Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 53. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Listrænir
taktar
Fjölbreytni í verkum nemenda
í Árbæjarskóla | Daglegt líf
Viðskipti | Askja er nýtt umboð fyrir Benz Slippstöðin horfir suður Ver | Verð-
hækkun á krókakvóta Sjóða sæbjúgu 10 ára smáþorskur Íþróttir | Man. United
tapaði á heimavelli Dýrmætt útimark Chelsea Þór vann ÍBV í Eyjum
Viðskipti, Ver og Íþróttir í dag
FULLTRÚAR Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO) vöruðu í
gær við því að mikil hætta væri á
að skæð fuglaflensa, sem kostað
hefur 45 manns lífið í Asíu undan-
farið ár, yrði að heimsfaraldri.
„Áhrifin að því er varðar mannfall
og veikindi yrðu hrikaleg og örugg-
lega mun meiri en af völdum
SARS,“ sagði dr. Shigeru Omi og
var hann að vísa til bráðalungna-
bólgunnar sem varð um 800 manns
í heiminum að bana fyrir tveimur
árum.
Þrjátíu og þrír hafa dáið af völd-
um fuglaflensu í Víetnam frá því í
árslok 2003, tólf í Taílandi og einn í
Kambódíu. Fuglaflensunni hefur
nýverið skotið niður í köttum og
tígrisdýrum en ekki hafði verið tal-
ið að hún gæti breiðst út meðal
þessara dýra. Skýrir þetta þær
áhyggjur sem sérfræðingar hafa af
því að H5N1-veiran, sem veldur
fuglaflensu, stökkbreytist þannig
að hún geti auðveldlega smitast
milli manna en slíkt gæti haft afar
alvarlegar afleiðingar. Er bent á í
þessu samhengi að sérfræðingar
telja að spænska veikin, sem kost-
aði 50 milljónir manna lífið á ár-
unum 1918–1919, hafi borist til
manna frá fuglum.
Yfirvöld geri viðbragðsáætlun
Fram kom á ráðstefnu í Ho Chi
Minh-borg í Víetnam að engar lík-
ur væru á því að hægt verði að út-
rýma fuglaflensunni í Asíu í nán-
ustu framtíð. Hins vegar væri
mögulegt að hefta útbreiðslu henn-
ar með samstilltu átaki. Sagði dr.
Omi að þjóðir heims væru hvattar
til að hafa viðbúnaðaráætlun til-
búna ef svo færi að flensan tæki að
dreifast meðal manna.
Fulltrúar WHO lýsa áhyggjum af útbreiðslu fuglaflensu á ráðstefnu í Víetnam
Hætta á heimsfaraldri
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti og Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, sögðust í gær hafa orðið
ásáttir um að leggja til hliðar ágrein-
ing sinn um Íraksmálin og einbeita
sér í staðinn að málaflokkum þar
sem löndin tvö ættu samleið. Sam-
einuðust Bush og Schröder um að
senda stjórnvöldum í Íran þau skila-
boð að þeim bæri að láta af tilraun-
um til að auðga úran en Bandaríkja-
stjórn hefur sakað Írani um að hafa í
hyggju að þróa kjarnorkuvopn.
Bush og Schröder áttu fund sam-
an í Mainz í Þýskalandi í gær en sá
fyrrnefndi er í nokkurra daga heim-
sókn til Evrópu. Á fréttamannafundi
sagði Bush að mikilvægt væri að Ír-
anir áttuðu sig á því að veröldin „tal-
aði einni röddu“ í þessum málum,
ekki kæmi til greina að Íranir kæmu
sér upp kjarnorkuvopnum. Og
Schröder tók undir: „Við erum alger-
lega sammála um að Íran verður að
segja nei við hvers konar kjarnorku-
vopnum, án allra undanbragða.“
Bush hittir Pútín í dag
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki
viljað koma að viðræðum Breta,
Frakka og Þjóðverja við Írani um
kjarnorkumálin, hafa tekið harðari
afstöðu og viljað láta samþykkja
ályktun gegn Íran í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Bush sagði
hins vegar í gær að áhyggjur margra
í Evrópu um að Bandaríkjamenn
hyggist beita hernaðarvaldi í Íran
væru óþarfar. „Íran er ekki Írak,“
sagði hann en tók þó fram að engin
ráð væru útilokuð fyrirfram.
Tilgangur Evrópufarar Bush hef-
ur verið að sýna fram á að tengslin
yfir Atlantshafið væru enn sterk.
Ekki hafa þó allir tekið forsetanum
fagnandi og t.a.m. tóku a.m.k. fjögur
þúsund manns þátt í mótmælum
gegn Bush í Mainz. Bush er nú kom-
inn til Bratislava í Slóvakíu en þar
mun hann eiga fund með Vladímír
Pútín Rússlandsforseta í dag. Hann
sagðist í gær meðal annars ætla að
ræða við Pútín um áhyggjur Banda-
ríkjamanna af afdrifum lýðræðis í
Rússlandi.
Reuters
George W. Bush og Gerhard Schröder sendu Írönum tóninn á fréttamannafundi sínum í Mainz í gær.
Bush og Schröder
grófu stríðsöxina
Mainz. AFP.
Frost í/29
VIÐBÚNAÐARÁÆTLUN við
heimsfaraldri er í stöðugri endur-
skoðun hjá Landlæknisembættinu
í samvinnu við WHO, Evrópusam-
bandið og Norðurlöndin.
Guðrún Sigmundsdóttir, yfir-
læknir á sóttvarnarsviði Land-
læknisembættisins, segir að til að
bregðast við faraldri sé nú búið að
safna birgðum af veirulyfi sem
dregur úr einkennum inflúensu-
veirunnar en einnig er hægt að
nota það í forvarnarskyni.
Að auki sé hægt að nota hefð-
bundin sýklalyf til að lækna fylgi-
kvilla flensunnar, og til greina
komi að eiga forða af þeim. Þá er
að sögn Guðrúnar einnig hægt að
notast við samfélagsaðgerðir til
að draga úr útbreiðslu, t.d.
samkomubann,
lokun skóla og
annarra stofn-
ana. Einnig eru
einangrun sjúk-
linga og hugs-
anleg afkvíun
útsettra ein-
staklinga aðrar
leiðir til að
hægja á út-
breiðslunni.
„Það er aldrei hægt að búa til full-
komna áætlun því ekki er mögu-
legt að sjá alla þætti nákvæmlega
fyrir,“ segir Guðrún. „Áætlunin
verður að vera sveigjanleg.“
Viðbúnaðaráætlun
Forði af veirulyfjum/8
Guðrún
Sigmundsdóttir
„FYRST eftir að bækur koma
út veit maður ekkert hvað
maður hefur skrifað. En eftir
tilnefninguna las ég hana aftur
og þótti hún ansi sigurstrang-
leg,“ sagði Sjón í viðtali við
Morgunblaðið í gær í tilefni af
því að tilkynnt var að hann
hlyti Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir sögu
sína Skugga-Baldur, sem kom
út árið 2003.
„Það var hringt í mig um
leið og búið var að funda.
Klukkan var níu og ég var enn
sofandi, hafði verið að vinna
frameftir og sofið frekar óró-
lega. Þetta var óneitanlega
mjög skemmtilegt og óvænt,
vegna þess að ég hafði fengið
þá flugu í höfuðið, að það yrði
hringt í verðlaunahafann dag-
inn áður. Þegar ég gekk til
náða, var ég því nokkurn veg-
inn búinn að afskrifa þetta, en
hafði þó símann í svefn-
herberginu.
Ég var fljótur að teygja mig
í hann þegar hann hringdi,“
sagði Sjón, fullu nafni Sigurjón
Birgir Sigurðsson.
Milli ljóðs og prósa
Skugga-Baldur er rómantísk
skáldsaga sem gerist á Íslandi
um miðja 19. öld, og er fimmta
skáldsaga Sjóns. Bókin var til-
nefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna 2003.
Í umsögn dómnefndar segir
að Skugga-Baldur vegi salt
milli ljóðs og prósa og að höf-
undur flétti saman þáttum úr
íslenskum þjóðsögum, róman-
tískri sagnahefð og heillandi
sögu, þar sem siðferðileg
vandamál samtímans eru
áleitin.
Verðlaunin verða afhent á
þingi Norðurlandaráðs í haust,
en þau nema 350 þúsund
dönskum krónum, jafnvirði um
3,8 milljóna íslenskra króna.
Þótti sagan ansi
sigurstrangleg
Morgunblaðið/Kristinn
Sjón tekur við árnaðaróskum á
skrifstofu Bjarts í gær.
Sjón hlýtur Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir Skugga-Baldur
Góðir lesendur eru/28
Sjón á vit ævintýra/Leiðari
HÁSKÓLINN í Oxford
á Bretlandi hefur keypt
GoPro-hugbúnaðinn af
fyrirtækinu Hugviti.
Ólafur Daðason, fram-
kvæmdastjóri Hugvits,
segir að fyrirtækið hafi á
undanförnum mánuðum
náð nokkrum stórum
samningum við öflug
fyrirtæki og stofnanir í Bretlandi. Þar á
meðal sé breska lögreglan Scotland Yard,
vinnueftirlit Bretlands (HSC) og Scottish
Care Commision. „Það er mikill heiður að
Oxford-háskóli skuli hafa valið GoPro,“ seg-
ir Ólafur.
Bjarni Guðmundsson, markaðsstjóri
Hugvits, segir að Bretlandsmarkaður sé
mjög spennandi fyrir Hugvit, hann sé bæði
stór og tæknilega framarlega.
Hugvit selur
hugbúnað
til Oxford-
háskóla
Oxford-háskóli/B1