Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 50

Morgunblaðið - 04.02.2005, Page 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ROP! AF HVERJU SENDIRÐU MÉR ALDREI BLÓM? VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER EKKI HRIFINN AF ÞÉR BLÓMUNUM VÆRI SAMA ÉG FINN ENGAN TIL ÞESS AÐ PASSA KALVIN Í KVÖLD. HVAÐ GETUM VIÐ GERT? VIÐ VERÐUM EKKERT ÞAÐ LENGI Í BURTU. GETUR KALVIN EKKI VERIÐ EINN HEIMA Í SMÁ STUND? Í ALVÖRUNNI, HVAÐ GETUM VIÐ GERT? Svínið mitt © DARGAUD VIÐ GULLI OG RÚNAR ÆTLUM AÐ FARA INN Í MÖMMULEIK Á MEÐAN ÞIÐ ERUÐ ÚTI EKKI TRUFLA OKKUR ÉG LEIK FAÐIRINN HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ LÁTA YKKUR Í FRIÐI LENGI? Í TVO KLUKKUTÍMA. SÍÐAN ÞARF GULLI AÐ FARA HEIM ÞAU VILJA EKKI LÁTA TRUFLA SIG Í TVO KLUKKUTÍMA ÞVÍ ÞAU ERU AÐ FARA Í MÖMMULEIK INNI ÆTLA ÞAU Í KOSSALEIK KOSSALEIK! Í TVO TÍMA?! KRÚTTLEGT, ER ÞAÐ EKKI NEI HEYRÐU STRÁKUR LOKAR SIG INNI MEÐ STELPUNNI MINNI TIL ÞESS AÐ KYSSAST OG ÞÉR FINNST ÞAÐ KRÚTTLEGT! YNDISLEGT! MÉR LÝST EKKI Á ÞETTA... EKKI TRUFLA ÞAU JÆJA? ALLT Í LAGI, ÞAU ERU Í MÖMMULEIK EN EKKI KOSSALEIK EÐLILEGT AF HVERJU EÐLILEGT? ÉG ÆTLA AÐ LÍTA Á ÞETTA SJÁLF KOSSALEIKURINN VAR MEIRA AÐ MÍNU SKAPI! Dagbók Í dag er föstudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 2005 Víkverji hafði orð áþví fyrir nokkr- um mánuðum að í efni frá trygginga- félaginu Sjóvá- Almennum trygg- ingum væri fyrri hluti nafns fyrirtæk- isins jafnan ekki beygður og t.d. talað um „hagnað Sjóvá- Almennra trygg- inga“. Víkverji tengdi þetta þeirri hvimleiðu tilhneig- ingu að sleppa því að beygja annað nafnið ef tvö nöfn standa saman – og taldi ekki til eft- irbreytni. x x x Nú í vikunni bar svo við að áborð Víkverja barst frétta- tilkynning frá Sjóvá-Almennum um að framvegis ætlaði fyrirtækið eingöngu að nota Sjóvár-nafnið til að kynna sig, þótt það héti áfram formlega Sjóvá-Almennar trygg- ingar. Fínt, hugsaði Víkverji, nú hljóta þau að fara að beygja Sjó- vár-nafnið. En því var ekki að heilsa þegar lengra var lesið. Þar er talað um „hlutverk Sjóvá“ og forstjóri fyrirtækisins titlaður „forstjóri Sjóvá“. Af hverju má nafnfyrirtækisins ekki vera Sjóvár í eignarfalli? Treysta forsvarsmenn Sjóvár starfsfólkinu og við- skiptavinunum ekki til að beygja það rétt? Ætla þeir kannski að taka upp slagorðið „Sjóvá – tryggingafélagið sem verður ekki beygt“? x x x Víkverja þóttiskrýtið að heyra stjórnarandstöðuna saka Geir H. Haarde fjármála- ráðherra um „hæglæti“ af því að hann væri ekki búinn að grípa til málsóknar á hendur olíufélögun- um. Svo kom ráðherrann upp í pontu á þingi og kannaðist bara ekki við neitt hæglæti. Víkverja finnst að hann ætti að þakka and- stæðingum sínum fyrir, því að hæglæti þýðir samkvæmt orða- bókinni „rólyndi, jafnaðargeð“. Sennilega ætluðu þeir að saka hann um seinlæti, sem samkvæmt sömu bók er „seinfærni, silahátt- ur, draugsháttur, droll“. Víkverja finnst reyndar ekki fara á milli mála að Geir er hæglætisnáungi, en enginn drollari. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tryggvagata | Víða um Reykjavíkurborg er þörf á þrifum og tiltekt og hefur borgin á að skipa hæfum og duglegum starfsmönnum sem taka af krafti á því sem ósnyrtilegt þykir. Þótt veggjakrot geti verið litríkt og skrautlegt og geti jafnvel gætt suma staði dularfullri fegurð á það ekki við alls staðar. Því gerði þessi borgarstarfsmaður árangursríka atlögu að tjáningarmáta einhvers ungs listamanns. Morgunblaðið/Jim Smart Orðin útmáð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1. Pét. 5, 6. 7.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.