Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005 Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði ...ódýrasta 300 kr. birtist í 7 daga mbl.is smáauglýsingin Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr. Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar mbl.isá TIL þess að lifa af nóttina þurfa lög- reglumenn og glæpamenn að taka höndum saman á gamlárskvöldi. Ethan Hawke og Laurence Fish- burne leika aðalhlutverkin í þessari spennumynd, sem er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1976. Hawke leikur heiðarlegan lög- reglumann, Jake Roenick, sem þar að kljást við minningar um mis- heppnaða aðgerð. Fishburne er í hlutverki glæpahöfðingjans Marion Bishop. Lögreglan nær Bishop á þessum síðasta degi ársins og er hann fluttur í fangabíl ásamt fleiri föngum leiknum af John Leguizamo, Jeffrey „Ja Rule“ Atkins og Aisha Hinds. Bíllinn kemst hins vegar aldrei alla leið vegna snjókomu og stöðvast við Stöð 13, þar sem Roenick ræður ríkjum. Fangarnir eru fluttir í hús en grímuklæddir menn ráðast inn til að reyna að frelsa Bishop. Liðs- styrkur er á leiðinni frá glæpageng- inu og verður Roenick að fá alla til að taka höndum saman. Hópurinn berst fyrir lífi sínu og línan milli góðu aflanna og þeirra vondu verður sífellt óskýrari. Ethan Hawke leikur lögreglumanninn Jake Roenick. Frumsýning | Assault on Precinct 13 Upp á líf og dauða ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 54/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 70/100 New York Times 40/100 Variety 70/100 (metacritic) NÝJASTA mynd leikstjórans Alejandro Amenábar (Abre los ojos, The Others) er með Javier Bardem í aðal- hlutverki. Bardem er í hlut- verki Ramón, sem hefur ver- ið lamaður og meira og minna rúmfastur í þrjátíu ár. Svefn- herbergisgluggi hans er eina tenging hans við umheiminn og horfir Ramón yfir hafið, sem hann sigldi áður um. Hafið er líka staðurinn þar sem hann lenti í slysinu, sem breytti lífi hans. Allt frá því hefur eina ósk Ramóns verið að geta bundið enda á líf sitt og tapa ekki virðingu sinni. Heimur hans breytist þeg- ar tvær konur koma í líf hans. Julia er lögfræðingur sem styður hann í baráttunni fyrir líknardrápum og Rosa er kona úr þorpinu, sem reynir að sannfæra hann um að lífið sé þess virði að lifa því. Ramón veit að aðeins sú sem raunverulega elskar hann getur hjálpað honum að halda í síðasta ferðalagið. Frumsýning | The Sea Inside Hafið leikur stórt hlutverk í lífi aðal- söguhetjunnar. Hafið og lífið ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 74/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 90/100 New York Times 50/100 Variety 100/100 (metacritic) BARNAMYNDIN Sjóræningjar á Saltkráku er upprunalega frá árinu 1966. Hún byggist á ævintýri Astrid Lindgren en tvær fyrri myndirnar um Saltkráku hafa notið fádæma vinsælda hjá íslenskum bíógestum í yngsta kantinum Sjóræningjar á Saltkráku kall- ast á frummálinu Tjorven och Mysak og við fylgjumst með Melker frænda þar sem hann fer með barnaskarann út í eyjuna fögru en dulúðugu, Saltkráku. Hópurinn stenst að sjálfsögðu ekki mátið og fer í sjóræningjaleik þar sem allir sigla yfir til eyj- unnar á gömlum ryðdalli. Með aðalhlutverk fara Maria Johansson, Louise Edlind, Kristina Jämtmark, Torsten Lilliecrona, Kajsa Dandenell og Eva Stiberg. Myndin er með íslensku tali. Frumsýning | Sjóræningjar á Saltkráku Fjör í eyjum ERLENDIR DÓMAR Engir dómar lágu fyrir. ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá leikstjóranum Clint Eastwood. Million Dollar Baby kem- ur rúmu ári eftir Óskarsverðlauna- myndina Mystic River og hefur ekki notið minni hylli gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta. Eastwood hlaut á dögunum verðlaun Leik- stjórasambands Bandaríkjanna fyr- ir leikstjórn þessarar nýjustu mynd- ar sinnar og er sterklega orðaður við Óskarinn, annað árið í röð. Eastwood leikur einnig í þessari mynd, er í hlutverki Frankies Dunns, fyrrum hnefaleikaumboðs- manns sem rekur lítinn hnefa- leikaæfingasal í miðborg Los Angel- es. Umboðsmannsferli Frankies lauk með því að einn af bestu umbjóðend- um hans, Scrap (Morgan Freeman), missti sjónina á hægra auga í harka- legum bardaga. Scrap vinnur nú við ræstingar í hnefaleikasal Frankies. Frankie óttast að aðrir umbjóð- endur hans lendi í svipuðu slysi og lætur því marga hæfileikaríka hnefaleikara sér úr greipum renna. Líf hans breytist hins vegar þegar á vegi hans verður framhleypin og sjálfsörugg hnefaleikakona, Maggie Fitzgerald (Hilary Swank). Frankie tekur til að byrja með ekki í mál að þjálfa hana, vegna þess hversu ung hún er og vegna þess að hún er stúlka, en lætur undan þegar hann sér hversu einörð og metn- aðarfull hún er. Hæfileikar Maggie og handleiðsla Frankies leiða hana hægt og örugg- lega nær toppnum og á milli þeirra myndast afar sérstakt samband. Clint Eastwood þykir hafa gert hnefaleikamynd sem standi sígildum myndum úr þeim geira, eins og Rag- ing Bull og Rocky, síst á sporði. Samleikur Eastwoods og Freemans þykir vera magnaður, enda eru þar tvær reyndar kvikmyndakempur á ferð. Þeir þykja túlka tvo menn sem farið hafa halloka í lífinu á meist- aralegan og látlausan hátt. Þá þykir Hilary Swank sýna kröftugan leik í hlutverki Maggie og jafnvel gera enn betur en í hlutverki Teenu Brandon í Boys Don’t Cry, en fyrir þá frammistöðu hlaut hún Óskars- verðlaunin á sínum tíma. Reuters Clint Eastwood er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og Hilary Swank fyrir leik í Million Dollar Baby. Frumsýning | Million Dollar Baby Ung og einörð hnefaleikakona ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 86/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 100/100 New York Times 100/100 Variety 100/100 (metacritic)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.