Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF „JÁ, FÁÐU þér þá gos … en það er eiginlega bannað núna!“ Sumir for- eldrar kannast við að hafa sagt eitt- hvað á þessa leið við börnin sín og að mati norsks uppeldisfræðings eru nútímaforeldrar sérfræðingar í að senda börnum sínum tvöföld skila- boð af þessu tagi. Í samtali við Aftenposten segir uppeldisfræðingurinn Kari Pape að í skilaboðum af þessu tagi felist mis- skilin góðvild. „Flestir eyða svo litlum tíma með börnunum sínum á hverjum degi að þeir þola ekki að út- kljá málin, vera ákveðnir og segja nei,“ segir hún. Þess vegna eru gefin tvöföld skilaboð að hennar sögn. Foreldrarnir segja já en líkamstján- ingin gefur allt annað til kynna. Þetta getur gert börnin ráðvillt að mati Pape. „Það er mikilvægt að for- eldrarnir skilji að það að segja já við öllu er ekki það sama og að vera góð- ir foreldrar,“ segir hún í samtali við Aftenposten. Að hennar sögn er orðið algengt að foreldrar byrji að láta börnin taka stjórnina þegar þau eru að nálgast tveggja ára aldurinn. Hún bendir á að fyrir um 40 árum voru börn alin upp til hlýðni en þeir sem hafa feng- ið slíkt uppeldi eiga kannski erfitt með að taka ábyrgð og hugsa sjálf- stætt. „Við viljum ala börnin upp þannig að þau finni til ábyrgðar og það krefst mun meira af okkur full- orðna fólkinu,“ segir Pape. Í því sambandi sé mikilvægt að leggja áherslu á gagnkvæma virðingu á milli barna og fullorðinna.  UPPELDI Tvöföld skilaboð Morgunblaðið/Ásdís Á göngu í vetrarsólinni. Margir foreldrar eyða svo litlum tíma með börn- unum sínum á hverjum degi að þeir þola ekki að vera ákveðnir og segja nei, DANSKA neytendaráðið (for- brugerstyrelsen) hvetur bæði neytendur og fyrirtækjaeigendur til að gera ítarlega samninga ef ætlunin er að nýta ummæli og/ eða myndir af viðskiptavinum í auglýsingar fyrir fyrirtæki. Dæmi eru um að fyrirtækjaeigendur í Danmörku hafi brotið lög með því að nýta slíkt án leyfis, að því er fram kemur í fréttabréfi ráðsins. Ferðaskrifstofur, bankar og fasteignasölur eru meðal fyrir- tækja sem auglýsa með reynslu- sögum viðskiptavina og myndum af þeim. Í mörgum tilvikum eru myndir eða ummæli notuð um- fram það sem samið var um í byrjun, t.d. oftar eða í fleiri fjöl- miðlum. Anne Gudme er ein af þeim sem samþykkt hafa að segja reynslu- sögu í auglýsingu fyrir fyrirtæki. Hún gerði munnlegan samning við fasteignasöluna DanBolig og Neytendaráðið leggur áherslu á að munnlegur samningur sé jafn- gildur skriflegum. DanBolig misnotaði hins vegar ummæli Anne og bjó til ný. Mynd af henni var dreift víðar en í hverfisblaði og auglýsingin birt oftar en sammælst var um. Anne er ákveðin í að neita ef hún verð- ur aftur beðin um að hjálpa fyr- irtæki við auglýsingu. Dæmi eru um að fyrirtæki noti myndir af viðskiptavinum án leyfis. Ekki heimilt að nýta um- mæli viðskiptavina án leyfis  NEYTENDUR ÞEIR sem bættu á sig nokkrum kílóum um jólin ættu kannski að sleppa því að gæða sér á því sem varað er við í læknatímaritinu The Lancet nýlega. Heilsuverndaryf- irvöld í Glasgow skrifuðu bréf til tímaritsins og vöruðu við „hitaein- ingahörmunginni“ svokölluðu sem gengið hefur eins og eldur í sinu um Skotland eftir að hún byrjaði sem grín á skyndibitastað í Aber- deen fyrir tíu árum: Djúpsteikt Mars-súkkulaði. DFMB (Deep Fried Mars Bars) er hægt að fá á fimmta hverjum „fish and chips“-stað í Skotlandi, að því er m.a. kemur fram í Göte- borgs Posten (GP). Skotar eru mikið fyrir djúpsteiktan mat og það nýjasta þar í landi ku vera djúpsteiktar pítsur. Enda eru hjarta- og æðasjúkdómar algeng- astir í Skotlandi af öllum Evrópu- löndum. Uppskriftin að DFMB er eftir- farandi, skv. GP: 1 bolli hveiti 1 tsk salt ¾ bollar kalt vatn ¼ tsk lyftiduft Súkkulaðibitar, t.d. Mars eða Milky Way Olía til djúpsteikingar Hrærið saman salt, lyftiduft og hveiti og blandið með vatninu. Veltið súkkulaðinu upp úr blönd- unni. Djúpsteikið í heitri olíu þar til bitarnir verða gullinbrúnir.  MATUR Djúpsteikt Mars-súkkulaði. Vinsæl „hitaeiningahörmung“ hjá Skotum. Hitaeininga- sprengjan hættulega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.