Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 11
FRÉTTIR
ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, lagði í
gær fram þingsályktunartillögu um
að lögum verði
breytt þannig að
auglýsingar
lækna, tann-
lækna og ann-
arra heilbrigðis-
stétta, sem og
auglýsingar heil-
brigðisstofnana,
verði heimilaðar.
Samkvæmt
núgildandi lög-
um er flestum heilbrigðisstéttum
og -stofnunum óheimilt að auglýsa
starfsemi sína.
Í tillögunni segir að með því sé
komið í veg fyrir að almenningur
geti fengið nauðsynlegar upplýs-
ingar um heilbrigðisþjónustu og
því verði sjúklingar að treysta á
umtal, ímynd og orðróm þegar þeir
velja sér heilbrigðisþjónustu. Þjón-
usta tannlækna er nefnd sérstak-
lega; þeir starfi á frjálsum markaði
og með frjálsa gjaldskrá og það sé
almenningi í hag að vita hvar bestu
og hagkvæmustu þjónustuna sé að
fá.
Ágúst segir í tillögunni að þegar
litið sé til þeirra röksemda sem
lágu að baki banni á auglýsingum
lækna á sínum tíma sjáist að
ákvæði um auglýsingabann voru
lögfest árið 1932 í því skyni að
halda uppi aga innan stéttarinnar
og var bannið talið nauðsynlegt
vegna fámennis í landinu og kunn-
ingsskapar. Þessi rök eigi ekki við í
dag. Núverandi auglýsingabann sé
erfitt og flókið í framkvæmd og í
nágrannaríkjum megi finna mun
frjálslegri lagasetningu.
Ágúst leggur til að auglýsingar
um heilbrigðisþjónustu verði að
sjálfsögðu bundnar reglum sam-
keppnislaga sem koma m.a. í veg
fyrir að rangar, ófullnægjandi eða
villandi upplýsingar. Siðareglur
leggi sömuleiðis ýmsar kröfur á
sína félagsmenn.
Þá leggur hann ríka áherslu á að
afnám auglýsingabanns sé einungis
til að auka upplýsingaflæði til al-
mennings en snúist ekki um ein-
hvers konar markaðsvæðingu heil-
brigðisþjónustunnar. Mörg dæmi
séu um að gjaldfrjáls almannaþjón-
usta auglýsi sína þjónustu og megi
þar nefna t.d. framhaldsskóla.
Löggjöf verði undirbúin
Í þingsályktunartillögunni er því
beint til heilbrigðisráðherra að
undirbúa löggjöf sem heimilar aug-
lýsingar. Við undirbúninginn skuli
haft samráð við helstu hagsmuna-
aðila og fagfélög.
Tillaga Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar
Auglýsingabanni á heil-
brigðisstéttir verði aflétt
Meira á mbl.is/ítarefni
SAMKVÆMT læknalögum er læknum einungis heimilt að auglýsa starf-
semi sína „með efnislegum og látlausum auglýsingum“ þegar hann hefur
störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Þá er læknum er
heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma
á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum.
Sigurður Guðmundsson landlæknir hafði ekki séð þingsályktunar-
tillögu Ágústs Ólafs Ágústssonar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í
gærkvöldi en hann segir að margir hafi gagnrýnt þessar takmarkanir og
auglýsingabannið hafi talsvert verið rætt meðal heilbrigðisstarfsmanna.
Hann telur að ástæða sé til að rýmka reglurnar en áfram verði ákvæði í
lögum sem setji takmarkanir við auglýsingum heilbrigðisstétta og -fyr-
irtækja.
„Mér finnst að við eigum að fara varlega. Við eigum ekki að gangast
inn á að heilbrigðisþjónustu verði auglýst á sama hátt og þeir gera sem
selja bíla og banana,“ segir hann. Auglýsingar um heilbrigðisþjónustu
eigi að vera látlausar og í upplýsingastíl en ekki yfirhlaðnar og með há-
stemmdum lýsingarorðum. Það verði að vera alveg skýrt að það sé mikill
munur á að selja aðra vöru og þjónustu og að selja heilbrigðisþjónustu.
„Maður kaupir ekki heilbrigðisþjónustu af því að manni langar til þess
heldur af því að maður hefur þörf fyrir hana,“ segir Sigurður.
Ekki verið að selja bíla og banana
LESBLINDA dregur úr viðbragðs-
hæfni ökumanna samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar dr. Hermundar
Sigmundssonar,
dósents við
Norska tækni- og
vísindaháskólann
í Þrándheimi.
Hermundur lagði
próf fyrir hóp
ökumanna og
kom í ljós að við-
brögð ökumanna
sem hafa greinst
með lesblindu
voru að meðaltali 30% hægari en ann-
arra.
Niðurstöðurnar eru birtar í nýj-
asta hefti vísindatímaritsins Brain
and Cognition og hafa vakið athygli.
Er m.a. greint frá rannsókninni í
fréttum BBC og á vefútgáfu tímarits-
ins New Scientist.
Hermundur fékk styrk norsku
vegagerðarinnar (Statens Veivesen)
sem hefur með akstursöryggi og öku-
leyfi í Noregi að gera, til að vinna að
rannsókn á ökuhæfni og sjónskynj-
unarferli. Kannaði hann viðbragðs-
hæfni hóps ökumanna í bílhermi en
þar af voru sex ökumenn með les-
blindu.
„Nýjustu kenningar á sviði les-
blindu segja að allt að 75% fólks með
lesblindu eigi við vandamál að stríða
varðandi sjónskyn, þ.e.a.s. tauga-
frumur flytja upplýsingar hægar
meðal þeirra sem eru með lesblindu,“
segir Hermundur.
Voru 0,13–0,19 sekúndum
seinni að bregðast við
Prófið sem ökumennirnir gengust
undir var tvíþætt. Voru ökumennirn-
ir fyrst látnir fylgja bíl eftir á þjóð-
vegi utan bæjar og áttu að bregðast
við með því að ýta á hnapp þegar þeir
sæju umferðarskilti, sem birtist
skyndilega beint fyrir framan þá. Í
ljós kom að lesblindu ökumennirnir
voru að meðaltali 0,13 sekúndum
lengur að bregðast við merkjunum en
hinir. Í síðari hluta prófsins var við-
bragðshæfnin könnuð í innanbæjar-
akstri og var þá merkjunum brugðið
upp á sex mismunandi stöðum á sjón-
sviði ökumannanna fyrir framan þá
og til beggja hliða. Niðurstöðurnar
urðu þær að viðbrögð ökumanna sem
ekki eru með lesblindu reyndust svip-
uð og í utanbæjarakstrinum. Við-
brögð lesblindu ökumannanna voru
hins vegar hægari en í utanbæjar-
akstrinum og mismunurinn á við-
bragðsflýtinum kominn upp í 0,19
sekúndur, samkvæmt upplýsingum
Hermundar.
Að sögn hans eiga þessar niður-
stöður ekki við um alla þá sem
greinst hafa með lesblindu. Til eru
mismunandi tegundir lesblindu og er
sá hópur sem rannsóknin beindist að
með svonefnda sjónskyns-lesblindu.
Morgunblaðið hefur áður greint
frá rannsóknum sem Hermundur
hefur staðið að, sem leiddu m.a. í ljós
að sterkt samband væri á milli les-
blindu og vægra hreyfivandamála hjá
börnum. Þar kom jafnframt fram að
um helmingur lesblindra eigi við
hreyfivandamál að stríða.
Í frétt New Scientist af rannsókn-
inni er bent á að skv. þessum nið-
urstöðum virðist lesblinda geta dreg-
ið úr viðbragðsflýti ökumanna með
svipuðum hætti og hófleg víndrykkja.
Þannig séu ökumenn sem hafa
drukkið tvo stóra bjóra að jafnaði
10% lengur að bregðast við áreiti í
umhverfinu en allsgáðir ökumenn.
Haft er eftir Hermundi í New
Scientist að fá þurfi þessar niðurstöð-
ur betur staðfestar með viðameiri
rannsóknum áður en ákveðið er hvort
ástæða sé til að grípa til einhverra að-
gerða. Oliver Carsten, sérfræðingur
við háskólann í Leeds í Englandi, tel-
ur í sömu frétt ástæðulaust að grípa
til svo róttækra aðgerða að banna les-
blindu fólki að aka bifreiðum en hins
vegar mælir hann með því að þeir
verði upplýstir um að lesblinda þeirra
geti dregið úr viðbragðsflýti í akstri.
Talsmenn lesblindra gagnrýna
Í frétt BBC gagnrýna talsmenn
samtaka lesblindra í Bretlandi rann-
sóknina og benda á m.a. á að við-
bragðsflýtir sé aðeins einn margra
hæfileika sem menn þurfi að vera
gæddir til að teljast góðir ökumenn.
Einnig er á það bent að viðbrögð
ungra ökumanna séu yfirleitt sneggri
en annarra en engu að síður sé það
staðreynd að ungir ökumenn lendi
oftar í óhöppum í umferðinni en aðrir.
Dr. John Rack við Lesblindustofn-
unina í Skotlandi segir að gamla
kappaksturshetjan Sr. Jackie Stew-
art sé með lesblindu. Fáir efist hins
vegar um ökumannshæfni hans.
Hermundur bendir hins vegar á er
hann er spurður um þetta að þessar
rannsóknir eigi ekki við um alla þá
sem eru með lesblindu. Vel geti verið
að Jackie Stewart sé með aðra teg-
und lesblindu sem ekki hafi áhrif á
viðbragðsflýti í akstri.
Rannsókn dr. Hermundar Sigmundssonar við tækni-
og vísindaháskólann í Þrándheimi vekur athygli
Lesblinda dregur úr við-
bragðsflýti ökumanna
Hermundur
Sigmundsson
Gamla kappaksturshetjan Jackie
Stewart, margfaldur verðlaunahafi
í Formúlu 1, er með lesblindu og er
forseti Lesblindustofnunarinnar í
Skotlandi. Fáir efast um ökumanns-
hæfni hans, segja talsmenn sam-
taka lesblindra í samtölum við BBC.
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Meirihluti telur að
Ingibjörg Sólrún
verði formaður
MEIRIHLUTI aðspurðra í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins, eða rúm-
lega 63%, telja að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir verði næsti formaður
Samfylkingarinnar. 32% sögðust
telja að Össur Skarphéðinsson yrði
áfram formaður flokksins.
Af þeim sem sögðust vera kjós-
endur Samfylkingar og tóku afstöðu
til spurningarinnar sögðust tæp 77%
vera þeirrar skoðunar að Ingibjörg
Sólrún yrði næsti formaður flokks-
ins, en rúmt 21% taldi að Össur yrði
áfram formaður. Í könnuninni var
hringt í 800 manns. Svarhlutfallið
var 81,6%.
MEIRIHLUTI þjóðarinnar, eða
rúmlega 59%, er hlynntur sölu á
bjór og léttvíni í matvöruversl-
unum, skv. Þjóðarpúlsi Gallups. Að-
eins 13% svarenda sögðust hlynnt
sölu á sterku víni í matvörubúðum.
Munur er á afstöðu kynjanna.
Um 64% karla eru hlynnt þessu fyr-
irkomulagi en 55% kvenna.
Tæp 60% vilja
bjór og léttvín í
matvörubúðir