Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ROP! AF HVERJU SENDIRÐU MÉR ALDREI BLÓM? VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER EKKI HRIFINN AF ÞÉR BLÓMUNUM VÆRI SAMA ÉG FINN ENGAN TIL ÞESS AÐ PASSA KALVIN Í KVÖLD. HVAÐ GETUM VIÐ GERT? VIÐ VERÐUM EKKERT ÞAÐ LENGI Í BURTU. GETUR KALVIN EKKI VERIÐ EINN HEIMA Í SMÁ STUND? Í ALVÖRUNNI, HVAÐ GETUM VIÐ GERT? Svínið mitt © DARGAUD VIÐ GULLI OG RÚNAR ÆTLUM AÐ FARA INN Í MÖMMULEIK Á MEÐAN ÞIÐ ERUÐ ÚTI EKKI TRUFLA OKKUR ÉG LEIK FAÐIRINN HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ LÁTA YKKUR Í FRIÐI LENGI? Í TVO KLUKKUTÍMA. SÍÐAN ÞARF GULLI AÐ FARA HEIM ÞAU VILJA EKKI LÁTA TRUFLA SIG Í TVO KLUKKUTÍMA ÞVÍ ÞAU ERU AÐ FARA Í MÖMMULEIK INNI ÆTLA ÞAU Í KOSSALEIK KOSSALEIK! Í TVO TÍMA?! KRÚTTLEGT, ER ÞAÐ EKKI NEI HEYRÐU STRÁKUR LOKAR SIG INNI MEÐ STELPUNNI MINNI TIL ÞESS AÐ KYSSAST OG ÞÉR FINNST ÞAÐ KRÚTTLEGT! YNDISLEGT! MÉR LÝST EKKI Á ÞETTA... EKKI TRUFLA ÞAU JÆJA? ALLT Í LAGI, ÞAU ERU Í MÖMMULEIK EN EKKI KOSSALEIK EÐLILEGT AF HVERJU EÐLILEGT? ÉG ÆTLA AÐ LÍTA Á ÞETTA SJÁLF KOSSALEIKURINN VAR MEIRA AÐ MÍNU SKAPI! Dagbók Í dag er föstudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 2005 Víkverji hafði orð áþví fyrir nokkr- um mánuðum að í efni frá trygginga- félaginu Sjóvá- Almennum trygg- ingum væri fyrri hluti nafns fyrirtæk- isins jafnan ekki beygður og t.d. talað um „hagnað Sjóvá- Almennra trygg- inga“. Víkverji tengdi þetta þeirri hvimleiðu tilhneig- ingu að sleppa því að beygja annað nafnið ef tvö nöfn standa saman – og taldi ekki til eft- irbreytni. x x x Nú í vikunni bar svo við að áborð Víkverja barst frétta- tilkynning frá Sjóvá-Almennum um að framvegis ætlaði fyrirtækið eingöngu að nota Sjóvár-nafnið til að kynna sig, þótt það héti áfram formlega Sjóvá-Almennar trygg- ingar. Fínt, hugsaði Víkverji, nú hljóta þau að fara að beygja Sjó- vár-nafnið. En því var ekki að heilsa þegar lengra var lesið. Þar er talað um „hlutverk Sjóvá“ og forstjóri fyrirtækisins titlaður „forstjóri Sjóvá“. Af hverju má nafnfyrirtækisins ekki vera Sjóvár í eignarfalli? Treysta forsvarsmenn Sjóvár starfsfólkinu og við- skiptavinunum ekki til að beygja það rétt? Ætla þeir kannski að taka upp slagorðið „Sjóvá – tryggingafélagið sem verður ekki beygt“? x x x Víkverja þóttiskrýtið að heyra stjórnarandstöðuna saka Geir H. Haarde fjármála- ráðherra um „hæglæti“ af því að hann væri ekki búinn að grípa til málsóknar á hendur olíufélögun- um. Svo kom ráðherrann upp í pontu á þingi og kannaðist bara ekki við neitt hæglæti. Víkverja finnst að hann ætti að þakka and- stæðingum sínum fyrir, því að hæglæti þýðir samkvæmt orða- bókinni „rólyndi, jafnaðargeð“. Sennilega ætluðu þeir að saka hann um seinlæti, sem samkvæmt sömu bók er „seinfærni, silahátt- ur, draugsháttur, droll“. Víkverja finnst reyndar ekki fara á milli mála að Geir er hæglætisnáungi, en enginn drollari. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tryggvagata | Víða um Reykjavíkurborg er þörf á þrifum og tiltekt og hefur borgin á að skipa hæfum og duglegum starfsmönnum sem taka af krafti á því sem ósnyrtilegt þykir. Þótt veggjakrot geti verið litríkt og skrautlegt og geti jafnvel gætt suma staði dularfullri fegurð á það ekki við alls staðar. Því gerði þessi borgarstarfsmaður árangursríka atlögu að tjáningarmáta einhvers ungs listamanns. Morgunblaðið/Jim Smart Orðin útmáð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1. Pét. 5, 6. 7.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.