Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 25 Svanavatnið í hans eigin útgáfu. Aðspurður hvort Ísland sé nokkuð einn af áfangastöðum flokksins á næstunni svarar Helgi að það sé ekki á dagskránni enn. „Ekki svo ég viti til, en það væri auðvitað skemmtilegt fyrir mig að geta komið aftur, og kannski sérstaklega til að sýna meira af mínum eigin verkum. Ég hafði sett saman Svanavatnið fyrir dansflokk- inn þegar ég kom síðast, en það er auðvitað byggt á gömlu efni þó að ég hafi bætt við það.“ Þéttskipuð dagskrá Í San Francisco-ballettinum eru um sjötíu dansarar, sem er augljóslega stór hópur til að flytja hingað til lands. Helgi sér þó fyrir sér að mögulegt væri að koma með minni hóp og geta þá sýnt verk eftir hann sjálfan, þótt hann viti ekki hvenær af því gæti orðið. Dag- skrá hópsins er þéttskipuð, frá janúar og fram í maí er fast sýningartímabil í San Francisco, þá taka við ferðalög, sem í sumar verða til Parísar, og Hnotubrjóturinn er fast- ur liður í desember. Haustin eru því helsti tíminn sem flokkurinn hefur til að ferðast. En Helgi segir Ísland engu að síður áfangastað sem hann vildi gjarnan komast til. „Við sýndum í Borgarleikhúsinu á sínum tíma og sviðið þar var af ágætri stærð fyrir okkur, þó að við séum vön stærra. En það er erfitt hvað salurinn tekur fáa í sæti,“ segir Helgi. „Ef við gætum sýnt í stærri sal, sem væri um leið búinn góðum tækjakosti, ljósum og öðru, væri gaman að athuga þetta mál.“ Ekkert fararsnið Það er margt sem stendur upp úr þegar Helgi lítur um öxl, en fyrst og fremst vel- gengni undanfarinna tuttugu ára. Hann nefn- ir fyrstu sýningarnar sem flokkurinn hélt í New York undir hans stjórn þar sem stór sig- ur vannst, uppsetningu Svanavatnsins tveim- ur árum eftir að hann tók við ballettflokknum sem tókst vel þrátt fyrir nokkrar efasemdir fyrirfram hjá fólki, hvað flokknum hefur verið vel tekið í helstu borgum Bandaríkjanna og Evrópu og að sjá hvernig flokkurinn hefur vaxið jafnt og þétt, dansararnir orðið betri og viðurkenningin aukist. Þrátt fyrir að varla sé hægt að komast til meiri metorða en Helgi Tómasson er kominn í heimi ballettsins er ekkert fararsnið á hon- um – enda segist hann ekki vera týpan til að fara á eftirlaun. „Það er líka þannig að þeim mun fleiri sigrar sem vinnast og því hærra sem maður kemst, þeim mun meiri verða kröfurnar. Ég er því alltaf að hugsa um hvert næsta spor sé, og býst við að halda því áfram.“ dafnað og er nú þriðji stærsti ballettflokkur landsins, auk þess að þykja einn besti ball- ettflokkur heims um þessar mundir. Hefði hann trúað því fyrir tuttugu árum að hann stæði í þessum sporum? „Nei, ég verð að viðurkenna að ef þú hefðir spurt mig þá hvort ég yrði hér enn tuttugu árum síðar hefði ég eflaust svarað því neitandi,“ svarar hann og hlær. „Ég átti alveg eins von á að vera hérna í tvö til þrjú ár – maður veit auð- vitað aldrei hvernig gengur og hvort fólk verður ánægt með það sem maður er að gera,“ bætir hann við. Sterk sýn En fólk hefur verið ánægt með störf Helga og það svo um munar – hátíðahöldin í kvöld segja sína sögu um það. Enda er engin ástæða til annars og Helgi þakkar þeirri sterku sýn sem hann hefur haft þann góða ár- angur sem flokkurinn hefur uppskorið. „Eins og með alla stóra hluti hefur þetta auðvitað ekki verið eins manns verk og ég hef haft gott fólk sem vinnur með mér. En ég held að ég geti sagt að það séu mínar hugmyndir sem hafa komið flokknum á þann stað sem hann er á. Ákvarðanir um val á fólki, verkefnum, áfangastöðum, þjálfun – allt er þetta hluti af minni eigin sýn. Og vinnan hefur verið stans- laus í tuttugu ár, en hún hefur borið gífurlega góðan árangur og ég er stoltur af því.“ Helgi bætir því við að eiginkona hans, Marlene, hafi verið honum ómetanlegur stuðningur á ferlinum. „Hún hefur hjálpað mér að halda áfram á erfiðum tímum og gef- ast ekki upp, sérstaklega í byrjun. Nú er maður búinn að fá mikla viðurkenningu, að þessi dansflokkur sé einn sá besti í heiminum. Ég get ekki beðið um meira en það.“ Nýr Hnotubrjótur Helgi hefur verið ötull við að semja balletta ásamt því að annast stefnumótun og daglega stjórn San Francisco-ballettsins. Í fyrra samdi hann meðal annars 7 for Eight við tón- list J.S. Bachs, sem hefur verið sýnt bæði vestanhafs og í Evrópu og fengið góða dóma. En nokkrir þeir stærstu sem hann hefur sam- ið gegnum tíðina eru við þekktustu ball- etttónlist tónlistarsögunnar, Giselle, Svana- vatnið, Rómeó og Júlíu og Þyrnirós. Í fyrra lauk hann síðan tveggja ára vinnu við nýja kóreógrafíu eins þekktasta balletts fyrr og síðar, Hnotubrjótsins við tónlist Tsjækovskís. Sýningin var frumsýnd í War Memorial- óperuhúsinu í San Francisco, þar sem ball- ettflokkurinn hefur aðsetur, nú fyrir jólin og Helgi segir sýninguna hafa heppnast mjög vel. „Fólk var alveg yfir sig hrifið af þessari nýju uppfærslu og dómarnir voru eftir því.“ Mörgum er eflaust minnisstætt þegar Helgi kom með flokkinn sinn hingað til Íslands á Listahátíð í Reykjavík árið 2000 og sýndi sa um næsta spor ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ttugu ár, en hún hefur borið gífurlega góðan árangur og ég er stoltur af því.“ með miklar evrópskar fjárfestingar og umsvif en hafa höfuðstöðvar og mikla starfsemi í landi með lítinn og veikan gjaldmiðil, eins og Ísland hefur, þá verður til gengisáhætta sem stjórnvöld ein geta ráðið fram úr. Framvirkir gengissamningar koma ekki í staðinn fyrir varanlega gengisfestu innan viðskiptasvæðisins. Fjórða stoð utanríkisstefnunnar Það er eitt af verkefnum utanríkisstefnunnar að tryggja viðskiptatengsl okkar við Evrópu- sambandið þannig að þau verði aldrei lakari en EES-samningurinn er. Jafnframt þarf að draga sem mest úr þeirri miklu viðskiptaáhættu sem íslenska krónan leiðir af sér. Hvorki framtíð EES-samningsins né áhættu- þættir íslensku krónunnar verða leyst öðru vísi en á vettvangi Evrópumála. Það mun ekki gerist með sterkari tengslum við Bandaríkin. Þar get- ur Þýskaland vissulega komið að miklu liði. En þegar upp er staðið er við Evrópusambandið eitt að fást. Fram hjá því verður ekki gengið vilji menn tryggja vöxt og viðgang utanríkisviðskipta og velferð þjóðarinnar. Það vantaði þessa stoð í ut- anríkisstefnu bréfritara síðasta Reykjavík- urbréfs. Á næstu áratugum kunna viðskipta- og fjár- málatengsl að verða okkur meiri örlagavaldur en varnarmálin. Framtíðarskipan þeirra verður því að vera ein megin stoð í utanríkisstefnu Íslands á komandi árum. sambandsins. Það er vandræðaleg yfirsjón. Sýn okkar á utanríkismál verður aldrei nema brotalöm ef hlaupa þarf yfir alþjóðlega við- skiptahagsmuni okkar á hundavaði. Lítum nánar á þetta. EES-samningurinn gjörbreytti öllu við- skiptaumhverfi á Íslandi. Hann opnaði tækifæri og hann breytti hugarfari og vinnubrögðum við- skiptalífsins varanlega. Allur útflutningur til EES-svæðisins varð arðbærari og auðveldari. Það eitt að hafa sömu réttarstöðu á evrópskum mörkuðum og kollegar þeirra í Evrópu jók þor og áræði sem er að skila sér til baka í æv- intýralegri útrás íslenskra fyrirtækja. Vissulega var gerska strandhögg Björgólfsfeðga óháð samningnum um EES en framhald þess var það ekki. Mikilvægi fjárfestinga íslenskra fyrirtækja erlendis fyrir íslenskt efnahagslíf mun, ef vel tekst til, styrkja stöðu þeirra, gera þau hæfari til að stækka hérlendis, auka atvinnu og bæta lífs- kjör. Óvissa og áhætta Miklar fjárfestingar erlendis sem og almenn samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja í Evrópu, ber með sér óvissu og áhættu sem ekki er mikið talað um, en getur þegar fram í sækir skipt sköpum. Þar á ég við framtíð EES-samningsins annars vegar og framtíð íslensku krónunnar hins vegar. Viðskipti okkar eru orðið svo samofin EES-samningnum að annaðhvort verður að tryggja stöðu hans til frambúðar eða ganga í Evrópusambandið. Mikil viðskiptaleg áhætta liggur í gjaldmiðli okkar íslensku krónunni. Þegar stórfyrirtæki upp traustara og áhrifaríka samband við þessar mikilvægu þjóðir, Rússland og Tyrkland, en Þýskaland. Á þessu sviði er það ótvírætt for- ysturíki innan Evrópusambandsins og áhrif þess fara vaxandi þar. Það er því vissulega rétt þegar bréfritari segir það skipta okkur afar miklu máli að rækta tengslin við Þýskaland, sem eina af megin stoð- um íslenskrar utanríkisstefnu. EES-samningurinn og viðskiptahagsmunir Þrátt fyrir þetta hefur bréfritara yfirsést mik- ilvæg atriði í þróun eftirmúrs áranna sem engin leið er að horfa fram hjá í umræðum um utanrík- ismál. Sjónarhorn Reykjavíkurbréfs er í of ríkum mæli smitað af viðhorfum kalda stríðsins þegar varnarmálin voru í algjöru fyrirrúmi. Varn- armálin mega ekki um of móta sýn okkar til framtíðarinnar. Svo einkennilega vill til að bréf- ritara, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, nánast yfirsést tilvist og áhrifamáttur Evrópu- um kalda stríðsins. Varnarmál eru ekki lengur meginmál líðandi stundar, heldur einn hluti af flókn- um samskiptavef sjálfstæðra þjóða sem leita nýrrar framtíðar. Þróunin í Evrópu Af viðskiptalegum, menningar- legum og pólitískum ástæðum skiptir þróun Evrópu okkur mestu máli í bráð og lengd. Með þessu er ekki á nokkurn hátt verið að gera lítið úr yfirburðum Ameríku eða vanmeta áhrif Bandaríkjanna á gang heimssögunnar. Varnarlega séð eigum við að eiga náið samstarf við þau. Það styður skoðun ritara Reykjavíkurbréfs um nauðsyn náinna tengsla okkar við Þýskaland að sú mikla gerjun sem er rétt að hefjast í Evrópu er mest í þeim stofn- unum og á þeim sviðum sem áður voru undir pólitísku eða viðskiptalegu áhrifavaldi Sovétríkj- anna sálugu. Með hruni Berlínarmúrsins opn- uðust nýjar leiðir í viðskiptum ekki hvað síst í Evrópu. Þær leiðir opnuðust allar til austurs, þ.e. til Rússlands og Austur-Evrópu. Þegar austurblokkin svokallaða leystist í sundur breyttist hernaðarlegt og þar með pólitískt sam- band Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Það hef- ur einnig trosnað um böndin milli Tyrklands og Bandaríkjanna, en núverandi valdhafar í Tyrk- landi sjá framtíð lands síns best borgið í mjög nánu sambandi við Evrópu. Í þessu sambandi er það athyglisvert að engin þjóð virðist hafa byggt utanríkismál ’En þegar upp er staðið ervið Evrópusambandið eitt að fást. Fram hjá því verður ekki gengið vilji menn tryggja vöxt og viðgang utanrík- isviðskipta og velferð þjóð- arinnar.‘ Höfundur er hagfræðingur. son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.