Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.1928.is Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 Nýkomin sending af gullfallegum húsgögnum í kirsuberjavið og hvítum lit Borðstofuborð með 6 stólum, kr. 99.000 kr. 17.750 kr. 11.500 kr. 15.750 kr. 29.900 kr. 22.500 kr. 13.900 kr. 5.900 kr. 14.750 kr. 29.800 kr. 29.900 kr. 11.500 kr. 39.900 Gættu að hvað þú gerir, kona, dollan er nú bara úr pappír. Í nýrri skýrslu verkefn-isstjórnar um nýskip-an lögreglumála, sem kynnt var í upphafi vik- unnar, er bent á tvær leið- ir til að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna. Annars vegar er lagt til að flest lögreglu- umdæmi landsins verði stækkuð til muna og fækk- að úr 26 í fimm til sjö, en að mati skýrsluhöfunda er stækkun og sameining lögregluumdæma for- senda fyrir hvers konar umbótum á sviði löggæslu. Hins vegar er bent á þá leið að samstarf verði aukið milli lögreglustjóra- embættanna og stýring þeirra verði í mun meira mæli eftir verk- efnum fremur en umdæmum, en þessi leið myndi kalla á mögulega lagabreytingu sem einkum miðaði að því að styrkja stöðu miðlægs boðvalds sem mælt gæti fyrir um samvinnu og fyrirkomulag henn- ar. Að sögn Ólafs Þ. Haukssonar, formanns Sýslumannafélags Ís- lands, eru menn um þessar mund- ir að fara yfir skýrsluna og á hann von á því að boðað verði til fé- lagsfundar fljótlega til þess að ræða málin. Að mati Ólafs felur skýrslan aðeins í sér opnun á mál- inu, enda feli hún ekki í sér tæm- andi tillögur. Í því samhengi bend- ir Ólafur á að ekki sé í skýrslunni tekið á því hvernig menn sjái fyrir sér þróun sýslumannsembætta að öðru leyti en því sem snúi að lög- gæslunni, en eins og staðan er í dag er löggæsluþátturinn veiga- mikill þáttur í starfi sýslumanna. Staða sýslumanna ekki óbreytanleg Ólafur segir sýslumenn óhjá- kvæmilega velta fyrir sér hvernig menn sjái fyrir sér þróun sýslu- mannsembætta annars vegar hjá þeim sem taki við stærra hlutverki í formi lögreglustjórnar á stærri svæðum og hins vegar hjá þeim sem taki við umsvifaminni eining- um þegar lögreglustjórnin hefur verið skilin frá embættinu. Að mati Ólafs er því eðlilegt að skoða hlutverk sýslumannsembætta á heildstæðan hátt samhliða þeim hugmyndum sem nú eru fram komnar. Segir hann sýslumenn vel átta sig á því að staða þeirra sé ekki óbreytanleg í kerfinu og afar eðlilegt að skoða breytta skipan sýslumannsembætta, meðal ann- ars með tilliti til byggðarþróunar og bættra samgangna. Ólafur tekur undir það álit skýrsluhöfunda að með stærri um- dæmum verði lögregluliðin burðugri og auðveldara að flytja mannskap á milli, auk þess sem stækkunin geti leitt til aukinnar fagþekkingar. Á móti sé spurning hvort sérþekking lögreglumanna á staðháttum glatist. Hann segir því mikilvægt að menn geri sér ljóst til hvaða mótvægisaðgerða hægt sé að grípa til að glata ekki jákvæðum þáttum í starfsemi sýslumannsembættanna. Ljóst má vera í skýrslunni að verkefnisstjórnin gerir sér vel grein fyrir að sú gagnrýni sem fram hefur komið á sýslumanns- embættin að því er varðar lög- gæslu, og byggist í flestum atrið- um á smæð þeirra og þar með minni möguleikum til að takast á við flóknari verkefni, á að ýmsu leyti einnig við um önnur störf embættanna. Aðspurður segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu og einn skýrsluhöfunda, ljóst að skoða þurfi sýslumannsembættin í heild sinni í tengslum við framkomnar hugmyndir um stækkun lögreglu- umdæma á landinu. Hann bendir hins vegar á að í skipunarbréfi nefndarinnar hafi verið mörkuð skýr stefna um að ekki ætti að fækka sýslumannsembættum, enda skipti þau og „styrkur þeirra hringinn í kringum landið miklu fyrir byggðir landsins, þó svo að inntak í embættisfærslum emb- ættanna þurfi ekki endilega að vera alls staðar hið sama,“ eins og segir orðrétt í skýrslunni. Stefán rifjar upp að fyrir um áratug hafi nefnd á vegum þáver- andi dómsmálaráðherra skilað skýrslu um aukin verkefni sýslu- manna og voru þar gerðar ýmsar tillögur um tilfærslu ákveðinna verkefna til sýslumannsembætt- anna. Segir Stefán eðlilegt að horfa enn frekar til sýslumanna sem fulltrúa ríkisvaldsins í héraði og að þar ætti að koma auknum verkefnum ríkisvaldsins fyrir. Óskar Bjartmarz formaður Landssambands lögreglumanna telur að flestir innan lögreglunnar séu þeirrar skoðunar að þörf sé á breytingum á skipan lögreglumála í landinu. Fækkun umdæma og stækkun þeirra sé þörf. Breyting- arnar muni gera viðkomandi emb- ættum kleift að halda uppi öflug- um rannsóknum á málum að ekki sé talað um betri nýtingu á mannafla innan lögregluliða víðs- vegar um landið. Óskar tekur fram að þegar nánari útfærsla hugmynda um breytta lögreglu- skipan verði rædd þá þurfi að hafa ýmsa landfræðilega þætti í huga. Því muni hann ekki fella dóma um það hversu mörg umdæmin eigi að verða á endanum. Fréttaskýring | Viðbrögð við skýrslu verk- efnisstjórnar um nýskipan lögreglumála Stækkun for- senda umbóta Eðlilegt að skoða samhliða hlutverk sýslumannsembætta á heildstæðan hátt Í skýrslunni er fjallað um hvernig efla megi starfsemi lögreglu og sýslumanna. Mikilvægt að sérþekking á staðháttum glatist ekki  Hvernig mun landið líta út með í mesta lagi sjö lögreglu- umdæmum? Verður hlutverk sýslumanna framtíðarinnar ann- að en það er í dag? Mun lögregl- an verða öflugri á sviði rann- sókna og mun mannskapur innan hennar raða ef til vill nýtast bet- ur en við núverandi skipan lög- reglunnar í landinu og verður fagþekking íslenskra lögreglu- manna að sama skapi meiri? silja@mbl.is  www.mbl.is/ítarefni  DOKTORSVÖRN við lagadeild Háskóla Íslands fer fram á morg- un, laugardaginn 5. febrúar. Þá ver Páll Hreinsson lagaprófessor doktorsritgerð sína „Hæfis- reglur stjórn- sýslulaga“. Andmælendur eru Eiríkur Tómasson, deild- arforseti laga- deildar Háskóla Íslands, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíða- sal, Aðalbyggingu, og hefst klukk- an 14. Efni þessarar lögfræðilegu rit- gerðar fjallar um hæfisreglur II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að draga saman álit umboðsmanna þjóðþinga á Íslandi, í Noregi og Danmörk svo og dóma Hæsta- réttar þessara landa þar sem reynt hefur á hæfi starfsmanna stjórn- sýslunnar og dómara og greina með lögfræðilegri aðferðarfræði gildissvið hæfisreglna stjórn- sýslulaga, hvaða sjónarmið eru að- allega notuð við skýringu og fyll- ingu þeirra svo og að veita yfirsýn yfir framkvæmd reglnanna. Doktorsvörn við lagadeild Háskóla Íslands HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt hálfþrítugan mann í 7 mán- aða fangelsi fyrir fjölda afbrota á Suðurlandi undanfarin tvö ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir þjófnað úr verslun á Selfossi, innbrot og þjófnað á veitingastað í Hvera- gerði og heimili í Reykjavík, fölsun alls níu ávísana á illa fengin eyðublöð úr tékkhefti annars manns sem hann notaði í viðskiptum, gripdeild og fyr- ir tvenn umferðarlagabrot. Í bæði skipti ók hann bifreið sviptur öku- rétti. Með brotunum rauf maðurinn skilorð fyrri dóms og er refsingin nú óskilorðsbundin að öllu leyti. Mað- urinn var ennfremur sakfelldur ásamt rúmlega tvítugum samverka- manni fyrir nytjastuld þrisvar sinn- um aðfaranótt annars dags jóla 2003. Í tveimur tilvikum stálum þeir bílum ogóku þeim uns annar þeirra hafnaði utan vegar og valt við Hveragerði og hinn hafnaði og sat fastur ofan í skurði í bænum. Í þriðja lagi brutust þeir sömu nótt inn í húsnæði hjálp- arsveita skáta í Hveragerði og tóku vélsleða og óku honum um bæinn. Samverkamaðurinn var dæmdur í mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Verjendur voru Örn Clausen hrl. og Sigurður Sigurjónsson hrl. Sækjandi var Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi lögreglustjór- ans á Selfossi. Hlaut 7 mánaða fangelsi fyrir margítrekuð afbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.