Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 31

Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 31 AFMÆLI Antikborðstofuborð. Einstakt borðstofusett með 10 stólum, 125 ára gamalt. Sérstaklega glæsilegt. Uppl. í s. 862 9055 og 565 9175. Veitingahúsið Sjanghæ, Lauga- vegi 28b, auglýsir. Eigum lausa sali fyrir fermingarveislur. Munið heimsendingarþjónust- una, sími 517 3131. Sjá www. sjanghae.is FKM félagar! Munið þorrablótið á Tungubökkum föstudaginn 11. febrúar kl. 20.00. Nánari upplýs- ingar á heimasíðu okkar www.fkm.is NÝTT NÝTT NÝTT Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15, þú? www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. Bowen tækni. Kynningartilboð. 2000 kr. tíminn út febrúar. Rolfing® stofan Klapparstíg 25-27, Rvík. S. 561 7080 og 893 5480. AEG keramik helluborð Til sölu helluborð með 4 hraðhitahellum. Snertirofar. Útlit sem nýtt. Upplýsingar í síma 893 0040. 3ja-4ra herb. íbúð til leigu, 105 Reykjavík. Björt, skemmtileg og rúmgóð 83 fm íbúð til leigu við Bogahlíð. Leiga 75 þús. + rafm. og hiti. Skammtímaleiga. Laus. Upplýsingar: gunnar@a4.is. Húsnæði óskast. Þrítug kona í háskólanámi og 6 ára sonur óska eftir 3ja herb. íbúð frá 1. apríl. Uppl. í s. 899 8272. Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í s. 896 9629. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverki ehf. í Hveragerði. Gott verð - áratuga reynsla. Teiknum eftir óskum kaupenda. Sýningarhús á staðnum. S. 660 8732, 660 8730, 483 5009, stodverk@simnet.is . www.simnet.is/stodverk Heimanám - Fjarnám. Þú getur byrjað hvenær sem er! Bókhald og skattskil - Excel - Word - Acc- ess - PowerPoint - Skrifstofu- námskeið - Photoshop - Tölvuvið- gerðir o.fl. www.heimanam.is. Sími 562 6212. Dáleiðsla - sjálfstyrking. Frelsi frá streitu og kvíða. Reykingastopp, afsláttur fyrir hjónafólk. Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur. Sími 694 5494. Toppurinn í flotanum Ford Mustang, Premium + auka- hlutir, árgerð 2005. Einnig Ford 350 King Rance, koparlitur. Báðir beint úr kassanum. Upplýsingar í síma 566 6898 á kvöldin og í síma 864 1202 á dagínn, Ásdís. Risasjónvarp til sölu. Til sölu nýlegt Toshiba risasjónvarp - 43 tommur - verð kr. 100.000 (kostar nýtt 250-300 þús.). Uppl. í síma 696 3828 eftir kl. 16.00. Vantar íslenska „au pair“ Vantar góða og trausta stúlku til að gæta barna og sinna léttum verkum á heimili í Reykjavík. Gæti hentað fyrir skólastúlku utan af landi. Allar upplýs. í síma 581 1517. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslimælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Stærðir 36-47 kr. 5.685. Stærðir 36-41 kr. 5.685. Misty-skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta Nýr litur, megagóður, getur verið hlýralaus. kr. 1.995. Buxur í stíl kr. 995. Misty, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Stang- og hreindýraveiðiferðir til Grænlands í júlí og ágúst. Nánari upplýsingar: Ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar, sími 511 1515. www.gjtravel.is. Vill skipta á Nissan Terrano 1995 og á Subaru eða 4w drifn- um bíl. Upplýsingar í síma 865 6560. Til sölu Opel Astra, ekinn 145.000. Tímareim og fleira endurnýjað. Ásett verð 300.000. Hægt að taka gamlan tjaldvagn upp í hluta af kaupverðinu. Uppl. í s. 824 6474 og 565 1681 eftir kl. 18.00. Nýr 2005 Jeep Grand Cherokee á Uppboði Nýr Grand Cherokee, árgerð 2005, með nýja útlitinu á bílauppboði www.islandus.com - fyrsta boð kr. 100.000. Einnig Chrysler PT Cruiser 2003, Jeep Liberty 2002 og Ford Explorer 2002. www.islandus.com Nissan Sunny 16 slx '92, ek. 182 þús. km. Bílnum hefur verið hald- ið mjög vel við og er í mjög góðu standi, smurbók fylgir. Verð 130 þ. Uppl. í s. 692 2266. Ford árg. '99, ek. 107 þús. km. Ford Focus árg. '99 m. dráttar- kúlu. Uppl. í s. 893 0888. Bílauppboð - nýlegir bílar - lægra verð Chrysler PT Cruiser fólksbíll, árgerð 2003, Jeep Liberty jeppi, 2002, Ford Explorer m/öllu, 2002, á uppboði. Gerðu frábær kaup. Fyrsta boð kr. 100.000 - www.islandus.com Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Driver.is Ökukennsla, aksturs- mat og endurtökupróf. Subaru Legacy, árg. 2004 4x4. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Vélsleði til sölu. Sleði m. öllu. Skidoo MXZ 800, árg. 2000/12, ek- inn 1900 km. Verð 490 þús. (Listaverð 620 þús.). Upplýsingar í síma 840 3022. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum 568 1000 F a x a f e n i 1 0 w w w . f r u m . i s — f r u m @ f r u m . i s Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. Í dag eru níutíu ár síðan vinkona mín Ágústa Pétursdóttir leit fyrst dagsins ljós. Enn í dag er hún ljóssins barn, með æskubirtu í augum, leiftrandi greind og óseðjandi lífsforvitni. Andinn er fleygur og frjáls en efnið setur henni skorður því að líkaminn sem er svo gjöfull og eftirlátur þegar best lætur get- ur líka verið harður húsbóndi. Þegar draga fór úr þreki hennar og úthaldi á allra síðustu árum brást hún við með því að verja þeim tíma dagsins sem orkan er mest eingöngu í uppbyggilega og skemmtilega hluti. Ágústu finnst lífið allt of stórkostlegt til sóa því í ÁGÚSTA PÉTURS- DÓTTIR SNÆLAND heimatilbúna vanlíðan. Hún fer í gönguferðir um æskuslóðir sínar í miðbænum, semur ljóð, hugleiðir tilgang eigin lífs og annarra, les heimspekileg rit, skrifast á við áhuga- vert fólk og lætur sig varða ólíklegustu hluti. Hvert skipti sem ég heimsæki hana eða heyri í henni í síma, er eitthvað alveg nýtt á döfinni hjá henni og samtöl við hana snúast aldrei um dægurmál eða hégóma. Þessi óvenjulega kona ólst upp glöðum hópi systkina í miðborg Reykjavíkur á öndverðri síðustu öld. Faðir hennar var Pétur Hall- dórsson bóksali og borgarstjóri í Reykjavík en móðir hennar Ólöf Björnsdóttir, listhneigð og glæsi- leg kona sem kom snemma auga á og glæddi hæfileika Halldórs son- ar síns en hann varð einn þekkt- asti og ástsælasti myndlistarmað- ur þjóðarinnar eins og kunnugt er. Tónlist var í hávegum höfð á heimilinu og í vinahópi fjölskyld- unnar. Á æskuárum sínum var Ágústa í hópi ungmenna sem flest bjuggu í miðbænum, hittust oft og gerðu eitt og annað sér til skemmtunar, sungu saman, spiluðu fjórhent á píanó, fóru í gönguferðir og léku tennis fyrir sunnan íþróttavöllinn á Melunum. Sjálf fór hún til Kaupmannahafnar árið 1933 settist í Kunsthaand- værkerskolen og lauk þaðan námi í auglýsingateiknun fyrst Íslend- inga árið 1936. Hún vann sem aug- lýsingateiknari á eigin vegum eftir að hún kom heim og meðfram heimilisstörfum eftir 1943. Gerði til dæmis merki Landsvirkjunar og Listahátíðar í Reykjavík. Ágústa giftist dönskum manni, Hendrik Hansen og átti með hon- um elsta drenginn sinn, Pétur. Þau Hendrik slitu samvistir og ár- ið 1944 giftist hún Pétri Snæland og eignaðist með honum synina Svein, Halldór og Gunnar. Ágústa segir að Pétur hafi kom- ið með nýja gleði inn í líf sitt sem hún fái ekki fullþakkað, því hann hafi fært henni frelsi til að vera hún sjálf. Þessi skapgóði kraft- mikli maður tók alvarlega það sem máli skipti en ekkert hátíðlega og síst sjálfan sig og það hafði áhrif á alla í kringum hann. Hann rak eigið fyrirtæki um árabil og kom öll fjölskyldan að rekstri þess. Ár- ið 1998 fluttu þau hjónin á elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Pétur Snæland lést í júlímánuði árið 2002. Ágústa segir að líf sitt hafi breyst þegar hún var sextug. Þá hafi byrjað nýr kafli og á margan hátt áhugaverðasti tími ævinnar fyrir hana sem einstakling. Hún fór að sækja námskeið og skoða tilveruna í stærra samhengi, kynntist mörgu áhugaverðu fólki. Hún fór að gera nákvæmlega það sem hugur hennar stóð til og sem minnst annað og fann ný og spennandi sannindi í hverju skrefi. Hún tók því fagnandi þegar þau Pétur fengu íbúð á Grund. Við það losnaði hún við að hugsa um heim- ilisrekstur og gat einbeitt sér að áhugamálum sínum. Samverustundir okkar Ágústu á liðnum árum hafa á margan hátt verið einstakar. Fyrir mig hefur hver einasta þeirra verið lær- dómsrík, skemmtileg og gefandi og ég er afar þakklát þeirri for- sjón sem leiddi okkur saman hér um árið. Kæra Ágústa mín, til hamingju með afmælisdaginn þinn og takk fyrir að vera eins og þú ert. Jónína Michaelsdóttir. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.