Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 35 UMRÆÐAN Sérfræðingar Kanebo verða í Hygeu Kringlunni í dag föstudag kl. 13-18 og á morgun laugardag frá kl. 13-17. Boðið er uppá faglega ráðgjöf, húðgreiningu og förðun. Ykkur er velkomið að panta tíma í förðun. Tignarlegur varalitur með gulli og silki 533 4533 INTERNATIONAL ÓLÖGMÆTT verðsamráð olíufé- laganna er stórt mál á íslenskan mælikvarða. Málið er ekki aðeins stórt vegna hárra fjárhæða sem talið er að félögin hafi hagn- ast um af samráðinu. Það er ekki síður stórt sökum þess að það lýtur að starfsemi mikilvægra fyr- irtækja og „áhrifa- mikilla“ einstaklinga. Málið er því próf- steinn á það hvort „kerfið“ virki – hvort í landinu gildi ein lög og þar búi ein þjóð. Sam- keppnisyfirvöld hafa lokið meðferð sinni á málinu. Þau stóðust það próf. Trúverðugleiki réttarvörslu- kerfisins Í málinu reynir einnig á ríkislögreglustjóraembættið og réttarvörslukerfið. Niðurstaða rannsóknar ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Sérstaka athygli mína hafa vakið yfirlýsingar embættisins í fjöl- miðlum um stöðu málsins – yfirlýs- ingar sem í reynd draga úr trúverð- ugleika rannsóknar embættisins. Þannig hafa talsmenn ríkislög- reglustjóra sett fram opinberlega ýmsar vangaveltur um það hvort brot einhverja starfsmanna olíufélaganna kunni að vera fyrnd og lýst að því er virðist erfiðleikum embættisins við að rannsaka afbrot sem olíufélögin hafa játað að mestu og beðið þjóðina afsökunar á. Í mínum huga er það dóm- stóla að kveða uppúr um gæði rannsóknar og nið- urstöður hennar. Hug- leiðingar og vangaveltur ríkislögreglustjóra í fjöl- miðlum um stöðu ein- stakra mála og ætlaða erfiðleika við rannsókn málsins, þjóna ekki hags- munum réttarvörslukerf- isins. Dómstólar eiga lokaorðið Vegna alvarleika máls- ins og aðstæðna hefur það lengi verið mín skoð- un að skipa hefði átt sér- stakan ríkislög- reglustjóra til að fara með rannsókn þess. Því sjónarmiði hefur verið hafnað. Vegna þess að trúverðugleiki „kerfisins“ er að veði vil ég hvetja ríkislög- reglustjóra til að einbeita sér að rann- sókninni – ljúka henni – og fela svo dómstólum að kveða upp úr um hvort rannsóknin standi undir nafni – hvort hún leiði til sakfellingar eða sýknu. Það er þeirra hlutverk. Þessa aðferð tel ég vænlega og muni leiða til far- sællar niðurstöðu fyrir samfélagið. Ríkislögreglustjóri einbeiti sér að rann- sókn olíumálsins Lúðvík Bergvinsson fjallar um verðsamráð olíufélaganna ’Málið er þvíprófsteinn á það hvort „kerfið“ virki – hvort í landinu gildi ein lög og þar búi ein þjóð.‘ Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ verður ekki ofsögum sagt af óförum ríkisstjórnar Íslands hin síðari misserin. Þar bera auðvitað hæst afbrotin í Íraksmálinu. Með beinni aðild að innrásinni í Írak settu formenn stjórnarflokkanna óafmáanlegan blett á æru Íslands út á við, auk þess sem afglöpin voru brot á lögum landsins. Enn einu sinni gengu þeir á skítugum skónum yfir þingræðið, virtu að vettugi bein lagafyr- irmæli og létu siðferð- isskyldur sínar lönd og leið. Það er hrein aumkun að sjá þá engjast í eigin ósann- indavef. Forsætisráðherrann nýi hefir greinilega forystu í þeim efnum, þótt hátt beri að vísu yfirlýsingu hins fyrrverandi í stefnuræðu í Alþingi 2. okt. 2003, þegar hann lýsti yfir að innrásin í Írak hefði verið „löghelguð af sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna“. Hin síðari árin hefir það verið mikill siður landsstjórnarmanna að sækja sér liðsstyrk til flokksmanna sinna, sem almenningur hefir að öðru jöfnu ástæðu til að bera traust til. Á þetta sérstaklega við um vís- indamenn við Háskóla Íslands, en hins einnig skemmst að minnast, þegar þeir báðu um uppáskrif sjálfs Hæstaréttar við ólög sín í Öryrkja- málinu – og fengu. Þegar lög mæla svo fyrir um, að utanríkisráðherra beri skylda til að hafa samráð við Utanríkisnefnd Al- þingis um öll meiriháttar utanrík- ismál, en þeim lögum ekki hlýtt í Íraksmálinu, biður fyrrverandi ut- anríkisráðherra og núverandi for- sætisráðherra í öngum sínum flokksbróður sinn í Háskóla Íslands um að athuga þetta lagafyrirmæli. Við því er orðið og úrskurðað að lög hafi ekki verið brotin, þótt ekkert samráð hafi verið haft við Utanríkisnefnd. Hvernig í ósköp- unum var farið að því? Jú, með því að álykta að ákvörðun um aðild okkar að Íraks- stríðinu hafi verið minni háttar mál, sem þar af leiðandi þurfti ekki að koma til kasta nefndarinnar! Er að undra þótt menn verði dysma og dolfallnir yfir slíkum vinnubrögðum? Og Morgunblaðið hleypur strax undir bagga með hinum nýja for- sætisráðherra sínum. Reykjavík- urbréf 30. janúar sl. fjallar um „til- gangslaust karp um formsatriði“ og „rifrildi um aukaatriði“. Með vísan til lagaprófessorsins segir „liggur ekki annað fyrir en að farið hafi verið eftir lögum og stjórnskipan landsins“. Það er varla að menn trúi sínum eigin augum, þegar um er að ræða mestu ógöngur, sem ís- lenzka lýðveldið hefir ratað í. Falleinkunnir ríkisstjórnarinnar blasa við allra augum. Það verður ekki rætt sérstaklega í þessum pistli hvernig loforðin um dreifða sölu ríkisbankanna voru svikin og gamla helmingaskiptareglan við- höfð, en á það minnt að gefnu til- efni af því sem viðskiptaráðherrann kemur þar einnig við sögu. Þegar forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að frumvarp um hringamyndanir myndi koma fyrir Alþingi í vetur, varð viðskiptaráð- herra svo mikið um að hann „hrökk við“ að eigin sögn, en sló síðan á sig ólæsi. Morgunblaðið mælti á sínum tíma fast með dreifðri sölu bank- anna. Blaðið hefir eins og fleiri mælt mjög fast með að í lög verði leiddar reglur gegn hringamynd- unum. Framangreind viðbrögð ráð- herrans við tali um hringamyndanir nú verða ekki misskilin. Þau minna greinilega á froðusnakkið um „kjöl- festufjárfesta“ í aðdraganda að svikum við sölu ríkisbankanna. Framsóknarflokkurinn skyldi þó ekki vera leynilega „hring“trúlof- aður? Nema Valhallarmenn séu það líka? Undirritaður bíður eftir við- brögðum blaðsins síns. Falleinkunnir Sverrir Hermannsson fjallar um ríkisstjórnina ’Er að undra þótt mennverði dysma og dol- fallnir yfir slíkum vinnu- brögðum?‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. NÚ HEFUR þeim sem nota kreditkort borist jólareikning- urinn. Búast má við að útgjöldin, ekki síst matarreikningurinn, reynist mörgu heimilinu þung í skauti. Eins og fram hefur komið í til- löguflutningi Sam- fylkingarinnar er matvara yfir 50% dýrari hér en með- altal Evrópulanda samkvæmt vandaðri könnun Evrópulanda. Ísland og Noregur eru með svipað verð og langdýrust Norð- urlandanna meðan Danmörk þar sem matvara ber 25% virðisaukaskatt er samt mun lægri. Í Noregi hefur verið reiknað út að ef mat- arverð næðist niður í það sama og er í Sví- þjóð myndi 4ra manna fjölskylda spara 250 þúsund á ári. Samfylkingin vill lækka matarverðið Að tilhlutan Sam- fylkingarinnar vann Hagfræðistofnun HÍ skýrslu sem lögð var fram á Alþingi sl. vor þar sem or- sakir hins háa matarverðs voru greindar og tillögur settar fram um úrbætur. Ekkert bólar á að- gerðum í þá veru á stjórnarheim- ilinu enda hafa menn verið upp- teknir af að lækka skatta um nokkra milljarða þó sýnt hafi ver- ið fram á að lækkun matarverðs væri miklu betri kostur fyrir heimilin í landinu, ekki síst barnafjölskyldur. Samfylkingin flutti tillögur á Alþingi um að lækka virðisaukaskatt á mat úr 14% í 7% og veita til þess fimm milljarða króna í stað þess að fara tekjuskattslækkunarleiðina en tillögur okkar voru kolfelldar. Samfylkingin vill breytingar á tollum, vörugjöldum og öðrum þáttum sem virka hamlandi á samkeppni eða halda uppi fram- leiðsluverði og verð- lagi og hefur ítrekað hvatt ríkisstjórnina til aðgerða án árang- urs. Meira þangað sem mest er fyrir Persónuafsláttur hefur ekki fylgt vísi- tölu í langan tíma og þó hann hækki smá- vegis núna vegur það ekki á móti skekk- juáhrifum. Skatta- lækkunin kemur þeim tekjuhæstu til góða. Þannig fara 2,5 milljarðar króna beint í vasa 25% tekjuhæstu meðan næstum ekkert fer til 25% tekjulægstu. Og 18 til 20 þúsund þeirra sem kröppust hafa kjörin njóta einskis í breyttri skattheimtu. Þvert á móti því gjaldtaka ríkisins á ýmsum sviðum var hækkuð mikið og vega tekjur ríkisins vegna þeirrar hækkunar vel á móti tekjutapinu vegna skattalækkunarinnar. Skattar eru jöfnunartæki og skipta miklu í þróun velferð- arkerfis. Ríkisstjórnin hefur ekki verið að gæta að hag hins al- menna Íslendings í meðferð sinni á skattamálum. Og matarreikn- ingurinn í desember segir flestum fjölskyldum sína sögu. Var jólamatur- inn dýr? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar um skattamál Rannveig Guðmundsdóttir ’Samfylkinginflutti tillögur á Alþingi um að lækka virðis- aukaskatt á mat úr 14% í 7% og veita til þess fimm milljarða króna …‘ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.