Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stoltur, 8 læsum, 9 þjálfun, 10 grjót, 11 þyngdareining, 13 fram- kvæmir, 15 lífs, 18 styrkir, 21 skaut, 22 furða, 23 beins, 24 dyr. Lóðrétt | 2 hnapps, 3 lof- um, 4 þor, 5 eyddur, 6 heilablóðfall, 7 guð, 12 fita, 14 tangi, 15 barst með vindi, 16 hundrað árin, 17 glens, 18 æviskeiðið, 19 ósannorðu, 20 tröll. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 nötra, 4 gætin, 7 pútur, 8 næmur, 9 agg, 11 rýrt, 13 Frón, 14 ískur, 15 hörð, 17 álfa, 20 ósa, 22 púlið, 23 ugg- ur, 24 ránar, 25 sárið. Lóðrétt | 1 napur, 2 tetur, 3 akra, 4 göng, 5 tæmir, 6 nýrun, 10 gikks, 12 tíð, 13 frá, 15 hopar, 16 rolan, 18 logar, 19 afræð, 20 óður, 21 aurs. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson ? Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli ? Stefnumót lista og minja. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir sýnir vídeóverk. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir ? Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Gerðuberg | Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðubergi frá 21. janúar til 13. mars. www.gerduberg.is. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár ? sýning í til- efni af 100 ára afmæli fyrstu almennings- rafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, mál- verk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmundsdóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal ? 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafn- istu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir ? Snjókorn. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir ? Landslagsverk. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir ? Á skurðarborði augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson ? verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Elías B. Halldórsson ? Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir ? ? mátturinn og dýrðin, að ei- lífu ? Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið ? yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson ? Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir ? Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró ? Víðáttur. Brian Griffin ? Áhrifavaldar. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason ? Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir feministar ? Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird ? Er sálin sýnileg? Ljós- myndasýning. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson (f. 1931), grafíklistamaður, listmálari, myndlist- arkennari og listgagnrýnandi, er myndlist- armaður mánaðarins í samstarfi Þjóð- menningarhússins og Skólavefjarins. Í Þjóðmenningarhúsinu er yfirlitssýning á verkum Braga, bæði í veitingastofu og í kjallara. Bækur Sögufélag | Félag íslenskra fræða Gauti Kristmannsson og Soffía Bjarnadóttir, bók- menntagagnrýnendur Víðsjár, spjalla um jólabókaflóðið, bókmenntir, umræðu, verð- laun. Nánari upplýsingar veita Sigríður Þor- valdsdóttir, formaður FÍF, og Gauti Krist- mannsson. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús í Álfabakka 14a kl. 20.30 og annan hvern miðvikudag. Gömlu dansarnir. Allir vel- komnir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamanna- félagið Iðunn og Smekkleysa gáfu nýlega út á fjórum geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til ? menning og samfélag í 1.200 ár. Opið frá kl. 11?17. Mannfagnaður Félagsheimilið Hvoll | Mælsku- og rök- ræðukeppni í Hvolnum, Hvolsvelli kl. 20. ITC Jóra á Selfossi sækir ITC Stjörnu, Rangárþingi heim og munu deildirnar tak- ast á. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi frá kl. 10?17. Vonumst til að sjá sem flesta. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14?17 á Sólvallagötu 48. Svarað í síma 551-4349 þri.?fim. kl. 11?16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11? 16. Netfang: mnefnd@mi.is. Fundir Björgunarsveitin Dagrenning | Björg- unarsveitin/slysavarnadeildin heldur aðal- fund í Hlíðarenda kl. 20.30. Nýir félagar vel- komnir. Félagsheimilið á Flúðum | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól ? lægri skattar ? aukin hagsæld. Fram- sögumenn: Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra og Kjartan Þ. Ólafsson al- þingismaður. Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna hjá Geð- hjálp, Túngötu 7, öll miðvikudagskvöld í vet- ur kl. 20. Hótel Capitano | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól ? lægri skattar ? aukin hagsæld. Framsögumenn: Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra og alþingismennirnir Halldór Blöndal og Gunnar I. Birgisson. Samtökin FAS | Fundur verður hjá for- eldrum og aðstandendum samkynhneigðra, FAS, kl. 20.30 í félagsmiðstöð Samtakanna ?78, Laugavegi 3, 4. hæð. Umræðuefni er: Foreldrar með foreldrum ? saman erum við sterk. Hótel Sel, Mývatni | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund á morgun, fimmtu- dag, kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól ? lægri skattar ? aukin hag- sæld. Framsögumenn: Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Donald RJ Singer, pró- fessor í klínískri lyfjafræði og for- stöðumaður rannsóknarstofnunar um hag- nýtingu vísinda við læknadeild Warwick-háskóla í Englandi, fjallar um lyfja- erfðafræði í Odda, stofu 101, kl. 16.30, en talið er mögulegt að lyfjaerfðafræði muni auka mjög árangur lyfjameðferðar í fram- tíðinni. Kennaraháskóli Íslands | Fyrirlestur um hljóðheim Netsins í Kennaraháskóla Íslands kl. 16.15?18. Í fyrirlestrinum segir Stefán Jökulsson lektor frá rannsókn sinni á út- varpi á internetinu en í henni var meðal annars spurt hvers eðlis slíkt útvarp væri og hvaða tilgangi það þjónaði. Jafnframt ræðir Stefán um einkenni hljóðrænnar tján- ingar og þátt hennar í margmiðlun. Raunvísindadeild HÍ | Ríkharður Fr. Frið- riksson heldur meistaraprófsfyrirlestur við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar Háksóla Íslands á morgun, fimmtudag, kl. 17 í Öskju Háskóla Íslands. Fyrirlestur Rík- harðs nefnist ?Úrkomuleiðréttingar byggð- ar á snjómælingum? og fjallar um notkun snjómælinga til leiðréttingar á hefð- bundnum úrkomumælingum. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Þorvaldur Gylfason prófessor flytur í dag kl. 12.20 er- indið ?Frá einhæfni til hagvaxtar? í mál- stofu Hagfræðistofnunar og Viðskipta- fræðistofnunar. Þar lýsir hann m.a. helstu gangráðum hagvaxtar og sambandi hag- vaxtar og fjölhæfni atvinnulífs. Málstofan er haldin í Háskóla Íslands, Öskju, stofu 132. Málþing Askja ? náttúrufræðihús HÍ | Hættur á hafsbotni kl. 16-18. Háskóli Íslands efnir til málþings um jarðfræðilegan ramma nátt- úruhamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á tsunami-flóðbylgjum við Ísland. Ráðstefna Hótel KEA | Kynning norrænu þróun- arsjóðanna á möguleikum íslenskra fyr- irtækja í þátttöku alþjóðlegra verkefna og eigin útflutningi á ört vaxandi heimsmark- aði, verður kl. 12.30?15.30 á Hótel KEA. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivist blótar þorr- ann á Leirubakka í Landsveit 28.?30. jan. Útivist fer í jeppaferð í Kerlingarfjöll 28.? 30. jan. Fararstjóri er Jón Viðar Guðmunds- son. STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á árinu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20 í kvöld. Stjórnandi á þessum tón- leikum verður einn fremsti jazztónlistarmaður Finna um langt árabil; Eero Koivistoinen. Á tónleikunum mun Eero einnig koma fram sem einleikari á tenórsaxófón. Flutt verða ný og eldri verk eftir Koivistoinen, auk útsetninga hans af verkum annarra. Meðal annars verður frumflutt nýtt verk Koivistoinens; ?Tvísöngur?, svíta í þremur þáttum, byggð á íslenskum þjóðlögum. Koivistoinen hefur m.a. samið mikið fyrir UMO ? Stórsveit finnska ríkisútvarpsins og margsinnis stýrt þeirri hljómsveit, en hún telst með fremstu stórsveitum Evrópu. Þekktastur er hann þó sem leiðandi saxófónleikari Finna síðustu áratugi. Hann er leitandi tónlistarmaður sem hefur reynt fyrir sér í ýmsum stíl- brigðum jazztónlistar á löngum ferli. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. ?Tvísöngurinn virkar mjög vel á mig. Eero kynntist þessum lög- um í íslenska þjóðlagasafninu á nótum, en hann virðist skilja mjög vel eðli og inntak íslenskrar þjóðlagatónlistar, enda er styttra milli Íslendinga og Finna í þjóðarkarakter heldur en margra ann- arra,? segir Sigurður Flosason, saxófónleikari í Stórsveit Reykja- víkur. ?Svo vinnur hann úr þessu á sinn hátt, bæði persónulega og skemmtilega en er samt trúr kjarna tónlistarinnar. Að minnsta kosti hef ég ekki rekist á sambærilega útfærslu á íslenskri þjóð- lagatónlist fyrir stórsveit áður, svo þetta er mjög forvitnilegt.? Sigurður segir verkin á efnisskránni mjög ólík innbyrðis og því sé hún mjög fjölbreytt. ?Þetta spannar vítt svið á hans ferli með ólíkum stíl, en hann á sér langan starfsaldur í tónlistinni, rétt að verða sextugur.? Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn þekktasti djasstónlistarmaður Finna stýrir Stórsveit Reykjavíkur Hrútur (21. mars - 19. apríl) L48506 Þú elskar að vinna með höndunum, ekki síst ef þú ert að fást við eitthvað sem þú hefur ekki prófað áður. Byrjaðu á nýju og listrænu verkefni í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) L48507 Beindu kröftum þínum að heimili og fjöl- skyldu í dag. Einhver þarf að ræða við þig. Hvernig væri að hringja í fjöl- skyldumeðlim sem þú hefur ekki heyrt í lengi? Tvíburar (21. maí - 20. júní) L65168 Þú hefur gaman af því að skiptast á hug- myndum við aðra. Hugur þinn er leit- andi og því hefur þú gaman af því að læra nýja hluti. Keyptu bók eða tímarit sem hugnast þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) L65169 Notaðu daginn til þess að fara yfir fjár- málin og tékka á bankareikningum. Hvað skuldar þú mikið? Hvað áttu von á miklum tekjum á næstunni? O.s.frv. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) L48510 Tunglið er í þínu merki í dag, það gerir þig ósjálfrátt tilfinningasamari, drama- tískari og leikrænni. Þú ert að búa þig undir miklar breytingar í lífinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) L65171 Þú þarft að fá að vera í einrúmi í dag. Þó ekki væri nema í hálftíma eða svo. Gefðu þér tíma til þess að fá þér kaffibolla eða fara í stutta gönguferð og hentu reiður á hugsunum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.) L65172 Samræður við vinkonur taka á sig áhugaverða mynd í dag. Kannski þarftu að ræða eitthvað sem hvílir á þér og tengist systkini eða ættingja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) L65173 Eftir þér verður tekið á almennum vett- vangi í dag, á einhvern hátt. Hugsaðu vandlega áður en þú talar, það er hlustað á þig. Kannski verður meira að segja vitnað í þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) L65174 Þig langar til þess að gera eitthvað sem þú ert ekki vanur í dag, bogmaður, eitt- hvað óvenjulegt. Hvernig væri að fara á stað sem þú hefur aldrei komið á áður? Steingeit (22. des. - 19. janúar) L65162 Þú þarft að læra að meta gildismat til- tekinnar manneskju áður en þú getur látið þér lynda við hana. Reyndu að sjá hlutina með augum annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) L65163 Tunglið er beint á móti vatnsberanum í dag. Þú þarft því að leggja meira á þig í samskiptum en aðrir til þess að halda friðinn. Fólk er ekki á móti þér, þótt það virðist vera það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) L65164 Allt sem þú leggur á þig til þess að skipuleggja þig betur og taka til í kring- um þig ber mikinn árangur núna. Stígðu skrefið til fulls, þú sérð ekki eftir því seinna. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú ert manneskja sem hefur trú á sjálfri sér. Sjálfstraust þitt gerir þér kleift að berjast fyrir því sem þú trúir. Þú situr ekki aðgerðalaus hjá og ert stundum umdeild. Þú hættir ekki fyrr en þú nærð settu marki. ? Opið virka daga 10-18 ? Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Útsala aukaafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.