Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frúin er aldeilis búin að fullnuma sig í faginu.
Langisjór, þettadimmbláa langavatn sem liggur 18
km langt milli fjallgarða
frá vestanverðum jaðri
Vatnajökuls og vestur
undir Sveinstind, var til
umræðu á ráðstefnu
Landverndar um síðustu
helgi þar sem rætt var um
náttúrufar svæðisins og
hugsanlega vatnsmiðlun
gegnum vatnið. Langisjór
er í um 662 m hæð yfir sjó
og þangað er ekki fjölfar-
ið. Þó er talið að nokkur þúsund
manns hafi heimsótt svæðið árið
2003, mest Íslendingar.
Næsta lítið var vitað um Langa-
sjó þar til um og eftir 1800 en á
síðustu árum hefur ferðum manna
þangað fjölgað og Útivist m.a.
staðið fyrir gönguferðum um
svæðið. Langisjór og umhverfi
hans er fjölbreytt og náttúran sér-
stæð eins og kynnt var vel á áður-
nefndri ráðstefnu Landverndar.
Fagurblár á björtum degi
Langisjór er tær og fagurblár á
björtum degi og með stærri tær-
um vötnum landsins, kringum 24
ferkílómetrar og dýpið á sjöunda
tug metra. Grænifjallgarður og
Tungnaárfjöll eru að vestan og
norðan við Langasjó en sunnan
hans og austan eru Fögrufjöll og
skiptast á sandar og vikurflæmi
með fagurgrænum mosateigum
þar sem hann nær að festast. Af
Sveinstindi sést vel yfir Langasjó
og við austurendann er skammt í
Tungnafellsjökul og Skaftárjökul.
Undan þeim koma kvíslar Skaft-
ár, sú vestari fellur rétt við
norðurenda Langasjávar og sam-
einast þeirri eystri vestur við
norðurenda Fögrufjalla. Fáir ára-
tugir eru síðan vestari kvíslin
rann í Langasjó en eftir að það
breyttist er Langisjór tær og
hreinn.
Á ráðstefnu Landverndar voru
einnig kynnt áform um vatnsmiðl-
un. Ganga þau út á að veita vestari
kvísl Skaftár með skurði inn í
Langasjó. Til að svo megi verða
þarf einnig að stífla kvíslina við
Grænafjallgarð og myndast þá
nokkurt lón milli jökuls og Langa-
sjávar. Vatnið myndi litast af leir-
framburði Skaftár. Síðan er hug-
myndin að veita þessu aukna
vatnsrennsli yfir virkjanirnar á
Tungnaár- og Þjórsársvæðinu
þegar á þarf að halda. Væri hægt
að auka raforkuframleiðslu um
465 gigawattstundir á ári. Yrði
vatnið leitt með göngum gegnum
Beiðbak og síðan um farveg Lóns-
ár sem rennur í Tungnaá.
Kostnaður 4,5 milljarðar
Kostnaður við Skaftárveitu er
talinn kringum 4,5 milljarðar og
segja þeir kostinn mjög hag-
kvæman. Verkhönnun er lokið og
framundan er að ráðast í mat á
umhverfisáhrifum ef ákveðið
verður að leggja í verkefnið. Gera
má ráð fyrir 5 ára mats- og fram-
kvæmdatíma. Annað verkefni er
síðan Skaftárvirkjun, lón og
stöðvarhús neðan Hólaskjóls sem
er enn á hugmyndastigi.
Á ráðstefnunni var fjallað um
áhrif Skaftárveitu á Langasjó og
umhverfi. Ljóst má vera að þrír
stíflugarðar austan Fögrufjalla og
nýtt lón breyta ásýnd svæðisins
en stíflurnar eru ekki stórar og
sæjust ekki langt að. Rask yrði að
skurðinum sem veitir vatninu úr
lóni í Langasjó. Ljóst má einnig
vera að hinn blái litur víkur fyrir
mjólkurlituðum framburði sem
Skaftá hlýtur að bera með sér yfir
í Langasjó. Önnur áhrif eru síðan
breytileg vatnshæð Langasjávar,
þegar eitthvað hækkar þar að
sumarlagi en lækkar síðan að
vetri þegar gengur á vatnsforð-
ann. Það sem breytist í byggð er
fyrir áhrif minna vatnsmagns í
Skaftá, þ.e. sumarrennsli verður
minna og áhrifa hlaupa ætti að
gæta minna. Það þýðir að minni
framburður verður niður um allar
sveitir og skemmdir af völdum
hans minni sem teljast verður til
jákvæðari áhrifa. Þessa myndi þó
ekki njóta við ef hlaup yrðu í
eystri kvísl Skaftár.
Mesta óvissan er þó hegðun
náttúrunnar, hvað gerist þegar
jökulrönd hopar eða sækir fram
og hvernig hlaup ryðjast yfir.
Mannshöndin hefur raskað
Á ráðstefnunni var bent á þessi
atriði þar sem mannshöndin rask-
ar náttúrufarinu. Minnt var líka á
aðra aðgerð þar sem maðurinn
hefur gripið inn í en það er fiski-
rækt. Sleppt var silungi í vatnið
fyrir tveimur áratugum og það
hefur breytt lífríki smávera sem
hefðu þróast á annan veg ef ekki
hefði komið til búsetu silungs.
Ljóst er að Landsvirkjunar-
menn telja Skaftárveitu áhuga-
verðan kost þar sem með auknu
vatnsmagni um Tungnaá og
Þjórsá má nýta vélakost núver-
andi virkjana enn betur.
Á Landverndarráðstefnunni
var hins vegar dregið sterkt fram
hversu sérstætt og áhugavert
svæðið allt er, stórt og ósnortið.
Gera má ráð fyrir aukinni ásókn
innlendra sem erlendra ferða-
manna að Langasjó og umhverfi
hans því þarna er mögulegt að
stunda fjölbreytta útivist, göngur
og kajakferðir og svo margt fleira.
Það hlýtur einnig að teljast nokk-
uð mikils virði og erfitt að meta
það til fjár.
Fréttaskýring | Hugmyndir um vatns-
miðlun Skaftár gegnum Langasjó
Þýðir breytta
ásýnd og lit
Margs konar áhrif sem virkjunarmenn
telja jákvæð en verndarmenn neikvæð
Horft suðvestur eftir Langasjó.
Vill fá Langasjó skráðan á
heimsminjaskrá SÞ
Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur, sem var meðal
ræðumanna á Landvernd-
arráðstefnunni, segir Langasjó
eitt hið fremsta af fimm merki-
legustu stöðuvötnum landsins.
Telur hann jarðfræði þess og
svæðið allt um kring mjög sér-
stætt. Segir hann fyrir þessar
sakir að setja ætti Langasjó á
heimsminjaskrá Sameinuðu
þjóðanna. Segir hann og nauð-
synlegt að Langisjór verði gerð-
ur að þjóðgarði.
joto@mbl.is
INN- og útflutningur um Grundar-
tangahöfn hefur aukist um 65% frá
árinu 1999 og fjölda skipa um 94% og
er höfnin umsvifamest í tonnum tal-
ið, næst á eftir Reykjavíkurhöfn. Alls
nam inn- og útflutningur um höfnina
900 þúsund tonnum á árinu 2004 og
hefur farið stigvaxandi undanfarin
fimm ár. Inn- og útflutningur um
stærstu höfn landsins, Reykjavíkur-
höfn, hefur á hinn bóginn dregist
saman um 19% frá 1999–2003. Tölur
frá 2004 liggja ekki fyrir. Þá hefur
skipakomum fækkað um 10% á sama
tíma, eða úr 1.690 í 1.532.
Vaxandi umsvif Grundartanga-
hafnar má fyrst og fremst rekja til
starfsemi Norðuráls á Grundartanga
og stækkunar álversins og segir Gísli
Gíslason, sem var hafnarstjóri fram
til ársloka 2004, að aukningin sé for-
smekkurinn að því sem koma skal.
Viðbúið sé að bilið milli Reykjavík-
urhafnar og Grundartangahafnar
muni minnka enn meira. „Það er að
því stefnt að bæta aðstöðu í höfninni
og auka umsvifin. Til stendur að
stækka höfnina og næsta haust verð-
ur lokið við að reka niður 250 metra
langt stálþil í tengslum við stækk-
unina,“ segir Gísli. Hann tekur fram
að flutningur um Grundartangahöfn
sé töluvert fábreyttari en um
Reykjavíkurhöfn en í tonnum talið sé
um gríðarlega mikil umsvif að ræða á
landsmælikvarða. „Stefnan er sú að
þungaflutningar færist í æ meira
mæli upp á Grundartanga og þá er
viðbúið að bilið milli Reykjavíkur-
hafnar og Grundartanga muni
minnka. En hvað varðar Reykjavík-
urhöfn er ljóst að hún verður áfram
með fjölbreyttari starfsemi í inn- og
útflutningi með þeirri aðstöðu sem
Samskip og Eimskip hafa komið upp
í Sundahöfn,“ segir hann. Um síð-
ustu áramót voru hafnirnar samein-
aðar í Faxaflóahafnir ásamt Akra-
neshöfn og Borgarneshöfn.
Þrátt fyrir að Grundartangahöfn
sé önnur stærsta höfn landsins hvað
varðar þunga í tonnum talið er hún
neðar á listanum út frá tekjum. Velt-
an var um 100 milljónir króna á síð-
asta ári og stendur höfnin helstu
fiskihöfnum landsins nokkuð að baki
í þeim efnum.
Grundartangahöfn önnur umsvifamesta höfn landsins
Tvöföldun á skipa-
komum á 5 árum
Tvö risastór flutningaskip lágu samtímis við bryggju í Grundartangahöfn í
gær. Að sögn Péturs Baldvinssonar hafnarstjóra var annað skipið, Leader,
að flytja 16.500 tonn af súráli til Norðuráls. Skipið er ekki fulllestað en
burðargeta þess er 37.500 tonn og það er skráð í Panama. Hitt skipið,
Highland Trust, er með 4.200 tonn af koksi til Íslenska járnblendifélagsins.
Burðargeta skipsins er 42.800 tonn.
HLUTFALL 25 til 34 ára Íslendinga
sem voru með allar fullorðinstenn-
urnar, 28 eða fleiri, hækkaði mark-
tækt frá 1990 til 2000. Árið 1990 voru
62,6% með allar fullorðinstennurnar,
árið 1995 var hlutfallið 71,6% og
72,3% árið 2000. Er þetta til marks
um betri tannheilsu aldurshópsins
að því er fram kemur fram í fjórða
áfanga könnunar á breytingum á
tannheilsu Íslendinga sem tók til
aldurshópsins 25 til 34 ára en í fyrri
áföngum hefur tannheilsa verið
könnuð hjá yngri og eldri hópum.
Könnuninni stýrði Guðjón Axels-
son við Tannlækningastofnun Há-
skóla Íslands, og var sendur spurn-
ingalisti til 800 manna slembiúrtaks
á áðurgreindum aldri. Svarhlutfall
var 48,6%.
Fram kemur að meðalfjöldi hjá
tenntum Íslendingum á aldrinum 25
til 34 ára hafi hækkað frá 1990 til
2000. Árið 1990 var meðalfjöldi
tanna 27,3, árið 1995 var hann orðinn
27,9 og árið 2000 28,6. Rúm 46%
þátttakenda hafði farið til tannlækn-
is áður en þeir urðu sex ára sem er
16,5 prósentustiga hækkun frá árinu
1995. Segir í samantekt aðstandenda
könnunarinnar að þetta sýni að
skilningur foreldra á nauðsyn þess
að fara með börn til tannlæknis til
eftirlits hafi farið vaxandi. Þá sögð-
ust rúm 66% fara árlega til tann-
læknis og 32% kváðust sjaldan fara.
Segir að marktæk fjölgun hafi orðið
frá árinu 1995 til 2000 í þeim hópi
sem fer árlega til tannlæknis.
Betri tannheilsa 25–34 ára