Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H elgi Tómasson ballettmeistari er einn af þessum listamönnum sem Íslendingar hreykja sér gjarnan af að hafi gert garðinn frægan á erlendri grund. Enda er full ástæða til, því litli garðurinn okkar hefur svo sannarlega vakið athygli fyrir til- stilli Helga og balletthæfileika hans. Í dag fagnar San Francisco-ballettinn, einn frægasti og virtasti ballettflokkur heims, tutt- ugu ára starfsafmæli Helga sem listræns stjórnanda flokksins. Í dag er ennfremur opn- unardagur starfsársins og verður að þessu sinni, í tilefni af tvítugsafmælinu, haldið mikið hátíðarkvöld í kvöld – grímudansleikur með kvöldverði í ráðhúsi San Francisco, hátíð- arballettsýningu og tilheyrandi boðum – þar sem miðarnir kosta á bilinu 50.000–100.000 krónur. Dagblöðin í San Francisco þreytast ekki á því að fjalla um viðburðinn, hver verð- ur í hverju og hvaðan koma grímurnar, hvað verður í matinn og hverjir ætla að mæta. En kastljósi fjölmiðlanna er að sjálfsögðu fyrst og fremst beint að Helga og hinum frábæra árangri sem hann hefur náð ytra, enda stend- ur til að heiðra hann sérstaklega þetta kvöld. Hissa á að liðin séu tuttugu ár Það er næsta ótrúlegt að sjá hvar íslenski drengurinn sem hóf ballettnám hjá Sigríði Ármann og Sif Þórs níu ára gamall er stadd- ur. Rúmum fimmtíu árum síðar er hann einn áhrifamesti maður ballettheimsins, hefur ver- ið kallaður einn fjögurra bestu karldansara 20. aldarinnar af einum virtasta dansgagnrýn- anda heims og leyft ótal dönsurum að njóta ávaxta visku sinnar. „Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið fljótt. Stundum er ég hissa á að það séu liðin tuttugu ár,“ segir Helgi þegar blaðamaður nær í hann snemma morg- uns á heimili hans í Kaliforníu. En á þessum tuttugu árum hefur líka margt gerst. Þegar Helgi tók við flokknum árið 1985 var San Francisco-ballettinn aðeins einn af mörgum borgarballettflokkum í Bandaríkjunum, þótt elstur væri. Undir styrkri stjórn hans hefur flokkurinn vaxið og Alltaf að hugs Helgi Tómasson fagnar tuttugu ára starfsafmæli sem stjórnandi San Francisco- ballettsins í dag. Inga María Leifsdóttir sló á þráðinn vestur og ræddi við Helga um hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. Helgi Tómasson: „Vinnan hefur verið stanslaus í tut REYKJAVÍKURBRÉF Morgunblaðsins frá 16. jan. sl. fjallaði um stefnumótun í utanríkismálum Íslendinga. Það er vissulega bæði vonum seinna en jafnframt afar þarft að ræða þau mál og ánægjulegt að Morgunblaðið ríði á vaðið með þessum hætti. Í Reykjavíkurbréfi hafði að vísu skömmu áður verið fjallað um sama efni en á nokkuð einhæfari hátt, þar sem einkum var skír- skotað til brotakenndra og einhæfra atburða úr eftirstríðs sögunni. Síðara bréfið skoðar málið í stærra samhengi, er hlutlægara og hefur víðara sjónarsvið. Megin inntak þessara bréfa er sú bjargfasta sannfæring bréfritara að tengslin við bandarísku vinaþjóð okkar hafi verið, séu og eigi að vera kjarninn í utanríkisstefnu okkar Íslendinga til framtíðar. Í öðru lagi beri okkur, segir bréfrit- ari, að styrkja viðskipta- og menningartengsl við norrænar frændþjóðir og í þriðja lagi að rækta og efla gamla og langvarandi vinsemd Þjóðverja í okkar garð og nýta okkur vaxandi styrk þeirra í Evrópusambandinu til að koma ár okkar betur fyrir borð á meginlandinu. Skyldi bréfritari hafa þann bakþanka að með því megi komast hjá því að þurfa að ganga í Evr- ópusambandið? Varnarmál, kalda stríðið og hrun múrsins Um varanleika vináttu milli þjóða er ýmislegt hægt að segja og nefna dæmi, einkum þegar um er að ræða valdamiklar stórþjóðir sem ætla sér stóra hluti og mikil völd í heiminum. Það er einkenni valdamikilla stórþjóða, Bandaríkin eru þar engin undantekning, að r u p a u þ a b b u B l n þ stofna til vináttu og mynda banda- lög fyrst og fremst með eigin hags- muni að leiðarljósi. Þegar það þjónar ekki lengur þeirra hags- munum, þá er vináttan fljót að breytast í flóttalegan kunn- ingsskap. Það er ekkert óeðlilegt við svona hegðun, hún end- urspeglar bara eðli valdsins. Á tímum kalda stríðsins snerist nánast öll umræða um utanrík- ismál ýmist um varnarmál eða um landhelgismál og öll erlend tengsl voru skoðuð frá þeim sjón- arhornum. Það var skiljanlegt á þeim tíma, þegar heimspólitíkin snerist um átök milli fjand- samlegra þjóðfélagsgerða og varn- ir þjóða og hernaðarlegir yfirburðir voru það sem mestu máli skipti. Rökræða um utanrík- ismál var því jafnframt rökræða um varnarmál. Þetta breyttist með hruni Berlínarmúrsins. Jafna má hruni Berlínarmúrsins við endalok heimsstyrjaldanna beggja fyrr á síðustu öld. Hrun múrsins boðaði endalok Sovétríkjanna og þar með þeirrar ógnunar sem af þeim stafaði. Kalda stríðið og skipting Evrópu voru úr sög- unni. Vígbúnaðarkapphlaupið var sett í biðstöðu. Kynslóð mín sem fæddist í heimsstríði og ólst upp í köldu ógnarstríði dró andann léttar. Nýtt heimssögulegt skeið hófst, sem þó varla er hægt að segja að sé byrjað. Engin leið er að sjá hvert sú þróun leiðir en ljóst er að þrátt fyrir óhemju yfirburði Bandaríkjanna eru mun fleiri virkir leikmenn á taflborði sögunnar nú en voru á dög- Reykjavíkurbréf og Þröstur Ólafsson fjallar um utanríkismál Þröstur Ólafss ÞEGAR GÓÐIR MENN HAFAST EKKERT AÐ Í þessari viku minnist alþjóðasam-félagið fórnarlamba voðaverkasem eru svo ótrúleg að jafnvel fórnarlömbin sjálf hafa stundum efast um tilvist þeirra; helfarar gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Barbara Stimler, 77 ára gömul kona er lifði af vistina í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz, sagði í breska blaðinu The Guardian í vikunni að í hvert sinn sem hún segði skólabörnum sögu sína velti hún því fyrir sér hvort þau legðu trún- að á hana. „„Trúa þau mér?“ spyr ég sjálfa mig,“ sagði hún, „því stundum trúi ég þessu ekki sjálf.““ Sextíu ár eru liðin frá því að banda- menn frelsuðu fanga í útrýmingarbúð- um nasista í Auschwitz, einhverri „full- komnustu“ og afkastamestu fjöldamorðsmaskínu sem Þriðja ríkið hannaði til að útrýma gyðingum í Evr- ópu. Um leið útrýmdu þeir allri þeirra menningararfleifð, sem í gegnum ár- hundruðin hafði verið burðarás í „menningarlegu og vitsmunalegu ríki- dæmi Evrópu“, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, orðaði það í New York í fyrra- dag. Hann sagði að alþjóðasamfélagið hefði að stríðinu loknu réttilega lofað: „Aldrei aftur,“ en benti á hversu erfitt hefur reynst að standa við þau orð í verki. „Það hefur að sönnu verið sagt að „allt sem þarf til að hið illa sigri er að góðir menn hafist ekkert að“,“ sagði Kofi Annan jafnframt, og vísaði þar m.a. til umræðu um ábyrgð banda- manna gagnvart þeim sem létu lífið í helförinni vegna aðgerðaleysis eftir að ótvíræðar sannanir um útrýminguna komu fram. Sú umræða hefur staðið allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar og verður tæpast nokkurn tíma til lykta leidd. Enda hefur heimsbyggðin síðan þá ítrekað brugðist fórnarlömbum þjóð- armorða með því að bregðast seint eða ekki við; nægir að nefna Kambódíu, Rúanda og fyrrum Júgóslavíu í því sambandi – og nú síðast Darfur-hérað í Súdan. Í öllum þeim tilfellum verður alþjóðasamfélagið að horfast í augu við þá ógnvekjandi staðreynd að einungis það að hlusta og láta sig vitnisburð og vísbendingar varða hefði getað komið í veg fyrir hryllilega útrýmingu millj- óna manna. Hluti þeirra skelfingar sem óhjá- kvæmilega ríkir í huga allra sem kynna sér eða skoða útrýmingarbúðir nasista er hversu útreiknaðar, vélræn- ar og fullkomnar þær voru – og það í menningarlega háþróuðu ríki. Sú skelfing er þó einungis einn þáttur í þeirri afhjúpun á illsku og skorti á mennsku sem viðkomandi fá smjörþef af í tilraun til að skilja það sem enginn fær skilið til fullnustu. Hún er léttvæg miðað við skelfinguna sem hvert ein- asta fórnarlamb markvissra drápa og útrýmingar upplifir og enginn getur gert sér í hugarlund – og er söm hvort heldur slíkar útrýmingar eiga sér stað markvisst og skipulega eins og í Þriðja ríkinu eða með handahófskenndari hætti, líkt og raunin hefur verið á seinni tímum. Og eins og rithöfundur- inn Jorge Luis Borges benti á í einni ritgerða sinna árið 1946 er ekki hægt að margfalda þá skelfingu með fjölda þeirra sem líða sömu örlög; „ef þú deyrð úr hungri, þá upplifir þú allt það hungur sem hefur verið til og mun nokkru sinni verða til“, sagði hann og það á einnig við um fórnarlömb helfar- arinnar – hvert eitt og einasta. Víst er að þjóðarmorð eiga ætíð ræt- ur að rekja til djúpstæðra fordóma í garð náungans, til niðurbrots siðferð- iskenndar og fullkomins skorts á virð- ingu fyrir lífi, uppruna, eðli, menningu eða skoðunum annarra. Það er í þess- um djúpstæðu rótum sem hættan á að slíkir atburðir endurtaki sig liggur enn þann dag í dag. Sá tími er þegar kom- inn að eftirlifendur voðaverka í Kambódíu, Rúanda og Júgóslavíu horfa til baka í vantrú líkt og fórnar- lömbin í Auschwitz – hið sama mun ef- laust koma fyrir þá sem nú eru til vitn- is um hildarleikinn í Darfur. Í því tilfelli er þó enn tækifæri til að bregð- ast við, því nú er beðið eftir skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem skorið verður úr um hvort verið sé að fremja þjóðarmorð í Darfur. Ef svo er talið ber Sameinuðu þjóðunum lagaleg skylda til að láta til sín taka. Kitty Hart-Moxon, sem eins og Barbara Stimler komst lífs af í Ausch- witz, sýndi réttilega fram á mikilvægi minningarathafna þessarar viku með því að benda á að „þar sem hún er versta dæmið [um þjóðarmorð] sé hel- förin kjarni skilnings okkar á ástæðum þjóðarmorða sem átt hafa sér stað í mörgum hlutum heimsins síðan seinna stríði lauk“. Með vísun í orð Kofis Ann- ans er einungis hægt að vona að sá skilningur verði til þess að sem flestir „góðir menn“ hafist eitthvað að til að koma í veg fyrir „sigur hins illa“ – að ekki verði fleiri einstaklingar fórnar- lömb ómennsku á borð við þá sem gyð- ingahatur leiddi til á síðustu öld. SKJÓT OG RÉTT VIÐBRÖGÐ Halldór Ásgrímsson forsætisráð-herra brást rétt og skjótt við gagnrýni á þá staðreynd, að nokkrir fyrrverandi ráðherrar njóta hárra eftirlauna frá ríkinu þrátt fyrir að vera í launuðu starfi á vegum hins op- inbera. Forsætisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það hefði alls ekki verið ætlunin, er ákveðið var að auðvelda forystumönn- um í stjórnmálum að láta af störfum, að bæta kjör þeirra sem færu úr stjórnmálastörfum í föst störf hjá hinu opinbera. Fram hefur komið að við samningu eftirlaunalaganna hafi í raun enginn hugsað út í þann möguleika að fyrr- verandi stjórnmálamenn, sem væru enn í fullu starfi hjá ríkinu, gætu jafnframt átt rétt á eftirlaunum við það að eftirlaunaaldurinn lækkaði niður fyrir 65 ár. Þetta er auðvitað eitt dæmi af alltof mörgum um að lög- gjöf frá Alþingi er ekki nógu vönduð og hlýtur ekki nægilega góða skoðun áður en frá henni er gengið. Alþingi hlýtur að draga sinn lærdóm af því. En viðbrögð forsætisráðherra eru rétt og jákvætt að hann hyggst beita sér strax fyrir því að lögunum verði breytt. Óbreytt hefðu þau misboðið réttlætiskennd alls almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.