Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 37
UMRÆÐAN
Stefna Landsbókasafns Íslands
– Háskólabókasafns
Safnið er þekkingarveita sem
vinnur að því að veita faglega upplýs-
ingaþjónustu um íslenskt samfélag
og tryggja, að Íslendingar standi
jafnfætis öðrum þjóð-
um hvað varðar að-
gengi að hvers kyns
þekkingu og upplýs-
ingum.
Árið 2003 var gerð
metnaðarfull stefnu-
mótun fyrir safnið sem
framtíðarstofnum í örri
þróun. Sett var fram ný
framtíðarsýn sem setur
notandann í fyrirrúm.
Íslendingar hafa lengi
kvartað yfir því að ekki
sé hægt að stunda
rannsóknir hér á landi
vegna ritaskorts en
með auknu aðgengi að upplýsingum í
stafrænu formi er hægt að búa svo
um hnúta að þeir sem stunda hvers
kyns fræðastörf og þekkingarleit
geti fundið efni við sitt hæfi.
Stafrænt þjóðbókasafn –
Þjóðmenningargátt
Annað af tveimur meginhlut-
verkum safnins í Þjóðarbókhlöðu er
að safna öllu efni sem út kemur á ís-
lensku og eins miklu og kostur er af
því sem kemur út um Ísland og Ís-
lendinga á erlendum málum. Þetta er
gert með sóma í safninu og nú er
jafnvel farið að safna vefsíðum með
íslensku efni. Er Landsbókasafn
meðal þeirra safna sem fremst
standa í upplýsingatækni á þessu
sviði í heiminum. Mikið starf hefur
verið unnið við að flytja íslenskt efni
yfir á stafrænt form og nægir í þessu
sambandi að nefna eldra íslenskt
efni, s.s. kort, handrit og efni sem
snertir Íslendingasögurnar auk þess
sem unnið er að því að setja gömul ís-
lensk blöð og tímarit á
vef safnsins,
www.bok.hi.is. Í náinni
framtíð sjáum við fram
á að hægt verði að leita
um eina gátt, eða vef-
viðmót, í öllu því ís-
lenska efni sem nú er til
í stafrænu formi.
Stafrænt háskóla-
bókasafn
Landbókasafn Ís-
lands Háskólabókasafn
er rannsóknarbókasafn
og Bókasafn Háskóla
Íslands. Sem slíkt legg-
ur safnið áherslu á að vísindatímarit
og fræði hvers konar séu keypt í staf-
rænni áskrift og gerð aðgengileg.
Landsbókasafn hefur þjónustusamn-
ing við menntamálaráðuneytið og
stýrir því verkefni sem kallað hefur
verið Landsaðgangur að rafrænum
gögnum. Safnið hefur sér til full-
tingis innkaupanefnd sem velur það
sem kaupa á, en samningagerð hefur
verið í höndum starfsmanna safns-
ins. Greiðslur fyrir þessa samninga
eru bornar af bókasöfnum landsins,
en Landsbókasafn greiðir þar
stærstan hluta. Erfitt er að hugsa
sér að hægt sé að stunda nýsköpun
og fræðastörf um hinar dreifðu
byggðir landsins án þess að hafa að-
gang að þeim fróðleik sem aðgengi er
að í gegnum vefsetrið hvar.is. Safnið
sér einnig um innkaup á stafrænum
gögnum fyrir Háskólann og deildir
hans, og þjónar verðandi fræði-
mönnum með því að bjóða öllum há-
skólastúdentum upp á kennslu í
notkun á heimildum í öllum fræði-
greinum.
Afgreiðslutími og
aðgengi að húsinu
Safnið hefur lagt metnað sinn í að
hafa opið á kvöldin og um helgar og
hefur Háskóli Íslands lagt fé í þenn-
an aukna afgreiðslutíma af sérstakri
fjárveitingu. Á síðastliðnu ári ákvað
Háskólinn að hætta að veita safninu
þessar greiðslur. Safnið hafði engin
fjárráð til að halda óbreyttum af-
greiðslutíma, en til þess að koma til
móts við þarfir stúdenta var farið í
hagræðingaraðgerðir sem fólust
meðal annars í því að hætt var að
manna fatahengi í anddyri og mönn-
um ætlað að hengja sjálfir upp sínar
yfirhafnir. Nýlega ákvað Háskólinn
svo að leggja fram helming þeirrar
fjárveitingar sem safnið fékk áður. Á
móti leggur safnið af rekstri sínum
tæpan helming þess sem það kostar
að menn geti nýtt sér, utan vinnu-
tíma, þá frábæru aðstöðu sem Bók-
hlaðan býður upp á.
Láglaunastofnunin
Það hefur loðað við þessa stofnun
að launin sem hún greiddi væru of
lág og varla samboðin því vel mennt-
aða fólki sem hér starfar. Í síðustu
kjarasamningum 2001 var gert sam-
komulag um starfsmat sem fram-
kvæmt skyldi í safninu. Því var lokið
á síðasta ári. Við vörpun starfsmats í
launaflokka kom fram að hækka
þurfti launin verulega og greiða háar
upphæðir aftur í tímann. Þar sem
þetta starfsmat var bundið í stofn-
anasamningi en ekki í miðlægum
kjarasamningi fengust þessar launa-
leiðréttingar ekki bættar af hinu op-
inbera. Til þess að geta bætt launin
þurfti að ná niður samsvarandi
kostnaði og því var farið í sársauka-
fullar uppsagnir. Hins vegar má
vænta þess að sá leiðindastimpill sem
á safninu hefur verið sem láglauna-
kvennavinnustaður sé nú úr sögunni.
Hvað er að gerast
í Þjóðarbókhlöðunni?
Í Bókhlöðunni er unnið kraftmikið
og fjölbreytt starf. Allir starfsmenn
leggja sig fram um að sinna not-
endum á faglegan og metnaðarfullan
hátt. Upplýsingaþjónusta er í boði
fyrir alla, unnið er af krafti við að
gera tölvuskrána Gegni sem best úr
garði og þess njóta allir landsmenn,
aðgengi að stafrænum gögnum er sí-
fellt að aukast og svona mætti lengi
telja. Tímabundnir fjárhagserf-
iðleikar vegna launahækkana í safn-
inu eiga ekki að skaða þjónustu þess.
Nýir tímar kalla á ný vinnubrögð og
nýja forgangsröðun. Vilji menn
kynna sér alla þá fjölbreyttu starf-
semi sem fram fer innan dyra í safn-
inu kæmust menn að raun um að Ís-
lendingar eiga og reka glæsilega
þekkingarveitu í Þjóðarbókhlöðu
sem stenst samanburð við það besta
sem þekkist í heiminum.
Þjóðarbókhlaða – Þekk-
ingarveita á norðurslóð
Sigrún Klara Hannesdóttir
fjallar um Landsbókasafnið ’Í Bókhlöðunni erunnið kraftmikið og
fjölbreytt starf.‘
Sigrún Klara
Hannesdóttir
Höfundur er landsbókavörður.
Hjördís Ásgeirsdóttir:
„Ég er ein af þeim sem
heyrði ekki bankið þegar
vágesturinn kom í heim-
sókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson:
„Forystumennirnir eru und-
antekningarlítið menntamenn
og af góðu fólki komnir eins
og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón.
Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á
óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn
að halda í þeirri list að þola
góða daga en á helvítis-
prédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon:
„Ljóst er að án þeirrar hörðu
rimmu og víðtæku umræðu í
þjóðfélaginu sem varð kring-
um undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina hefði Eyjabökk-
um verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennslu-
aðferðirnar? Eða viljum við
að námið reyni á og þjálfi
sjálfstæð vinnubrögð og sjálf-
stæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson:
„Ég hvet alla sjómenn og út-
gerðarmenn til að lesa sjó-
mannalögin, vinnulöggjöfina
og kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar