Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LAGERSALA
dagana 4.-12. febrúar
Gengið inn hægra megin
ÞEGAR Guðfinna Ein-
arsdóttir, elsti núlif-
andi Íslendingurinn
fæddist árið 1897 var
enginn sími, ekkert
rafmagn, engir bílar
óku um götur, konur
höfðu ekki kosninga-
rétt og Íslendingar
voru undir vald Dana
settir. Það var ekki
fyrr en sjö árum síðar,
árið 1904, sem hér
komst á heimastjórn
og ekki fyrr en árið
1915, þegar Guðfinna
er átján ára, að konur,
40 ára og eldri, fengu
kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis til jafns við karl-
menn.
Ásýnd sveita landsins sem og
Reykjavíkur var með allt öðrum
hætti fyrir aldamótin 1900 en nú er,
t.d. bjuggu flestir í torfbæjum.
Óhætt er því að segja að Guðfinna,
sem fædd er í Dölunum og fagnaði
108 ára afmæli 2. febrúar sl., hafi lif-
að tímana tvenna.
Önnur íslensk kona er fædd sama
ár og Guðfinna. Ein íslensk kona til
viðbótar er fædd fyrir
aldamótaárið 1900.
Árið 1897 fóru 55 Ís-
lendingar til Vest-
urheims en á næstu ár-
um fór þeim fjölgandi
sem þangað fluttu og
höfðu þessir miklu
fólksflutningar mikil
áhrif á samfélagið sem
Guðfinna ólst upp í.
Það ár gáfu Þorsteinn
Erlingsson og Einar
Benediktsson út sínar
fyrstu bækur.
Búskaparhættir voru
með allt öðrum hætti
en nú tíðkast. Það er
ekki fyrr en á þriðja
áratug 20. aldar sem hingað koma
fyrstu dráttarvélarnar. Ekki var þó
eining um ágæti þeirra. Árið 1937,
þegar Guðfinna er fertug, er ritað í
Aldarminningu Búnaðarsambands
Íslands að margir líti svo á að drátt-
arvélar séu „örþrifaúrræði manna
sem orðnir eru óralangt aftur úr
með framkvæmdir sínar.“ Það er því
ekkert nýtt að um tækninýjungar
eins og farsímann nú, séu skiptar
skoðanir. Ritsíminn, forfaðir farsím-
ans, hélt innreið sína eftir 1904 en
það ár kom fyrsti bíllinn til landsins.
Sama ár var vatnsafl notað í fyrsta
sinn til raflýsingar, nánar tiltekið í
Hafnarfirði. Bið varð þó á því að raf-
lýsing yrði almenn.
Konur settust í fyrsta sinn í bæj-
arstjórn árið 1908 en á því ári varð
Guðfinna 11 ára. Fjórtán árum síð-
ar, eða árið 1922, var fyrsta konan,
Ingibjörg H. Bjarnason, kosin á
þing.
Guðfinna var unglingur eða
sautján ára þegar heimsstyrjöldin
fyrri braust út í Evrópu og 42 ára
þegar síðari heimsstyrjöldin skall á,
árið 1939.
21 ár leið frá fæðingu Guðfinnu
þar til Ísland varð fullvalda og nær
hálf öld þar við fengum sjálfstæði
með stofnun lýðveldis.
Reykjavík var fámennt þorp um
aldarmótin 1900, sem taldi vel innan
við tíu þúsund íbúa. Ásýnd höfuð-
borgar nútímans var með allt öðrum
hætti en nú er, ekkert malbik, engin
háhýsi og engir bílar.
Skellireið vakti athygli
Fyrsti bíllinn kom líka mörgum
íbúanum spánskt fyrir sjónir og var
hann m.a. kallaður sjálfrenningur
eða skellireið áður en almenningur
sættist á orðin bifreið og bíll. Hraði
bílanna var eins og gefur að skilja
ekki ýkja mikill fyrst í stað, göt-
urnar voru slæmar og afl bílanna lít-
ið. Þó urðu tvö bílslys árið 1914 þó
að í Reykjavík væru aðeins tíu bílar.
Þá um sumarið voru fyrstu bifreiða-
lögin sett og hámarkshraði bíla
ákveðinn 10 km á klukkustund.
Guðfinna hefur lifað á þremur
öldum, á tímum gríðarlegra breyt-
inga. Aðeins tveir aðrir núlifandi Ís-
lendingar búa yfir þeirri reynslu.
Ísland í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson
Öldin okkar, 1861–1900
Saga Reykjavíkur – bærinn vaknar,
eftir Guðjón Friðriksson
Miðbær Reykjavíkur frá Hólavelli, árið 1899, ári eftir að Guðfinna Einars-
dóttir fæddist. Farið var að fylla upp í Tjörnina nyrst, Góðtemplarahúsið
fyrir nokkru risið og Iðnaðarmannahúsið. Alþingishúsið og Dómkirkjan
settu þá, sem og nú, mikinn svip á miðbæ Reykjavíkur.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Úr hlóðaeldhúsi. Þessi mynd, sem enski læknirinn Tempest Anderson tók
hér á landi á síðustu árum 19. aldar, sýnir dæmigert eldhús í sveitabæ.
Elsti Íslendingurinn sem fæddur er
1897 hefur lifað tímana tvenna
Án rafmagns, bíls
og kosningaréttar
Guðfinna var glæsileg á
108. afmælisdeginum
nú í vikunni.
Ljósmynd/Sigfús Eymundsson
MEÐ dómi í gær var dæmd ógild sú
ákvörðun varnarliðsins að segja upp
greiðslu daglegs rútugjalds til
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflug-
velli. Rútugjaldið var fyrst greitt árið
1955 og var þá 30 krónur en var 1.600
krónur þegar varnarliðið hætti
greiðslum tæplega 50 árum síðar, ár-
ið 2003. Greiði varnarliðið ekki gjald-
ið verður ríkið krafið um greiðslur.
Starfsmannahald varnarliðsins
sagði upp rútugjaldinu með þriggja
mánaða fyrirvara og var uppsögnin
liður í sparnaðaraðgerðum á Kefla-
víkurflugvelli. Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
taldi uppsögnina ólöglega og stefndi
því málinu fyrir dóm. Hinn stefndi
var íslenska ríkið þar sem dómafor-
dæmi gera ráð fyrir því að íslensk lög
gildi ekki um varnarliðið heldur hef-
ur ríkið verið talið bera ábyrgð á því
að íslenskir starfsmenn varnarliðsins
fái þau kaup og kjör sem kaupskrár-
nefnd ákveður hverju sinni, að sögn
Guðna Á. Haraldssonar hrl., lög-
manns slökkviliðsmanna.
Af hálfu varnarliðsins var því hald-
ið fram að kaupskrárnefnd hefði ein-
ungis heimilað varnarliðinu að greiða
rútugjald og engin skylda væri á
varnarliðinu að inna gjaldið af hendi.
Var bent á að gjaldið kom í stað ferða
sem varnarliðið sá um fyrir starfs-
menn sem búsettir voru nær varn-
arsvæðinu.
Ígildi kjarasamnings
Í niðurstöðu dómsins segir að
kaupskrárnefnd hafi í apríl árið 1955
ákveðið að greiða skyldi þeim starfs-
mönnum varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli sem áttu heima í Reykjavík
eða á leiðinni frá Njarðvíkum til
Reykjavíkur, 30 krónur á dag í ferða-
dagpeninga. Eftir þessari ákvörðun
hafi verið farið í áratugi eða þar til
varnarliðið sagði greiðslunum upp í
október 2003. Í niðurstöðu dómsins
segir að líta verði á ákvörðun kaup-
skrárnefndar sem ígildi kjarasamn-
ings og því hafi starfsmannahald var-
naliðsins ekki getað fellt greiðslurnar
niður einhliða. Var fallist á það með
lögmanni slökkviliðsmanna að
ákvörðunin um að fella greiðslurnar
niður væri ógild. Þá var ríkið dæmt
til að greiða 300.000 krónur í máls-
kostnað.
Guðni Á. Haraldsson segir að
næsta skref verði að reikna út hversu
háar greiðslur slökkviliðsmenn á
Keflavíkurflugvelli eigi inni hjá varn-
arliðinu frá því rútugjaldinu var sagt
upp og síðan verði varnarliðið krafið
um þær greiðslur. Sjái varnarliðið
sér ekki fært að greiða gjaldið verði
ríkið krafið um greiðslur. „Hluti af
þessum vanda er að fjárveitingar
bandaríska þingsins duga ekki til að
varnarliðið geti farið eftir íslenskum
kjarasamningum. Bandaríkjaþing er
að skera niður og svo lendir vandinn
á íslenska ríkinu,“ segir hann.
Telur dóminn fordæmisgefandi
Aðspurður segir Guðni að dómur-
inn hljóti að vera fordæmisgefandi
fyrir aðra starfsmenn á Keflavíkur-
flugvelli sem fengu greidd rútugjöld
fyrir uppsögn. Þá séu a.m.k. tvö önn-
ur dómsmál í uppsiglingu vegna upp-
sagna á kjörum starfsmanna varnar-
liðsins, vegna ferðapeninga og vegna
rútugjalds.
Allan V. Magnússon kvað upp
dóminn. Óskar Thorarensen hrl. var
til varnar fyrir ríkið.
Varnarliðinu óheimilt
að segja upp rútugjaldi
Bandaríkjaþing sker niður og vand-
inn lendir á ríkinu, segir lögmaður
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær tillögu Steinunnar
Valdísar Óskarsdóttur borgar-
stjóra um að fela Vilhjálmi H. Vil-
hjálmssyni lögmanni að útbúa
kröfugerð á hendur olíufélögunum
fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Er í tillögunni vísað til minn-
isblaðs Vilhjálms að Reykjavíkur-
borg og fyrirtæki hennar eigi rétt
til skaðabóta frá olíufélögunum.
Í minnisblaði Vilhjálms, sem lagt
var fram á borgarráðsfundinum,
segir að það sé álit hans að Reykja-
víkurborg og fyrirtæki borgarinn-
ar eigi rétt til skaðabóta frá olíufé-
lögunum vegna samráðs þeirra í
útboði á olíu- og bensínkaupum
fyrirtækja Reykjavíkurborgar árið
1996.
Ákváðu að Skeljungur
fengi viðskiptin
Vitnað er til þess að í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála,
sem birtist á mánudag, komi fram
að í útboðinu 1996 hafi félögin haft
samráð um hvaða verð þau buðu
hvert fyrir sig, tekið sameiginlega
ákvörðun um að Skeljungur ætti að
fá viðskiptin og skipt síðan á milli
sín hagnaði af viðskiptunum.
Vilhjálmur segir að aðgerðir ol-
íufélaganna hafi verið ætlaðar til
þess að draga úr áhrifum útboðsins
og leitt til þess að verð á bensíni,
olíu og olíuvörum til Reykjavíkur-
borgar varð hærra en ella. Sanna
þurfi fjártjón Reykjavíkurborgar
vegna þessara aðgerða en góðar
líkur séu á að það takist enda séu
traust sönnunargögn fyrir hendi
vegna viðskiptanna frá 1996 til
2001.
Óvíst um skaðabótaskyldu
vegna útboðs 2001
Vilhjálmur segist hins vegar
ekki treysta sér til að meta hvort
olíufélögin séu skaðabótaskyld
vegna útboðs sem fór fram árið
2001 og viðskipta síðan þá. Áfrýj-
unarnefndin taldi að olíufélögin
hefðu einnig haft með sér samráð
við það útboð.
Kröfur
undirbúnar
á hendur
olíufélögum