Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 31
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGINN 4. febrúar
2005 er merkur dagur í sögu
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, en í dag verður félagið
70 ára. Vaka var stofnuð á um-
brotatímum í íslensku samfélagi
til höfuðs uppgangi róttækra þjóð-
ernissinna og rót-
tækra sósíalista í
Háskóla Íslands. Hún
hefur jafnan verið
stærsta stúdenta-
fylkingin í stúd-
entaráði og hefur
lengst af leitt hags-
munabaráttuna. Fyrst
og fremst hefur Vaka
þó alltaf staðið vörð
um þá hugmynda-
fræði að Stúdentaráð
Háskóla Íslands eigi
fyrst og fremst að
hafa það hlutverk að
gæta hagsmuna stúd-
enta.
Í stjórnartíð Vöku hafa nokkur
af stærstu hagsmunamálum í sögu
stúdentabaráttunnar fengist í
gegn. Þannig var Félagsstofnun
stúdenta stofnuð árið 1968 og
þökk sé baráttu Vökuliða voru
fyrstu hjónagarðarnir byggðir en
félagið hafði lengi barist fyrir því
að hjónafólk fengi sérstakt
húsnæði. Þá var Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna stofnaður árið
1961 þegar Vaka stýrði stúd-
entaráði.
Gamli garður hertekinn
Vaka hefur ávallt verið á móti
fjöldatakmörkunum en á það
reyndi fyrst á stríðsárunum þegar
hugmyndir voru uppi meðal kenn-
ara um að takmarka aðgang að
Háskólanum og þar á meðal að
verkfræðináminu sem þá var
nýbúið að setja á laggirnar. Vöku-
menn voru andvígir öllum tak-
mörkunum og mótmæltu hug-
myndunum harðlega.
Gamli Garður var vígður árið
1934 og átti að leysa sárasta hús-
næðisvanda stúdenta.
Það var svo árið 1940 að breski
herinn kom hér til lands og hertók
í kjölfarið Garðinn og notaði hann
sem sjúkrahús. Vökumenn ásamt
öðrum stúdentum brugðust illa við
hertökunni og mótmæltu því við
Bretana sem lofuðu að rýma hann
hið fyrsta. Þegar þeir voru ekkert
á þeim buxunum að fara sáu menn
ekki aðra leið færa út úr vand-
anum en að hefja byggingu nýs
garðs. Við byggingarframkvæmdir
unnu margir stúdentar sjálfboða-
vinnu og var hinn nýi Garður vígð-
ur árið 1942 og hefur æ síðan ver-
ið kallaður Nýi Garður.
Árið 1981 fóru Vökumenn í
viðræður við ráðherra með nýtt
atriði í lánasjóðsmálum. Vaka vildi
að tekjur námsmanna drægjust
ekki frá láninu. Þeir vildu með
öðrum orðum að námslánakerfið
væri ekki vinnuletjandi. Með
málefnalegri baráttu náði Vaka
því fram að frádráttturinn yrði
minnkaður í áföngum. Í dag er
skerðingarhlutfallið komið niður í
33% sem áður var 100%.
Á seinni hluta 9. áratugarins
var Vaka mun stærri en önnur
hagsmunafélög en árið 1991 tapaði
Vaka óvænt með sex atkvæða
mun. Eftir það hófst ellefu ára
vera í minnihluta stúdentaráðs
sem lauk með fjögurra atkvæða
sigri í febrúar 2002.
Barátta Vöku
ber árangur
Með sigrinum 2002 kom nýtt
blóð og nýr kraftur í hagsmuna-
baráttuna. Eitt af fyrstu verkum
nýs stúdentaráðs var að skanna
inn ógrynni af gömlum prófum og
búa þannig til prófasafn skólans
auk þess sem stúdentaráðsliðar
Vöku vöktuðu sjálfir byggingar í
prófatíð til að sýna fram á að vel
væri framkvæmanlegt að hafa op-
ið allan sólarhringinn í byggingum
Háskólans. Hörð barátta ráðsins
undanfarin ár hefur einnig tryggt
stúdentum sigra á borð við end-
urheimtan kvöldafgreiðslutíma
Þjóðarbókhlöðunnar og yfirlýsingu
menntamálaráðherra um að ekki
yrðu tekin upp skólagjöld við HÍ.
Vaka hefur látið verkin tala og
mun halda ótrauð áfram í hags-
munabaráttu fyrir stúdenta um
ókomin ár.
Stúdentaráð á fyrst
og fremst að gæta hags-
muna stúdenta
Ingunn Guðbrandsdóttir og
Jarþrúður Ásmundsdóttir fjalla
um Vöku 70 ára ’Með sigrinum 2002kom nýtt blóð og nýr
kraftur í hagsmunabar-
áttuna.‘
Jarþrúður
Ásmundsdóttir
Ingunn er formaður Vöku,
Jarþrúður er formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku.
Ingunn
Guðbrandsdóttir
ÓALGENGT er að hugað sé sér-
staklega að skaðlegum áhrifum tób-
aks á munnholið þrátt fyrir að tób-
aksnotkun hafi nánast
undantekningarlaust bein skaðleg
áhrif á munnslímhúð-
ina.
En hvernig má
þekkja sjúkdóms-
einkennin eða „fingra-
för“ tóbaks í munn-
holi?
Fyrst koma oftast í
ljós brúnir blettir í
slímhúð vegna fjölg-
unar á melanocytes
(sortufrumum) sem
eru húðfrumur er lita
húðina og þessum húð-
frumum fjölgar vegna
áhrifa tóbaks. Þessar
meinlausu breytingar
eru sérstaklega aug-
ljósar á meðal Norð-
urlandabúa en eru skilj-
anlega ekki eins
áberandi á meðal þel-
dökkra.
Erting frá hita tób-
aksreyksins ásamt
rúmlega 60 ertandi efnasamböndum
sem fundist hafa í tóbaksreyk leiða
til þess að slímhúðin þykknar og
verður hvítari. Þó að þykknun af
þessu tagi sé oftast meinlaus eru
nokkur svæði í munninum sem eru
mjög viðkvæm fyrir þessu og þar
getur skapast hætta. Þannig getur
frumubreyting og jafnvel myndun
krabbameinsæxla átt sér stað innan
slíkra hvítra bletta, til dæmis á
munnbotni eða í kinnslímhúð. Notk-
un áfengis ásamt tóbaksneyslu
getur aukið þessa hættu enn frekar.
Ef blettir af þessu tagi koma fram á
munnslímhúðinni er nauðsynlegt að
rannsaka þá nánar, til dæmis með
vefjasýnatöku. Algengt er að slíkir
slímhúðarblettir séu sýktir með ger-
sveppum og eykur það hættu á
krabbameini enn frekar.
Tóbaksnotkun er að auki einn
meginorsakaþáttur tannholdsbólgu
og verður sá vandi efni umfjöllunar
væntanlegrar greinar frá samkenn-
ara mínum við Tannlæknadeild Há-
skóla Íslands.
Notkun munntóbaks hefur aukist
hér á landi síðustu
misseri þrátt fyrir að
sala þess og dreifing
hafi verið bönnuð með
lögum árið 2002. Um er
að ræða fínmalað
munntóbak sem er ann-
ars eðlis en sú tegund
munntóbaks sem al-
geng var á árum áður.
Tóbaksform þetta er
sérstaklega vinsælt í
Svíþjóð og er stundum
kallað „snus“. Þar hefur
notkun efna af þessu
tagi mikið verið rann-
sökuð með áherslu á
samspil snus og munn-
krabbameins. Í ljós
hefur komið að sú
hætta virðist ekki eins
mikil og talið var í
upphafi. Helsti vand-
inn varðandi snus er
þó hversu ávanabind-
andi efnið reynist vera. Ein-
staklingur sem hættir neyslu munn-
tóbaks af þessu tagi, þarf iðulega að
reykja mikið til að fá sömu nikótín-
áhrif.
Hlutverk tannlækna í baráttunni
gegn reykingum hlýtur sífellt meiri
viðurkenningu (sjá m.a. European
Journal of Dental Education 8. tbl.
viðauki 4, September 2004) og eru
varnir gegn reykingum nú í auknum
mæli hluti af námskrám tannlækna-
skóla. Einnig er unnið að því mark-
miði, að minnsta kosti í Evrópu, að
auka þekkingu almennings á þeim
skaða sem tóbak getur valdið á
munnholi.
Tóbak og
munnslímhúð
Peter Holbrook skrifar í tilefni
af tannverndarviku
Peter Hoolbrug
’Notkun munn-tóbaks hefur
aukist hér á
landi síðustu
misseri …‘
Höfundur er prófessor við Tann-
læknadeild Háskóla Íslands.
AÐALFUNDUR
Hvammi, Grand Hóteli,
í dag föstudaginn 4. febrúar 2005 kl. 13:00
13:00 Hádegisverður í Setrinu, Grand Hóteli.
Ávarp: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
vinnumarkaðsfræðingur og lektor við HÍ.
Gildi mannauðsstjórnunar.
SKRÁNING
14:15 Skráning við Hvamm, Grand Hóteli.
FUNDARSETNING
14:30 Ræða formanns FÍS,
Péturs Björnssonar.
RÆÐUMENN
14:50 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra.
15:10 Ted Henneberry, framkvæmdastjóri hjá írsku
samkeppnisstofnuninni: The Return of the Celts!
Spreading the Competition message from island
to island.
Umræður og fyrirspurnir.
Kaffihlé
16:15 Almenn aðalfundarstörf skv. samþykktum
félagsins.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: lindabara@fis.is