Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 37 DAGBÓK Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar S extugasta sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið á skemmti- staðnum Broadway við Ármúla á föstudaginn. Í tilefni af þessu stór- afmæli verður óvenjumikið um dýrðir. Ísfirskar perlur sjá um skemmtiatriðin munu margir landsfrægir tónlistarmenn Ísa- fjarðar koma fram. Að sjálfsögðu mun BG sjálfur stíga á svið auk þess sem hljómsveit hans mun leika fyrir dansi. Hinn síungi stór- söngvari, metsöluhöfundur, hljómplötuútgef- andi, bílaáhugamaður og Sumargleðigjafi Ragnar Bjarnason mun skemmta með aðstoð útvarpsmannsins ástsæla Þorgeirs Ástvalds- sonar. Ræðumaður kvöldsins verður tón- skáldið og rektor Listaháskólans, Hjálmar H. Ragnarsson. Um undirspilið sér Vilberg Viggósson, en væntanlega mun fjöldi söngvara stíga á svið og taka lagið að hætti Ísfirðinga. ?Það er hefð, sem allir Ísfirðingar eiga sam- eiginlega að fyrsta heiðskíran dag í þorra, þegar sólin gægist í fyrsta sinn yfir fjalla- brúnirnar, eru bakaðar pönnukökur og öllum boðið til sólarkaffis,? segir Ólafur Hannibals- son. Ísfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað 22. apríl 1945, sem kynningar- og skemmtifélag brottfluttra Ísfirðinga. Það gekkst strax fyrir því, að Ísfirðingar gætu hist þennan dag og glaðst saman og hefur sú hefð haldist óslitið síðan. ?Alla tíð hefur verið sérstakur ljómi yfir sólarkaffinu og menn nýtt sér það til að rifja upp gömul kynni. Þarna hittast fjölskyldur og ættingjar og bera saman bækur sínar, ferm- ingarárgangar taka sig saman um að hittast eða bekkjarsystkin úr skólum bæjarins, eða gamlir íþróttafélagar. Þetta er því einskonar þjóðræknishátíð, gömul vinabönd eru treyst og tryggð og af- komendur kynntir fyrir vinum og vandamönn- um, þetta er dagur ljúfra minninga um áhyggjuleysi bernsku og æsku að leik og starfi.? Ólafur segir að þótt Ísfirðingafélagið hafi verið stofnað sem ?kynningar- og skemmti- félag? hafi umsvif þess þó aukist umtalsvert. ?Það gefur út ársritið Vestanpóstinn, sem dreift er ókeypis til félagsmanna. Fyrir nokkr- um árum keypti það húsið Sóltún á Ísafirði og rekur það sem orlofshús fyrir félagsmenn hvert sumar við miklar vinsældir. Auk þess gengst það fyrir tveimur hátíðum öðrum, Kirkjuhátíð á vorin, þar sem ísfirskur prestur hefur oftast prédikað, og Sólkveðjuhátíð á haustin, sem oftast er haldin hjá Ísfirðingnum Braga Einarssyni í Eden í Hveragerði. Alltaf ber þó fögnuðinn yfir endurkomu sól- arinnar út úr svartholi skammdegisins hæst, þá er rétti tíminn til að hittast og gleðjast saman.? Mannfagnaðir | Ísfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt sextugasta sólarkaffi Vinabönd treyst og tryggð L50776 Ólafur Hannibalsson fæddist árið 1935 á Ísa- firði. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni og fór það- an í Háskólanám í Bandaríkjunum og Tékkóslóvakíu. Ólafur hefur starfað við kennslu, blaða- mennsku, bændastörf, ritstörf og einnig sem skrifstofustjóri ASÍ. Hann er kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur og eiga þau saman tvær dætur. Fyrir átti hann þrjú börn. Nýja stólalyftan í Kóngsgili ÉG er búinn að bíða lengi eftir að nýja stólalyftan í Kóngsgili opni og stefnt er að því að opna hana í febrúar. Ég átti leið í Kringluna í dag og sá þá kynningu á lyftunni og mik- ið ofsalega varð ég vonsvikinn! Kláfurinn eða kláfaklefinn sem á að vera fjögurra manna rétt rúm- ar þrjár manneskjur þar sem risa- stór armur sem lokar hurðinni kemur lengst inn í klefann. Síðan eru festingar fyrir fjögur skíði að mig minnir og eitt snjóbretti! Hvaða rugl er þetta? Þar sem svona 60?70% og jafnvel fleiri eru á snjóbretti myndi ég nú telja að ein festing væri ekki nóg! Allt í lagi, ef kláfurinn hefði verið stærri væri bara hægt að hafa brettið inni en það er bara ekkert pláss. Jæja, það seinasta sem ég varð vonsvikinn með er að fjög- urra sæta stóllinn er í fyrsta lagi rosalega ljótur og í öðru lagi rosa- lega hrár og asnalegur. Var ekki hægt að kaupa stól af sömu fram- leiðendum og framleiða Fjarkann á Akureyri eða stólalyftuna í Kóngsgili? Það eru allavega þægi- legir og flottir stólar. Eitt enn, ég var í Kóngsgilinu um síðustu helgi og allt í lagi með það, ég búinn að fara nokkrar ferðir og röðin komin að mér. Mér til skelfingar sé ég stólinn koma fyrir aftan mig og fyrir honum miðjum er eitthvert járn og ég þorði ekki annað en að setjast svo ég myndi ekki stórslasa mig. Á leiðinni upp fattaði ég svo að eng- in seta var á stólnum! Heldur bara plastið sem er undir og járnið átti víst að festa setuna og bakið! Ég leit upp og sá að þessi stóll var númer 4, ég er mjög hissa á því að þeir skuli láta hann vera í umferð ef það er engin seta á honum. Mér var rosalega illt í bakinu eftir að hafa setið í þessum stól. Friðrik G. Herrahringur í óskilum HERRAHRINGUR fannst á Öldugötu á bóndadaginn. Upplýs- ingar í síma 848 6430. Kettlingur fæst gefins 6 mánaða lífs- glaður kett- lingur óskar eft- ir góðu heimili sökum ofnæmis eiganda. Mjög mannelskur og gælinn, malar stanslaust. Katt- arnáðhús og matardallar fylgja með. Upplýs- ingar í símum 692 7707 og 663 4755. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10?12 og 13?15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli 50 ÁRA afmæli. Í dag, 26. janúar, fagnar Gísli M. Eyjólfsson 50 ára afmæli sínu. Af því tilefni tekur hann ásamt fjölskyldu sinni á móti ætt- ingjum og vinum í Oddfellowhúsinu, Keflavík, föstudaginn 28. janúar kl. 20. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í gær, 25. janúar, varð sextugur Haukur Hall- dórsson, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda. Í tilefni af tímamótunum tekur hann, og kona hans, á móti gestum, laugardaginn 29. janúar frá kl. 17 að Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði. Reykjavíkurmótið. Norður ?G ?K8743 S/Allir ?Á6432 ?Á2 Vestur Austur ?107432 ?? ?? ?ÁDG92 ?DG1075 ?K9 ?D107 ?KG9843 Suður ?ÁKD9865 ?1065 ?8 ?65 Í 14. umferð á sunnudaginn kom upp baráttuspil í háloftunum, sem yfirleitt hófst með opnun suðurs á þremur spöð- um. Vestur Norður Austur Suður ? ? ? 3 spaðar Pass Pass Dobl Pass ? Norður á ekki alveg nóg til að lyfta þremur spöðum í fjóra og víðast hvar braðist austur með opnunardobli. Á þremur borðum kaus vestur að sitja í doblinu út á tíuna fimmtu í spaða. Það gafst ekki vel, því sagnhafi nær sér auð- veldlega í sjö trompslagi með því að stinga tígul þrisvar, og svo á hann tvo ása til hliðar: 730 í NS. Þeir vesturspilarar sem tóku út í fjóra tígla voru hins vegar ekki lausir allra mála. Norður doblaði og austur sagði fjögur hjörtu. Það er freistandi að túlka þá sögn sem tvílita hönd með hjarta og lauf og breyta í fimm lauf. Nokkrir gerðu það og fóru ýmist einn niður, eða unnu fimm lauf dobluð þegar tígul- stungan fannst ekki í vörninni. En hitt sást líka að austur væri skilinn eftir í fjórum hjörtum dobluðum. Þá var ?flótt- inn? í fjögur hjörtu túlkaður sem einlita hönd með hjarta. Ekkert er svo sem kristaltært í svona stöðum og því er oft farsælt að yfir- melda strax til að koma skiptingunni til skila. Jón Baldursson gerði það með austurspilin ? hann sagði fjóra spaða of- an í þrjá spaða til að sýna tvílita hönd með hjarta og láglit. Sagnir enduðu í fimm laufum og vörnin fannst ekki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.