Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 51 DAGBÓK Ítilefni sýningarinnar RÚRÍ: Archive – endangered waters efnir Listasafn Íslandstil málþings um myndlistarkonuna Rúrí ogverður listferill hennar skoðaður í al- þjóðlegu samhengi með mynddæmum. Rúrí á um 30 ára listferil að baki en hún stund- aði myndlistarnám í Reykjavík og í Hollandi og hefur starfað víða; svo sem í Hollandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Kanada, Kína og Svíþjóð. Frá því hún kom fyrst fram árið 1974 sem þátt- takandi í útisýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í Austurstræti hefur hún átt óslitinn feril og haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum. Í verkum sínum hefur Rúrí birt róttæka afstöðu til umhverfisins sem er grunnurinn að þeirri hugmyndafræði sem hún gengur út frá í verkum sínum, sem eru fjölbreytt að gerð, þar sem hún hefur unnið með ólíka miðla svo sem gjörninga; höggmyndir; stórbrotin um- hverfisverk eða innsetningar. „Með verkum sínum hefur hún vakið fólk til umhugsunar um efnishyggjusamfélagið og lífs- gæðakapphlaupið og þann veruleika sem við blas- ir ef staðreyndir eru skoðaðar í ljósi tímans,“ seg- ir Halldór B. Runólfsson, sem er spyrjandi á málþinginu. „Verk hennar fjalla um tengsl manns og náttúru í víðu samhengi eða sem hluta af al- heiminum.“ Verk Rúríar Archive – endangered waters var sýnt á Feneyjatvíæringnum síðasta sumar og vakti þar mikla athygli eins og það gerði einnig er það var sýnt í Frakklandi og Hollandi. Hvaða áhrif hefur Rúrí haft á stefnur og strauma hér á landi og erlendis? „Ég tel að hún hafi til dæmis sem kona sýnt al- veg ótrúlegt frumkvæði þegar nánast engar kon- ur þóttu gjaldgengar í listheiminum. Hún var brautryðjandi á sviði gjörninga og hafði ótvíræð áhrif með kraftmiklum og afgerandi gjörningum sínum fyrir utan það að vera mjög snemma merk- isberi íslenskrar myndlistar, t.d. á Norðurlönd- unum, þar sem hún er mjög vel kynnt.“ Hvaða lærdóm getum við dregið af ferli Rúríar? „Þann lærdóm að listin getur leyft sér að taka afstöðu, til dæmis til þjóðfélagsins, jafnvel dálítið hættulegra pólítískra málefna og komið fram með upplýsandi vinkil á mál sem ekki verða krufin með öðrum hætti. Hún hefur verið leiðarljós mörgum listamönnum fyrir hugrekki og djörfung. Út frá listfræðilegu sjónarmiði er það mjög merkilegt að með þessu verki sínu, Archive – Endangered waters, er Rúrí í raun og veru að koma mjög sterkt fram í enn eitt skiptið, sem myndi kallast merkilegt, því afar fáir listamenn hafa meira en eitt líf. Reglan er sú að listamaður kemur upp og þykir eftirtektarverður í ákveðinn tíma, en það er mjög erfitt fyrir hann að ná aftur athygli listheimsins. Það sýnir hæfileika Rúríar að henni hefur tekist að koma inn aftur tvíefld.“ Myndlist | Laugardagsstefna um listferil myndlistarkonunnar Rúríar Brautryðjandi á fjölda sviða  Halldór B. Runólfs- son fæddist í Reykjavík árið 1950. Hann lauk prófi í listfræði frá Há- skólanum í Toulouse í S-Frakklandi. Þá stund- aði hann framhaldsnám við Parísarháskóla í listfræðum. Halldór hefur m.a. starfað sem listgagnrýnandi við Morgunblaðið, sem sýningastjóri Norrænu myndlistarstöðv- arinnar í Helsinki og sem kennari við Háskóla Íslands. Hann er nú lektor í listfræðum við Listaháskóla Íslands. Halldór er kvæntur Mar- gréti Árnadóttur Auðuns myndmenntakenn- ara og eiga þau tvö börn. Haninn er merkilegur fugl HANINN hann er merkilegur fugl. Hann er eina kvikindið sem gengur á tveimur fótum og galar. Hann er líka morgunfuglinn sem hvetur til dáða og samkvæmt norskri þjóðtrú fælir hann burtu þursa eða neikvæða bú- álfa sem annars mundu taka sér ból- stað í úti- húsum. Til forna og fram til síðustu aldar a.m.k. var hann notaður til þess að finna lík manna í sjó eða vatni og þessi siður var viðhafður bæði í Noregi og hér á Íslandi. Ein saga varðandi þetta: Það mun hafa verið í byrjun síðustu aldar að tveir menn drukknuðu í Veiðivötn- um, nálægt Tjaldvatni, og líkin fund- ust ekki. Þá var brugðið á það ráð að fara niður í Landsveit og sækja hana. Róið var með hanann um allt vatnið. Á einum stað galaði hann mjög en horði annars þögull allt í kringum sig. Menn höfðu með einhverjar ífærur til að reyna að ná upp líkunum. Ekki tókst það. Mörgum árum síðar voru menn við veiðar þarna. Það var að haustlagi og vatnið mjög tært. Sáu þeir þá tvær beinagrindur í vatninu, sennilega fastar á hraunnibbu, á svipuðum stað og haninn hafði galað. Mér er líka kunnugt um það að þeir við Sognsæ í Noregi hafa leitað eftir líkum í sjó á sama hátt. Eyjólfur Guðmundsson, Sólvallagötu 45, Rvík. Fyrirmyndarþjónusta ÉG vil koma því á framfæri hvað strákarnir í húsgagnadeild Rúmfatalagersins, Smáratorgi, eru frábærir, einstaklega liprir og þjón- ustulundaðir. Stólar sem ég keypti hjá þeim stóðust ekki væntingar mínar svo ég fékk að skila þeim og velja aðra. Þeir voru svo almennilegir strákarnir, og þvílík þjónustulund. Takk fyrir strákar, þið standið ykkur vel! Heba Gísladóttir. Lotta er týnd — Garðastræti LÆÐAN Lotta týndist frá heimili sínu í Garðastræti 45 um kl. 16 sunnudaginn 30. janúar. Hún er með frekar dökkan og þykkan feld með gulum og gráum rákum inn á milli. Lotta er merkt með ljósblárri ól og rauðu merkispjaldi. Hún er líka eyrnamerkt: 1428. Lottu er sárt saknað og ef einhver hefur orðið var við hana er hann vinsamlegast beð- inn um að hringja í síma 869 9785 eða 898 8115. Nala er týnd — Garðabær NALA er týnd, hún hefur ekki komið heim síðan 14. janúar. Hún er eins árs gömul kisustelpa, þrílit; hvít, rauðgul og grá. Hún var með gráa ól með rauðum steinum. Síminn okkar er 897 2204 ef einhverjir vita um hana. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn4. febrúar, er níræður Björn Jónsson, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, áður Tunguvegi 28, Reykjavík. Eig- inkona hans er Guðný Brynjólfsdóttir. Þau eru að heiman. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Á morgun, laug-ardaginn 5. febrúar, er 60 ára Gils Stefánsson, Vesturholti 11, Hafn- arfirði. Hann og eiginkona hans, Rósa Héðinsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Fjörugarðinum kl. 12–15 á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. 7. febrúar nkverður Guðbjörg Björgvins- dóttir 60 ára. Í tilefni þess efnir hún og fjölskylda hennar til samverustundar með vinum og ættingjum í golfskál- anum Efra-Seli, laugardaginn 5. febr- úar frá kl. 15–19. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 4. febrúar,er áttræður Sigurður Gunn- steinsson, Vogatungu 45, Kópavogi. Eiginkona hans er Margrét A. Jóns- dóttir. Þau taka á móti gestum í húsa- kynnum Medico, Akralind 3, Kópavogi, í kvöld frá kl. 20. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 4. febrúar,er Níels Rask Vendelbjerg, þýðandi og leiðsögumaður, fimmtíu ára. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. Brúðkaup | Gefin voru saman 9. októ- ber s.l. í Kópavogskirkju af sr. Sigfúsi Kristjánssyni þau Hörður Páll Egg- ertsson og Dagrún Fanný Liljarsdóttir. Ljósmynd/Lárus Sigurðarson Atlas barnanna er eftir Anitu Ganeri og Chris Oxlade. Sig- þrúður Gunn- arsdóttir þýddi. Öll börn eru forvitin um lönd og þjóðir. Í Atlas barnanna eru kort af öllum heiminum þar sem upp- lýsingar um landslag og mannlíf eru settar fram með skýrum og skemmti- legum hætti. Litrík og lífleg framsetningin hentar börnum á aldrinum 4-10 ára og á hverri opnu er að finna skemmtilegar gátur, þrautir og verkefni. Tilvalin bók fyrir fróðleiksþyrsta og forvitna krakka. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 128 bls. Verð: 2.690 kr. Börn Risk Factors for Repeated Child Maltreatment in Iceland – An eco- logical approach er eftir Freydísi Jónu Freysteins- dóttur fé- lagsráðgjafa og lektor í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um vistfræðilíkan um misbrest í uppeldi barna. Líkanið dregur fram hvernig áhættuþættir auka líkurnar en vernd- andi þættir draga hins vegar úr þeim. Vistfræðilíkanið felur í sér þætti tengda einstaklingum, fjölskyldu, fé- lagslegu umhverfi og menningu. Rakt- ir eru þeir áhættuþættir sem fundist hafa í rannsóknum á mismunandi sviðum vistfræðilíkansins. Í síðari hluta bókarinnar er greint frá íslenskri rannsókn á ákveðnum þáttum líkansins. Rannsóknin var unnin upp úr gögnum barnavernd- arstarfsmanna. Kannað var hvaða áhættuþættir tengdust málum sem voru tilkynnt endurtekið til barna- verndaryfirvalda samanborið við mál þar sem ein barnaverndartilkynning barst. Hverju máli var fylgt eftir í 18 mánuði frá fyrstu tilkynningu. Ekki höfðu verið barnaverndarafskipti fyrir fyrstu barnaverndartilkynningu í mál- unum. Helstu niðurstöður voru að sterk tengsl reyndust vera milli áhættuþátta tengdum móður (t.d. þunglyndi) annars vegar og fjölskyldu (t.d. ágreiningur milli foreldra) hins vegar við endurtekinn misbrest í upp- eldi barna. Helstu styrkleikar bókarinnar eru ít- arleg umfjöllun um vistfræðilíkan og þá áhættuþætti sem tengjast mis- bresti í uppeldi barna og umfjöllun um mikilvæga rannsókn á áhættuþáttum endurtekins misbrests í uppeldi barna sem unnin var hér á landi. Bók- in er því sérstaklega gagnleg fyrir barnaverndarstarfsmenn og annað fagfólk sem kemur að málefnum barna. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 129 bls. Verð er kr. 2.990. Félagsráðgjöf Hugmyndir sem breyttu heiminum er eftir Felipe Fernández- Armesto í þýðingu Róberts Jacks. Í bókinni, sem er myndskreytt á áhrifaríkan hátt, fjallar hinn virti rit- höfundur og fræðimaður Felipe Fern- ández-Armesto um 175 lykilhug- myndir sem hafa breytt heiminum frá árdögum mannkyns til okkar tíma. Hugmyndir manna um eilíft líf, heil- agt stríð, brjálaða vísindamanninn og hjónaband byggt á ást eru meðal þeirra sem teknar eru til skoðunar. Í bókinni kemur fram fersk og sannfær- andi sýn á ýmsa grundvallarþætti mannlífsins – allt frá dýpstu rökum til- verunnar til hversdagslegustu fyr- irbæra. Felipe Fernández-Armesto er Spán- verji að hálfu og Englendingur að hálfu. Hann er búsettur á Englandi, starfar sem háskólaprófessor og kennir sögu og landafræði í Oxford og London. Þá hefur hann starfað sem sendikennari við ýmsa háskóla í Evr- ópu og Bandaríkjunum, ritað blaða- greinar í ýmis blöð og tímarit, flutt út- varpserindi um margvísleg efni og tekið þátt í gerð handrita fyrir sjón- varpsmyndaflokka sem byggðir eru á bókum hans. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 400 bls. Verð: 4.990 kr. Fjölfræði ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.