Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 39
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5 10. c3 d4 11. Bxe6 Rxe6 12. cxd4 Rcxd4 13. a4 Bc5 14. Re4 Bb6 15. He1 0-0 16. Rfg5 h6 17. Rxe6 fxe6 18. a5 Ba7 19. Ha3 Dd5 20. Rf6+ gxf6 21. Bxh6 Kf7 22. Dh5+ Ke7 23. exf6+ Kxf6 24. He5 Dxe5 25. Bg7+ Kxg7 26. Dxe5+ Kf7 27. Hh3 Rf5 28. g4 Hg8 29. Hh7+ Rg7 30. h4 Kg6 Staðan kom upp í B-flokki Cor- us-skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hol- landi. Daniel Stellwagen (2.524) hafði hvítt gegn Sipke Ernst (2.509). 31. Hxg7+! Hxg7 32. De4+ Kf7 33. Dxa8 Hxg4+ 34. Kf1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 39 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9, postu- línsmálning kl. 9 og 13, bókaormar les- hringurinn kl. 13.30, vinnustofan opin alla daga. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spil- að bridge/vist, fótaaðgerð. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 30. jan- úar kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshúsið mið- vikudaginn 26. janúar, kl. 13–16. Bingó- fjör, skemmtilegir vinningar. Kaffiveit- ingar að hætti Gróu. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félag eldri borgara í Kópavogi, félagsvist spiluð í dag kl. 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara á RÚV. Síðdeg- isdans kl. 14.30–16.30. (Hús opnað kl. 14). Guðmundur Haukur leikur. Kaffi og terta. Dansstjórar Matthildur Guð- mundsd. og Jón Freyr Þórarinsson. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfið í Ármúlaskóla er kl. 16.20 í stofu V24. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Um- ræðan um Laxdælu heldur áfram mið- vikudaginn 26. janúar frá kl. 16–17. Arngrímur Ísberg leiðir áfram í sög- unni. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11 gler- skurður kl. 13 og postulínsmálun kl. 16, í Garðabergi er handavinnuhorn og bridge kl. 12.30, Hrafnkell Helgason er með fyrirlestur kl. 16. FEBG. Opið hús í Holtsbúð. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 14 koma börn frá leikskólanum Suðurborg í heim- sókn, með leik og söng, kl. 14.30 kór- æfing. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11, myndmennt kl. 13 og pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15 klippimyndir, keramik o.fl. jóga kl. 9–12, samverustund kl. 10.30, lesin framhaldssaga o.fl., námskeið í mynd- list, kl. 14. bingó, kaffi og nýbakaðar vöfflur, kl. 15–18. Böðun virka daga fyr- ir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Betri stofa og listasmiðja. Handavinna, glerlist o.fl. Skráning í morgunverðarboð Göngu-Hrólfa 29. janúar. Hafin sala á miðum á þorra- blótið 4. febrúar. Morgunkaffi, hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Upplýsingar í síma 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Keila í Mjódd á morgun fimmtudag kl. 10. Krabbameinsfélagið | Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra, halda þorrablót laug- ardaginn 29. janúar kl. 19 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Jóhannes Kristjánsson skemmtir, happdrætti og fleira. Hljóm- sveitin Capri leikur fyrir dansi. Veislu- stjóri Margrét Sigurðardóttir. Miðasala í s. 896 5808. Allir velkomnir. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Jóga, teygjur slökun fyrir eldri borgara í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 opinvinnustofa, kl. 14 félagsvist –kaffi– verðlaun. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, morgunstund, handmennt fyrir hádegi, handmennt, kóræfing og verslunarferð eftir hádegi. Hárgreiðsla og fótaagerðir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12. Fyrirbænir, hugleiðing og tónlist. Hádegishressing á eftir. Áskirkja | Samverustund í neðri safn- aðarsal, milli kl. 11 og 12 í dag. Hreyfing og bæn. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist–altarisganga–fyrirbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkju- prakkarar 7–9 ára kl. 16.30. TTT, 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Samvera er á mið- vikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndr- um og erum með handavinnu. Gestur dagsins er Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð. www. digra- neskirkja.is Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prest- ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason. Allir vel- komnir. Hallgrímskirkja | Morgunmessur mið- vikudagsmorgna kl. 8 árdegis. Hug- leiðing, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Við komum saman í kirkjunni alla miðvikudagsmorgna klukkan 11. Gott mannlíf, söngur og fyr- irbænir. Allir velkomnir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju á miðvikudögum kl. 10–12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. kl. 19. Biblíulestur fyrir alla fjölskylduna. Barnastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Allir velkomnir. Kapella Fríkirkjunnar í Reykjavík | Miðvikudag kl. 12.15. Bæna- og kyrrð- arstund verður í Kapellu Fríkirkjunnar í Reykjavík sem er í Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Hægt er að koma bænarefnum til safnaðarprests. Kaffi- sopi í lok samveru. Allir velkomnir. Kálfatjarnarkirkja | ALFA námskeið er um grundvallaratriði kristinnar trú- ar. Miðvikudaga kl. 19–22 í Kálfatjarn- arkirkju frá 19. janúar til 23. mars. Keflavíkurkirkja | Biskupsstofa, Adda Steina, Halldór Reynis, Þorvaldur Karl o.fl. funda í Kirkjulundi með prestum af Suðurnesjum. Heitt á könnunni. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, kl. 20. „Varist súrdeig faríseanna“ Lúk. 12, 1–3. ræðumaður Kjartan Jóns- son. Kjartan segir jafnframt frá fagn- aðarerindinu á forsendum Pokot- manna. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | Biblíuskólinn við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir almenning um Opinberunarbók Jóhannesar, fimmtudaginn 27. janúar kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg, gegnt Langholtsskóla. Fræðsla kvöldsins verður í umsjá Ragnars Gunnarssonar skólaprests. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg- isbænagjörð með orgelleik – fyr- irbænir, kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13–16. Fjöl- breytt dagskrá. Leitið upplýsinga í síma 520 1300. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn í umsjá Aðalbjargar Helga- dóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudagsmorgna. Kl. 14.10– 15.30 Kirkjuprakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 19 Fermingar–Alfa. Kl. 20.30 Ung- lingakvöld Laugarneskirkju. Sjá: www.laugarneskirkja.is. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl. 14.30. Umsjón Guðmunda og Elsa. Uppl. í s. 511 1560. Kór Nes- kirkju, æfing kl. 19. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson. Uppl. í 896 8192. HÁSKÓLI Íslands efnir í dag kl. 16 til málþings um jarðfræðilegan ramma náttúruhamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á tsun- ami-flóðbylgjum við Ísland, en nú er mánuður liðinn síðan atburðirnir við Indlandshaf áttu sér stað. Á málþinginu munu starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofu Íslands fjalla um eðli og orsakir atburðanna, viðvaranir við náttúruvá og hættu á slíkum atburð- um hér við land. Málþingið fer fram í Öskju, nátt- úrufræðahúsi HÍ, en fundarstjóri er Ágúst Gunnar Gylfason hjá al- mannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra. Fyrirlesarar á málþinginu verða Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, sem fjallar um eðli og orsakir skjálftans mikla, Bryndís Brands- dóttir, jarðeðlisfræðingur á Jarðvís- indastofnun HÍ, sem skýrir orsakir, eðli og afleiðingar tsunami- flóðbylgjunnar, og Steinunn Jak- obsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veð- urstofu Íslands, sem fjallar um við- varanir við slíkum flóðbylgjum og náttúruvá. Þá mun Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvís- indastofnun HÍ, flytja yfirlit um jarðskjálfta og skriðuföll í samhengi við hættu á slíkum hamförum á N-Atlantshafi auk þess sem Frey- steinn Sigmundsson, jarðeðlisfræð- ingur á Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands, fjallar um eldfjallahrun í Atl- antshafi og Ármann Höskuldsson jarðfræðingur veltir fyrir sér flóð- bylgjum í kjölfar Kötluhlaupa. Þá verður erindunum fylgt eftir með umræðum um stöðu mála og fram- tíðarhorfur. „Málþingið verður tvískipt. Ann- ars vegar yfirförum við atburða- rásina í Indónesíu fyrir mánuði, þ.e.a.s. í fyrsta lagi jarðskjálftann sjálfan, sem er sérstakur vegna gríðarlegrar stærðar sinnar. Síðan gefum við yfirlit yfir flóðbylgjuna sjálfa og reynum að veita fólki skiln- ing um það hvernig hún ferðast og síðan hvernig hún magnast upp þeg- ar hún kemur að strönd,“ segir Freysteinn Sigmundsson. „Síðan munum við fara yfir viðvaranir við svona flóðbylgjum og almennt um viðvaranir við náttúruhamförum. Seinni hluta málþingsins mun síðan sjónum beint að Norður-Atlants- hafi.“ Ná hraða farþegaþota Tsunami er japanskt orð sem þýðir í beinni þýðingu hafnarbylgja, þ.e.a.s. bylgja sem kemur í höfn. Orðið er komið af því að við strend- ur Japans, þar sem jarðskjálftar eru tíðir, kom það fyrir þegar sjómenn komu til baka af veiðum að þeir fyndu þorp sín í rúst eftir risaflóð- bylgjur. Þeir höfðu þá verið að veið- um undan ströndinni og ekki orðið varir við neitt óeðlilegt. „Þetta er eðli þessara bylgna; þær geta verið litlar úti á rúmsjó, þar getur öldu- hæðin verið aðeins hálfur metri, en síðan magnast þær upp við strönd- ina þegar hafdýpi minnkar,“ segir Freysteinn. „Þannig getur risastór flóðbylgja skollið á strönd án þess að menn verði varir við hana á hafi úti. Það sem mér finnst áhugavert er hraðinn, hvernig þær geta ferðast yfir heilu heimshöfin á svipuðum hraða og farþega þotur, allt að 7– 800 km hraða á klst. Það fer eftir vatnsdýpi, þær fara hraðar eftir því sem dýpið er meira. Síðan þegar þær koma að ströndum hægir á þeim, vatnsmassinn þjappast saman og bylgjan rís.“ Freysteinn segir jarðfræðilegar aðstæður fyrir hendi til að tsunami- flóðbylgjur geti myndast á Norður- Atlantshafi, en tíðni slíkra atburða sé mjög lág. „E.t.v. má búast við einum slíkum stórum atburði á tíu til hundrað þúsund ára fresti,“ segir Freysteinn. „Orsakir slíkra atburða geta verið skriðuföll neðansjávar, stórir fjarlægir jarðskjálftar og hrun eldfjalla í Atlantshafi eins og t.d. á Grænhöfða-, Kanarí- og Azor- eyjum. Áætlaður endurkomutími slíkra atburða er eins og áður segir tíu til hundrað þúsund ár, en í ljósi atburðanna í Indlandshafi verðum við að endurmeta hættur af slíkum atburðum. Við fáum þó oft minni tsunami- bylgjur, sem myndast við jarð- skjálfta undan ströndum Íslands og eldgos. Þannig er þekkt að í kjölfar sumra Kötluhlaupa hefur myndast flóðbylgja við suðurströnd Íslands. Tvær tilgátur eru uppi um orsök þeirra. Annars vegar sú að þegar hlaupvatnið sjálft skellur á sjónum ryðji það honum til og myndi bylgju, sökum þess hversu eðlisþungt það er. Hin tilgátan er sú að skriðuföll verði á landgrunnsbrún suður af landi þegar hlaupvatn nær þangað.“ Jarðvísindi | Málþing HÍ í Öskju um hættur á hafsbotni Eðli, orsakir og viðbrögð könnuð Morgunblaðið/Sverrir Líkur á stórkostlegum hamförum eins og urðu við Indlandshaf eru litlar á Norður-Atlantshafi, enda eru jarðfræðilegar aðstæður hér nokkuð aðrar. RANNSÓKNASÝNING um þverfag- legar rannsóknir í Reykholti verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í dag, miðvikudag kl. 12.10. Reykholts- verkefnið er samstarfsverkefni fjöl- margra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti. Sýningin verður kynnt með fyrir- lestrum tveggja fræðimanna og að loknum erindum mun Margrét Hall- grímsdóttir opna sýninguna og gest- um verður boðið að skoða hana und- ir leiðsögn sýningarhöfunda. Fyrirlesarar eru Guðrún Gísla- dóttir, dósent í landfræði við Há- skóla Íslands, og Ian Simpson, pró- fessor í jarðvegsfræðum við háskólann í Sterling á Skotlandi. Allir eru velkomnir. Gengið er inn um aðalinngang Þjóðminjasafnsins. Morgunblaðið/Golli Reykholt, búskapur og umhverfi Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur söfnuðu peningum fyrir Rauða kross Íslands með því að vera með uppá- komu fyrir utan Glerártorg á Akur- eyri. Stelpurnar í fremstu röð; Klara Margrét Gestsdóttir og Helena Hall- dórsdóttir, sungu og dönsuðu fyrir gesti verslunarmiðstöðvarinnar en hin- ar tvær, Dagmey Björk Kristjáns- dóttir og Katla Mjöll Gestsdóttir, leit- uðu til fólks eftir fjárstuðningi. Alls söfnuðu stelpurnar 3.061 krónu með þessu uppátæki sínu. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.