Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 39 MINNINGAR hvern veginn finnst manni þetta svo langt frá okkur, það eru allir hraust- ir í ættinni okkar. En svona er þetta líf víst og við getum því miður ekki breytt því. Dóra mín, þú sagðir eitt sinn við Steinu systur: Ég vil bara sjá dætur mínar komast til manns, þá verð ég ánægð. Þú fékkst að sjá það og mátt vera stolt af þeim og fjölskyldum þeirra, það sást best í afmælinu þínu í desember hvað þær gerðu daginn skemmtilegan fyrir okkur öll. Ég vil þakka þér allar heimsóknirnar hing- að austur til okkar, þið Einar eruð búin að vera dugleg að koma til okk- ar, stundum bara í smákaffisopa en alltaf jafn gaman að hitta ykkur. Einar minn, þú heldur áfram að koma. Hulda Dóra og Helga Þóra senda ykkur hlýjar kveðjur og hugsa til ykkar en þær eru erlendis og geta ekki verið með okkur í dag. Með þessum fáu orðum kveð ég þig elsku frænka og sendi samúðar- kveðjur til ömmu, afa, Einars, Krist- ínar, Brynju, Þóru og fjölskyldna. Dóra mín, ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem við endum öll. Með þökk fyrir allt og allt. Bryndís Sigurðardóttir. Elsku Dóra frænka. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, langt um aldur fram. Þú háðir erfiða en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem sigraði að lokum. Í veikindunum varstu ávallt kát og brosandi. Aldrei léstu bilbug á þér finna og aldrei heyrðust kvartanir frá þér. Þú hafðir meiri áhyggjur af því hvort öðru fólki í kringum þig liði vel. Svona varstu umhyggjusöm. Elsku Dóra, það eru einungis til fallegar minningar um þig. Það var alltaf gaman að fara í pössun til þín. Þú og fjölskylda þín sáuð aldeilis til þess að okkur systkinunum leiddist ekki á meðan við dvöldumst hjá ykk- ur. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma. Þú komst líka alltaf fram við okkur eins og við værum þín eig- in börn. Þú varst afskaplega lagin í hönd- unum og mikil listakona. Í gegnum tíðina voru þeir fjölmargir munirnir sem þú gafst okkur Guðrúnu til að prýða heimili okkar. Þeir munu sjá til þess að minna okkur reglulega á þig og hugulsemina í þér. Elsku Einar, Kristín, Brynja, Þóra og fjölskyldur. Megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Missir ykkar er mikill en minningin lifir um ynd- islega eiginkonu, móður, tengdamóð- ur, ömmu og frænku sem alltaf var jákvæð, lífsglöð og skemmtileg. Þannig mun ég minnast Dóru frænku. Friðbjörn Oddsson. Ég og Dóra höfum verið samferða um hartnær 40 ár. Bogga vinkona var litla systir Dóru og þreyttist aldrei á að dásama systur sína sem þá hafði nýverið hafið búskap með Einari sem síðar varð Einar mágur. Hjá Dóru systur var allt í stíl, allt svo lekkert, allt svo sérstakt. Ég kynnt- ist því líka af eigin raun að Dóra var fagurkeri mikill með fima fingur. Einar og Dóra urðu strax svo náin og tóku þegar stefnu í lífi sínu, höfðu að leiðarljósi ákveðin gildi, voru sam- heldin og hjá þeim ríkti mikil ástúð. Lífssýn þeirra Dóru og Einars hefur einnig verið gott veganesti fyrir dæt- urnar, Kristínu, Brynju og Þóru eða eins og Kristín komst að orði í ræðu til mömmu sinnar sextugrar í des- ember síðastliðnum: Að foreldrar þeirra hefðu í senn gefið þeim góðar rætur og vængi. Það hefur ekki farið hátt en allt það sem Dóra hefur unnið í óteljandi listformum, saumum, vefnaði og prjóni, er efni í margar listkynning- ar. Þegar hún var langt komin í veik- indum sínum prjónaði hún og saum- aði ótal flíkur auk bútasaums og leirverka. Fallegi kjóllinn hennar Birgittu barnabarnsins er hrein listasmíð. Barnabörn mín tvö, sem fæddust í haust, fóru ekki varhluta af dugnaðinum og fengu frá Dóru dýr- indis peysur og sokka, prjónað úr ull. Heimili Einars og Dóru hefur allt- af staðið opið fyrir gestum og bar ekki skugga á heimilislífið þrátt fyrir veikindi Dóru. Það var notalegt að heimsækja Dóru fram á síðasta dag. Það er erfitt að lýsa því með orðum en inni fyrir er mild birta, sérstök ró og notalegheit og alltaf komið til dyra áður en dyrabjöllu er hringt. Ekki að undra að Einar og Dóra hafi laðað að sér vini frá öllum heimshornum. Ég vil þakka Dóru svilkonu minni fyrir samfylgdina í lífinu þar sem engan skugga hefur borið á. Ég kveð hana með mikilli virðingu og þakk- læti. Ég votta fjölskyldu Dóru, Einari, dætrunum, Boggu, Steinu og Jóa, barnabörnum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Halldóra, eða Dóra, eins og hún var oftast nefnd, tengdadóttir Sig- ríðar systur minnar er látin, aðeins sextug að aldri. Dóra eiginkona Ein- ars Gíslasonar frænda míns var gott dæmi um eiginkonu, móður og ömmu eins og best gerist. Hún var einstaklega dugleg, vinnusöm og hjálpleg með afbrigðum. Ég fylgdist með þeim hjónum allan þeirra bú- skap. Eins og gengur var drifið í að eignast eigin íbúð og síðan komu dæturnar þrjár, efnilegar myndar- stúlkur. Alltaf var Dóra að búa til alls konar hluti, prjónaði, saumaði fatnað og föndraði skemmtilega muni. Vegna hæfileika sinna var hún fengin til að stjórna föndurnám- skeiðum og m.a. vann við það árum saman á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það var ánægjulegt að þekkja og um- gangast Dóru. Hún var skapgóð og jákvæð. Hún átti það til að vera með létta og meinlausa kímni og stríðni, sem hún sagði með sínu fallega brosi og það var ekki hægt annað en að brosa á móti. Ég mun minnast allra heimsókna minna til þeirra Dóru og Einars með þakklæti. Um langt árabil var ég gestur á aðfangadagskvöldum jóla. Síðustu árin átti hún við erfið veik- indi að stríða, sennilega mun verri en við hin vissum af vegna stakrar hug- prýði hennar. Hennar verður sárt saknað og sér- staklega verður umbreytingin slæm fyrir barnabörnin, sem missa nú frá- bæra ömmu. Við þessi leiðarlok sem koma alltof snemma vil ég votta Einari og allri fjölskyldunni, svo og öldruðum for- eldrum hennar og öðrum vanda- mönnum samúð mína. Jón Otti Jónsson. Í dag kveðjum við okkar ágætu Hringskonu og góða vinkonu, hana Dóru. Hún hefur setið í stjórn félagsins okkar, Kvenfélagsins Hringsins, í nokkur ár og verið mjög virk fé- lagskona. Handavinna og það sem að henni snýr var hennar sérgrein, en hún er meðal annars ein af stofnendum Perluklúbbsins. Tengdasonur Dóru orti vísu um stelpurnar í þeim klúbbi og við látum hana fylgja hér: Við perlum svo léttar á kvöldin, svo prúðar og glaðar í mund. Þá skrautið tekur völdin og masið léttir lund. Dóra var ávallt hrókur alls fagn- aðar þar sem við vorum saman og alltaf til í að sprella líka, eins og í ferðalögum Hringsins. Þrátt fyrir mikil veikindi, var hug- ur hennar allur hjá okkur. Á aðvent- unni, þegar við vorum með fjáröflun í Jólaþorpinu, þá kom Einar með henni til að kíkja á okkur, hvernig gengi og hvaða hannyrðir og annað við værum með. Elsku Dóra. Við Hringskonur kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Sigrún gjaldkeri okkar, sem stödd er í Ameríku, sendir kveðjur þaðan. Við biðjum góðan Guð að styrkja Einar, Kristínu, Brynju, Þóru og fjölskylduna alla, sem og aldraða for- eldra á þessum erfiðu stundum. Ingibjörg Gígja Karlsdóttir, fyrrv. formaður, og Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins. Þegar ég var um 8 ára eignaði ég mér bók foreldra minna, Sléttuhreppur fyrr- um Aðalvíkursveit. Afi minn Gunnar Friðriksson var í útgáfunefnd. Ég man alltaf hvað mér þóttu tilkomu- miklar myndirnar í bókinni af forfeðr- um mínum, afa, bræðrum hans og systrum, langafa og langömmu. Þessi bók er nú nær ófáanleg. Afi var fædd- ur 29. nóvember 1913 í Aðalvíkinni, sonur Friðriks Magnússonar útvegs- bónda og Rannveigar Ásgeirsdóttur þriðju konu hans, en Friðrik hafði misst fyrri tvær konur sínar úr veik- indum. Hann átti því tvo hálfbræður og tvær hálfsystur, sem ólust upp annars staðar. Gífurlega harðbýlt var í Sléttuhreppi, svo harðbýlt að árið 1952 fluttu síðustu íbúarnir burt úr sveitarfélagi, sem tæpum tveimur áratugum fyrr hafði verið skipað fimm hundruð einstaklingum. Þótt lífsbaráttan hafi verið hörð, þá var þetta samfélag alveg ótrúlega sam- huga og allir lögðust á eitt að hjálpa náunganum, ef erfiðleikar steðjuðu að.Í desember 1924 sat lítill snáði langtímum saman við gluggann í stof- unni heima og reyndi með loppnum höndum og andardrætti að bræða frostrósirnar á rúðunum, svo að hann gæti séð út á víkina, því hann hlakkaði mikið til að fá bræður sína heim um jólin, en þeir voru sjómenn, en biðin var löng. Hann sat dögum saman við gluggann og beið, en ekki kom vélbát- urinn Leifur inn víkina. Það var svo ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að fréttir bárust um það frá Ísafirði að Leifs væri saknað. Þetta sama haust fórst á annan tug manna úr víkinni í sjóslysum, vinir frændur og nágrann- ar. Síðar á lífsleiðinni hafði afi mikinn áhuga á slysavörnum sjómanna og hóf störf á þeim vettvangi um 1950. Afi flutti ungur suður, yfirgaf æskuslóðirnar og kom bláfátækur til Reykjavíkur, en áður hafði hann reynt fyrir sér í útgerð, en ekki geng- ið upp. Hann hafði líka rekið sig á í sambandi við sjómennskuna, sem var eina lífsframfæri Aðalvíkinga. Fisk- urinn hafði verið lífsbjörg fólksins í þessari veiðimannabyggð um aldir og þeir sem gátu ekki lært rétt handtök töldust aldrei menn með mönnum. Afi GUNNAR FRIÐRIKSSON ✝ Gunnar Friðriks-son, fyrrverandi forseti Slysavarna- félags Íslands, fædd- ist á Látrum í Aðal- vík 29. nóvember 1913. Hann lést á Landspítala, Landa- koti, föstudaginn 14. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 24. janúar. sagði í ævisögu sinni að hann vantaði flestar for- sendur til að verða lið- tækur fiskimaður og gæti því aldrei orðið jafnoki föður síns. En þegar hann flutti í höf- uðstaðinn kom í ljós að hann bjó yfir miklum hæfileikum, þegar hann fór að stunda viðskipti, fyrst hjá öðrum, en síðar byrjaði hann að vinna sjálfstætt. Hann hafði nefnilega gaman af fólki, gat spjallað við hvern sem var, þá sérstaklega sveitafólk og það hjálpaði honum seinna, þegar hann fór að reka fyrirtæki sitt. Sama var uppi á teningnum þegar hann fór að ferðast um heiminn í viðskiptaer- indum, til Póllands eða Austur- Þýskalands, eða þegar hann fór með ömmu til suðrænna slóða. Þá gaf hann sig á tal við heimamenn, sér- staklega þótti honum gaman að hitta fólk á svipuðu reki og hann sjálfur, fiskimenn í Portúgal, eða pólska skipasmiði. Á tíræðisaldri hafði hann sama yndi af að hitta fólk og mátti oft sjá hann á Kaffi París, þar sem hann hitti gesti og gangandi, en oftast sat hann þar með aldavini sínum, Gísla Halldórssyni arkitekt. Afi tók um tíma þátt í verkalýðs- baráttunni fyrir vestan, en kynnist ömmu, Unni Halldórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá í síldarvinnu á Djúpuvík. Þau byggðu saman heimili í Reykjavík og enduðu á Hjarðarhaga, þar sem þau byggðu sér stórt og glæsilegt einbýlishús. Foreldrar hans og fóstursonur þeirra, Rósi, fluttu svo suður um 1950 og bjuggu í kjallaranum á Hjarðar- haganum, þannig að heimilið var orð- ið stórt og því fylgdi mikill gestagang- ur. Börnin urðu þrjú, en áður hafði afi eignast einn son. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru fjölmörg og hann einn vissi nákvæmlega hversu mörg þau eru og hann fylgdist af áhuga og stolti með þeim öllum. Það hefur verið honum mikið áfall þegar amma missti heilsuna á níunda ára- tugnum, en hann bjó einn síðustu árin á Vesturgötunni, beint á móti, þar sem fyrirtæki hans, Vélasalan stóð í Garðastræti.Þótt afi byggi lengstan sinn aldur í höfuðborginni var hann alltaf Aðalvíkingur í Reykjavík. Eitt það síðasta sem hann talaði um var kirkjan á Stað í Aðalvík, en þá var hann kominn heim í huganum. Hon- um var sérstaklega annt um að af- komendur hans heimsæktu Aðalvík- ina og lagði sitt af mörkum til að heimili foreldra hans „Nesið“ væri gert upp og haldið við. Á sumrin koma þar nú bara túristar og afkom- endur gamalla Aðalvíkinga, sem hafa nú byggt upp og haldið við gömlu hús- unum. Honum var það mikið kapps- mál að klára alla hluti áður en hann yfirgæfi þessa jarðvist, en þó aðallega að saga forfeðranna kæmist til skila. Hann skrifaði bókina um „Mannlíf í Aðalvík“ fyrir nokkrum árum, auk þeirrar bókar, sem áður var getið, en hann lauk líka annarri bók, sem hann ætlaði að gefa öllum afkomendum sín- um, en hún er persónulegt framhald af fyrri bókinni um mannlífið í Að- alvík. Á okkur afkomendunum hvílir nú sú ánægjulega skylda að heim- sækja „Nesið“ og kynna okkur sögu forfeðranna. Guð blessi minningu Gunnars Friðrikssonar. Gunnar Freyr Rúnarsson. Fyrstu kynni okkar Gunnars Frið- rikssonar tengdust útgáfu björgunar- og sjóslysasögu Íslands, bókaflokks- ins Þrautgóðir á raunastund, sem Steinar J. Lúðvíksson skráði að beiðni minni. Ljóst var frá upphafi að samstarf við Slysavarnafélag Íslands væri mikilsvert, því innan vébanda þess væri til staðar sú þekking og reynsla sem skipt gæti sköpum um skráningu verksins og framgang. Við Steinar gengum því á fund Gunnars, sem þá var forseti félagsins, og kynntum honum hugmyndina. Hann tók henni fagnandi og fól hinum hug- kvæma og hugumstóra framkvæmda- stjóra félagsins, Hannesi Þ. Hafstein, að greiða götu okkar hvar sem því yrði við komið. Seinna gerðist það að ég tók sæti í stjórn slysavarnadeildarinnar í Reykjavík. Þegar svo Gunnar ákvað að hætta forsetastörfum hjá félaginu gerði hann boð fyrir mig og hvatti mig til að gefa kost á mér í næstu fé- lagsstjórn. Ég gat ekki skorast undan þeirri hvatningu og sat síðan lengi í stjórninni.Gunnar var borinn og barnfæddur í Aðalvík á Hornströnd- um. Þegar hann hafði létt af sér ára- tuga félagsstörfum gafst honum tóm til að skrá endurminningar sínar sem hlutu nafnið Mannlíf í Aðalvík. Þar segir frá ættum hans og uppruna, sérstæðu mannlífi og harðri lífsbar- áttu sem hann kynntist strax ungur að árum, baráttu hans við að halda lífi í byggðinni, sem varð þó því miður undan að láta, og stórmerku lífshlaupi eftir að hann flytur á mölina og kemst í fremstu röð athafnamanna. Mér þótti vænt um að Gunnar fól mér út- gáfu ævisögunnar. Hún er ein þeirra sem er sannarlega betur skráð en óskráð; hafsjór af mikilvægum fróð- leik sem ella hefði farið forgörðum. Ég rek ekki áratugastörf Gunnars fyrir Slysavarnafélagið. Það munu aðrir gera. Ég á þá ósk í brjósti að þeir sem halda um stjórnvöl félagsins hverju sinni verði jafnfarsælir og Gunnar. Hafi það að leiðarljósi, svo stuðst sé við fræg orð Kennedys heit- ins forseta, að hugsa meira um það hvað þeir geti gert fyrir félagið en hvað félagið geti gert fyrir þá. Þá mun vel farnast. Örlygur Hálfdanarson. Þeir hverfa nú sem óðast fyrir sigð dauð- ans, sem fæddir voru á þriðja og fjórða áratug nýliðinnar aldar. Langt ævistarf að baki, niðjum skilað til framtíðarinnar. Þannig er þetta aðeins. Ævibraut manna er venjulega talin vera þrjú tímabil: þroskabraut, starfstímabil og elliár. Ég mun hér að mestu dveljast við fyrsta áfangann í lífi manns, sem varð mér samstiga á námsbraut fyrir um sex áratugum. Það var í Kenn- araskólanum við Laufásveg, sem varð INGÓLFUR ARNAR ÞORKELSSON ✝ Ingólfur ArnarÞorkelsson fæddist á Háreks- stöðum á Jökuldals- heiði 23. janúar 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 11. jan- úar. þá fjögurra ára skóli og veitti kennararéttindi við barna- og unglinga- stigið að loknu kennara- prófi. Þetta nám veitti þó ekki rétt til inngöngu í háskóla, fjarri fór því. Duglegustu nemendum tókst að ljúka stúdents- prófi á einu ári eftir al- mennt kennarapróf, en flestir urðu að verja tveimur árum til að ná þessu marki. Ingólfur Arnar Þorkelsson sýndi mikinn félagslegan áhuga í Kennaraskólan- um og var þar framarlega á ýmsum sviðum. Benti margt til, að hann ætti fyrir höndum forystuhlutverk í þjóð- félaginu. Bindindishreyfingin átti þá drýgst ítök í honum. Hann varð for- seti Sambands bindindisfélaga í skól- um, sem stofnað var fyrst til 1932, fyr- ir tilstilli Pálma Hannessonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík, og fleiri góðra manna. Málgagn þess- ara samtaka var Hvöt. Þar ritaði Ing- ólfur greinar fylltar eldmóði. Einmitt á þessu sama skeiði átti ég, sem þetta rita, hlut að ritstjórn þessa málgagns, og var Ingólfur betri en enginn þar til uppörvunar og samvinnu. Ingólfur var áhugamaður að hverju, sem hann gekk. Í skemmtanalífi skólans lét hann ekki deigan síga. Hann vildi, að æskan skemmti sér án vímugjafa, heil og hraust. Sjálfur var hann með lipr- ustu dansmönnum, sem ég minnist úr skólanum mínum við Laufásveg á ár- unum 1945–48, en þá útskrifaðist Ing- ólfur. Eftir það varð kennsla og skóla- stjórn ævistarf hans. Með erfiðu og krefjandi kennslustarfi lauk hann góðu stúdentsprófi utan skóla við MR, eftir áfangakerfi, sem nokkrir starfandi barnakennarar nýttu sér, og Brynjólfur Bjarnason, mennta- málaráðherra, kom á í sinni ráðherra- tíð, góðu heilli. Ingólfur lauk síðan há- skólaprófi í dönsku og sögu. Hann var framsækinn og metnaðargjarn, en slíkt lyftir mönnum ætíð og gefur lífi þeirra og starfi aukið gildi. Með Ingólfi A. Þorkelssyni er horf- inn af sjónarsviðinu einn af minnis- stæðustu skólamönnum þessa lands á síðari hluta tuttugustu aldar. Blessuð sé minning hans. Auðunn Bragi Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.