Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Útsala enn meiri verðlækkun Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni FJÖLSKYLDA sænska forstjórans Fabians Bengtssons hefur samband við þá, sem rændu honum fyrir um tíu dögum. Kom þetta fram á vefsíðu fjölskyldufyrirtækisins, Siba, í gær. Bengtsson var rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gauta- borg 17. janúar og síðan hefur ekkert til hans spurst. Síðastliðinn laugardag komu foreldrar hans fram í sjónvarpi og skoruðu á mannræningjana að sleppa syni þeirra og í gær var stað- fest, að þeir hefðu haft samband. Ekkert annað er um það vitað en sænska lögreglan vinnur að málinu í samstarfi við alþjóðalögregl- una, Interpol. Ræningjar höfðu samband Stokkhólmi. AFP. ÍRAKAR gera nú aðra til- raun til að koma á fjölflokka- lýðræði, hálfri öld eftir að þjóðernissinnaðir herforingj- ar steyptu konungnum af stóli, sannfærðir um að mik- ilvægara væri að binda enda á áhrif og forræði Breta en að tryggja lýðræði. Fyrstu fjölflokkakosning- arnar í Írak voru haldnar árið 1924 en þá voru það sjía- klerkar sem hvöttu til þess að þær yrðu sniðgengnar, ekki súnní-arabar eins og nú. Sagnfræðingurinn Moh- ammed Kamel segir að í jan- úar 1924 hafi Írakar kosið stjórnlagaþing sem hafi sam- ið fyrstu stjórnarskrá lands- ins, en það var þá undir stjórn Breta. Þingið sem kosið verð- ur á sunnudag fær einnig það verkefni að semja stjórnar- skrá, en í þetta skipti eru kosningarnar haldnar fyrir tilstilli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Kamel, sem er fram- kvæmdastjóri samtaka arab- ískra sagnfræðinga, segir að helstu stjórnmálahreyfingar Íraks á þriðja áratug aldar- innar sem leið hafi tekið þátt í kosningunum – Íraski frelsis- flokkurinn, Nahda-flokkur- inn og Íraski þjóðarflokkur- inn. Í kosningunum á sunnudag að hann hygðist ekki taka þátt í þingkosningunum vegna ástandsins í öryggis- málum og óskaði eftir því að þeim yrði frestað um hálft ár. Talsmaður flokksins sagði þó í gær að hann vildi taka þátt í því að semja nýja stjórnarskrá og léði máls á því að tilnefna ráðherra í rík- isstjórn sem á að mynda eftir kosningarnar. Áður höfðu stjórnmálaleiðtogar úr röðum sjíta sagt að þeir myndu tryggja aðild súnní-araba að stjórninni þótt þeir tækju ekki þátt í kosningunum. Áður en Íslamski flokkur- inn ákvað að taka ekki þátt í kosningunum réðust upp- reisnarmenn hvað eftir annað á skrifstofur hans. Ennfrem- ur voru sett upp veggspjöld í héruðum súnní-múslíma þar sem leiðtogi flokksins, Mohs- en Abdul Hamid, var svívirt- ur og kallaður „trúleysingi“. Þrátt fyrir ofbeldi og hót- anir uppreisnarmanna um árásir ákváðu nokkrir súnní- arabar að taka þátt í kosning- unum, flestir þeirra til hér- aðsráðanna. Framboðslistar þeirra eru hins vegar taldir njóta lítils stuðnings. Talið er að aðrir súnní- múslímar hafi haft hug á að bjóða sig fram en hætt við það af ótta við að uppreisnar- mennirnir réðu þá af dögum. Hóta að hálshöggva þá sem kjósa Búist er við að lítil kjörsókn verði í héruðum súnní-araba vegna hótana uppreisnar- manna. Til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið oftar en einu sinni hafa yfirvöld ákveðið að sett verði blek á fingur þeirra sem kjósa, eins og gert var í forsetakosningum Palestínu- manna fyrr í mánuðinum og þar áður Afgana. Hugsanlegt er að fallið verði frá þessari ákvörðun vegna þess að upp- reisnarmenn hafa dreift flug- ritum þar sem þeir hóta að hálshöggva alla þá sem sjást með blek á fingrunum. af trúarleiðtogum sjíta, ný- lega. Síðustu fjölflokkakosning- arnar í Írak voru haldnar árið 1953, fimm árum áður en kon- ungsveldið var afnumið eftir valdarán herforingja 14. júlí 1958. Abdel Karim Qassem, sem var við völd til 1963, leysti upp þingið og landinu var stjórnað án þjóðþings á valdatíma Abdels Salams Arefs og bróð- ur hans, Abdels Rahmans. Saddam Hussein, sem var steypt af stóli í innrásinni árið 2003, lét að nafninu til kjósa þing en það var algerlega undir stjórn Baath-flokksins og Saddams. Aukin sundrung Í kosningunum á sunnudag á að kjósa þing sjálfstjórnar- svæðis Kúrda og héraðsráð, auk þjóðþingsins. Borið hefur á sundrung meðal súnní-araba eftir fall stjórnar Saddams Husseins og kosningarnar hafa aukið hana. Margir súnnítanna taka þátt í uppreisninni gegn bráðabirgðastjórninni og bandarísku hersveitunum en aðrir hafa léð máls á því að taka þátt í pólitíska ferlinu. Helsti stjórnmálaflokkur súnní-araba, Íslamski flokk- urinn, tilkynnti 27. desember velja Írakar á milli 111 fram- boðslista eftir áratuga ein- ræði Baath-flokksins, undir forystu súnní-araba. „Árið 1924 voru það klerkar sjíta sem hvöttu til þess að kosn- ingarnar yrðu sniðgengnar en nú er það trúarleg forysta súnníta. Á þessum tíma var mikil ólga á svæðum sjíta en nú er hún á svæðum súnní- araba.“ Kamel skírskotaði til trúar- leiðtoga súnní-araba sem hafa sagt að ekki komi til greina að styðja kosningar fyrr en hernámi landsins ljúki. Kamel segir að eins og nú hafi svæði Kúrda í norðan- verðu Írak ekki lengur verið undir stjórn ráðamannanna í Bagdad fyrir áttatíu árum. Fyrstu fjölflokka- kosningarnar frá 1953 Sjítar, sem eru um 60% íbúa Íraks, hafa dregið lær- dóm af þeirri ákvörðun að sniðganga kosningarnar 1924. „Okkur hafði verið hald- ið frá völdunum í hundruð ára og það gerðist enn einu sinni eftir uppreisnina á þriðja ára- tugnum en í þetta skipti eig- um við að taka að okkur það hlutverk sem okkur ber í stjórnkerfi landsins,“ sagði Sadreddin al-Kubbanji, einn AP Bresk herþyrla flýgur yfir Bagdad. Mikill viðbúnaður er í borginni til að reyna að tryggja öryggi almennings á kjördag. Súnní-arabar í Írak sundraðir Fréttaskýring | Þótt helsti stjórn- málaflokkur súnní- araba hafi ákveðið að sniðganga kosn- ingarnar í Írak á sunnudag ljær hann máls á að taka þátt í því að semja nýja stjórn- arskrá og mynda ríkisstjórn. B7 C%"")   $1    $$  ' !       ? ! G". 7".   8 " '<! 2H  % ! 4   G"."",) " !  ,) "". / +) "      ; "" - ). G'; ,, ,* ;,- < 1   Q  ,- ,   /9 / ,- -! ;0 , )."),,  <! "" 9 ,  )  " 7".!!  "> 8 " ,  !1  " G8!  ,'<!,, ;! "/), 81 / 28 "> G". #  / 1  /,- ,  2- , "1#..    ,- " ,  5>"G  '"" ,)"  , ;,!#"  # 5 3#  67  !   )  8 3     2/( 2  %  /E< !F            # ÍRASKIR öryggissveitamenn pynta fanga sína með líkum hætti og gert var á stjórnarárum Saddams Husseins. Koma þessar ásakanir fram í skýrslum tvennra mannréttindasamtaka, sem segja, að stund- um séu rafvírar tengdir við kynfæri eða eyru, fólk brennt með sígar- ettum og barið og konur og karlar neydd til kynferðislegra athafna. Í skýrslu samtakanna Human Rights Watch segir, að af 90 föng- um, sem rætt hafi verið við frá 2003, hafi 72 sagst hafa verið pyntaðir. Segir Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri þeirra, að þetta hafi verið látið viðgangast með það að yfirvarpi, að verið væri að koma á stöðugleika í Írak. „Írökum var lofað öðru en þessu eftir fall Saddams Husseins. Íraksstjórn hef- ur ekki staðið við fyrirheit um að virða mannréttindi og fyrir það líður almenn- ingur í landinu,“ segir Whitson og bætti við, að sumir fanganna myndu lík- lega búa við ævilöng ör- kuml af völdum pyntinga. Í skýrslunni segir, að við yfirheyrslur séu fangar barðir með köplum og málmstöngum, pyntaðir með rafstuði og látnir vera með bundið fyrir augu og handjárnaðir dögum sam- an. Fangar eru hafðir í ein- angrun langtímum saman, oft án matar og drykkjar, eða troðið svo mörgum inn í litla klefa, að þeir geta ekki sest eða lagst út af. Algengt er, að íraska lögreglan sleppi föngum geti þeir greitt fyrir það og krefjist mútugreiðslna fyrir mat eða leyfi fyrir ættingja til að hafa samband við fangana. „Hið nýja Írak?“ Í skýrslunni, sem heitir „Hið nýja Írak? Pyntingar og misþyrm- ingar á íröskum föngum“, segir, að mýmörg dæmi séu um alvarleg mannréttindabrot frá árinu 2003. Íraska leyniþjónustan hafi brotið alvarlega gegn stjórnmálaflokkum, sem taldir voru „ógnun“, jafnvel gegn börnum meðal fanganna og komið í veg fyrir aðgang að lög- fræðingum. „Við fordæmum grimmdaræði uppreisnarmanna en alþjóðalög eru skýr að þessu leyti: Engin ríkisstjórn getur réttlætt pyntingar í nafni öryggis,“ sagði Whitson. Önnur mannréttindasamtök, Bandarísku borgarréttindasamtök- in, ACLU, segja í sinni skýrslu, að pyntingar í Írak séu algengar og nái langt út fyrir múra Abu Ghraib-fangelsisins. Nefna þau dæmi um, að fullorðin, írösk kona hafi verið niðurlægð kynferðislega með staf. Human Rights Watch segir, að svo virðist sem ríkisstjórn Iyads Allawis forsætisráðherra eigi hlut að þessu framferði og hvorki Bandaríkjamenn né Bretar eða aðrir hafi gert neitt til að stöðva það. Íraskir lögreglu- menn sakaðir um pyntingar London, Bagdad. AP, AFP. Bagdadbúar við stórt kosn- ingaspjald með mynd af tveim börnum, annað er afmyndað af sár- um. Íraska bandalagið heitir í text- anum að verja börn landsmanna. AL-Jazeera-sjónvarpsstöðin arabíska sýndi í gær myndir af Bandaríkjamanni, sem verið hef- ur gísl í Írak frá því í nóvemberbyrjun. Á mynd- bandinu biður hann leiðtoga arabaríkjanna að koma sér til hjálpar. Manninum, sem heitir Roy Hallums, var rænt 1. nóvember síðastliðinn ásamt Filippseyingi, Nepalbúa og þremur Írökum en þeim hefur síð- an verið sleppt. Unnu þeir allir fyrir bandaríska verktaka í Írak. Fjölskylda Hallums hefur reynt að beita sér fyrir lausn hans en ekki er ljóst hverjir mannræningj- arnir eru eða hvaða kröfur þeir gera. Ákall frá gísli í Írak Roy Hallums Dunai. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.