Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 27 MINNINGAR ✝ Anna Ólafsdótt-ir fæddist á Upphólum í Bisk- upstungum 10. febrúar 1916. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Guð- mundsson bóndi, f. 22. febrúar 1873, d. 23. maí 1934, og Sigríður Jónasdótt- ir, f. 14. júní 1875, d. 29 janúar 1946. Systkini Önnu eru í aldursröð: Óskar Sigurþór, Elín Guðrún, Sigurbjörg, Kjartan, Jónas, Þór- ey, sem lifir systkini sín, Þor- valdur og Finnbogi. Anna giftist 18. desember 1943 Birni Andersen, f. 15. febr- úar 1921, d. 6. desember 2004. Hann var sonur hjónanna Árnu M. Þorvaldsdóttur Andersen, f. 18. september 1897, d. 10. des- ember 1991, og Mogens Løve Andersen, f. 2. mars 1895, d. 26. desember 1976. Börn þeirra eru fjögur, þau eru í aldursröð: 1) Hrefna, f. 29.6. 1944, gift Ólafi Ámundadóttir, f. 5.11. 1973, son- ur hennar er Kristófer Máni, f. 18.12. 1997, synir þeirra eru Anton Orri, f. 29.3. 1999, og Daníel Styrmir, f. 29.3. 1999. c) Árni Þór, f. 11.4. 1975, kvæntur Soffíu Láru Hafstein, f. 23.1. 1976, dætur þeirra eru Eva Örk, f. 26.10. 1996, og Tara Sól, f. 17.5. 2000. d) Þyri Huld, f. 1.6. 1987. 3) Sigríður Ólöf, f. 12.9. 1952, gift Guðlaugi Ragnari Magnússyni, f. 20.12. 1952. Börn þeirra eru: a) Magnús Filippus, f. 12.6. 1973, kvæntur Ellen Svövu Guðlaugsdóttur, f. 9.7. 1973, dætur þeirra eru Íris Eva, f. 9.7. 2000, og Karen Ósk, f. 10.4. 2002. b) Árni Martin, f. 7.10. 1976, sambýliskona Jó- hanna S. Viggósdóttir, f. 27.7. 1975, börn hennar eru Guðfinna Gróa, f. 20.6. 1994, og Viggó Smári, f. 15.6. 1998, sonur þeirra er Guðlaugur Ragnar, f. 5.8. 2004. c) Sigurður Ragnar, f. 10.1. 1985. d) Hannes Björn, f. 15.1. 1990. 4) Birna, f. 8. ágúst 1954. Börn hennar eru: a) Ingi Þór, f. 24.3. 1972, sambýliskona Hildur Þórarinsdóttir, f. 29.4. 1977, sonur hans er Elvar Örn, f. 17.4. 1995, sonur þeirra er Þór- arinn Ólafur, f. 31.1. 2002. b) Ás- björn Stefán, f. 5.8. 1977, d. 18.10. 2002. Anna verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Brynjólfssyni, f. 18.6. 1942. Börn þeirra eru: a) Svanhvít Stella, f. 5.12. 1962, gift Þorkeli Mána Jónssyni, dætur þeirra eru Hrefna Anna, f. 9.4. 1985, Gunnvör, f. 13.5. 1990, og Ásdís Stella, f. 5.10. 1995. b) Björn Arnar, f. 10.1. 1969, kvæntur Helgu Björnsdóttur, f. 11.4. 1969, börn þeirra eru Arnar Óli, f. 22.10. 1993, og Unn- ur Karen, f. 5.8. 1999. c) Óli Hrafn, f. 13.6. 1976, sambýlis- kona Þórhildur Þrándardóttir, f. 28.5. 1978, sonur þeirra er Þrándur Orri, f. 11.1. 2001. 2) Árni Mogens, f. 30.8. 1946, kvæntur Sigþrúði Þórhildi Guðnadóttur, f. 10.4. 1950. Börn þeirra eru: a) Björn Styrmir, f. 8.11. 1967, sambýliskona Jakob- ína B. Sigvaldadóttir, f. 11.11. 1967, dóttir hans er Sarah Dröfn, f. 26.12. 1990, sonur þeirra er Guðbjartur Árni, f. 19.7. 2003. b) Guðni Jón, f. 29.3. 1973, sambýliskona Hrönn Elsku mamma mín er dáin eftir erfið veikindi. Minningarnar um mömmu eru ljúfar og góðar, hún var alltaf létt í lund og sá oftast skoplegar hliðar á ýmsum málum og var því oft glatt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman. Dugleg var hún með afbrigðum, það var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, það gekk alltaf allt upp hjá henni. En aðallega var það sauma- skapur sem átti hug hennar allan. Það er aðeins einn mánuður og tíu dagar síðan hún missti pabba, þá lá hún á Landspítalanum mikið veik, en tók andláti hans með æðruleysi, vissi þá að hverju stemmdi með sig. Hún hafði sagt við mig fyrir stuttu að það yrði ekki langt á milli sín og pabba, það reyndist rétt. Hún var flutt á líkn- ardeild Landakotsspítala nokkrum dögum fyrir jól. Við systurnar ætl- uðum að fá að taka hana heim um jóladagana, en það var ekki hægt, svo var af henni dregið. Á líkn- ardeild Landakotsspítala er dásamlegt starfsfólk sem hjúkraði henni af alúð og hlýju og leið henni þar eins vel og mögulegt var. Hún andaðist aðfaranótt 16. janúar, hefði orðið 89 ára 10. febr- úar næstkomandi. Ævi hennar mömmu var löng og góð, ljúft að minnast allra skemmtilegu stundanna sem hún og pabbi voru með okkur systk- inunum og fjölskyldum okkar á liðnum árum. Við ferðuðumst bæði innanlands og erlendis, hvort held- ur farið var í skoðunarferðir, skíða- eða sólarlandaferðir, nutu þau sín alltaf vel og gaman að ferðast með þeim. Elsku mamma mín, ég kveð þig með söknuði. Veit að þú varst sátt við ævilokin og líður vel núna, búin að hitta pabba og fleiri ættingja, sem farnir voru á undan þér. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Hrefna Björnsdóttir. Elsku mamma, tengdamamma og amma hefur nú kvatt okkur og flutt sig um set í tilverunni. Anna var föst fyrir og dugleg og alltaf gott til hennar að leita. Við áttum margar góðar stundir með Önnu og Bjössa í Efstasundinu, og var oft margt um manninn þegar fjölskyldan kom saman. Við fórum öll saman í okkar fyrstu skíðaferð fyrir um 20 árum síðan til Bagdastein og urðu ferð- irnar fleiri og ekki vantaði áhug- ann hjá þeim. Anna og Bjössi höfðu gaman af því að ferðast hvort sem það var innanlands eða utan. Við fórum margar ferðir inn á hálendið með þeim, en mestu ánægju hafði Anna af ferðinni sem við lögðum í upp frá Geysi í Haukadal fyrir um 5 árum síðan inn á Haukadalsheiði, að Hólum þar sem hún fæddist 1916 og ólst upp fyrstu árin. Þessar og margar aðrar minn- ingar eru í huga okkar þegar við kveðjum þig í hinsta sinn. Við varðveitum minningarnar í hjarta okkar, og trúum því að þér líði vel núna. Sigríður Ólöf, Guðlaugur Ragnar og synir. Elsku mamma mín. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir allt. Það varð stutt á milli ykkar pabba, hann dó fyrir rúmum mán- uði. Mikið á ég eftir að sakna ykk- ar og að koma til ykkar í Efsta- sund, það var svo fallegt og notalegt heimilið ykkar. Þær voru ófáar ferðirnar úr Keflavík til ykk- ar með syni mína Inga Þór og Ás- björn þegar þeir voru börn. Oft var skroppið á skíði eða farið í úti- legu á sumrin, eða bara verið hjá ykkur í rólegheitum. Minningarn- ar eru margar og góðar. Síðustu tvö árin eru mér svo ofarlega í huga, því við vorum svo oft tvær saman, pabbi var farinn á Sóltún og Ásbjörn minn féll skyndilega frá aðeins 25 ára gamall. Þú varst mér svo góð mamma, enga betri hefði ég getað fengið. Þú varst líka mín besta vinkona. Mörg kvöldin sátum við í hægindastólunum í sjónvarpsstofunni og röbbuðum um lífið og tilveruna. Það var svo gaman að segja þér frá litlu lang- ömmubörnunum þínum, Elvari og Þórarni, þá brostir þú alltaf og ljómaðir öll. Elsku mamma, að leiðarlokum kveð ég þig og pabba með virðingu og söknuði og þakka Guði fyrir að hafa átt ykkur að. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Birna. Hún hafði sagt að það myndi verða stutt á milli sín og Björns eiginmanns síns, og svo reyndist vera. Aðeins rúmur mánuður síðan hann féll frá. Komið að ferðalokum hjá þeim báðum nær á sama tíma, en ljúfar minningar um þau lifa með okkur. Gott að rifja upp allar góðu minningarnar frá liðnum ár- um, sérstaklega allar skemmtilegu ferðirnar sem stórfjölskyldan fór í saman, bæði hér heima og erlend- is. Ógleymanleg er minningin úr skíðabrekku í Austurríki, þar sem þýsk eða austurrísk kona ein átti eitthvað erfitt með að festa á sig skíðin og skammaði eiginmann sinn fyrir allt saman. Anna tengdamamma gekk til hennar og sýndi henni hvernig ætti að festa á sig skíðin, og á íslensku sagði hún konunni að það hefði ekkert upp á sig að skamma eiginmanninn, hún yrði að vera sjálfbjarga með svona einfaldan hlut. Þetta litla minning- arbrot lýsir henni vel, hún lét ekk- ert vefjast fyrir sér hún tengda- mamma, var mjög sjálfstæð í allri hugsun og kom miklu í verk. Vænst þykir mér um að hugsa um ferðirnar sem við fórum á æsku- stöðvar hennar austur í Biskups- tungur, en þar sagði hún okkur frá högum fjölskyldunnar er þau bjuggu í Haukadalskoti, Upphól- um og síðan á Kjóastöðum. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt að búa eins afskekkt og þau bjuggu, sérstaklega á Upphólum, en sam- heldnin orðið því meiri. Kæra tengdamamma, að ferða- lokum skal þakkað fyrir samfylgd- ina. Veit að vel verður tekið á móti þér á nýjum áfangastað, þar sem Björn tengdapabbi bíður eftir þér. Ólafur Brynjólfsson. Elsku Anna amma, mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina síðastliðin 42 ár eins og ég þakkaði Bjössa afa, fyrir aðeins 5 vikum. Það er skrítin tilfinning að keyra í Kleppsholtið og hugsa að Efstasund 41 sé orðið tómt, auðvit- að eru ennþá allir innanstokks- munir til staðar en Anna amma og Bjössi afi eru farin þaðan saman á annan stað. En það eru góðar minningar sem þið skiljið eftir hjá okkur afkomendum ykkar. Hún Anna amma mín hefði orðið 89 ára í næsta mánuði og hefur hún verið töluvert á undan sinni samtíð þegar ég hugsa til baka. Mamma mín, hún Hrefna, sagði mér frá því að þegar Anna amma var ung vann hún utan heimilisins, sem ekki var algengt að giftar konur gerðu þá, en Anna amma hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og sjálfsagt er það þetta mikla sjálfstæði sem einkenndi hana alla tíð. Anna amma var alltaf að fá einhverja hugmyndir sem hún framkvæmdi, því viðskiptavit hafði hún gott. Áður fyrr saumaði hún skinnhúfur, lúffur og leðurtöskur og seldi framleiðsluna í stórum stíl og enn eru í fullri notkun lúffur sem Anna amma hefur gefið okkur í fjölskyldunni, þó að mörg séu ár- in frá því hún varð að hætta að sauma. Elsku Anna amma, takk fyrir öll ferðalögin sem við fórum saman innanlands og utan. Það er þér að þakka að ég uppgötvaði Benidorm. Þið Bjössi afi höfðuð margoft farið þangað og aldrei skyldi ég þessa hrifningu þína, fyrr en eitt árið að ég lét til leiðast að prófa staðinn og þá loks skyldi ég hvað þið meintuð og hef farið margar ferðir þangað síðan. Þegar ég kom heim úr fyrstu ferðinni þangað spurðir þú, jæja hvernig fannst þér nú á Benidorm og ég svaraði, að mér þætti staðurinn svo frábær að það væri ólýsanlegt, Svanhvít, ég vissi að þú yrðir svona hrifin, sagðir þú. Þegar Bjössi afi lést sagðist þú alltaf hafa vitað að það yrði stutt á milli ykkar og var það svo sann- arlega rétt hjá þér. Það var mér lærdómsríkt að fá að fylgja þér þessar síðustu vikur sem þú lifðir, af æðruleysi tókstu því að endalok- in væru að nálgast, hélst reisn þinni og ég verð að minnast á þessa frábæru kímnigáfu sem þú varst með fram á síðasta dag. Elsku Anna amma og Bjössi afi, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka ykkur fyrir allar þær góðu minningarnar sem þið hafið gefið mér. Hvílið í friði. Guð blessi ykkur. Svanhvít Stella Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við eigum öll eftir að sakna þín og afa svo mikið. Minningarnar eru margar og ég mun varðveita þær vel. Ég kveð þig með þessum sálmi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði amma mín. Ingi Þór. ANNA ÓLAFSDÓTTIR Ástkær eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ GUÐMUNDSSON, Kristnibraut 43, andaðist á Landspítala Fossvogi, deild B4, miðvikudaginn 19. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Líknarsjóð Karlakórsins Stefnis. Ingibjörg Friðfinnsdóttir, Stefanía Davíðsdóttir, Sverrir Sigfússon, Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Kristín Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, sambýlis- kona, amma og langamma, HLÍF JÓNSDÓTTIR frá Búðardal, til heimilis á Mánagötu 14, varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 14. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóna Bjarnadóttir, Gylfi Þór Sigurjónsson, Halldór S. Eggertsson, Bjarni Gunnar Gylfason, Lísbet Fonseca, Sigurjón Gylfason, Jónína M. Einarsdóttir, Ingibjörg Gylfadóttir, Rúnar Guðmundsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, CHRISTIAN PATT, Malix, GR., Sviss, andaðist í Chur, GR. í Sviss sunnudaginn 23. janúar. Jarðarförin fer fram frá Masans-kirkju í Chur laugardaginn 29. janúar kl. 11.00. Leonie Patt-Tobler, Birgitte Lúthersson-Patt, Pétur B. Lúthersson, Nanna Lúthersson, Ole Pedersen, Jakob, Kamilla, Andri Lúthersson, Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, Ísak, Sabina Patt, Katrin og Peter Kilga-Patt og fjölskylda, Loni og Liehi Patt-Engel og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.