Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞAÐ styttir talsvert biðina eftir strætó þegar maður hefur einhvern til að spjalla við. Ekki síst þegar dimmt er í veðri og blautt. Þessir ein- staklingar, sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins, virtust djúpt sokknir í eitthvert mikilvægt málefni. Ef til vill gengi hand- boltaliðsins í Túnis eða þá leysingarnar sem hafa verið í hlýindunum undanfarna daga um land allt. Morgunblaðið/Ómar Biðin eftir strætó stytt ICELAND Express áformar að hefja áætlunarflug til Frankfurt/ Hahn-flugvallarins í Þýskalandi í lok maí eða byrjun júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að flogið verði þrisvar í viku til Þýskalands í sumar og líklegt að fluginu verði haldið áfram næsta vetur, þótt ferðatíðnin kunni að vera minni þá, að sögn Al- mars Arnar Hilmarssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Nýir eigendur eignuðust Iceland Express á liðnu hausti og var Almar ráðinn framkvæmdastjóri í nóvem- ber síðastliðnum. Hann segir að eitt fyrsta verkefni nýrra stjórnenda Iceland Express hafi verið að fjölga áfangastöðum félagsins úr tveimur í þrjá. Félagið er nú með fastar ferðir til London og Kaupmannahafnar. „Okkur þótti rökréttast að færa okk- ur inn á meginlandið. Vænlegasti kosturinn þótti okkur Frankfurt/ Hahn-flugvöllurinn sem er miðja vegu milli Frankfurt og Lúxemborg- ar. Um þennan völl fóru þrjár millj- ónir farþega í fyrra. Þarna er ein af fjórum miðstöðvum Ryanair í Evr- ópu.“ Almar sagði að Íslendingar þekktu nálægar slóðir flugvallarins vel frá fornu fari þegar flogið var til Lúxemborgar. Trier, Rínardalurinn og Mósel eru í næsta nágrenni. „Við erum ekki síst að horfa til gríðar- margra þýskra ferðamanna sem koma hingað til lands. Þeir voru um 40 þúsund í fyrra,“ sagði Almar. Iceland Express hefur flug til Þýskalands UNDANFARNA daga hefur Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnt í fram- haldsskólum skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs, og segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, að skýrslan hafi fengið jákvæð viðbrögð í þeim skólum sem ráðherra hefur heimsótt. Hann segir andrúmsloftið hvergi hafa verið neikvætt og bætir því við að fundirnir hafi verið afar gagnlegir fyrir alla aðila og margar góðar ábendingar komið fram um hvernig megi framkvæma stytt- inguna á sem bestan hátt. Steingrím- ur segir endurskoðun á námskránum í framhaldsskólum vera næsta skref eftir að kynningu skýrslunnar lýkur. Nokkrir rektorar og skólameistar- ar framhaldsskólanna, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, lýsa efasemd- um um gagnsemi styttingar náms á framhaldsskólastigi um eitt ár. Telja þeir m.a. að stytting skólaársins myndi valda niðurskurði á valáföng- um í auk þess sem vinnuálag á nem- endur myndi aukast verulega. Ráðherra fær já- kvæð viðbrögð frá framhaldsskólum  Efast um/11 ÓLAFUR Elíasson er í 17. sæti yfir vinsæl- ustu myndlistarmenn heims árið 2004, sam- kvæmt netmiðlinum Artfacts.net. Vinsæld- irnar byggjast ekki á sölu verka eða um- sögnum sérfræðinga, heldur fjölda sýninga og hversu hátt sýningarstaðirnir, þar sem verk listamannanna eru sýnd, eru metnir af miðl- inum. Þrjú efstu sætin skipa Pablo Picasso, Andy Warhol og Paul Klee, sem allir eru látnir, en meðal annarra listamanna í efstu tuttugu sæt- unum má nefna Joseph Beuys, Joan Miro, Henri Matisse, Salvador Dalí og Cindy Sherman. Athygli vekur að í hópi tuttugu efstu manna er Ólafur yngstur, fæddur 1967, næstyngstur er Pierre Huyghe, fæddur 1962, en hann skip- ar 13. sæti listans. Matisse er elstur, fæddur 1869./41 Ólafur 17. vin- sælasti myndlist- armaður heims STUTTMYND sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir hefur verið tilnefnd til Óskars- verðlauna, en verðlaunaafhendingin fer fram 27. febrúar nk. Að sögn Sigurjóns er þetta í fyrsta sinn sem hann sjálfur er til- nefndur til Ósk- arsverðlauna. „Maður hefur alltaf viljað fá til- nefningu til Ósk- arsins en ég hélt að vísu að það yrði ekki stutt- mynd, en Ósk- arinn er alveg jafn stór hvort sem um stutt- mynd eða langa mynd er að ræða,“ segir Sig- urjón. Myndin ber nafnið Every- thing In This Country Must og er gerð eftir smásögu írska rithöfundarins Colum McCann en leikstjóri er annar ungur Íri, Gary McHendry. Myndin er 18 mínútur að lengd, var tekin upp í Belfast og fjallar um átökin á Norður-Írlandi. Sigurjón kveðst mjög ánægður og spennt- ur með að hafa fengið tilnefninguna en hann segir samkeppnina í flokki stuttmynda vera mjög harða. „Ég ætla að vona að við [með- framleiðendur og leikstjóri] förum allir upp á svið og fáum Óskarinn,“ segir Sigurjón að lokum. Stuttmynd Sigurjóns fær Óskarstilnefningu Sigurjón Sighvatsson HEILDARTEKJUR ríkissjóðs af stimpilgjöld- um jukust um 2,7 milljarða króna á síðasta ári. Þá námu gjöldin alls um 6,4 milljörðum króna en voru 3,7 milljarðar árið 2003. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde fjármálaráðherra við fyr- irspurn Margrétar Frímannsdóttur þingmanns. Áætlað er í svarinu að stimpilgjöld vegna fast- eignakaupa gætu hafa numið um 4 milljörðum á liðnu ári, en voru um 2,4 milljarðar árið 2003. Þetta eru mun meiri tekjur en reiknað hafði ver- ið með því í lok ágúst sl. var haft eftir skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu í Morgun- blaðinu að tekjur af stimpilgjöldum gætu numið 3,5 milljörðum yfir árið 2004. Var samkeppni bankanna á íbúðalánamarkaðnum rétt að byrja. þessu megi gera ráð fyrir að stimpilgjöld vegna fasteignakaupa árið 2003 hafi numið um 2,4 milljörðum króna. „Vegna breyttra aðstæðna á lánamarkaði vegna fasteignakaupa á seinni hluta ársins 2004 er erfiðara að áætla hve mikill hluti stimpilgjaldsins sé vegna fasteignakaupa. Gróf nálgun gæti numið tæpum 4 milljörðum króna,“ segir í svari ráðherra. Fasteignamat hækkaði víðast hvar um landið um 16-20% um áramótin og segir formaður Fé- lags fasteignasala, Björn Þorri Viktorsson, það blasa við að bara vegna þessara hækkana muni ríkið auka enn frekar tekjur sínar af stimpil- gjöldum en slíkt gjald vegna kaupsamnings íbúðar er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar. Í svari fjármálaráðherra segir að fyrirkomu- lag og innheimta stimpilgjalda valdi því að erfitt sé að gera sér fyllilega grein fyrir skiptingu gjaldsins, líkt og þingmaðurinn spurði um. Í upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins komi fram að stimpilgjöld af fasteignaviðskiptum á fyrri hluta ársins hafi verið um 65–70% af heild- arstimpilgjöldum. Er þá átt við bæði gjöld af skuldabréfum og kaupsamningum. Samkvæmt Heildartekjur ríkisins af stimpilgjöldum námu 6,4 milljörðum árið 2004 Tekjur vegna íbúðakaupa áætlaðar 4 milljarðar Áætlanir gerðu ráð fyr- ir heildarstimpilgjöld- um upp á 3,5 milljarða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.