Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samskip - starfsemin erlendis, veltan þrefaldast á 5 árum Er framtíð í framleiðslu á Vesturlöndum? Hvað þýðir fríverslun á milli ríkja? Viðskipti á fimmtudögum á morgun ÍRAKSMÁLIÐ kom aftur til um- ræðu við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær, er Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs og spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að því hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld hefðu gefið leyfi til þess í febrúar 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Vísaði Össur þar til fréttar Stöðvar 2 frá kvöldinu áður. „Hæstvirtur forsætisráðherra hefur sagt að bandaríska sendi- ráðinu hafi ekki verið tilkynnt um stuðninginn [við innrásina í Írak] fyrr en eftir ríkisstjórnarfund hinn 18. mars. Nú virðist hins vegar mega draga þá ályktun af staðfest- ingu utanríkisráðuneytisins í gær að stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna í Írak hafi komið fram þremur vikum fyrr og ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra: Er það rétt?“ Halldór sagði í fyrstu að Össuri væri það greinilega mikið í mun að ganga vel í þeim átökum sem fram- undan væru í Samfylkunni. „En er ástæða til þess að koma hér upp á hverjum einasta degi út af þessu máli til að reyna að vekja athygli á sér í fjölmiðlum og með því að af- hjúpa ótrúlega vanþekkingu í utan- ríkismálum?“ sagði Halldór og hélt áfram: „Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var sam- þykkt í öryggisráði (Sameinuðu þjóðanna) í nóvember 2002? Man háttvirtur þingmaður ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýst- ingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, m.a. Þjóðverjar? Væri ekki rétt fyrir háttvirtan þingmann að upplýsa flokksfélaga sína í Þýskalandi að með því að leyfð var notkun á þýskum flugvöllum hafi Þjóðverjar lýst stuðningi við stríðið í Írak? Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Sadd- am Hussein færi frá völdum. Þetta veit háttvirtur þingmaður og hann veit það líka að það hefur aldrei komið fyrir mér vitanlega að því hafi verið neitað að fá afnot af Keflavíkurflugvelli í sambandi við slík mál – aldrei.“ Halldór sagði ennfremur síðar í umræðunni um þetta mál á Alþingi í gær að mikill viðbúnaður hefði verið í Mið-Austurlöndum á þessum tíma og að þangað hefðu hafist flutningar löngu fyrir febrúar. „Þingmaðurinn hlýtur að muna þetta. Og auðvitað þurftu þeir flutningar að fara um mörg lönd, í mjög litlum mæli hér um Ísland. Auðvitað tókum við Ís- lendingar þátt í því ásamt öðrum þjóðum.“ Ekkert nýtt komið fram Fleiri þingmenn blönduðu sér í umræðuna. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að samráðs- skylda ríkisstjórnarinnar og ráð- herra við Alþingi væri veigamesta atriðið í þessu máli. Vitnaði hann síðan í þingsköp Alþingis þar sem segir: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Ögmundur sagði að það væri álitamál hvað teldist vera meirihátt- ar utanríkismál, eins og fram kæmi í álitsgerð Eiríks Tómassonar, pró- fessors við Háskóla Íslands. Síðan sagði Ögmundur: „Ég hefði haldið að átökin sem áttu sér stað í febrúar og mars árið 2003 innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og í heiminum öllum um það hvort ráðast ætti inn í Írak með eða án stuðnings Samein- uðu þjóðanna hljóti að teljast meiri háttar utanríkismál.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kom því næst í pontu og sagði að enn einu sinni væri hafin umræða um Íraksmálið, þrátt fyrir að ekkert nýtt væri kom- ið fram. „Það er ekkert nýtt,“ sagði hann. „Það er eingöngu reynt að halda lífinu í þessari umræðu og klifa á því sama.“ Búið væri að upp- lýsa að það sem íslensk stjórnvöld hefðu gert hefði verið það sama og stjórnvöld nágrannaþjóða okkar hefðu gert. Málinu ekki lokið Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sagði að þessu máli myndi ekki ljúka fyrr en öll kurl væru komin til grafar og Mörður Árnason, samflokksmaður hans, sagði málið m.a. snúast um það að þáverandi forsætisráðherra og þáverandi utanríkisráðherra hefðu ekki borið undir neinn þá ákvörðun að veita aðgang að ís- lenskri lofthelgi og afnot af Kefla- víkurflugvelli. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að stjórnarandstaðan notaði öll meðul í þessu máli en Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ekki rétt að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. „Meðal annars hafa varn- aðarorð okkar sem reyndum að koma vitinu fyrir stjórnvöld hér á Íslandi öll komið fram; það hefur sýnt sig að þau voru öll rétt. Tug- þúsundir liggja í valnum. Það er bú- ið að rústa þetta land. Innrásin var ólögleg. Engin gereyðingarvopn hafa fundist. Er þetta ekki nógu al- varlegt? Er hægt að fullyrða að ekkert hafi gerst á öllum þessum tíma? Að sjálfsögðu ekki,“ sagði hann. Kröfðust svara á þinginu um Írak Stjórnarliðar segja ekkert nýtt hafa komið fram Morgunblaðið/Jim Smart Þingmenn hlýða á umræðurnar, Rannveig Guðmundsdóttir fyrir miðju. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Eingöngu verða á dag- skrá undirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Meðal annars verða ráð- herrar spurðir um fræðslu um meðferð kynferðisafbrota- mála, um aldraða á dvalar- og hjúkrunarheimilum, um Kyoto-bókunina og um gjald- frjálsa leikskóla. JÓHANNA Sigurðardóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um aðgerðir gegn fátækt. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða til að sporna við fátækt. Í því skyni verði gerð fram- kvæmdaáætlun til fimm ára sem komi til framkvæmda frá og með 1. janúar 2006. Skal áætlunin unnin í samráði við Samtök sveitarfélaga og heildarsamtök launafólks.. Í greinargerð segir að þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar búi við bærileg efni búi of margir við sára fátækt. „Laun þeirra tekjulægstu, lífeyrir eða atvinnuleysisbætur eru svo lág að þau duga ekki fyrir allra brýnustu nauðþurftum, jafnvel þótt unninn sé fullur vinnudagur og sama hversu mikið er sparað. Raunar er mörgum svo naumt skammtað að hjálparsamtök þurfa að hlaupa undir bagga með fjölda heimila í landinu og flestum er það þungbært að þurfa að leita á náðir slíkra samtaka.“ Segir alltof marga búa við fátækt VIKTOR Jústsjenko, nýkjörinn for- seti Úkraínu, hélt erindi á Evrópu- þinginu sem nú stendur yfir í Strass- borg. Sólveig Pétursdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, er stödd í Strassborg í Frakklandi fyrir Íslands hönd ásamt þeim Siv Friðleifsdóttur og Margréti Frí- mannsdóttur. Sólveig segir það hafa verið merkilegt að sjá og hlusta á Jústsj- enko sem var gríðarlega vel fagnað á þinginu. Hún segir Jústsjenko hafa lýst því yfir að nýhafið lýðræðisferli í Úkraínu myndi aldrei ganga til baka. Appelsínugula byltingin hefði tekist vegna þess að evrópsk gildi um lýð- ræði, réttarríki og mannréttindi hefðu verið fyrir hendi. „Hann þakk- aði Evrópuráðinu sérstaklega fyrir framlag sitt til lýðræðisþróunar í Úkraínu,“ segir Sólveig. Hún segir ljóst að úkraínsk stjórnvöld leggi mikla áherslu á aðild að ESB en Jústsjenko hafi bent á í ræðu sinni að aðild yrði ekki fyrr en Úkraínumenn hefðu gert hreint fyrir sínum dyrum. „Jústsjenko var óvæginn í garð fyrrum stjórnvalda og gagnrýndi framgöngu þeirra harkalega og hon- um var tíðrætt um gildi mannrétt- inda. Hann sagðist ætla að túlka sig- ur sinn sem sigur lýðræðisins og hann ætlaði sér að sameina þjóðina og tryggja framgang lýðræðis og mannréttinda í landinu. En hann bað líka um aðstoð Evrópuráðsins við að byggja upp samskonar löggjöf í Úkraínu og tíðkast í Vestur-Evr- ópu,“ segir Sólveig. Evrópuþingið hófst á mánudag og stendur fram á föstudag. Viðamikil dagskrá er á þinginu og margar at- hyglisverðar umræður. „Það á að ræða sérstaklega bætt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna. Síðan verður mikil umræða um ráðstefnu þar sem á að fjalla um stöðu Evr- ópuráðsins gagnvart ESB og ýmsum stofnunum líkt og ÖSE,“ segir hún. Viktor Jústsjenko ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg Sólveig Pétursdóttir Þakkaði Evrópuráðinu fyrir framlag til lýðræðisþróunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.