Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Keflavík | „Við hlökkum til hverrar æfingar
en það er alltaf gott að koma hingað til
Keflavíkur, kaffið hennar Ellu er best,“
sögðu meðlimir þjóðlagasveitarinnar South
river band þegar þeir komu suður í síðustu
viku til að æfa, en þeir skiptast á að bjóða
hverí stofu annars. Slíkur er kostur óraf-
magnaðra hljóðfæra.
Blaðamaður Morgunblaðsins fékk að fylgj-
ast með sveitinni en gestgjafar þessa æf-
ingakvölds voru Ólafur Sigurðsson, gítar- og
mandólínleikari, og eiginkona hans, Elín J.
Jakobsdóttir, áðurnefnd Ella.
Það mátti heyra þýða þjóðlagatóna langt
upp eftir allri Sunnubrautinni í Keflavík síð-
astliðið miðvikudagskvöld þegar hljómsveitin
South river band var samankomin í stofu
hjónanna. Blaðamanni var strax hugsað til
nágranna og úr því að honum varð á að
banka á vitlausar dyr afréð hann að spyrja
þá um gleðina á efri hæðinni. „Mér finnst
þetta bara mjög skemmtilegt,“ sagði ung
kona sem varð fyrir svörum.
Þegar húsfreyjan sjálf heyrði loks í dyra-
bjöllunni og blaðamaður innti hljómsveitar-
meðlimi um viðbrögð nágranna sögðu þeir að
ekki hefðu borist neinar kvartanir, hvorki
hér né annars staðar. „Við gleymum okkur
nú stundum í hita leiksins og opnum allt upp
á gátt. Einhverju sinni sáum við að fyrir ut-
an heimili mitt í Þingholtunum í Reykjavík
hafði safnast þónokkur hópur fólks til að
hlusta,“ sagði Ólafur Þórðarson, gítarleikari
og Ríó tríó-maður.
Þar með var markmiðinu líka náð því
ánægðastir eru þeir ef einhver vill hlusta.
Það er ekki verra ef fólk tekur undir og í því
skyni hefur sveitin varpað textum upp á
vegg á söngkvöldum sínum svo gestir geti
sungið með, enda flest laganna vel þekkt
sönglög.
Guðfaðirinn fallinn frá
South river band var upphaflega skipað
tónlistarglöðum Kleifamönnum kenndum við
bæinn Syðri-Á við norðanverðan Ólafsfjörð.
Þó kjarni sveitarinnar hafi verið sá sami frá
stofnun árið 2000 hefur hljómsveitarskipan
lítillega breyst og ekki allir sem geta rakið
ættir sínar til Kleifa. Blaðamaður spyr hvort
það sé ekki stílbrot? „Ættleiðingarpappír-
arnir eru á leiðinni,“ skýtur Gunnar Reynir
Þorsteinsson slagverksleikari að, en hann er
einn þessara ættlausu.
„Þannig var að einn úr hópnum, Jón Árna-
son, lést í mars á síðasta ári, en hann var
guðfaðirinn og kveikjan að því að margir
Kleifamanna fóru í tónlistarnám. Hann var
alltaf svo drífandi og hvetjandi og mikill kar-
akter. Hann var til dæmis sá eini í hópnum
sem gaf eiginhandaráritanir og kvenfólkið
sótti mjög í hann,“ segir Ólafur Þórðarson
og það má heyra á hópnum að Jóns er sakn-
að.
„Við gætum alveg fyllt sveitina með
Kleifamönnum en það yrði mjög óhentugt
vegna fjarlægðar. Við erum svo þægilega ná-
lægt hver öðrum. Við þurftum líka að fylla
skarð Grétars Inga kontrabassaleikara sem
fór utan til náms,“ sagði Ólafur. Auk áður-
nefndra er sveitin skipuð Helga Þór Inga-
ssyni, harmonikku, Matthíasi Stefánssyni,
fiðlu og gítar, Kormáki Bragasyni, gítar og
Einari Sigurðssyni, kontrabassa. Um söng
sjá þeir allir.
Blaðamaður sest með þeim félögum í eld-
húsið. Það er komið að því að fá sér kaffi og
með því himneskt bakkelsi frá húsfreyjunni,
sem þeir dásömuðu svo mjög. Það er líka
fljótt að fara ofan í marga munna og kaffið
rennur ljúflega niður um leið og gamanmálin
hendast á milli manna.
Það er greinilegt að menn taka sig ekki of
alvarlega og þeir segja að South river band
sé eina sveitin sinnar tegundar á Íslandi.
„Okkur finnst best að hlusta á okkur sjálfa,“
skýtur Einar að og segir þá ná vel saman
vegna þess hversu ólíkir þeir séu. Þeir hitt-
ast á hverju miðvikudagskvöldi og segjast
hlakka til hverrar æfingar.
Stefna að söngkvöldi
á Suðurnesjum
Sveitin er nú að safna efni á nýja plötu og
stefnt er að útgáfu á þessu ári, sem yrði þá
sú þriðja í röðinni. Árið 2002 gáfu þeir út
plötuna „South river band“ og í fyrra kom
frá þeim platan „Maður gæti beðið um betra
veður“ en flest laganna og textanna eru úr
smiðju sveitarinnar. Gagnrýnendur hafa lof-
að plöturnar tvær en þeir félagar nefna að
þeir hafi fengið of fáar stjörnur miðað við
dómana. „Já, eitthvað voru þeir að spara
stjörnurnar en við stefnum að því að bæta
við stjörnu og komast í fjórar.“
Stefnan hefur einnig verið sett á að koma
á söngkvöldi á Suðurnesjum á næstunni.
„Við höfum spilað nokkrum sinnum hér og
eigum hér dygga aðdáendur sem við þurfum
að sinna,“ sögðu þeir félagar að lokum og nú
er bara um að gera fyrir íbúa á Suðurnesjum
að losa sig í snatri við hæsi og hósta.
„Stefnum að því að bæta við stjörnu“
Morgunblaiðið/Svanhildur Eirksd
Ánægðir nágrannar South river band hittist í Keflavík á dögunum og æfði bæði gömul og ný
lög, en sveitin hittist einu sinni í viku í stofu hvers annars nágrönnum til mikillar ánægju. Nú
er verið að safna efni á nýja plötu og stefnt er að söngkvöldi á Suðurnesjum á næstunni.
Hafnarfjörður | Aðalfundur Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar skoraði
nýverið á bæjarstjórn Hafnarfjarðar
að segja sig úr launanefnd sveitarfé-
laga nú þegar og taka upp sjálfstæða
samninga við starfsfólk. Árni Guð-
mundsson, formaður félagsins, segir
óeðlilegt að bæjarfélagið sé svo ofur-
selt valdi launanefndarinnar.
„Það sem við höfum miklar at-
hugasemdir við er að bæjarfélagið
geti afsalað sér umboði í svona mik-
ilvægum málaflokki. Ef launanefnd
sveitarfélagana samþykkir samn-
inga er alveg sama hvaða skoðanir
hinir kjörnu bæjarfulltrúar í Hafn-
arfirði hafa, þeir verða bara að gjöra
svo vel að gleypa það,“ segir Árni.
„Það hefur verið gríðarleg
óánægja meðal almennra bæjar-
starfsmanna með laun og það er rak-
ið til þeirrar launastefnu sem launa-
nefnd sveitarfélaganna rekur, sem
þykir mjög láglaunamiðuð. Til dæm-
is eru almennir bæjarstarfsmenn
komnir langt niður fyrir ríkisstarfs-
menn, sem hefur vart átt sér stað í
manna minnum. Mönnum finnst
þetta mjög metnaðarlaus stefna hjá
launanefndinni, og afskaplega sér-
stakt að hinir kjörnu fulltrúar geti
afsalað sér umboði sínu með svo víð-
tækum hætti,“ segir Árni.
„Mér finnst þetta töluvert prin-
sippmál, og svo er þetta líka vegna
þess að launanefndin hefur tileinkað
sér grjótharða láglaunastefnu. Við
erum að skora á Hafnarfjarðarbæ að
koma sér út úr þessari launanefnd og
semja beint við fólkið. Búa til sjálf-
stæða launastefnu og standa og falla
með henni. Ég held að það tapi ekk-
ert sveitarfélag á alvöru launastefnu,
en hins vegar tapa menn fólki á því
að bjóða léleg laun þegar kaup gerist
gott annars staðar,“ segir Árni.
Gagnrýni á launanefnd
frekar á hinn veginn
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, segir að bænum hafi
ekki borist ályktun aðalfundar
starfsmannafélagsins, en segir að ef
hún berist verði hún rædd í bæjar-
ráði. „Það hefur nú verið þannig að á
sama tíma og sveitarfélögin hafa ver-
ið saman í sinni launanefnd hafa
starfsmannafélögin verið í samstarfi
með sín mál. Þannig hafa málin verið
undanfarin ár og verið ágætt sam-
komulag um það.“
Ekki er hægt að merkja að launa-
nefndin sé með grjótharða láglauna-
pólitík – eins og segir í ályktuninni –
að mati Lúðvíks. „Ég get ekki merkt
það af þeim samningum sem launa-
nefndin hefur verið að gera undan-
farið. Mér hefur fundist gagnrýnin
vera frekar á hinn veginn, að menn
hafi farið út fyrir þá ramma sem mið-
að hefur verið við.“
Spurður hvort til greina komi að
Hafnarfjörður dragi umboð sitt til
launanefndarinnar til baka segir
Lúðvík það ekki hafa verið til um-
ræðu hingað til, en ekki sé rétt að
svara því fyrr en búið sé að fjalla um
ályktun starfsmannafélagsins.
Starfsmannafélag skorar á bæjarfélagið
að segja sig úr launanefnd sveitarfélaga
Gríðarleg
óánægja bæjar-
starfsmanna
Hafnarfjörður | Fyrirhugaðar nýbyggingar við Lækinn
í Hafnarfirði verða kynntar fyrir áhugasömum á opn-
um fundi nk. sunnudag. „Fjöldi fólks hefur lengi beðið
eftir að byggðar yrðu íbúðir á þessu eftirsótta svæði,
enda er hér um að ræða einstaklega fallegan bygging-
arstað í hjarta Hafnarfjarðar sem gengið hefur undir
nafninu Rafha-reiturinn,“ segir Sigrún Þorgrímsdóttir
hjá Húsakaupum.
„Nánar tiltekið munu húsin standa við Lækjargötu
26–32. Þarna rísa fjögur glæsileg þriggja til fimm
hæða lyftuhús. Í þessum húsum verða rúmgóðar
tveggja til fimm herbergja íbúðir, allar með sér-
inngangi. Auk þess verða 20 bílskúrar tengdir hús-
unum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna og
verða fyrstu íbúðirnar afhentar í sumar.“
Það eru Tjarnarbyggð ehf. og Húsakaup sem boða til
fundarins, og verður hann haldinn í safnaðarheimili
Þjóðkirkjunnar við Strandgötu, og hefst kl. 14.00. Á
fundinum verða fulltrúar byggingar- og söluaðila, sem
kynna framkvæmdirnar ásamt teikningum, verði og
öðru því sem byggingarnar varðar, og hægt verður að
fá bæklinga yfir nýbyggingarnar.
Nýbyggingar við Lækinn kynntar
Mosfellsbær | Heiðar D. Bragason, golf-
maður úr Golfklúbbnum Kili, var kjörinn
íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2004 á
dögunum, en hann var einnig íþróttamað-
ur Mosfellsbæjar árið 2003. Heiðar hefur
verið í landsliði Íslands í golfi frá árinu
1999 og var valinn í allar keppnisferðir
sem landsliðið tók þátt í á þessu ári, þar á
meðal Evrópumót einstaklinga og heims-
meistaramót landsliða á Púertó Ríkó.
Heiðar sigraði á Opna spænska áhuga-
mannamótinu og Opna velska áhuga-
mannamótinu, og er í 6.–8. sæti á lista
áhugamannakylfinga í Evrópu.
Íþróttamaður ársins annað árið í röð
Heiðar D. Bragason
Reykjavík | Gatnamálastofa aug-
lýsti sl. helgi styrki til endurgerðar
heimtraða á einkalóðum íbúðar-
húsa sem hafa áhvílandi kvaðir um
umferðarrétt annarra. Reykjavík-
urborg vill með þessum hætti
hvetja lóðarhafa til að ganga frá og
sinna endurbótum á heimtröðum í
einkaeign, að því er segir á vef
borgarinnar. Reglur um styrkveit-
inguna eru aðgengilegar á vefsíðu
Gatnamálastofu, og skal skila um-
sóknum í síðasta lagi föstudaginn
25. mars.
Styrkja endurbætur