Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA fær alltaf meiri og meiri at- hygli. Ísland er mjög spennandi áfangastaður og kokkunum þykir mjög gaman að koma hingað og taka þátt í þessu,“ segir Sigurður L. Hall um matar- og menningarhátíðina „Food and Fun“. Hann bætir því við að hátíðin stækki ár frá ári og sífellt stærri nöfn í matreiðsluheiminum sýni hátíðinni og landinu áhuga. Sig- urður heldur utan um hátíðina og er framkvæmdastjóri hennar ásamt þeim Baldvini Jónssyni og Steini Lárussyni. Hátíðin er haldin í sam- starfi við Reykjavíkurborg og er lið- ur í markaðsstarfi Icelandair í sam- starfi við íslenskan landbúnað og Iceland Naturally, sem er sameig- inlegur kynningarvettvangur ís- lenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum. Alls taka 12 veitingastaðir í Reykjavík þátt í hátíðinni og sömu- leiðis koma hingað 12 matreiðslu- menn sem eru í heimsklassa að sögn Sigurðar, sex eru frá Bandaríkjunum og sex frá Evrópu. Þeir munu útbúa matseðla með íslenskum kokkum sem verða svo kynntir á hátíðinni. Um er að ræða sérstakan fjögurra rétta matseðil sem standi svo til boða á öllum veitingastöðunum á 4.900 kr. Sigurður segir margvíslegar uppá- komur verða í bænum þessa daga. Fleiri komi til landsins fyrir utan kokkana sem munu láta ljós sitt skína á veitingastöðunum. M.a. komi hingað um 25 matreiðslumeistarar og margir heimsþekktir. Þeir koma til með að dæma í matreiðslukeppn- inni en hún er einn af hápunktum há- tíðarinnar. Auk þess mun fjöldi er- lendra gesta og blaðamanna koma hingað til þess að taka þátt í hátíð- arhöldunum. Sigurður segir hátíðina einkennast af miklu lífi, fjölbreyti- leika og sé eins og vítamínsprauta í íslenska matreiðslu. „List mætir list“ Matreiðslukeppnin verður haldin að þessu sinni í Listasafni Reykjavík- ur en undanfarin ár hefur hún verið haldin í Smáralind. Sigurður segir hugmyndina að flutningnum í lista- safnið vera þá að tengja saman mat og menningu. „List mætir lyst. Mat- reiðslan verður að menningu og menningin að matreiðslu,“ segir Sig- urður og bætir því við að á meðan há- tíðinni standi verða ýmsar mat- artengdar uppákomur í gangi í listasafninu. Fólk geti t.a.m. fengið að bragða á góðgæti, farið á kynn- ingar og fyrirlestra um mat auk þess verði kokkakennsla fyrir áhugasama. Aðspurður hvað lokki heimsfræga kokka til landsins segir Sigurður Ís- land vera spennandi land og síðast en ekki síst sé hér að finna afburða hrá- efni. Hér sé besti fiskur í heimi, besta lambakjötið og margt fleira. „Gæði íslenskrar matvælaframleiðslu hefur svo mikið að segja,“ segir Sigurður. Íslensk matreiðsla í fyrirrúmi Á hátíðinni verður frumsýndur bandarískur matreiðsluþáttur, sem ber heitið „Chefs A’ Field“, á vegum PBS sjónvarpsstöðvarinnar. Þátt- urinn var tekinn upp hérlendis sl. september og fjallar um íslenskan mat og matreiðslu. Þátturinn kemur til með að verða sýndur síðar í Bandaríkjunum en hann er einn vin- sælasti og verðlaunaðasti mat- reiðsluþáttur í Bandaríkjunum að sögn Sigurðar. Hann segir þetta vera í fyrsta sinn sem „Chefs A’ Field“ þáttur sé tekin upp annars staðar en í Bandaríkjunum og komi til með að vekja mikla athygli og verða mikil landkynning. Allar nánari upplýsingar um hátíð- ina er að finna á vefsíðunni www.- foodandfun.is. „Matreiðslan verður að menningu“ Matar- og menningar- hátíðin „Food and Fun“ verður haldin í fjórða sinn á Íslandi dagana 16.–20. febr- úar nk. Sigurður L. Hall fræddi Jón Pétur Jónsson um sælkera- hátíðina sem er farin að vekja mikla athygli víða um heim. Morgunblaðið/ÞÖK Bestu matreiðslumenn Food and Fun-hátíðarinnar í fyrra, f.v. þeir Hans Horberth, sem átti besta eftirréttinn, John Besh, sem hlaut aðalverðlaunin, Gerrard Thompson átti besta kjötréttinn og Per Thostesen besta fiskréttinn. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður L. Hall segir áhuga á há- tíðinni alltaf að aukast. jonpetur@mbl.is ALCOA, móðurfyrirtæki Alcoa- Fjarðaáls í Reyðarfirði, er meðal þriggja fremstu fyrirtækja í heimi á sviði sjálfbærrar þróunar, samkvæmt lista 100 fyrirtækja sem birtur var á ársfundi Heimsviðskiptaráðstefnunn- ar í Davos í Sviss (World Economic Forum). Annað álfyrirtæki sem starf- ar hér á landi, Alcan í Straumsvík, komst einnig á listann. Voru fyrirtæk- in 100 valin úr meira en tvö þúsund stórfyrirtækjum um allan heim. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem svona listi er settur saman og stendur til að birta hann árlega héðan í frá. Til að komast á listann þurfa fyrirtækin að hafa í heild jákvæð áhrif á sam- félag sitt og umhverfi. Auk Alcoa þóttu Toyota og BP einnig skara fram úr á þessu sviði. Toyota var getið vegna þróunar á Prius-bílnum og Alcoa vegna áforma um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Einnig vegna áherslu fyrir- tækisins á að hvetja til notkunar áls í samgöngutækjum svo minnka megi orkunotkun. BP komst meðal annars þetta ofarlega á listann vegna að- gerða til betri nýtingar auðlinda og þátttöku í nýtingu á sólarorku. Í umsögn um Alcoa kemur fram að fyrirtækið hafi skipað sér í leiðandi stöðu með viðleitni sinni til að skil- greina og stýra þeirri áhættu sem fyr- irtækið standi frammi fyrir að því er varðar sjálfbærni. Fyrirtækinu hafi tekist vel að samræma markmið um arðsemi annars vegar og áherslu á umhverfisvernd, verðmætasköpun og félagslegan stöðugleika hins vegar. Dæmi um þetta séu samskipti Alcoa við hagsmunahópa í tengslum við um- deildar vatnsaflsvirkjanir. Listi stórfyrirtækja um árangur á sviði sjálfbærrar þróunar í heiminum Alcoa og Alcan meðal 100 fremstu fyrirtækja  Meira á mbl.is/ítarefni Afmæli | Í upphafi fundar borg- arstjórnar á þriðjudag óskaði Stefán Jón Hafstein, forseti borgarstjórnar, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, D-lista, og Katrínu Jakobsdóttur, R-lista, til hamingju með afmælið. Fengu þær rauðar rósir í tilefni dagsins. Kerfisflokkur | Deilt var hart um stöðu einkarekinna grunnskóla í borginni. „R-listinn er kerfisflokkur þar sem þarfir yfirvalda og kerfisins sitja í fyrirrúmi, en við viljum raun- verulegt frelsi og setjum þarfir nem- enda í fyrsta sæti,“ sagði afmæl- isbarnið Guðrún Ebba. Þjónustutrygging | Stefán Jón sagðist ekki vilja stuðla að tvöföldu skólakerfi í borginni. „Nemandanum fylgir ekki viss peningaupphæð. Nemanda fylgir viss þjónustutrygg- ing. Þannig viljum við hafa það.“ Sjálfstæði | Stefán Jón sagðist vilja efla sjálfstæði skólanna en Guðrún Ebba sagði það ekki hafa neina merkingu ef allir væru bundnir í sama klafa. Ekki væri um valfrelsi að ræða ef nemendum væri mismunað á grundvelli fjárframlaga. Trúarbrögð | „Við þurfum að ræða það ýtarlega hver staða borgarinnar er núna í samhengi við það að styðja sérstaklega skóla sem reknir eru á trúarlegum forsendum. Hvert er svar okkar komi til þess að félög múslima óski eftir að reka skóla á sínum forsendum í Reykjavík eða skólar annarra trúarhópa?“ spurði Stefán Jón. Svíþjóð | „Viljum við að börnin lendi í trúarlegum eða hug- myndafræðilegum smáhólfum eins og reyndar hefur orðið raunin í Sví- þjóð?“ bætti hann við. Skólastefnan þar hefði unnið gegn því og vakið með því miklar umræður. Kómískt | Guðlaugur Þór Þórð- arson, D-lista, sagði það þá liggja fyr- ir að Samfylkingin væri á móti tvö- földu skólakerfi, eins og Stefán Jón hefði kallað það. Þetta væri „kóm- ískt“ því framtíðarhópur sama flokks hefði lagt fram tillögu að æskilegt væri að hafa „aukna fjölbreytni í rekstrarfyrirkomulagi á skólastigi.“ Ánægja | Katrín Jakobsdóttir, R-lista, greindi frá könnun meðal 4.000 foreldra á viðhorfi þeirra til grunnskóla í borginni. „Eru 83% for- eldra mjög ánægð eða frekar ánægð með skólana sem börn þeirra eru í.“ Þeir leggðu mesta áherslu á for- varnir gegn einelti, góða sérkennslu, máltíð í hádegi og tölvukost. Strætó | Björk Vilhelmsdóttir, R-lista, var kosin í stjórn Strætó bs. Aðkoma borgarfulltrúa að stjórnun fyrirtækisins verður greiðari fyrir vikið, en áður var stjórnarmaður borgarinnar ekki úr þeirra hópi. Milljónir | Kjartan Magnússon, D- lista, sagði eðlilegt að fulltrúi minni- hlutans í borgarstjórn fengi að sitja stjórnarfundi Strætó bs. Af 1.300 milljónum sem sveitarfélög greiddu með rekstrinum næmi framlag Reykjavíkurborgar 900 milljónum. Fulltrúar | Björk sagði heppilegt ef fleiri úr þeirra hópi kæmu að stjórn Strætó. „Ég myndi ekki syrgja það ef þarna væri fulltrúi fleiri afla í borg- arstjórn Reykjavíkur.“ Mistök | Mistök hefðu verið gerð við nýjan stofnsamning Strætó bs. Þar segði að formennska ætti að skiptast á milli aðildarsveitarfélaganna. Áður átti fulltrúi fjölmennasta sveitarfé- lagsins að vera formaður. Óeining | „Það virðist ekki vera ein- ing um það í stjórn Strætó að Reykjavík hafi forystu í þessari stjórn. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Björk því Reykjavík hefði verið í forystu fyrir eflingu almennings- samgangna.  segir að Stúdentaráð telji ekki rétt að ræða þennan áherslumun í fjölmiðl- um. Einnig segir að fréttatilkynningu um meint samstarfsslit verði að skoða í því ljósi að kosningar til Stúd- entaráðs og Háskólafundar séu í næstu viku. Þá segir í tilkynningunni: „Samstarfi námsmannahreyfinganna er ekki lokið af hálfu SHÍ. Hins vegar er ljóst að ekki er vænlegt þegar slík skilaboð eru send til fjölmiðla án þess að reynt sé að ræða málin fyrst við SHÍ.“ Deilt um vinnu við nýjar úthlutunarreglur Í fréttatilkynningu Röskvu segir að málið sé alvarlegt í ljósi þess að framundan sé endurskoðun á úthlut- unarreglum Lánasjóðsins. „Baráttan fyrir betri lánum hefur grundvallast anna við Stúdentaráð sé lokið. „Þykir okkur það miður því í heilt ár hefur verið reynt að viðhalda samstarfi og samstarfsgrundvelli og hefur það gengið brösuglega, en því miður hef- ur SHÍ ekki sýnt vilja til frekara samstarfs,“ segir í frétt frá hreyfing- unum. Stúdentaráði er þakkað sam- starfið og vonast er eftir því að flötur finnist á ný fyrir endurnýjuðu sam- starfi. Segja samstarfið hafa gengið vel Í fréttatilkynningu Stúdentaráðs í fyrradag segir að samstarfs náms- mannahreyfinganna sé mikilvægt og hafi gengið vel í vetur. Ákveðinn áherslumunur sé meðal fylkinganna sem skapað hafi spennu en samstarf- ið í flestum tilfellum gengið vel og ÞRJÁR hreyfingar námsmanna, Bandalag íslenskra námsmanna, Iðn- nemasamband Íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis, hafa lýst því yfir að Stúdentaráð Háskóla Íslands hafi undir forystu Vöku slitið samstarfi við hreyfingarnar þrjár. Forysta Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands segir þetta ekki rétt, samstarf- inu hafi ekki verið slitið og það standi ekki til, tilkynning námsmannahreyf- inganna hafi komið mjög á óvart. Þá segir í tilkynningu frá Röskvu að málið sé alvarlegt enda sé samstaða grundvöllur hagsmunabaráttunnar. Í tilkynningu frá áðurnefndum þremur námsmannahreyfingunum segir að eftir fund í Lánasjóði ísl. námsmanna í síðustu viku hafi Stúd- entaráð ekki sýnt vilja til samstarfs og því sé ljóst að samstarfi hreyfing- á samstarfi hreyfinganna og er því miður að Stúdentaráð hafi ekki sýnt vilja til samstarfs,“ segir þar einnig. Í nýrri fréttatilkynningu frá náms- mannahreyfingunum þremur í gær kemur fram að það komi þeim á óvart Stúdentaráð telji samstarfið hafa gengið vel. Upp úr hafi soðið á þegar SHÍ hafi óskað eftir frestun á und- irbúningsvinnu við nýjar úthlutunar- reglur Lánasjóðs íslenskra náms- manna á fundi 28. janúar. Náms- mannahreyfingarnar hafi ekki getað fallist á það þar sem það hefði í för með sér að námsmenn yrðu lengur í óvissu um fjárhagsstöðu sína næsta vetur. Þess vegna telji námsmanna- hreyfingarnar þrjár að SHÍ hafi slitið samstarfinu því með beiðni um frest- un hafi hagsmunir námsmanna verið virtir að vettugi. Telja að Stúdentaráð HÍ hafi slitið við sig öllu samstarfi ALCOA undirritaði nýlega vilja- yfirlýsingu ásamt stjórnvöldum í Afríkuríkinu Gana um uppbygg- ingu og þróun áliðnaðar þar í landi auk endurbóta á járn- brautakerfinu. Um svipað leyti gekk fyrirtækið frá kaupum á tveimur verksmiðjum í Rússlandi, sem áður voru í eigu RUSAL, fyr- ir 16 milljarða króna. Framleiða verksmiðjurnar ýmsar vörur úr áli og eru í Samara og Belaya Kalitva. Til viðbótar hyggst Alcoa verja 80 milljón dollurum, um fimm milljörðum króna, til upp- byggingar og endurbóta á verk- smiðjunum. Alcoa fjárfestir í Rússlandi og Gana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.