna, embættismanna og fjöl- miðla. Starfsmenn ríkislögreglustjóra handtóku Ástþór sömu nótt, þar sem hann var á veitingahúsi í Reykjavík og daginn eftir var hann yfirheyrður. Þar sagðist hann hafa sent umrædd- an tölvupóst vegna draumsýna sinna og innsæis og í tilefni fréttaflutnings í erlendum fjölmiðlum um að hugsan- lega yrði ráðist á þá sem styðji ólög- mætt stríð gegn Írak og Arabaþjóð- um. Auk þess sagðist hann hafa fengið tölvupóst frá nafngreindum manni þar sem rökstutt væri hvers vegna íslenskar flugvélar yrðu skot- mörk vegna aðgerða íslenskra stjórn- valda. Ástþór var úrskurðaður síðar um kvöldið í gæsluvarðhald til 29. nóvember á þeirri forsendu að lög- reglan teldi efni tölvupóstsins vera til þess fallið að valda almennum ótta og óöryggi fyrir flugsamgöngur og kynni að varða við almenn hegning- arlög. Ástþór kærði gæsluvarðhalds- úrskurðinn til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi 26. nóvember 2002. Í desember var gefin út ákæra á hend- ur Ástþóri en hann var sýknaður bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti. Ástþór krafðist bóta á þeirri for- sendu, að hann hefði að ósekju sætt frelsissviptingu í fjóra sólarhringa og verið allan tímann í einangrunarvist. Gæsluvarðhaldið og einangrunin hefðu haft í för með sér andlega þján- ingu og miska sem hann ætti rétt á að fá bættan með greiðslu bóta. Hann væri þekkt persóna í þjóðlífinu og hefði um árabil unnið að friðarmál- um. Ríkið taldi hins vegar að Ástþór hefði sjálfur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á og hafi mátt vera ljóst, að það gæti haft alvarlegar afleiðingar að senda umræddan tölvupóst. Málið var rekið með gjafsókn úr ríkissjóði. Sigurður H. Stefánsson kvað upp dóminn. Hilmar Ingimund- arson hrl. var lögmaður Ástþórs. Óskar Thorarensen hrl. var til varnar fyrir ríkið. Ríkissjóður sýknaður af kröfu Ástþórs Magnús- sonar um miskabætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.