Morgunblaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurbjörg Guð-jónsdóttir fæddist
í hábænum í Stóru-
Mörk í V-Eyjafjöllum
24. júní 1906. Hún lést
á Sólvangi í Hafnar-
firði 29. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðjón
Ólafsson, f. 1878, d.
1936, og Jóhanna
Kristín Ketilsdóttir, f.
1877, d. 1961. Auk Sig-
urbjargar voru börn
Guðjóns og Jóhönnu
fjögur, þ.e. Ólafía Guðlaug, f. 28.
sept. 1902, d. 11.3. 2002, Sigurjón, f.
24. okt. 1904, d. 10. júní 1906, Ásta
Karólína, f. 13. nóv. 1910, d. 23. ág.
1992, og Helga, f. 20. apríl 1918.
nóv. 1979, sonur Sigurðar Haralds-
sonar. Eiginmaður Guðrúnar er
Geir Þórólfsson, f. 21. ág. 1952.
Sigurbjörg lauk kennaraprófi
1933. Fyrir kennarapróf kenndi
hún í tvo vetur undir Eyjafjöllum
og að loknu prófi eitt ár í Fljótshlíð-
inni. Árið 1934 fékk hún kennara-
stöðu í Holtahreppi þar sem hún
starfaði til ársins 1945. Skólaárið
1954–1955 kenndi hún í A-Eyja-
fjallahreppi. Í Hafnarfirði kenndi
hún í Barnaskóla Hafnarfjarðar,
síðar Lækjarskóla, frá 1955 til
starfsloka 1976, og sinnti að því
loknu um tíma forfallakennslu þar
og í Víðistaðaskóla. Sigurbjörg og
Bjarni bjuggu öll sín sambúðarár í
Hafnarfirði, lengst, eða frá 1949, í
því húsi sem nú er á Langeyrarvegi
16 og stóð upphaflega á Reykjavík-
urvegi 13. Árið 1979 fluttu þau að
Álfaskeiði 78.
Útför Sigurbjargar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Ólafía Guðlaug var gift
Brynjólfi Úlfarssyni.
Börn þeirra eru: Hanna
Kristín, f. 1929, Úlfar
Gunnlaugur, f. 1932, og
Ragnheiður Guðný, f.
1947.
Eiginmaður Sigur-
bjargar var Bjarni
Rögnvaldsson, f. 16.
sept. 1904, d. 15. júní
1989, sonur Rögnvalds
H. Líndal, búfræðings,
og fyrstu konu hans
Guðrúnar Bjarnadótt-
ur, ljósmóður. Bjuggu Rögnvaldur
og Guðrún í Hnausakoti í Miðfirði.
Dóttir Sigurbjargar og Bjarna er
Guðrún, f. 27. júlí 1946, og hennar
sonur Bjarni Þór Sigurðsson, f. 2.
Orð
eru ævintýrasteinar
á pappírshvítri auðn.
Í orðum brennur hugarljós
sem brýst um
eins og magnþrunginn vindur
og þenur hugi …
Fyrsta minning mín er um Sigur-
björgu. Mamma fór frá mér í fyrsta
sinn og í hennar stað stóð gömul kona
í stofunni. Ég var óhuggandi og
reyndi að reka þessa ókunnu mann-
eskju út úr húsinu með öllum illum
látum. Að endingu þraut mig krafta
og ég lagðist örmagna á gólfið. Við-
brögð hennar voru asalaus. Hún sett-
ist og byrjaði að lesa. Ekki beinlínis
upphátt en þó þannig að ég heyrði
orðaskil. Ég man ekki hvaða ævintýri
þetta var enda í álögum. Upp frá
þessu kom Sigurbjörg á hverjum degi
og annaðist mig og Stínu systur mína
meðan foreldrar okkar voru í vinnu.
Meðan aðrir sinntu daglegu amstri
ferðuðumst við Sigurbjörg um heima
og geima: „Renni, renni rekkja mín /
hvert sem maður vill.“ Eina stundina
vorum við perlukafarar meðal kóral-
rifja í Suðurhöfum, þá næstu riddarar
í einskismannslandi og þá þriðju það
ótrúlegasta af öllu; lítill strákur og
kona á áttræðisaldri í Hafnarfirði. Á
gönguferðum okkar útskýrði Sigur-
björg hvaðeina sem fyrir augu bar og
stundum gaf hún líka mönnum og
stöðum nöfn eftir sínu höfði. Vonda-
skarð hét t.d. vindasamur og snjó-
þungur botnlangi nærri Álfaskeiði 78.
Um þetta vonda skarð fórum við að-
eins á heimleið og þegar komið var í
gegnum það sáum við heim og vissum
að okkur var borgið, kannski ekki fyr-
ir lífstíð en að minnsta kosti þann dag-
inn. Þótt Vondaskarð væri vont í
sjálfu sér var það gott að því leyti að
allir aðrir áfangar voru góðir í sam-
anburði. Vitanlega hefði mátt þræða
ýmsa króka til að komast hjá þessari
torfæru en fyrst Signý Karlsdóttir úr
Garðshorni skoraðist ekki undan hví
skyldum við þá bregða af leið? Þannig
leiddi Sigurbjörg mig um Vondaskarð
í brjáluðu roki, fljúgandi hálku, grenj-
andi rigningu og nagandi frosti.
Stundum lagðist jafnvel allt á eitt svo
úr varð furðuleg skepna; brjáluð,
fljúgandi, grenjandi og nagandi. Við
unnum daglega sigur á þessari
skepnu en engu að síður var gleðin
alltaf söm þegar við vorum komin í
gegnum Vondaskarð.
Sigurbjörgu var ekki aðeins gefið
að færa raunveruleikann í ævintýra-
legan búning. Hún tók líka áskorun-
um sem mörgum hefðu vaxið í augum.
Ung að árum gerðist hún kennari í
heimabyggð sinni en þá hafði hún lok-
ið fyrsta og öðrum bekk í Kvennaskól-
anum. Sumir nemendanna voru leik-
systkini hennar, litlu yngri en hún
sjálf og nú var henni æltað að snúa
leik í alvöru. Ég hygg að Sigurbjörg
hafi farið þá leið sem henni var eig-
inlegust. Hún tók nemendur sína al-
varlega og gerði sér far um að skilja til
hvers hugur þeirra stóð. Þegar Sig-
urbjörg kom til Reykjavíkur til að
hefja nám við Kvennaskólann varð
hún fyrir reynslu sem varð henni hug-
stæð. Sveitastelpur eins og hún
klæddust peysufötum og voru hafðar
út undan því þær skáru sig úr hópi
borgardætra sem léku sér saman í
dönskum búningi. Ef til vill átti þessi
reynsla sinn þátt í því að hún gat sett
sig spor þeirra sem og stóðu utan við
leikinn af einhverjum sökum. Sigur-
björg aðlagaðist fljótt nýjum aðstæð-
um og naut sín í námi og starfi. Sam-
skipti hennar við aðra báru vott um þá
lífssýn hennar og trú að í sérhverri
manneskju búi eitthvað sem sé þess
vert að efla og þroska. Ég held að í
huga Sigurbjargar hafi það að eiga
eitthvað í sjálfum sér verið jafngildi
þess að gefa eitthvað af sjálfum sér.
Hagur allra óx ef hver og einn átti
eitthvað í sjálfum sér til að gefa öðr-
um.
Mér finnst merkilegt þegar ég
hugsa til baka að Vondaskarð skuli
vera u.þ.b. fimm metra slóði milli rað-
húsa og lágreists timburhúss. Var það
þarna sem ég vann mín stærstu af-
rek? Að vega saman þraut og mátt,
segir í einu ljóða Einars Benedikts-
sonar og það kunni Sigurbjörg öðrum
betur.
Um leið og ég kveð fóstru mína vil
ég votta aðstandendum hennar mína
dýpstu samúð, einkum þó barnabarni
hennar og leikbróður mínum Bjarna
Þór. Stína systir mín, sem er fjarri
heimaslóð, foreldrar mínir og ég
kveðjum Sigurbjörgu með þakklæti
fyrir vináttu hennar sem var okkur
ævintýri líkust.
Á stígum jarðar
liggja laufin
og lautin tóm
sefur hljóð að
sumri liðnu
við svalan róm
vinda sem hvísla
vöggukvæði
er kólnar nótt
og á sölnuð stráin
svífur höfgi
uns síga hljótt
punt að velli.
Haukur Ingvarsson.
„Lengi býr að fyrstu gerð.“ Hug-
urinn leitaði aftur til bernskuáranna
þegar við heyrðum af láti Sigurbjarg-
ar Guðjónsdóttur, kennarans okkar.
Minninganna myndasöfn hrönnuðust
upp.
Hún kenndi okkur í sex ár í Barna-
skóla Hafnarfjarðar. Heppnari hefð-
um við ekki getað verið. Hún bar ein-
staka mannkosti og lagði grunninn að
velferð okkar með eldmóði sínum,
atorku og uppfræðslu, sem við búum
að enn þann dag í dag. Kennslan var
henni í blóð borin. Hún miðlaði okkur
ómældum fróðleik. Hver dagur hófst
með því að við fórum saman með Fað-
ir vorið og síðan hófst þrotlaus
kennsla eftir lýsisgjöf.
Sigurbjörg hafði þann sérstaka eig-
inleika að nota hvatningu, sá fræjum
og viðhafa jákvæða gagnrýni. Hver
einstaklingur var metinn að verðleik-
um með kostum sínum og göllum.
Enda bárum við ómælda virðingu fyr-
ir henni og við vissum frá fyrsta degi
að við gátum treyst henni fyrir öllu þó
okkur fyndist hún ströng og fylgin sér
á stundum.
Seinna þegar litið er til baka er
ljóst að hún var frumkvöðull í starfi
og innleiddi ýmsar nýjungar. Hún lét
okkur vinna í hópum að sérstökum
verkefnum. Hún var eini kennarinn
við skólann sem kenndi formskrift.
Hún kenndi okkur tjáningu, upplest-
ur og leiklist svo fátt eitt sé nefnt.
Hún var mikill jafnréttissinni og hélt
stærðfræði mjög að stelpunum í
bekknum en í þá daga var stærðfræði
ekki endilega „kvennafag“.
Hún var ekki bara kennarinn okk-
ar, allt sem okkur viðkom lét hún sig
varða. Hún hvatti til samstöðu í
bekknum, að við lékjum okkur saman
og styddum hvert annað. Hún inn-
rætti okkur sjálfsvirðingu, samvisku-
semi og heiðarleika. Hún lagði
áherslu á mikilvægi menntunar og að
við værum alltaf meðvituð um samtíð
okkar og sögu lands og þjóðar.
Hún sleppti aldrei af okkur hend-
inni, „sólskinsbekknum“ sínum. Hún
fylgdist með okkur í leik og starfi og
við hittum hana á stórafmælum henn-
ar og við ýmis önnur tækifæri. Það
vakti ávallt undrun okkar hversu vel
upplýst hún var um okkar hagi.
Umhyggju hennar fyrir okkur voru
engin takmörk sett.
Viska með vexti
æ vaxi þér hjá.
Veraldar vélráð
ei vinni þig á.
(Jón Thoroddsen.)
Þetta var veganestið skrifað í
„minningabækurnar“ okkar. Við
minnumst Sigurbjargar kennarans
okkar með ólýsanlegu þakklæti og
virðingu. Guð blessi minningu henn-
ar.
12 ára A, 1964–65.
SIGURBJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR
Nú er hann fallinn frá
hann afi minn, blessaður.
Ég á margs að minnast
og mikið að þakka, með
afa, í gegn um tíðina, enda á hann lík-
lega stærstan þátt í því að móta mig
og gera mig að þeim manni sem ég er í
dag.
Fyrstu árin mín reri afi til sjós, og
man ég fyrst eftir honum þegar hann
var að koma heim eftir vetrardvöl á
vertíðum í Norðursjónum. Afi lagði
mikla áherslu á umhirðu og reglusemi
gagnvart öllum hlutum og þegar hann
tók upp úr poka sínum dótið sem hann
færði mér af vertíðinni, þá fylgdi jafn-
an í kjölfarið fyrirlestur um hvernig
meðhöndla ætti slíkan munað. Og til
að tryggja það að reglum yrði fram-
fylgt og að leikföngunum væri sýnd
tilhlýðileg virðing, þá fengust sum
þeirra aðeins brúkuð í hans viðurvist.
Afi kallaði gjarnan eftir mér þegar
einhverjar framkvæmdir voru annars
vegar. En þó það tæki mig einhverjar
mínútur að hlaupa eða hjóla til hans,
þá var þolinmæði hans yfirleitt á þrot-
um þegar ég mætti á staðinn og hann
var þá kannski hálfnaður eða langt
kominn með verkið, og skildi hann
ekkert í því hvílíkan óratíma það tók
mig að svara kallinu. Afi passaði sig þó
alltaf á því að sitja á sér á gamlárs-
kvöldum. þegar ég var búinn að
sprengja upp með pabba, þá var
HALLDÓR KRISTINN
BJARNASON
✝ Halldór KristinnBjarnason fæddist
á Siglufirði 14. júlí
1919. Hann andaðist á
Dvalarheimilinu Horn-
brekku á Ólafsfirði 10.
janúar síðastliðinn og
var útför hans gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju 22.
janúar.
hlaupið beina leið til
afa og ömmu þar sem
önnur flugeldasýning
beið mín.
Afi var fæddur og
uppalinn á Siglufirði
og bar hann alltaf
miklar taugar til bæj-
arins. Hann lagði leið
sína þangað í auknum
mæli eftir því sem ald-
urinn færðist yfir og
tími gafst til. Það var
gaman að fylgjast með
eftirvæntingunni hjá
honum þegar Siglufjarðarferð var í
aðsigi. Það var eins og lifnaði yfir sál-
artetri gamla mannsins eftir því sem
stundin nálgaðist og síðasta spölinn
var hann farinn að segja sögur og
jafnvel syngja. Heimsóknum afa til
æskustöðvanna lauk líklega þegar
gamla heimilið hans að Lindargötu 1
var rifið, en þá var eins og síðasta
taugin til bæjarins hefði verði rofin og
gamla manninum fannst hann ekkert
hafa þangað að sækja lengur.
Vinnan var afa heilagri en allt sem
heilagt er. Óstundvísi, frí eða veikindi
voru flokkuð sem óafsakanlegar fjar-
vistir. Reglusemi, trúmennska og
dugnaður var hans kjörorð og hann
lagði metnað sinn í það að heiðra þessi
orð á hverjum degi. Þetta var vega-
nestið sem afi sendi mig með þegar ég
hóf mína fyrstu alvöru sumarvinnu 12
ára gamall, en þá var afi hættur sjó-
mennsku og kominn í landvinnu.
Það er mér í fersku minni þegar afi,
á miðju blómaskeiði ævistarfsins,
lendir í vinnuslysi, þegar hann var að
vinna við byggingaframkvæmdir á
salthúsinu sem hann vann hjá. Hann
fékk þá sleggju í höfuðið. Það má
segja að þetta slys hafi átt sinn þátt í
því að marka þáttaskil í lífi afa, en
hann átti lengi í þessum veikindum
sínum. Afi var ekki gefinn fyrir að
bera vandamál sín á borð fyrir annað
fólk, ekki einu sinni sitt eigið fólk. Það
var bara ekki hans stíll. Hann bar
vandamál sín í hljóði og reyndi að tak-
ast á við þau af eigin rammleik. En öll
höfum við okkar takmörk og með
góðra manna hjálp, þá náði afi sér aft-
ur á strik og hóf að vinna á ný.
Við afi unnum saman öll sumur
þegar ég var í sumarfríi frá fram-
haldsskólanum. Honum var mikið í
mun að ég myndi ganga menntaveg-
inn og hvatti mig stöðugt í þeim efn-
um. En kaldhæðni örlaganna var sú
að með auknu námi þá byrja leiðir
okkar afa að skilja, og smám saman
fækkaði okkar samverustundum. Ég
sótti nám utan bæjarins og að því
loknu flutti ég endanlega frá Ólafs-
firði.
Afi eyddi síðustu æviárunum á
dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafs-
firði. Hann lét ekki mikið fyrir sér
fara þar, frekar en annars staðar, að
öðru leyti en því að skemmta öðrum
vistmönnum með söng og spilum.
Gömlu höfuðmeiðslin ásóttu hann nú
æ oftar, nema að þessu sinni bættust
við aðrir kvillar sem ellinni fylgja, en
alltaf stóð gamli maðurinn af sér
hverja raunina af annarri. Afa þótti
gaman að rifja upp gamla tíma, og oft-
ar en ekki tengdust minningar hans
einhverjum gleðistundum úr ævi-
starfinu. Smám saman fór afi að
sökkva sér lengra og lengra inn í heim
minninganna, þangað til um síðustu
áramót að hugur hans gerði upp við
sig hvorum megin hann vildi vera.
Þarna stóð afi á hallartröppunum og
leit yfir æviafrek sín í síðasta sinn.
Síðan hvarf hann inn um hallardyrnar
sem nú lokuðust endanlega og afi
gekk sáttur inn í höllina … höll minn-
inganna.
Afi lést að kvöldi 10. janúar 2005,
þá 85 ára að aldri.
Takk, afi minn, fyrir allar okkar
góðu stundir og öll heilræðin þín.
Halldór Kristinn Jónsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
á Keldum,
verður jarðsungin frá Keldnakirkju laugardag-
inn 5. febrúar kl. 14.00.
Svanborg Lýðsdóttir, Erlendur Sigurðsson,
Jóna Þórunn Lýðsdóttir, Árni Ingvarsson,
Skúli Lýðsson, Drífa Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför ástkærrar eiginkonu og móður okkar,
KRISTÍNAR AÐALHEIÐAR
MAGNÚSDÓTTUR
frá Eskifirði,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð að morgni föstudagsins 28. janúar,
verður gerð frá Laugarneskirkju mánudaginn
7. febrúar klukkan 15:00.
Jón Guðlaugsson
og fjölskylda.
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
JÓNA J. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, að morgni miðviku-
dagsins 2. febrúar.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Hulda Magnúsdóttir, Hinrik V. Jónsson.