Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 20
Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Bæjarskrifstofu lokað | Bæjarráð
Fjarðabyggðar hefur ákveðið að bæj-
arskrifstofum á Eski-
firði verði lokað. Á
fundi bæjarráðs 2. febr-
úar sl. var farið yfir
skipulag skrifstofuhalds
hjá Fjarðabyggð í fram-
haldi af þessu og sam-
þykkt að starfsmenn á
Eskifirði hafi vinnuað-
stöðu sína framvegis í verslunarmiðstöð-
inni Molanum sem nú er að rísa á Reyð-
arfirði.
7.000 servíettur | Í anddyri Bókasafns
Akraness stendur nú yfir safnarasýning.
Þar sýnir Margrét Gunnardóttir, starfs-
stúlka á Sjúkrahúsi Akraness, servíettur
sem hún hefur safnað frá því hún var 6 ára
eða í yfir fjörutíu ár. Margrét á í fórum sín-
um um 7.000 servíettur af ýmsum gerðum
og eru hér sýndar m.a. elstu servíetturnar
úr safninu. Sýningin er opin á sama tíma og
safnið og lýkur í lok febrúar. Þá sýnir Mar-
grét einnig hluta af pennasafni sínu.
Sextán skógarbændurí Héraðsskógaverk-efninu sóttu um að
fá fjármagn til grisjunar á
jörðum sínum í ár, að því er
fram kemur á vefnum her-
adsskogar.is. Starfsmenn
Héraðsskóga hafa verið að
taka út þessar jarðir og
meta grisjunarþörfina og
forgangsraða jörðunum
eftir grisjunarþörf. Þau
svæði sem verða sett í for-
gang eru þar sem skógur
er hæstur og þéttastur,
einkum reitir þar sem þétt-
leiki á lerki er um 3000 tré
á hektara og þar yfir og
þar sem yfirhæð trjáa er
4-5metrar. Hagkvæmt er
að jafna bil trjáa í þessum
reitum og fækka trjám nið-
ur í 1500 til 1800 tré á hekt-
ara. Þessa reiti er oft hægt
að grisja með kjarrsög.
Grisjun
Snjóbrettafélag Íslands og Skíðadeild Tindastóls áSauðárkróki halda í sameiningu snjóbrettahelgií skíðasvæðinu í Tindastóli við Sauðárkrók. Boð-
ið verður upp á kennslu fyrir vana og óvana snjó-
brettamenn, brettabíó og margt fleira.
Nægur snjór er í aðalbrekkunni á skíðasvæðinu í
Tindastóli þrátt fyrir hláku síðustu daga.
Fastar áætlunarferðir frá Króknum og á á skíða-
svæðið verða þrisvar í viku í tilraunaskyni næstu tvo
mánuði.
Brettahelgi í Tindastóli
Rangt var haft eftirhvolpnum Basilfursta, leiðréttist
hér með vísa hans til katt-
arins. Þess má geta að
spænska orðið fácil þýðir
auðveldur, meðfærilegur.
Með kastilíönskum hætti
verða bæði rímorðin, þ.e.
fácil/Basil smámælt,
u.þ.b. faþil/Baþil.
Umfram allt þú ætíð skalt
auðmjúk vera og fácil
og víst ávalt þeim vana halt
að vera góð við Basil.
Pétur Þorsteinsson kom
að kettinum þar sem hann
hafði algjörlega gleymt
sér í sjálfsdýrkun:
Ýsa, lúða, eðalvín
einatt hug minn seiða.
Kríur, þresti, keldusvín
kann ég lík’að veiða.
Basil fursti svaraði:
Þú hugsar um það helst og fremst
að hringa þig og mala,
en aldrei sá til æru kemst
sem ekki kann að smala.
Enn af Basil fursta
pebl@mbl.is
Mývatnssveit | Ívar Stefáns-
son, bóndi í Haganesi í Mý-
vatnssveit, hafði litið til vatns-
ins á björtum sólskinsdegi í
byrjun febrúar, en áhyggju-
svipurinn leynir sér ekki. Að
öllu eðlilegu væri hann frammi
á ísnum í dag að vaka undir.
En það er ekki til nokkurs hlut-
ar og því gekk hann sér aðeins
upp á Þinghól og leit yfir vatnið
sitt. Hann hugsar til þeirra
daga þegar fengust gjarnan 20
stórar og fallegar bleikjur í net
eftir nóttina. Hann segir af
kornátunni sem fyrrum var
mikilvæg fæða bleikjunnar. Nú
sést ekki kornáta enda bleikjan
gul á kviðinn sem fyrrum var
rauður. Þannig er nú komið
fyrir lífríkinu en bændur horfa
í gaupnir sér og enginn veit
hvenær aftur verður vakað
undir ís á Mývatni.
Morgunblaðið/BFH
Af veiðibónda í Mývatnssveit
Íslaust Akureyri| Bæjarráð Akureyrar hefursamþykkt tillögur framkvæmdaráðs varð-andi endurbætur á Tjaldstæðinu við Þór-
unnarstræti, „enda rúmist kostnaður við
þær framkvæmdir sem ráðist verður í inn-
an fjárhagsramma framkvæmdadeildar á
árinu 2005,“ eins og segir í fundargerð
bæjarráðs.
Ráðið fól framkvæmdaráði að gera til-
lögur um framtíð tjaldstæðisins við Þór-
unnarstræti og hugsanlegar úrbætur á því.
Framkvæmdaráð leggur til að enn um sinn
verði rekið tjaldstæði við Þórunnarstræti.
Til að svo megi verða er lagt til að áður en
starfsemi hefst á svæðinu í vor verði það
girt af, lokið verði fullnaðarfrágangi bif-
reiðastæða norðan þess og lagfæringar
gerðar á tengingum rafmagns og vatns á
svæðinu. Með þessu móti telur fram-
kvæmdaráð að komið sé til móts við þær
athugasemdir og umkvartanir sem íbúar í
næsta nágrenni svæðisins hafa komið á
framfæri og einnig að öryggi gesta og
starfsfólks sé betur tryggt.
Endurbætur
á tjaldstæði
Morgunblaðið/Kristján
Borgarfjörður | Nemendum Viðskiptahá-
skólans á Bifröst gafst tækifæri til að ræða
við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra um menntamál á
fundi sem haldinn var með henni á vegum
Miðgarðs, Félags ungra sjálfstæðismanna
á Bifröst fyrr í vikunni.
Þorgerður Katrín sagði eftir fundinn að
góðar umræður hefðu skapast um öll
skólastigin, allt frá leikskóla upp í háskóla.
„Ég hélt stutta tölu fyrst og þegar nem-
endum gafst tækifæri til að spyrja var
komið víða við,“ sagði hún. „Þetta var mál-
efnalegur fundur þar sem meðal annars
var rætt um styttingu náms til stúdents-
prófs, skólagjöld og fjölbreytni í náms-
framboði háskólanna, svo eitthvað sé
nefnt. Ég lagði áherslu á mikilvægi þess að
ýta undir sérstöðu háskólanna í þessu sam-
keppnisumhverfi sem hér er.
Mér hefur fundist vel takast til í þeim
efnum á Bifröst.“ Menntamálaráðherra
sagðist alltaf hafa jafngaman af því að
heimsækja Bifröst. „Það er alltaf gaman að
sjá gróskuna sem þar er svo áberandi.“
Gaman að
sjá gróskuna
♦♦♦
Íbúafundur| Bæjarstjórn Blönduósbæjar
hefur samþykkt að standa fyrir almennum
íbúafundi til að ræða stöðu atvinnumála og
framtíðarhorfur. Kemur
þetta til af því að miklar
breytingar hafa orðið í
atvinnumálum í bæj-
arfélaginu undanfarið að
því er fram kemur á vef
sveitarfélagsins.
Í bókun bæj-
arstjórnar segir að á
fundinum verði lögð
áhersla á að kynna fyrir
bæjarbúum þær breyt ingar sem hafa átt
sér stað og hvaða tækifæri felast í þeim og
nýjum atvinnutækifærum
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Íbúðir ganga kaupum og sölum | Góð
sala var á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Um
70 íbúðir gengu kaupum og sölum á Húsa-
vík á árinu 2004. Þá breytti Trésmiðjan
Norðurvík sínu atvinnuhúsnæði í fimm
íbúðir um leið og fyrirtækið flutti starfsem-
ina í annað húsnæði. Þrjár af þeim voru af-
hentar nýjum eigendum í desember 2004.
Hinar tvær íbúðirnar sem eru um 80 m2
hafa verið auglýstar til sölu. Þær verða til-
búnar nú í febrúar en töluvert hefur verið
spurt um þær að því er fram kemur á vef
Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu þar sem
greint er frá íbúðamálunum.
STOFNFUNDUR félags um
hálendisveg, svokallaðan
Norðurveg, verður í dag,
föstudaginn 4. febrúar, kl.
13.15, á La Vita e Bella á Ak-
ureyri.
Halldór Blöndal alþing-
ismaður flytur ávarp sem og
einnig Birgir Guðmundsson
hjá Vegagerðinni og starfs-
menn Línuhönnunar fjalla um
mat á umhverfisáhrifum. Þá
verður gengið frá stofn-
samþykktum og skipuð stjórn.
Núverandi þjóðvegur er 388
km og er þörf á verulegum
endurbótum á honum, auk
þess sem hann er ekki hann-
aður fyrir þungaflutninga. Þá
mun styttri leið spara bæði
tíma og stuðla að minni meng-
un.
Áætlað er að Norðurvegur liggi úr Borgarfirði um Hallmund-
arhraun og Stórasand til Skagafjarðar. Þessi vegur er ekki inni í nú-
gildandi samgönguáætlun, en gera má ráð fyrir að félagið munu
berjast fyrir því að fá veginn inn í áætlunina.
Vegurinn myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um
allt að 80 kílómetra, þannig að leiðin yrði í heild rétt rúmlega 300
km. Vegagerðin setti síðastliðið haust upp tvo mæla á fyrirhuguðu
vegstæði Norðurvegar.
Stofnfundur um
hálendisveg
1G !%%