Morgunblaðið - 09.02.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 7
SJÓSLYSIÐ
„ALLAR okkar að-
gerðir í dag, gærkvöldi
og liðna nótt sneru að
áhöfninni og fjöl-
skyldum hennar,“
sagði Knútur G.
Hauksson, forstjóri
Samskipa, í samtali við
Morgunblaðið síðdegis
í gær.
Spurður um verð-
mæti farms Jökulfells
sagði hann að á þessu
stigi málsins hefðu
menn minnstar
áhyggjur af farminum,
sem var 2.100 tonn af
stáli. En hvaða áhrif hefur skip-
stapið á flutningaáætlun Samskipa?
„Það er ljóst að við höfðum næg
verkefni fyrir þetta skip, en við
munum leysa það þegar að því
kemur með öðrum skipum,“ sagði
Knútur. Samskip leigðu Jökulfell af
K/S Difko Nord en Tesma í Eist-
landi sá um tæknilegan rekstur og
mönnun skipsins. Tesma hefur höf-
uðstöðvar í Kaup-
mannahöfn og er sam-
starfsfélag skipa-
útgerða víða um heim
og gerir út meira en
80 skip og hefur meira
en 2.100 sjómenn á yf-
ir 160 skipum í þjón-
ustu sinni.
Knútur sagði að
þótt skipið hafi verið
leigt með áhöfn hefði
það engu að síður ver-
ið hluti af þjón-
ustukerfi Samskipa.
Þó að áhöfnin hafi
ekki verið starfsmenn
Samskipa hafi þeir verið samstarfs-
menn. Knútur sagði að skipt hafi
verið um áhöfn að hluta á Jökulfelli
fyrir þessa ferð. Nýliðar um borð í
áhöfn voru reyndir sjómenn og
höfðu m.a. siglt á systurskipum
Jökulfells.
„Sumum höfðum við unnið með,
en aðrir voru til þess að gera nýir
um borð,“ sagði Knútur.
Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Jökulfellið við Sandgerði á liðnu ári. Skipið var lestað stáli er það fórst.
Knútur G. Hauksson
Áhöfnin og fjölskyldurnar í fyrirrúmi
RANNSÓKNARNEFND sjóslysa
bauð í gær aðstoð sína vegna rann-
sóknar á sjóslysinu þegar MS Jökul-
fell sökk við Færeyjar í fyrrakvöld.
Jón Ingólfsson, framkvæmdastjóri
nefndarinnar, var í gær í sambandi
við rannsóknarnefnd sjóslysa í Eist-
landi og fulltrúa sjóslysarannsókna á
eynni Mön þar sem skipið er skráð.
„Við munum bjóða okkar aðstoð og
einnig afla allra upplýsinga fyrir okk-
ur,“ segir hann.
Jón gerir ráð fyrir að sjópróf fari
fram erlendis en ekki sé enn sem
komið er vitað hvar þau fari fram eða
hvernig formlegri rannsókn á slysinu
verði háttað.
Ekkert er enn vitað hvað olli því að
Jökulfellið sökk. Jón segir ekkert
hægt að segja til um það á þessu stigi.
Veður virðist þó ekki hafa verið svo
slæmt á þessu hafsvæði í fyrrakvöld
að það ætti að ógna öryggi skipsins.
Jökulfellið var með 2.000 tonn af
stáli innanborðs. Jón segir ljóst að
þetta sé mjög þungur farmur sem
liggi lágt í skipinu en hann tók fram
að ekki hefðu borist upplýsingar um
hvernig gengið var frá farminum.
Fylgjast með
og aðstoða
við rannsókn