Morgunblaðið - 09.02.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 37
MENNING
ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4
ÍSLANDS MÁLNING
STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS
BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS
Ný tegund almattrar veggjamáln-
ingar sem hefur mikla þvottheldni
Þolir yfir 10000 burstastrokur
skv. SFS 3755 staðlinum
Gæðastöðluð vara á góðu verði
Ábyrgð tekin á öllum vörum
Bílar á
föstudögum
Sérblaðið Bílar fylgir blaðinu
á föstudögum.
Meðal efnis næsta föstudag:
Dótakassinn - ýmsir smáhlutir í bílinn
Nýr Skoda Octavia - reynsluakstur
Vinsælustu jepparnir í Bandaríkjunum
Saga bílsins - fyrsti akstur í kringum
landið
Væntanlegir bílar - Audi Allroad, Opel
Vectra
Sértilboð til áskrifenda á bílaauglýs-
ingum 995 kr. með mynd - Mættu til
okkar í Kringluna 1 og við tökum
myndina frítt -
Einfalt, ódýrt og þægilegt
auglýsingar 569 1111
Auglýsingar:
Sandra - 569 1140 og Ragnheiður -569 1275
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • midborg@midborg.is
680 fm heil húseign í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist
þannig: Á jarðhæð eru þrjú veitingahús með sérinngangi. Efri hæð er innréttuð sem
skrifstofuhúsnæði. Eignin er öll í traustri útleigu. Verð 95,0 millj.
HAFNARSTRÆTI
Á LOKATÓNLEIKUM Myrkra
músíkdaga, sem haldnir voru í Lista-
safni Íslands, bauð Caput-hópurinn
upp á fjölbreytta dagskrá. Frum-
flutningur á Sextett II eftir Kjartan
Ólafsson var ágætlega heppnaður;
verkið var haganlega samsett þar
sem rödd hvers hljóðfæris fékk að
njóta sín. Að vísu skapaðist ekki
mikil stemning, en tónlistin var
a.m.k. hnitmiðuð og virkaði ekki of
löng.
Talsvert seiðmagnaðri var In-
stallation Around A Heart eftir Þur-
íði Jónsdóttur, sem hér var frum-
flutt, en tónsmíðin bar undirtitilinn
Hljóðrými með harmóníku og
kammersveit. Þar kom norski harm-
óníkusnillingurinn Geir Draugsvoll
til sögunnar og einkenndist verkið af
markvissri þrástefjun þar sem tón-
listin leitaði alltaf í sama grunninn
aftur og aftur. Hnitmiðuð stígandin
varð þó æ meira hrollvekjandi,
ísmeygilegur tónavefurinn varð
stöðugt þykkari, hryssingsleg rödd
harmóníkunnar forneskjulegri og
var útkoman sérlega áhrifarík.
Gaman hefði verið að lesa eitthvað
um verkið í tónleikaskránni, sem var
heildardagskrá Myrkra músíkdaga
og hefði almennt talað mátt vera
vandaðri og með ítarlegri upplýs-
ingum um ýmsar hliðar hátíð-
arinnar.
Líkt og tónsmíð Þuríðar var sú
eftir Atla Heimi Sveinsson, Im-
pressionen op. 1, ákaflega skemmti-
leg, sérstaklega hávær en margbrot-
inn þriðji kaflinn og hljóðlátur,
dulúðugur fjórði þátturinn. Sömu-
leiðis var Ymni fyrir mezzósópran og
sjö hljóðfæraleikara eftir Áskel
Másson, hér frumfluttur, heillandi
skáldlegur. Úrvinnsla grunnstefsins
var þægilega afslöppuð og einsöngur
Ásgerðar Júníusdóttur var kröftug-
ur, tilfinningaþrunginn og glæsi-
legur.
Lokaatriði tónleikanna var frum-
flutningur á konsert eftir stað-
artónskáld dönsku Fílharmóníu-
hljómsveitarinnar, Jesper Koch.
Fyrrnefndur Draugsvoll var ekki
búinn að syngja sitt síðasta er hér
var komið sögu, því harmóníkan var
í aðalhlutverki í konsertinum. Það lá
þó við að hljóðfærið gæfi upp öndina
strax í byrjun, því undarleg óhljóð
tóku að heyrast úr því. Stöðva varð
flutninginn og Draugsvoll skaust
með gripinn baksviðs til að gera við
hann, en á meðan teygðu tónleika-
gestir úr sér. Sem betur fór varð
hléið ekki langt; Draugsvoll sneri
aftur með hljóðfærið í toppstandi og
gat konsert Kochs þá hljómað í öllu
sínu veldi. Skemmst er frá því að
segja að þetta er litríkt verk þar sem
ólíkar tónlistarstefnur skjóta upp
kollinum án þess að heildarmyndin
bjagist og var útkoman áheyrileg og
oft spennandi.
Draugsvoll spilaði með stór-
fenglegum tilþrifum; hröðustu hlaup
voru hárnákvæm og viðkvæmari
augnablik tónlistarflutningsins voru
einlæg og gædd ríkulegum blæ-
brigðum.
Í stuttu máli voru þetta prýðilegir
tónleikar; Caput-hópurinn spilaði
fagmannlega undir öruggri stjórn
Guðna Franzsonar og var þetta
ágætur endir athyglisverðrar tón-
listarhátíðar.
Hrollvekjandi tónlist
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Caput-hópurinn flutti undir stjórn Guðna
Franzsonar tónsmíðar eftir Kjartan Ólafs-
son, Atla Heimi Sveinsson, Þuríði Jóns-
dóttur, Áskel Másson og Jesper Koch.
Einsöngvari: Ásgerður Júníusdóttir. Ein-
leikari: Geir Draugsvoll. Sunnudagur 6.
febrúar.
Myrkir músíkdagar
Guðni
Franzson
Ásgerður
Júníusdóttir
Jónas Sen
FERÐAFÉLAG Íslands stendur
fyrir myndakvöldi kl. 20 í kvöld, en
þar mun Jóhann Ísberg sýna glæsi-
legar myndir sem nýttar eru við
merkingar á örnefnum víða um
land. Margar myndanna eru teknar
úr flugvél í björtu og góðu veðri og
ná yfir allstór landsvæði og lands-
lagsheildir þar sem fjöll, dalir og
firðir njóta sín til fulls í samspili
sólarljóss og skugga. Þá segir Svav-
ar Sigmundsson, forstöðumaður
Örnefnastofnunar, frá verkefninu
þar sem ljósmyndirnar eru notaðar
og helstu áherslum í söfnun ör-
nefna um þessar mundir.
Á myndakvöldinu sýnir Jóhann
einnig einstæða kvikmynd af norð-
urljósunum yfir Íslandi.
Myndakvöldið hefst kl. 20 í sal
Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.
Kaffiveitingar í hléi. Aðgangur er
600 kr.
Norðurljós
og örnefni
Ljósmynd/Jóhann Ísberg