Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ „ÞEGAR ég geri verk er ég ekki að segja neitt. Ég er ekki að reyna að sannfæra fólk um neitt. Ég er ekki með áróður. Ég er ekkert að reyna að bjarga heiminum. Hann er fullfær um það sjálfur. Ég er bara það sem ég er, staddur á þeim punkti sem ég er staddur í lífinu og er ekki að gera neitt annað. Hins vegar dreg ég fram atriði sem hafa haft áhrif á mig og mér finnst áhugaverð. Ég reyni ekki að stýra því hvað öðrum finnst. Öll túlkun er frjáls.“ Hér að ofan er vitnað í Egil Sæ- björnsson þegar hann sýndi í Gall- eríi Hlemmi árið 2003. Egill er jafnan sjálfum sér samkvæmur og eiga þessi orð einnig vel við um sýningu hans í 101 gallery, Herra Píanó og Frú Haugur. Eins og endranær nýtir Egill fleiri miðla en þá sjónrænu í verkum sínum en hér er bæði sungið og spjallað. Sviðsmyndir Egils vekja jafnan upp tilfinningu fyrir liðnum tíma og er þar helst að nefna notkun hans á klisjukenndum ímyndum sem við þekkjum frá miðbiki síð- ustu aldar, krulluhár og þykkar varir sem einkenndu svert- ingjadúkkur og -myndir á þeim tíma. Svertingjar að spila á gítar og syngja, andlitin trúðsleg og út- litið allt skrípalegt og óeðlilegt, að nokkru leyti ómeðvitaðir kynþátta- fordómar þess tíma augljósir. Spurning hvort fordómar séu ekki alltaf ómeðvitaðir, tæpast er hægt að vera fordómafullur og sér með- vitandi þar um. En það eru ekki aðeins svertingjaklisjurnar sem tengja list Egils við liðinn tíma, sviðsmyndir hans minna einnig á leikbrúður listamanna fram- úrstefnunnar sem bráðum heldur upp á aldarafmæli sitt sé miðað við yfirlýsingu fútúristanna 1909. Svið- setning og persónur kalla einnig fram leikrit eftir Beckett og yfir- borðslegt hjal Píanósins og Haugs- ins minnir að vissu leyti á samræð- ur persóna í leikriti eftir Beckett, samræður sem virðast ekki fara neitt heldur endurtaka sig í sífellu í einhverju óskilgreindu tómarúmi. Egill er sér að sjálfsögðu meðvit- andi um að línulaga framsetning hentar ekki myndlistarverki sem gengið er inn á og út af, verkið þarf að grípa áhorfandann strax og miðla einhverju til hans á til- tölulega stuttum tíma. Samræður og söngur þessa sympatíska pars í 101 gallery ná bæði að skemmta áhorfandanum um leið og þær velta upp spurningum í sambandi við samtímalist og samtímann. Ekki er komist að neinni niður- stöðu en svo virðist sem við lifum á einhverjum tímum niðurstöðuleys- is. Við erum orðin vön því að líta á málin frá öllum hliðum, pólitísk rétthugsun hefur gegnsýrt hugsun okkar að því marki að eiginleg af- staða er allt að því ómöguleg, við sjáum svo vel að enginn einn hefur rétt fyrir sér. Horfinn er sannfær- ingarkraftur Marinettis og fylgis- manna hans sem kölluðu eftir nýrri hugsun á öllum sviðum lista og stjórnmála – þó ekki sé hér mælt með þeirri leið sem Marinetti fór að lokum. Egill birtir okkur þetta ástand samtímans á bæði kóm- ískan og íhugulan hátt. Eins og Herra Píanó og Frú Haugur erum við föst í endalausri hringrás yfir- borðsupplýstra samræðna sem í sí- fellu velta upp öllum hliðum á heimsmynd okkar, samfélaginu og samtímalistum, án þess að kafa nokkurn tímann ofan í kjölinn eða komast að niðurstöðu. Aftur til framúrstefnu? MYNDLIST 101 gallery Til 12.2. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–17. Herra Píanó og frú Haugur Blönduð tækni, Egill Sæbjörnsson Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eggert „Eins og endranær nýtir Egill fleiri miðla en þá sjónrænu í verkum sínum en hér er bæði sungið og spjallað,“ segir meðal annars í umsögninni. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÞETTA málverk, sem sýna á fæð- ingu Krists, var afhjúpað í St. Paul’s-dómkirkjunni frægu í Lundúnum í gær. Höfundur þess er rússneski málarinn Sergei Chepik. Heimsóknum ferðamanna í St. Paul’s-dómkirkjuna hefur fækkað talsvert á liðnum misserum, með- al annars vegna samkeppni frá Tate Modern-safninu sem er í næsta nágrenni. Til að sporna við þeirri þróun hafa forsvarsmenn kirkjunnar gripið til þess ráðs að kynna til sögunnar nokkur sam- tímamálverk í þessari viku. „Mig hafði lengi langað að gera eitthvað fyrir St. Paul’s,“ segir Chepik, „og svo skemmtilega vildi til að dómkirkjan var einmitt að leita að samtímalistamönnum sem voru reiðubúnir að gera verk sem hverfast um Krist.“ Reuters Listelsk dómkirkja • Föstudag 28/1 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld“ HÖB RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT Lau. 05.2 kl 20 Örfá sæti Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR KL. 19.30 Verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart og Carl Nielsen Sönglög og óperuaríur eftir Mahler, Bizet og Rossini Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta Einsöngvari ::: Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópran Miðasala í síma 545 2500 I www.sinfonia.is Ungt listafólk 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – 3. sýning 18.feb. kl 20.00 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 29/1 kl 20, Su 6/2, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2,FRBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upphaf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 14 - AUKASÝNING SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Fi 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20 VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing fi 3/2 kl 20 - kr 1.000 Frumsýning fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.