Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SKÓLAKLUKKUNNI
SNÚIÐ AFTUR Á BAK
Svo virðist sem Reykjavíkur-listanum sé hægt og rólega aðtakast það ætlunarverk sitt
að ganga af einkareknum skólum í
borginni dauðum. Nú eru hafnar
viðræður milli Reykjavíkurborgar
og Landakotsskóla um að hann
verði almennur grunnskóli, nokk-
urs konar hverfisskóli, gegn því að
fá sömu framlög frá borginni og
skólar, sem hún rekur sjálf. Borgin
hyggst þó ekki eignast skólann.
Af ummælum Sr. Hjalta Þorkels-
sonar, skólastjóra Landakotsskóla,
í blaðinu í gær verður ekki annað
ráðið en kaþólska kirkjan gangi til-
neydd til þessara viðræðna. Hjalti
segir fjárhagsstöðuna slæma og
húsnæðið vannýtt. Kirkjan hafi
ekki bolmagn til að leggja mikið fé í
reksturinn. Sjálfur segist hann hins
vegar þeirrar skoðunar að það verði
mikill skaði að því að Landakots-
skóli leggist af í núverandi mynd.
Fram kom hjá Stefáni Jóni Haf-
stein, formanni menntaráðs borgar-
innar, á borgarstjórnarfundi á
þriðjudag að ennfremur kæmi til
greina að Waldorf-skólinn yrði
deild í einum af grunnskólum borg-
arinnar. Á borgarstjórnarfundinum
benti Stefán Jón ennfremur á að
staða allra einkareknu skólanna í
borginni væri slæm.
Hvers vegna er hún slæm? Hún
hefur snarversnað eftir að ábyrgð á
grunnskólanum færðist yfir til
sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg
hefur markvisst haft einkarekna
skóla í fjársvelti og þeir, sem henni
stýra, ekki talið koma til greina að
þeir fengju sömu framlög á nem-
anda og skólar, sem hún rekur sjálf
– þrátt fyrir að foreldrar barna í
einkareknu skólunum borgi, eins og
aðrir, útsvarið sitt og aðra síhækk-
andi skatta, sem borgin leggur á þá.
Reykjavíkurlistafólk hefur talið
einkareknu skólana heldur til
óþurftar í skólakerfinu og talið alls-
endis fráleitt að fjölga þeim. Nú
stefnir í að því takist að fækka
þeim.
Morgunblaðið sagði sl. þriðjudag
frá úttekt sænskra skólamálayfir-
valda á frammistöðu einkarekinna
skóla eða sjálfstæðra skóla, eins og
þeir eru kallaðir í Svíþjóð, í sam-
anburði við skóla sem reknir eru af
sveitarfélögum. Einkareknu skól-
arnir skila alla jafna betri árangri
en hinir almennu skólar, rétt eins
og á við um einkareknu skólana í
Reykjavík, t.d. Landakotsskóla.
Í niðurstöðu sænsku könnunar-
innar kemur líka fram að einka-
reknu skólarnir hafi jákvæð áhrif á
skólakerfið í heild sinni. Skólar í
eigu sveitarfélaga, þar sem einka-
aðilar reka jafnframt skóla, standa
sig oft betur en aðrir. Skýringin er
m.a. talin sú, að samkeppnin frá
einkaskólunum virki hvetjandi fyrir
skóla hins opinbera. Í Svenska
Dagbladet, þar sem sagt var frá nið-
urstöðum könnunarinnar, segir
Tomas Johansson, formaður í
landssamtökum sjálfstæðra skóla:
„Valfrelsið gerir það að verkum að
valdið færist til foreldra og nem-
enda; þegar þeir fá að velja sjálfir
neyðast skólarnir til að bæta sig.“
Þetta er það, sem Morgunblaðið
hefur lengi haldið fram; að auka eigi
valfrelsi, fjölbreytni og samkeppni í
skólakerfinu með því að auðvelda
einkaaðilum, t.d. félagasamtökum,
söfnuðum og hópum kennara að
reka skóla. Blaðið hefur hins vegar
talið að það eigi áfram að vera
meginreglan að grunnskólamennt-
un sé greidd af almannafé, þannig
að sveitarfélögin leggi einkarekn-
um skólum til sömu upphæð á hvern
nemanda og þau verja til eigin
skóla. Þannig virkar kerfið í hinni
sósíaldemókratísku Svíþjóð og
gefst vel.
En íslenzkir jafnaðarmenn í
Reykjavíkurlistanum virðast alveg
lokaðir fyrir hugmyndum um aukna
samkeppni og loka jafnframt augun-
um fyrir jákvæðri reynslu nágranna-
ríkjanna af því að virkja einstaklings-
framtakið í menntamálum. Reykjavík
er stærsta sveitarfélagið og það, sem
mesta möguleika hefði á að auka sam-
keppni milli skóla og bæta þannig ár-
angur skólakerfisins í heild. Þess í
stað virðist þeim, sem þar fara nú með
völd, mikið í mun að snúa klukkunni
aftur á bak í skólamálum.
FRUMKVÖÐULL Í TÓNLISTARLÍFINU
Heiðursverðlaun Íslensku tón-listarverðlaunanna féllu að
þessu sinni í skaut Helgu Ingólfs-
dóttur, semballeikara. „Framlag
hennar sem listamanns, í kennslu
barokktónlistar og [sem] brauð-
ryðjanda í sumartónleikahátíðum á
landsbyggðinni er ómetanlegt,“
sagði m.a. í umsögn dómnefndar.
Óhætt mun enda að fullyrða að þá
miklu uppsveiflu, sem orðið hefur í
tónleikahaldi á landsbyggðinni að
sumri til á undanförnum áratug,
megi rekja til þess hversu mikilvæg
og góð fyrirmynd tónleikahaldið í
Skálholti hefur verið undir list-
rænni stjórn Helgu.
Sem stjórnandi Sumartónleika í
Skálholtskirkju hefur hún, eins og
Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður
og tónlistarfræðingur, orðaði það í
áramótauppgjöri sínu í Lesbók
Morgunblaðsins, með „frum-
kvöðulsstarfi sínu [skapað] hefð
fyrir flutningi nýrrar íslenskrar
tónlistar í bland við gamla tónlist –
músíkmixtúru sem hefur virkað vel
og átt miklum vinsældum að fagna.
Undir hennar stjórn í Skálholti hafa
mörg bestu kórverk þjóðarinnar á
síðustu þrjátíu árum heyrst í fyrsta
sinn“. Framlag hennar til tónlistar-
lífsins verður því seint metið til
fullnustu.
Útvarpsréttarnefnd hefurkomist að þeirri niður-stöðu að útsendingarSkjás eins á knatt-
spyrnuleikjum í ensku úrvalsdeild-
inni með lýsingu á ensku samræm-
ist ekki því ákvæði útvarpslaga,
sem kveður á um að efni á erlendu
máli, sem sýnt sé á sjónvarpsstöð,
skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða
texti á íslensku. Því beinir nefndin
því til Íslenska sjónvarpsfélagins að
hætta útsendingu á knattspyrnu-
leikjum sem ekki fylgir tal eða texti
á íslensku. Þegar rætt eru um sjón-
varpsstöð í þessu samhengi er átt
við stöð sem hefur útvarpsleyfi hér
á landi. Ákvæði laganna eiga ekki
við um endurvarp frá erlendum
sjónvarpsstöðvum, „enda sé um að
ræða viðstöðulaust, óstytt og
óbreytt endurvarp heildardagskrár
sjónvarpsstöðva,“ líkt og segir í lög-
unum.
Lögin ná því ekki yfir endurvarp
á erlendum stöðvum, s.s. Eurosport
og CNN.
Það var Þorsteinn Gunnarsson
sem sendi útvarpsréttarnefnd er-
indi vegna þess að Íslenska sjón-
varpsfélagið sendi út á sjónvarps-
stöðinni Skjá einum knattspyrnu-
leiki í ensku úrvalsdeildinni með
lýsingu þula á ensku.
Niðurstaða nefndarinnar var ein-
róma.
Þjóðin alin upp
við enska þuli
Í bókun útvarpsréttarnefndar
eru raktar skýringar forsvars-
manna Íslenska sjónvarpsfélagsins.
Þar kemur fram að eftir að félagið
öðlaðist sýningarétt á þessu efni
hafi verið ákveðið að sýna það end-
urgjaldslaust leiktíðina 2004 til
2005. Jafnframt hafi verið ákveðið
að sýna fleiri leiki en áður hafi
þekkst hér á landi. Um sé að ræða
kostnaðarsama útsendingu og því
brugðið á það ráð að flokka leiki í
tvo flokka. Í öðrum flokki, A-leikj-
um, séu þeir leikir sem mest sé
horft á en þeir séu ávallt með ís-
lenskum þulum. Hinn flokkurinn,
B-leikir, séu minniháttar leikir, sem
sendir séu út með enskri lýsingu.
Íslenska sjónvarpsfélagið vísi til
þess að íslenska þjóðin sé alin upp
við enska þuli að lýsa enskri knatt-
spyrnu, enda hafi ríkissjónvarpið
sýnt alla leiki í ensku deildinni með
enskum þulum á tímabilinu 1967 til
1977. Þá myndi kostnaður aukast
umtalsvert ef allir leikir yrðu sýndir
með lýsingu á íslensku. Því væri
óhjákvæmilegt að fækka leikjum.
Stefna félagsins sé að nýta fjár-
magn til öflugrar dagskrárgerðar
og nýsköpunar frekar en að ráð-
stafa fjármunum til að lýsa knatt-
spyrnu á íslensku.
Þá benti Íslenska sjónvarpsfélag-
ið á að flest heimili hefðu aðgang að
fjölda erlendra sjónvarpsrása á
borð við Eurosport eða Ma
United TV. Fengi félagið
muninn á því hvort áhorfen
að horfa á knattspyrnu á
um eða öðrum sjónvarpsst
Verið að vernda
íslenska tungu
Útvarpsréttarnefnd seg
tilgangur sé að baki útvar
Útsending knattspyrnuleikja með
Útsendingar á
ekki undanþ
Það samræmist ekki útvarpslögum að láta enska þuli um að lýsa
Vel kemur til greina að senda út leikifrá ensku úrvalsdeildinni á Skjáeinum án nokkurra þula, aðeins
með umhverfishljóðum. Verður hugs-
anlega gerð tilraun með þetta nú um
helgina, að sögn Magnúsar Ragn-
arssonar, framkvæmdastjóra Skjás eins.
Hann segir að þulirnir séu á sérstakri rás
og því sé þetta auðvelt tæknilega. „Það
virðast allir vera á einu máli um það að ef
við sendum út leikina án nokkurs þular þá
séum við ekki að brjóta nein lög,“ segir
Magnús.
Hann segir að Skjár einn muni þegar
hlíta úrskurði útvarpsréttarnefndar og
hætta sýningu leikja með enskum þulum
en að fundað verði með nefndinni í næstu
viku. Verði ákvörðun nefndarinnar ekki
haggað kemur til greina að fara dóm-
stólaleiðina. „Við teljum okkur eiga sjón-
armið sem ekki hafa verið tekin inn í
þetta en það eru sjónarmið Evrópuréttar
um frjálst þjónustuframboð á Evrópska
efnahagssvæðinu. Ég veit ekki hvort
nefndin er tilbúin að endurskoða ákvörð-
un sína eða hvort við erum knúnir til þess
að kæra úrskurðinn til dómstóla.“
Magnús telur útvarpslögin úrelt hvað
þetta varðar. „Mér finnst þetta orðið úrelt
þegar það er stöðugt endurvarp hér á
fjörutíu erlendum sjónvarpsrásum án
nokkurrar textunar allan sólarhringinn.
Lögin eiga að vernda íslenska tungu en
það er hálfgerð þversögn þegar heimilt er
að útvarpa allan sólarhringinn á útlensku
en ekki að gera það í tvo klukkutíma.
Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“
Töldu sig vera í fullum rétti
Magnús segir að lögfræðingar Íslenska
sjónvarpsfélagsins hafi farið yfir málið
áður en útsendingar hófust sl. sumar og
komist að þeirri niðurstöðu að þetta bryti
ekki í bága við útvarpslög. „Við töldum
okkur vera í rétti með þessar útsendingar
og auðvitað skoðuðum við það í sumar.“
Aðspurður hvort mögulegt sé að senda
leikina út á Breiðbandinu í samfelldri
dagskrá, bendir Magnús á að það sé nú
þegar gert með aukaleiki og ekki hafa
verið gerðar athugasemdir við það, enda
leikirnir í viðstöðulausu endurvarpi.
„Lögin eiga að
það er hálfger
að útvarpa alla
en ekki að ger
ig að þetta er s
framkvæmdas
Leikirnir sýndir án þula?