Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR ✝ Ingibjörg Örn-ólfsdóttir fædd- ist í Viðfirði í Norð- ur-Múlasýslu 27. mars 1918. Hún lést á heimili sínu hinn 30. janúar síðastlið- inn. Foreldar henn- ar voru Örnólfur Sveinsson skipa- smiður, f. 26. maí 1985, d. 9. febrúar 1978, og Guðrún Anna Björnsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1896, d. 15. september 1962. Systkini Ingibjargar eru: Ólöf Sveinbjörg, Hjalti Sigurður, Snorri, d. 1925, Gyða, Björg, d. 1980, og Sigrún. Ingibjörg giftist í ágúst 1942 Hákoni Jörundssyni sjómanni, f. 22. október 1903, d. 18. sept- ember 1969. Börn þeirra eru: 1) Halldóra, f. 14. mars 1943, börn hennar eru Loftur, Ingvar Há- kon og Bergþór. 2) Grettir Ás- mundur, f. 6. sept- ember 1944, sam- býliskona hans er Kristín Ragnars- dóttir. 3) Gunnar Örnólfur, f. 17. ágúst 1946. 4) Sig- urrós, f. 7. ágúst 1948, maki Sigurð- ur H. Guðmunds- son. Dóttir Sigurð- ar er Þórunn Sigurðardóttir. 5) Jörundur, f. 31. ágúst 1950, maki Hugrún Heiðdal Hjartardóttir. Börn þeirra eru Sigríður Hjördís, Að- alsteinn Rúnar, Hákon Ingi og Hjörtur Vífill. Langömmubörnin eru níu talsins. Ingibjörg bjó á Norðfirði á sínum uppvaxtarár- um. Árið 1941 flutti hún á Akra- nes þar sem hún bjó alla tíð síð- an. Útför Ingibjargar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mamma var rúmlega tvítug þeg- ar hún hleypti heimdraganum. Eins og algengt var meðal ungra kvenna á þeim tíma réð hún sig í vist og fluttist þá frá Norðfirði til Akraness. Þetta var á miðjum stríðsárun- um og fljótt kynntist hún pabba og fyrr en varði vorum við orðin fimm systkinin. Fyrstu minningar mínar um mömmu eru þar sem hún er að hugsa um barnahópinn í mjög þröngum húsakynnum. Fáum þægindum var fyrir að fara og þegar horft er um öxl skilur maður tæplega hvernig þetta var hægt. Pabbi stundaði lengst af sjó- mennsku og uppeldið var því á herðum mömmu, sem þóttu ekki tíðindi í þá daga. Það var nóg um að vera fyrir börn á Skaganum og leikir og úti- vera voru í fyrirrúmi hjá okkur krökkunum. Ég reyndi að leggja mitt af mörkum til að aðstoða mömmu við uppeldi okkar systk- inanna en þar voru verkefnin næg eins og nærri má geta. Efnin voru alla tíð frekar lítil en nægjusemin mikil og aldrei var kvartað. Pabbi lést fyrir 35 árum en síðasta ára- tug ævi sinnar vann hann hjá Sem- entsverksmiðjunni. Mamma var einstaklega geðgóð kona og ljúf. Hún hafði mikið yndi af handavinnu, bæði að sauma út og hekla. Ekki var að sjá að hand- bragðið breyttist mikið þó að ald- urinn færðist yfir. Sýnin af mömmu sitjandi í stólnum í stof- unni með handavinnuna sína mun lifa í minningunni. Æskustöðvarn- ar voru mömmu alla tíð hugleiknar og talaði hún oft um árin sín á Norðfirði. Síðustu ár hefur Gunnar bróðir hugsað um mömmu af mikilli alúð og ósérhlífni og á hann miklar þakkir skilið. Nú er komið að leiðarlokum. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Halldóra. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að ýta undir þá hugmynd að krökkum þyki frekar lítið til mjúkra pakka koma. Það átti ekki alveg við í mínu tilviki. Í málefnum mjúkra jólapakka var alltaf hægt að treysta á ömmu á Akranesi. Yfirleitt sokkar eða vettlingar þar sem greinilegt var að hvergi hafði verið kastað til höndunum við prjónaskapinn. Svo ekki sé minnst á hekluð dúkku- teppi til dætra minna, sem eru svo sannarlega fyrir augað í þeim skilningi að litasamsetningin er aðdáunarverð. Stundum hvarflar að mér að amma hljóti einhvern tíma að hafa rekist á orð gríska heimspekingins Epicuros um að auður felist ekki í því að eiga miklar eignir heldur að hafa fáar þarfir. Nægjusemin var leiðarljósið og sú hugsun víðsfjarri að hrifsa eitt- hvað til sín í kapphlaupi sem margir taka þátt í en miklu færri skilja í raun. Það er líklega rétt að segja að það hafi ekki farið mikið fyrir ömmu. Það er óravegur á milli lífstóna hennar og holra nútímahljóða sem bíða eftir að verða séð eða heyrð. En hún var hún sjálf, frá upphafi til enda. Blessuð sé minning henn- ar. Loftur Ólafsson. INGIBJÖRG ÖRNÓLFSDÓTTIR ✝ Ólafur Guð-mundsson fædd- ist á Stóru-Borg í V-Hún. 29. apríl 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Hvamms- tanga 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, f. 28.7. 1892, d. 6.4. 1936, og Ólöf Helgadóttir, f. 6.4. 1898, d. 11.2. 1945. Hálfbræður Ólafs samfeðra, börn Guðmundar og Helgu Gísladótt- ur, eru tvíburarnir Björn Tryggvi (látinn) og Hjörtur Frí- mann, f. 15.7. 1918. Alsystkini eldrar hennar voru Eðvald Hall- dórsson, f. 15.1. 1903, d. 24.9. 1994, og Sesilía Guðmundsdóttir, f. 31.12. 1905, d. 21.1. 1994. Börn Ólafs og Maríu Erlu eru: 1) Svala Björk, f. 1961, maki Ragn- ar Sigurjónsson, f. 1947. Börn þeirra eru: A) Hulda Ósk, f. 1979, dætur hennar og Örlygs Eggertssonar, f. 1975, eru Hekla Ýr, f. 1996, og Hera Rán, f. 2001. B) Ólafur Már, f. 1981, maki Petra Maria Hultberg, f. 1983. C) Bjarki Sigurpáll, f. 1987. 2) Freyja, f. 1967. Dóttir hennar er Björt Jónsdóttir, f. 1990. Börn Maríu Erlu af fyrra hjónabandi eru: Brynjólfur, f. 1949, Eðvald, f. 1951, maki Þóra Jónsdóttir, f. 1952, Ársæll Geir, f. 1954, maki Þorbjörg Rut Guðnadóttir, f. 1967, og Sesilía Helga, f. 1955, maki Kristinn Björnsson, f. 1954. Ólafur verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafs eru: Njáll, f. 15.3. 1920, d. 24.5. 1998, tvíburar mey- börn, f. 11.11. 1921, d. sama dag, Jóhann Helgi, f. 5.11. 1922, d. 28.12. 1988, Guð- rún Jóhanna, f. 10.2. 1924, Auður, f. 16.3. 1926, Anna, f. 6.2. 1930, Ásborg, f. 25.3. 1931, d. 19.3. 1948, Reynir Líndal, f. 18.6. 1932, d. 14.7. 1984, Þórður, f. 28.1. 1934, Rannveig Sigríður, f. 7.5. 1935, og Guðmundur, f. 22.9. 1936. Kona Ólafs er María Erla Eð- valdsdóttir, f. 10.10. 1928. For- Elsku pabbi, þá er þrautum þín- um lokið. Mikið varstu nú búinn að vera seigur, berjast áfram með bil- uð lungu og hjarta. Þrautseigjan fylgdi þér alltaf. Ungur þurftir þú að fara að heiman, og vistin misgóð. Og mörgum þurftir þú að sjá á bak. En svo birti til, og eignaðistu marga góða vini. Fórst síðan sem ungur maður að vinna við jarð- vinnslu, í Borgarfirði og Húna- vatnssýslu. Síðan var það ævistarfið, bygg- ingarvinnan. Þær eru æði margar byggingarnar hér um slóðir, sem þú lagðir hönd á, stórar sem smáar. Líka byggðir þú þér þitt eigið tveggja hæða hús. Og alltaf varstu tilbúinn við mitt hús, að leggja hjálparhönd. Ekki man ég eftir þér öðruvísi en við smíðar, meðan heils- an leyfði. Enda voruð þið mamma með smíðahús, bæði sífellt að smíða. Gaman hafðirðu af ferðalög- um um landið þitt, og voru nokkrar ferðirnar farnar. Og seinni árin vor- uð þið mamma dugleg að skreppa, þó væri ekki nema sunnudagsbíl- túra. Elsku pabbi, ég veit þú barst hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Og hugur þinn mikið hjá barnabörn- unum öllum, svo og litlu langafa- stelpunum. Nú líður þér betur, pabbi minn, og þarft ekki að dragn- ast með þessar vélar. Þér líkaði ekki að liggja á sjúkrahúsi og vildir heim. Nú ertu kominn heim. Sjáumst síðar, pabbi minn. Minning þín lifir. Svala Björk. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Elskulegur faðir okkar, VIGGÓ EMIL MAGNÚSSON slökkviliðsmaður og húsasmíðameistari, Heiðarási 4, lést á heimili sínu mánudaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Berglind Fríða Viggósdóttir, Sæunn Svanhvít Viggósdóttir. Bróðir minn, STEFÁN ÁSBJARNARSON frá Guðmundarstöðum, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopna- firði, mánudaginn 31. janúar. Jarðsett verður að Hofi, Vopnafirði, laugar- daginn 5. febrúar kl. 14.00. Sólveig Ásbjarnardóttir. Ástkær eiginmaður minn, STEFÁN ÓLAFSSON háloftaathugunarmaður, Vesturgötu 50a, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórunn Egilson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 7. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Elínborg Margrét Sigurbjörnsdóttir, Reynir Kristjánsson, Elías Már Sigurbjörnsson, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Þ. Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, BJÖRG EBENESERSDÓTTIR frá Harrastöðum, lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Valgerður Þorbjarnardóttir, Guðmundur Þorbjarnarson, Jóel Þorbjarnarson, Elínbjörg Þorbjarnardóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR, Lindasíðu 47, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík miðvikudag- inn 2. febrúar. Eiríkur Stefánsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Sævar Gunnarsson, Anna Eiríksdóttir, Magnús Sigurðsson, Þorsteinn Eiríksson, Reynir Eiríksson, Rannveig Kristinsdóttir, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.