Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 17 ERLENT ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 8 6 EKKI ÉG! HVER ER SÆTUR? Hátt í hæðinni við Klapparholt, innan um holtagróður, steina og klappir, stendur fallegt einbýli á frábærum útsýnisstað, þaðan sem horft er yfir Hafnarjarðarhöfn og yfir Flóann og Sundin til fjalla. Húsið er teiknað af Albínu Thordarson og er öðruvísi útfært en flest önnur. Það er ca 220 fm á tveimur hæðum. Niðri eru stofur, eldhús, eitt herbergi og innbyggður bílskúr og uppi er gert ráð fyrir þremur herbergjum en tvö herbergin hafa verið sameinuð í stóra stofu. Allar innréttingar eru sérteiknaðar af arkitekt hússins. Óhreyft land með náttúru- minjum í kringum húsið. Einstakt tækifæri. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-19 KLAPPARHOLT 7 - ÚTSÝNI YFIR ALLT Martin McGuinness, samninga- maður Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði, að yfirlýsingin væri svar við fjandsamlegri afstöðu bresku og írsku stjórnarinnar en talsmaður Blairs sagði í gær, að það væri síður en svo, að breska stjórnin vildi ögra Sinn Fein. Hún stæði hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd, að „það var IRA, sem stóð að banka- ráninu“. Í yfirlýsingu IRA sagði ekki, að samtökin myndu grípa aftur til vopna en vegna þessa máls hafa deiluaðilar forherst í afstöðu sinni. Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðislega sambands- flokksins, stærsta stjórnmálaflokks mótmælenda, sagði í gær, að yfirlýs- ingin sýndi, að IRA hefði aldrei ætlað að afsala sér vopnunum. „Það vakti aldrei fyrir þeim að hætta sinni víðtæku glæpastarf- semi,“ sagði Paisley. Allmargir stjórnmálaleiðtogar á N-Írlandi og Írlandi, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, fordæmdu í gær yfirlýsingu IRA og skoruðu á leið- toga samtakanna að játa þátt sinni í bankaráninu í Belfast og öðrum glæpum. Nýjar blikur á lofti á N-Írlandi IRA dregur til baka tilboð um að eyða vopnum vegna ásakana um bankarán AP Tvær konur ganga framhjá vegg í hverfi kaþólikka í Vestur-Belfast í gær. Á vegginn hefur heiti Írska lýðveldishersins verið ritað. Dyflinni. AP, AFP. ILLA horfir nú með friðarferlið á Norður-Írlandi eftir að IRA, Írski lýðveldisherinn, dró í gær til baka til- boð um að eyðileggja vopnabirgðir sínar. Er ástæðan sú, að samtökin hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á miklu bankaráni í Belfast í desember en þau neita því harðlega. Í yfirlýsingu, sem IRA birti í gær í Dyflinnar-blaðinu An Phoblacht, er ásökununum lýst sem „upplognum og illgjörnum“ og þar segir einnig, að öll tilboð IRA séu „úr sögunni“ um sinn. Þetta þýðir, að tilraunir bresku og írsku stjórnarinnar til að fá IRA til að eyðileggja vopnabirgðir sínar undir eftirliti eru farnar út um þúfur, að minnsta kosti í bili. Yfirlýsinguna birti IRA eftir að þeir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Berie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, lýstu yfir, að glæpastarfsemi IRA væri helsti þröskuldurinn í vegi friðar á N-Ír- landi. Minntu þeir á, að í desember hefði lítið vantað upp á samkomulag við IRA um að eyða vopnabirgðum en þær viðræður hefðu að engu orðið er rúmlega þremur milljörðum ísl. kr. var rænt úr Northern Bank í Belfast. SÆNSKI auðmaðurinn Fabian Bengtsson, sem hvarf 17. janúar sl. og fullvíst sýnist að hafi verið rænt, er fundinn. Bengtsson fannst í gærmorgun á bekk í Slottsskogen í miðborg Gauta- borgar. Bengtsson, sem er 32 ára, er annar framkvæmdastjóra Siba, leiðandi fyrirtækis á sviði raf- magnstækja í Svíþjóð. Siba er fjöl- skyldufyrirtæki og er auður eig- endanna sagður margir milljarðar króna. Hann hvarf 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu. Faðir hans, Bengt Bengtsson, sem er forstjóri Siba, fékk SMS-skilaboð frá syni sínum en þau gáfu til kynna „að hann væri ekki fjarver- andi af fúsum og frjálsum vilja“. Sænsk lögreglan sagði í gær að ástand Bengsstons væri gott mið- að við aðstæður. Fullyrti tals- maður lögreglu að lausnargjald hefði ekki verið greitt fyrir Bengtsson. Sagði hann jafnframt að mannanna sem rændu honum væri nú ákaft leitað. Fjölskylda Bengtssons hafði gefið til kynna á netsíðu fyrirtæk- isins að hún væri tilbúin að greiða ræningjunum lausnargjald. Bar talsmaður lögreglunnar lof á fjöl- skylduna og sagði hana hafa sýnt mikið hugrekki og yfirvegun. Staðfesti hann að krafa um lausn- argjald hefði komið fram en tjáði sig ekki nánar um hvað hugs- anlega hefði búið að baki þeirri ákvörðun ræningjanna að sleppa Bengtsson. Svenska Dagbladet hafði heim- ildir fyrir því að Bengtsson hefði hugsanlega sloppið frá ræningjum sínum. Hann hefði kastað mæðinni á bekknum í Slottsskogen er kennsl voru borin á hann og lög- regla var send á staðinn. Segja 90 milljónir hafa verið greiddar Sænska dagblaðið Expressen hafði eftir vitni sem kom að Bengtsson í Slottsskogen um klukkan hálfátta að staðartíma í gærmorgun að hann hefði verið afar ringlaður og vart vitað hvar hann var niðurkominn. Expressen kvaðst og hafa heimildir fyrir því að ræningjarnir hefðu kastað Bengtsson út úr ökutæki nærri Slottsskogen. Þá hafði blaðið eftir heimild- armönnum sínum að Bengt Bengtsson, faðir Fabians Bengts- sons, hefði greitt ræningjunum tíu milljónir sænskra króna, tæpar 90 milljónir íslenskra, í lausnargjald. Peningunum hefði verið komið til ræningjanna í þessari viku, senni- lega á miðvikudag. Auðmaðurinn Fabian Bengtsson fannst í Gautaborg Sænska dagblaðið Expressen segir að lausnargjald hafi verið greitt ZURAB Zhvania, forsætisráð- herra Georgíu, lést í gær af slys- förum á heimili vinar síns í Tbil- isi, höfuðborg landsins. Kom upp gasleki í íbúðinni og varð hann þeim báðum að bana. Vano Merabishvili, innanríkis- ráðherra Georgíu, sagði í gær, að enginn grunur væri um neitt misjafnt. Sagði hann, að Zhvania hefði komið í íbúðina um mið- nætti í fyrrinótt en á fimmta tím- anum hefði varðmenn verið farið að gruna, að ekki væri allt með felldu og hefðu þeir þá brotist inn. Komu þeir að Zhvania og gestgjafa hans, Zurab Usupov, aðstoðarríkis- stjóra Kvemo- Kartli-héraðs, látnum. Í stærsta herbergi íbúð- arinnar var ír- anskur gasofn og er slysið rakið til leka úr honum. Fannst Zhvania sitjandi í stól en Usupov í eldhúsinu. Báru tilraunir til að lífga þá við engan árangur. Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, minntist Zhvania í gær sem góðs vinar en hann tók virk- an þátt í mótmælunum, sem steyptu Eduard Shevardnadze forseta af stóli í nóvember 2003. Var hann mjög hófsamur og lagði ávallt áherslu á að leysa all- ar deilur, til dæmis við aðskiln- aðarsinna í Abkhazíu og Suður- Ossetíu, með samningum. Zhvania var líffræðingur að mennt, 41 árs að aldri, og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Zurab Zhvania Zhvania lést vegna gasleka Tbilisi. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.